Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Blaðsíða 12
12 | Eyjafréttir | Janúar 2019
,,Ég hef verið á öllum þjóðhá-
tíðum nema þremur frá því
að ég fæddist. en ég fæddist
einmitt í Reykjavík á sama
tíma og þjóðhátíðin var sett
árið 1985. fyrsta afmælið mitt
var haldið í þjóðhátíðartjaldi í
Dalnum. næsta ár var ég ekki
á þjóðhátíðinni og þú verður
að spyrja mömmu af hverju
það var,´´segir Ólöf Ragnars-
dóttir, eyjakona sem birtist
reglulega á skjám landsmanna
þegar hún flytur þeim fréttir
á RÚV. Ólöf segir Þjóðhátíð
eitt af aðal áhugamálum
sínum. en hún hefur einungis
sleppt tveimur þjóðhátíðum
af sjálfsdáðun. einu sinni fór
ég til Benidorm yfir þjóðhátíð
og endaði á sjúkrahúsi með
matareitrun en erfiðast var
að sleppa þjóðhátíðinni þegar
ég var í Palestínu, sérstaklega
vegna þess að ég varð þrítug
á þjóðhátíðarsunnudeginum.
Það mun ekki gerast í náinni
framtíð að ég sleppi þjóðhátíð
segir Ólöf sem er fyrir löngu
byrjuð að telja niður fyrir þá
næstu.
sjálfsmyndin tengd Eyjum
Fyrir utan þjóðhátíðaráhugann,
reyni ég að vera dugleg að hreyfa
mig og hitta fjölskyldu og vini
segir Ólöf sem bjó í Reykjavík
með foreldrum sínum Margréti
Elísabetu Kristjánsdóttur sem
oftast er kölluð Magga Beta og
Ragnari Hilmarssyni fyrstu fimm
ár ævinnar.
,,Mamma og pabbi skildu þegar
ég var um þriggja ára, mamma
kláraði námið sitt í Reykjavík og
fljótlega í kjölfarið fluttum við
mamma svo til Eyja og bjuggum
hjá ömmu á Kirkjuveginum. Ég
bjó í Eyjum til sextán ára aldurs
en flutti þá til Reykjavíkur til
þess að fara í Versló og bjó þá hjá
pabba,´´segir Ólöf. Þegar hún er
spurð hver hún sé og hvað hafi
mótað hana svarar hún því fyrst
til að því verði aðrir að svara. En
fljótlega segir hún að sjálfsmyndin
tengist Vestmannaeyjum og það
sem hafi mótað hana mest séu for-
eldrar hennar. Hún hafi líka verið
heppin með fósturföður, Sigurð
Alfreðsson, Sigga sem hún segir að
hún hefði kallað pabba ef hún hefði
ekki átt góðan pabba fyrir. En Siggi
sé búin að vera í hennar lífi frá því
að hún var sjö ára gömul.
flókin fjölskyldutengsl
„Ég á engin alsystkini eins og
það er kallað og fjölskyldan í
kringum mig er frekar flókin. Ég
á eina hálfsystur sammæðra og
tvö systkini samfeðra og svo einn
bónus bróður. Siggi á eina dóttur
og einn son og konurnar sem pabbi
á börnin með eiga önnur börn. Ég
hef aldrei litið svo á að ég eigi hálf-
eða aukasystkini fyrir mig erum
við öll systkini þrátt fyrir að vera
ekki blóðskyld. Við erum náin ekki
síður en önnur systkini,“ segir Ólöf
og bætir við að hluti hópsins hafi
hist einu sinni að tilstuðlan Svenna
heitins Matt og Hörpu þegar þau
voru stödd í Eyjum á þjóðhátíð.
„Svenni og Harpa buðu okkur í
systkinaflækjuhumarsúpu. Það var
yndisleg stund og svo gaman að
við gleymdum að taka af okkur
myndir öllum saman. Því miður
varð Sveinni bráðkvaddur í brekk-
unni um kvöldið sem var öllum
mikill harmdauði,“ segir Ólöf og
bætir við að á leiðinni úr systkina-
flækjusúpunni hafi náðst ein mynd
af henni, Hilmari bróður hennar
og Steinari bróður hennar sem sé
í raun ekki blóðskyldur henni en
hálfbróðir Hilmars.
foreldrarnir fyrirmyndir
„Við bjuggum öll þrjú saman hjá
pabba um tíma. Raggi er pabbi
okkar Hilmars og við því systkini
samkvæmt norminu og Hilmar og
Steinar eru hálfbræður, synir Sæ-
rúnar. En samband okkar Steinars
er samt ekkert annað en alvöru
systkinasamband,“ segir Ólöf sem
er ekki frá því að systkinaflækjan
hafi gert hana víðsýnni og um-
burðarlyndari.
Ólöf segir að hún sé þakklát for-
eldrum sínum fyrir að hafa haldið
góðu sambandi þrátt fyrir skilnað-
inn og aldrei látið hana finna fyrir
það ef þau voru ósátt. Hún segir
mikilvægt að foreldrar leggi sig
fram um að halda góðu sambandi.
Hún dáist að mömmu sinni hvernig
hún tók á skilnaðinum. „Þrátt fyrir
að samband foreldranna hafi ekki
endað vel þá gerðu þau eins gott úr
hlutunum og þau gátu. Pabbi var
aldrei slæmur pabbi þrátt fyrir að
hafa átt við drykkjuvandamál að
stríða og ég á erfitt með að koma
því í orð hversu þakklát ég er
fyrir að hann hætti að drekka fyrir
rúmum 20 árum. Það hefði líklega
ekki verið hægt fyrir mig að flytja
Byrjuð að telja niður
fyrir næstu þjóðhátíð
:: Eyjaskvísa í ljósvakamiðlum
GUðRÚN ERLiNGSdóttiR
gudrun.erlingsdottir@gmail.com
Þjóðhátíð Ólöf í þjóðhátíðarstuði á leið í hvíta tjaldið, mætt á sína
fyrstu en langt í frá síðustu þjóðhátíð.
” Allt í einu var ég komin með mastersgráðu, hafði enga vinnu, átti ekki heimili, átti ekkert og vissi ekki hvað ég
vildi. Ég flutti því aftur
heim til mömmu 31 árs
og fór að leysa af í
Íslandsbanka.