Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2019 07.00 Strumparnir 07.25 Blíða og Blær 07.50 Mæja býfluga 08.05 Dagur Diðrik 08.30 Dóra og vinir 08.55 Skoppa og Skrítla á póstkorti um Ísland 09.05 Latibær 09.30 Stóri og Litli 09.40 Lukku láki 10.05 Ævintýri Tinna 10.30 Ninja-skjaldbökurnar 10.55 Það er leikur að elda 11.20 Ellen’s Game of Games 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Nágrannar 13.20 Nágrannar 13.45 Ice On Fire 15.20 Masterchef USA 16.05 Ísskápastríð 16.50 60 Minutes 17.40 Víglínan 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Sportpakkinn 19.10 Leitin að upprunanum 19.50 Saudi Women’s Driving School 21.05 Grantchester 4 21.55 Prodigal Son 22.45 Temple 23.30 Watchmen 00.25 StartUp ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Að austan 20.30 Eitt og annað 21.00 Nágrannar á Norður- slóðum (e) endurt allan sólarhr. 13.00 Catch the Fire 14.00 Omega 15.00 Joel Osteen 15.30 Charles Stanley 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Mannamál (e) 20.30 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 21.00 Kliníkin (e) 21.30 Stóru málin (e) endurt. allan sólarhr. 16.20 Everybody Loves Raymond 16.45 The King of Queens 17.05 How I Met Your Mot- her 17.30 Happy Together (2018) 17.55 The Kids Are Alright 18.20 Ást 18.55 Top Gear 19.45 Top Gear: Extra Gear 20.10 Four Weddings and a Funeral 21.00 Billions 22.00 The Handmaid’s Tale 22.55 Black Monday 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Hall- grímskirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Skáldið á Sandi. 15.00 Skyndibitinn. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Úr tónlistarlífinu: Reyk- holtshátíð 2019 – III. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Loftslagsþerapían. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Gestaboð. 21.30 Fólk og fræði. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.05 Næturútvarp Rásar 1. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.29 Lalli 07.36 Tulipop 07.39 Sara og Önd 07.46 Minnsti maður í heimi 07.47 Hæ Sámur 07.54 Söguhúsið 08.01 Letibjörn og læmingj- arnir 08.08 Stuðboltarnir 08.19 Alvin og íkornarnir 08.30 Ronja ræningjadóttir 08.55 Disneystundin 08.56 Tímon & Púmba 09.18 Sígildar teiknimyndir 09.25 Sögur úr Andabæ – Gyllta lón hvítkval- arsléttunnar! 09.45 Krakkavikan 10.05 Börnin í bekknum – tíu ár í grunnskóla 10.35 Íslenskur matur 11.00 Silfrið 12.10 Lestarklefinn 13.05 Menningin – sam- antekt 13.35 Bjartar vonir vakna 14.30 Sporið 15.00 Lifi Frakkland 16.30 Svona fólk 17.20 Grænkeramatur 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Orlofshús arkitekta 19.00 Fréttir 19.30 Veður 19.40 Íþróttir á sunnudegi 20.00 Landinn 20.30 Svona fólk 21.25 Pabbahelgar 22.10 Poldark 23.10 Eyðimerkurdansari 14 til 16 Tónlistinn Topp40 Eini opinberi vinsældalisti Íslands er sendur út á K100 alla sunnudaga. Siggi Gunnars telur niður 40 vinsælustu lög landsins. 16 til 19 Pétur Guðjóns Góð tónlist og spjall á sunnudags síðdegi. Pétur fylgir hlustendum heim úr fríinu á sunnudögum, nú eða skemmtir þeim sem eru svo heppnir að geta verið lengur í fríi. Á þessum degi árið 1958 fæddist söngv- arinn hárprúði Simon Le Bon og fagnar því 61 árs afmæli. Hann er söngvari eilífðar- unglingasveitarinnar Duran Duran sem varla þarf að kynna. Simon var líka söngv- ari hljómsveitarinnar Arcadia sem náði 7. sæti vinsældalistans í Bretlandi árið 1985 með kosningalaginu sígilda „Election Day“. Það er ekki á vitorði margra en Simon Le Bon og Elton John voru skólabræður. Þeir námu báðir við Pinner County Grammar School í London, þó ekki á sama tíma, en Elton er nokkrum árum eldri en Simon Le Bon. Afmælisbarn dagsins Ný skáldsaga eftir rithöfund-inn John le Carré kom út íliðinni viku og ber hún nafnið Agent Running in the Field. Þetta er 25. skáldsaga höfundarins, sem varð 88 ára gamall 19. október, og enn eru njósnir viðfangsefnið. Le Carré varð heimsfrægur með sinni þriðju bók, Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum, sem kom út árið 1963. Viðfangsefnið var vélar og tál að tjaldabaki í kalda stríðinu. Í nýju bókinni segir af Nat, sem heldur að hann eigi náðuga daga fyr- ir höndum eftir 47 ára störf í bresku leyniþjónustunni við að halda utan um njósnara á vettvangi, en er feng- inn til að taka að sér eitt verkefni til viðbótar, það síðasta, vegna ógnar í austurvegi. Koma við sögu rúss- neskir ráðamenn og úkraínskir auð- jöfrar. Le Carré studdi veru Breta í Evr- ópusambandinu og andstaða hans við útgöngu kemur sterkt fram í bókinni og sömuleiðis viðtölum við höfundinn í tilefni af útkomu hennar. Í viðtali við BBC ræddi hann ást á föðurlandinu og gerði greinarmun á ættjarðarást og þjóðernishyggju. „Þjóðernishyggja krefst óvina,“ sagði hann. Hann sagðist einnig óttast fortíð- arþrá og sagði hana vera orðna að pólitísku vopni: „Stjórnmálamenn búa til fortíðarþrá eftir Englandi, sem aldrei var til, og selja hana eins og eitthvað, sem við gætum snúið aftur til.“ Ekki talar hann vel um stjórn- málamenn. „Þeir elska ringulreið,“ sagði hann. „Láttu ekki annað hvarfla að þér. Hún veitir þeim vald. Þeir geta upphafið sig út á hana, hugmyndina um að þeir geti lagað hlutina.“ Sama alræðishugarfarið sé að finna jafnt á hægri sem vinstri vængnum. Le Carré er augljóslega þeirra hyggju að heimurinn fari versnandi. Gamlir njósnarar snúa baki við stjórnkerfinu eftir áratuga þjónustu því að málstaðurinn, sem þeir eitt sinn studdu, er horfinn. „Það er margt við heim leyndar- málanna, sem hneykslar og veldur óþægindum, en á árunum, sem ég starfaði í honum var að minnsta kosti málstaður,“ sagði le Carré í samtali við The New York Times um bókina. Hann var að sigra í kalda stríðinu þar sem andstæðar hug- myndir áttust við. Le Carré starfaði í bresku leyni- þjónustunni, MI6, á unga aldri. Hann var í þjónustu hennar þegar fyrst skáldsagan hans kom út og varð því að gefa hana út undir dul- nefni. Réttu nafni heitir hann David John Moore Cornwell. Le Carré handskrifar enn bækur sínar og konan hans, Jane Cornwell, slær textann inn. Svo hjólar hann aftur í textann og byrjar upp á nýtt. Segir le Carré að þau hjónin hafi unnið með þessum hætti undanfarna hálfa öld og rúmlega það. Synir le Carré af fyrra hjóna- bandi, Simon og Stephen, starfa síð- an með föður sínum við að koma skáldsögum hans á skjáinn eða hvíta tjaldið. Þeir stofnuðu fyrirtækið The Ink Factory árið 2010 og hafa meðal annars framleitt sjónvarpsþættina eftir sögunni Næturvörðurinn (The Night Manager). Næsta verkefni fyrirtækisins er að gera sjónvarpsþætti eftir öllum bókum le Carrés þar sem njósnarinn George Smiley kemur fyrir. John le Carré gaf í liðinni viku út sína 25. skáldsögu. AFP 25. SKÁLDSAGA JOHN LE CARRÉ Enn um njósnir, vélar og tál John le Carré sló í gegn með Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum. Richard Burton lék í kvikmynd, sem gerð var eftir bókinni árið 1965.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.