Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Blaðsíða 21
Febrúar 2019 | Eyjafréttir | 21
ww
Opnunartími / mánudaga-föstudaga kl . 7.30-21.00 / um helgar kl . 10-21
góð verslun í alfaraleið
Ný tilboð vikulega
Heimsendingarþjónusta.
sushi frá Osushi
kemur til okkar föstudaga kl. 17.30.
tökum niður pantanir !
áætlun herjólfs
*gildir frá og með 1. september til 14.september. áætlun getur tekið breytingum – nánar á saeferdir.is
vestmannaeyjar - landeyjar
Alla daga 08:30 11:00 - 16:00 18:45 21:00
Föstudag og sunnudag 13:45
landeyjar - vestmannaeyjar
Alla daga 09:45 12:45 - 17:10 19:45 22:00
Föstudag og sunnudag 14:45
kjúklingaréttur:
• Einn pakki af kjúklingabringum
eða lundum
• 1 stk Laukur
• Ca. 2 hvítlauksgeirar
• 1 lítill Blómkálshaus
• 1 Spergikál
• 1 bakki Sveppir ( smekksatriði )
• 1 rauð Paprika
• Sataysósa
• Teriyaki sósa
• Kartöflumjöl
• Sesamolía
• Kasjúhnetur
Aðferð:
Fyrst saxa ég laukinn, hvítlaukinn
og allt grænmetið.
Síðan byrja ég á að steikja laukinn
og hvítlaukinn upp úr sesamolíu.
Þegar hann er orðinn pastlega
brúnn þá set ég allt grænmetið út
á pönnuna og steiki þetta allt vel
saman. Þegar ég er búin að velta
grænmetinu á pönnu í góðan tíma
þá set ég það í skál til hliðar.
Síðan sker ég kjúklingabringurnar
(nota líka oft kjúklingalundir) í
litla bita og steiki upp úr sesam-
olíu. Þegar kjúklingur er tilbúinn
helli ég öllu grænmetinu útá pönn-
una og velti þessu öllu saman.
Næst set ég sataysósuna út á og
hræri saman. Á meðan þetta mallar
allt saman á lágum hita tek ég
u.þ.b. 1 msk af kartöflumjöli og
u.þ.b 2 dl af teriyaki sósu og hristi
það vel saman og helli yfir réttinn
rétt áður en hann er borinn fram
(þetta er til að þykkja réttin aðeins)
í lokin strái ég kasjúhetum yfir, en
það er bara smekksatriði því það
eru ekki allir sem vilja hnetur, en
mér finnst hneturnar nauðsynlegar,
en þá er líka hægt að bera hann
fram bara í sér skál .
Meðlæti er síðan hrísgrjón og gott
og ferskt salat.
Gottsaums - kakan
Botn:
• 5 stk eggjahvítur
• 100 gr döðlumauk
• 100 gr saxaðar döðlur
• 90 gr möndluflögur
Aðferð :
Ég byrja á að sjóða niður 100 gr
döðlum (set þær í pott með svolítið
vel af vatni og síðan þær þangað
til að allt vatn er eiginlega farið
og þetta orðið að mauk) læt það
síðan kólna. Á meðan stífþeyti ég
eggjahvíturnar. Þegar maukið er
orðið kalt þá blanda ég því varlega
saman við eggjahvíturnar ásamt
döðlum og möndluflögum.
Ég set þetta í hringlagað form (læt
alltaf bökunarpappir undir) og baka
í ca 17-19 mín við 150° .
Set botninn á kökudisk og læt
kólna.
Ég rista pekanhnetur eða val-
hnetur (smekksatriði) í ofni við
160° í u.þ.b 5 mín og raða því
síðan á botnin og svo þar ofaná
raða ég bönunum eða jarðaberjum/
bláberjum.
Enda svo á að bræða súkkulaði
og sletti því yfir. Ég hef stundum
búið til karamellu og sett hana yfir
í staðinn fyrir súkkulaði.
Síðan er bara að bera hana framm
með ís eða rjóma .
Þessi kaka slær alltaf í gegn í
gegn.
Ég skora á Írisi Páls frænku
sem næsta matgæðin því ég
veit að hún er snillingur í eld-
húsinu og lummar á girnileg-
um Ketó uppskriftum.
ljúffengur satay kjúklingaréttur
og kaka sem slær í gegn í saumó
MaTGÆðinGURinn
Soffía Baldursdóttir
matgæðingur