Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - Feb 2019, Page 19

Fréttir - Eyjafréttir - Feb 2019, Page 19
Febrúar 2019 | Eyjafréttir | 19 Sími 455 54 00 Fax 455 54 99 postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is Átt þú rétt á styrk til jöfnunar flutningskostnaðar? Þeir sem geta sótt um styrk eru einstaklingar og lögaðilar sem: • stunda framleiðslu á vörum sem falla undir c-bálk ÍSAT2008 • stunda framleiðslu á vörum sem falla undir flokk 01.1 og/eða flokk 01.2 í a- bálk ÍSAT2008 enda sé varan fullunnin í söluhæfar umbúðir. Flytja þarf framleiðsluvöru meira en 150 km frá framleiðslustað á innanlandsmarkað eða að útflutningshöfn. Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars og er umsóknafrestur til og með 31. mars. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Byggðastofnunar og í síma 455-5400. Styrkir AÐALFUNDUR Aðalfundur Rauða krossins í Vestmannaeyjum verður haldinn í Arnardrangi húsi félagsins við Hilmisgötu fimmtudaginn 7. mars og hefst kl. 20:00 • Venjuleg aðalfundarstörf. • Fjóla Einarsdóttir svæðisfulltrúi RKÍ á Suðurlandi kemur á fundinn. • Kaffi og léttar veitingar eftir fund. Vestmannaeyingar, fjölmennið á fundinn. ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR Rauði krossinn í Vestmannaeyjum gera, heldur þarf maður virkilega að gefa sér tíma og elju í það. Við erum ekkert í neinu spretthlaupi. Við viljum gera hlutina vel þannig að varan eigi möguleika á að festa sig í sessi hjá Íslendingum.“ Varan komin í sölu Hópurinn hélt kynningarkvöld á brugghúsinu The Brothers Brewery núna í febrúar og í kjölfarið fór varan í sölu á tveimur stöðum. „Við ætlum að byrja hérna í Eyjum og vörurnar okkar eru til sölu hjá vinum okkar á Einsa Kalda og The Brothers Brewery. Í mars stefnum við síðan á að halda samskonar kynningarkvöld í höfuðborginni líkt og við héldum á The Brothers Brewery. Eftir það verða vörurnar til á vel völdum stöðum á höfuð- borgarsvæðinu. Síðan til að byrja með er hægt að hafa samband við okkur á Facebook síðunni okkar, Volcano Seafood og panta í gegnum skilaboð hjá okkur þar. Við stefnum síðan á að vera komin með vefsíðu innan skamms þar sem einnig verður hægt að panta vörurnar hjá okkur.“ frábærar viðtökur Hópurinn er mjög ánægður með viðtökurnar sem þau og varan þeirra hefur fengið. „Við erum virkilega ánægð með viðbrögðin hjá fólki sem hefur smakkað þetta hjá okkur, sem er frábær viðurkenning því við erum búin að vera þróa þessar vörur okkar í um eitt og hálft ár og vildum koma með vörur sem við erum stolt af og hefðum sjálf áhuga á að kaupa. Einnig finnst fólki heildarhug- myndin okkar svo skemmtilegt. Að þú getur farið á bar og fengið þér eitthvað hollt en gott snarl með drykknum þínum. Snakkið okkar kemur í myndarlegum öskjum sem hægt er að rífa lokið af og hafa sem skál.“ umhverfisvænir pokar og fleiri sölustaðir Framtíðaráformin hjá hópnum eru að koma vörunni í sölu á öllu landinu og vonandi víðar, „Við viljum koma vörunum okkar í sölu á vel valda staði út um allt Ísland. Síðan styttist í vörurnar okkar fari í aðrar umbúðir. Þar sjáum við fyrir okkur umhverfisvæna poka þar sem hægt er að loka þeim með zip locki og hafa í meira magni. Einnig viljum við skoða það að fara út fyrir landssteinana ef það er möguleiki, en það verður skoðað betur í framtíðinni,“ sagði hópurinn að endingu. Gunnar Heiðar og Svanhildur kynna vöruna fyrir gestum The Brothers brewery en snakkið þykir henta einkar vel með bjór. Snakkið fæst í tveimur bragðtegundum og kemur í myndarlegum öskjum þar sem hægt er að rífa lokið af og nota sem skál. Vel var mætt á kynninguna og voru viðtökurnar frábærar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.