Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Side 10
10 | Eyjafréttir | Febrúar 2019 nýverið sendi meirihluti um- hverfis- og samgöngunefndar frá sér nefndarálit um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019–2023 og tillögu til þings- ályktunar um samgönguáætl- un fyrir árin 2019–2033. en það eru nokkur atriði sem tengjast Vestmannaeyjum í þeirri samgönguáætlun. Það sem helst ber á góma er flugið og hin umtalaða skoska leið. Þá er talað um að hraða endurlögn flug- brautirnar í Vestmannaeyjum. að opna flugvöllinn fyrir lendingu minni véla í milli- landaflugi og svo áréttingar um Reykjavíkurflugvöll. Þá eru fjármagnaðar 800 milljón króna kostnað við að rafvæða Herjólf. Þá er einnig texti um að gera óháða úttekt á land- eyjahöfn. síðast en ekki síst er áhersla lögð á að samráð sé haft við sveitarfélög við útboð Vegagerðarinnar eins og t.d. með dýpkun. Hér á eftir höfum við tekið saman það helsta, í nefndar- áliti meiri hlutans, sem tengist Vestmannaeyjum. Áréttingar í málefnum flugsins. Meiri hlutinn áréttar nokkur atriði sem verði höfð að leiðarljósi við framangreinda vinnu. Það þolir enga bið að hefja vinnu við aukið flugöryggi með eflingu varaflug- vallanna og því mikilvægt að ná áhrifum af breyttu fyrirkomulagi eins fljótt og auðið er á árinu 2019 þó að þjónustugjöld verði ekki inn- heimt fyrr en frá og með 1. janúar 2020. Jafnframt vill meiri hlutinn að minni vélum í millilandaflugi verði veitt heimild til að lenda á Hornafirði, í Vestmannaeyjum og á Ísafirði. Slíkt gæti hjálpað mikið til við dreifingu ferðamanna auk þess sem það minnkar álag á Keflavíkurflugvelli og eykur öryggi í flugi eins og rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur bent á í skýrslum sínum. Reykjavíkurflug- völlur gegnir mikilvægu hlut- verki við mestallt sjúkraflug, sem miðstöð innanlandsflugs og sem varaflugvöllur í millilandaflugi. Fram kom fyrir nefndinni að 15–20 ár tæki að byggja upp nýjan flug- völl á öðrum stað, eins og lagt er til m.a. í skýrslum um málefnið. Meiri hlutinn leggur því áherslu á að Reykjavíkurflugvelli verði vel við haldið og hann byggður upp að því marki að hann sinni því hlutverki sem hann skipar á öruggan og viðunandi hátt, þar til sambærileg, fullbúin lausn finnst, flytjist flugvöllurinn úr Vatnsmýri. Það verður tryggt með hinu breytta fyrirkomulagi þar sem rekstur hans, viðhald og endurnýjun verður á ábyrgð Isavia enda gegnir hann mikilvægu hlutverki sem einn af varaflugvöllum landsins. yfiirborðsviðhald á flug- vellinum í Eyjum Meiri hlutinn beinir því til ráðherra að hefja viðræður við Isavia um að finna leiðir innan þjónustusamn- ings til að bregðast við þörf á yfir- borðsviðhaldi sem fyrirhugað var á árinu 2018 á flugvöllunum í Vest- mannaeyjum og á Ísafirði ásamt því að finna leiðir til að greiða fyrir móttöku aukins fjölda farþega í millilandaflugi til Akureyrar. Óháð úttekt á landeyjahöfn Í fyrirliggjandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir framkvæmdum við endurbótum á Landeyjahöfn. Fram- lögum er ætlað að standa undir kostnaði við rannsóknir, öryggis- mál, gerð óháðrar úttektar og fram- kvæmdum sem auðvelda eiga að halda nægu dýpi í höfninni. Þá er gert ráð fyrir að koma upp dælum og lögnum við hafnarmynnið til að dýpka yfir veturinn. rafvæðing Herjólfs Smíði Vestmannaeyjaferju er langt komin og mun hún ganga fyrir rafmagni. Viðbótarkostnaður vegna raftengingar ferjunnar nemur 800 millj. kr. Með vísan til umhverfis- sjónarmiða og áherslna í lofts- lagsmálum leggur meiri hlutinn til breytingu þess efnis að veitt verði fjármagn í þessa mikilvægu fram- kvæmd. Til að mæta kostnaði við framkvæmdina lækkar fjárveiting til framkvæmda við Hringveg, Bæjarháls–Vesturlandsveg, um 400 millj. kr. og Skarhólabraut–Hafra- vatnsveg um 400 millj. kr. árið 2019. Því verður síðan mætt með auknum fjárveitingum á árunum 2020 og 2021. samskipti sveitarfélaga og Vegagerðarinnar Á fundum nefndarinnar kom fram að samráð Vegagerðarinnar við sveitarfélög væri ekki nægilega mikið og náið. Landshlutasamtök sveitarfélaga væru í mörgum til- vikum búin að sammælast um þau samgönguverkefni sem brýnust væru á svæðinu og móta sér sam- eiginlega stefnu þar um. Miðað við fyrirliggjandi samgönguáætlun hefði Vegagerðin töluvert aðra sýn á forgangsröðun verkefna í lands- hlutum án þess að fyrir því væru auðsjáanleg rök að mati sveitar- félaganna. Meiri hlutinn áréttar að brýnt er að Vegagerðin eigi í nánu sambandi við sveitarfélög um allt land. Það eru jafnan íbúar svæðisins sem búa yfir hve mestri þekkingu á staðnum og nota samgöngumannvirkin mest. Undirbúningur og vinnsla fyrirliggjandi samgönguáætlana hófst í ársbyrjun 2018 og var haft samráð við landshlutasamtök sveitarfélaga og aðra hagaðila víðs vegar um landið. Á fundum með samgönguráði kynntu landshluta- samtökin samþykktir sínar og settu fram sjónarmið sín um áherslur í samgöngumálum. Við gerð sam- gönguáætlunar þarf þó alltaf að horfa til öryggissjónarmiða og getur það í sumum tilvikum leitt til þess að forgangsröðun á svæðinu verður önnur en landshlutasamtök sveitarfélaga á svæðinu hafa lagt til. Meiri hlutinn ítrekar mikilvægi náins samráðs milli Vegagerðarinn- ar og sveitarfélaga og telur æskilegt að Vegagerðin myndi fastmótaða ferla fyrir samráð við sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra svo að það verði markvisst og nýtist sem best. Þá leggur meiri hlutinn áherslu á að samráð verði haft við sveitarfélög varðandi kröfur í útboðslýsingum, t.d. fyrir veg- þjónustu og dýpkunarframkvæmdir við hafnir. SæþóR Vídó þoRbjARNARSoN sathor@eyjafrett ir. is Vestmannaeyjar koma víða við í nýrri samgönguáætlun: Millilandaflug til eyja og óháð úttekt á landeyjahöfn Langstærstur hluti ríkisfjár sem á að fara í sjósamgöngur í samgönguáætlun fer í Landeyja- höfn. Sérstök 800 milljóna viðbótarfjárveiting er lögð til að rafvæða nýjan Herjólf. Í Land- eyjahöfn eiga að fara 3,3 milljarðar á næstu fimm árum, þar af um 730 milljónir í botndælubúnað 2019.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.