Fréttablaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 2
Þetta á sér langa sögu frá tíð fyrri eiganda. Við eigum í góðu samstarfi við borgina. Rakel Þórhallsdóttir, einn eigenda Hagavagnsins Veður Norðaustlæg átt, yfirleitt 8-13 m/s, en hvassara á Vestfjörðum. Skýjað með köflum, en él fyrir norðan. Hvessir með snjókomu N-lands seinni partinn. SJÁ SÍÐU 16 Brottvísun mótmælt Vel á þriðja hundrað manns mótmæltu fyrir framan dómsmálaráðuneytið í gær brottvísun þriggja manna íranskrar fjölskyldu. Á miðri mynd sést Maní, sem er 17 ára transstrákur, en til stendur að senda hann og foreldra hans til Portúgal þar sem þau óttast um afdrif sín. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR SALTVATNSPOTTAR HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKI 1 SÍMI 7772000 PLUG & PLAY HITAVEITUSKELJAR • Tilbúin til notkunar • Tengja 2 rör • Eyðir minna vatni SAMFÉLAG Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er Hagavagninn, hinn vinsæli veitingavagn við Vestur- bæjarlaug, tíu fermetrum of stór. Skipulagsyfirvöld eru jákvæð fyrir því að breyta núverandi deili- skipulagi en þó með þeim fyrirvara að fjarlægja þarf skyggni af vagn- inum ef ráðist verður í stækkun Vesturbæjarlaugar í framtíðinni. „Þetta á sér langa sögu og er frá tíð fyrri eigenda,“ segir eigandi. Hagavagninn við Hofsvallagötu er eitt af gömlu táknum Vestur- bæjarins. Baráttan um stækkun hans á sér langa sögu eða allt frá árinu 1998. Þegar nýtt deiliskipu- lag var samþykkt árið 2004 vildi fyrri eigandi stækka vagninn úr 18 fermetrum upp í 55 fermetra en niðurstaðan varð sú að heimila aðeins stækkun upp í 27 fermetra. Sú ákvörðun var kærð til úrskurða- nefndar skipulags- og bygginga- mála en eigandinn hafði ekki erindi sem erfiði. Árið 2018 keyptu hjónin Rakel Þórhallsdóttir og Jóhann Guð- laugsson vagninn og tóku höndum saman við rapparann Emmsjé Gauta og veitingamanninn Ólaf Örn Ólafsson um að opna metn- aðarfullann skyndibitastað. Gamli vagninn var rifinn og nýr byggður í staðinn. Vagninn varð að endingu 37 fermetrar af stærð en sam- kvæmt gildandi deiluskipulagi var hámarksstærðin ennþá aðeins 27 fermetrar. Það skapaði ákveðinn vandamál. Lausn málsins var sú að í lok árs 2019 óskuðu eigendur vagnsins eftir leyfi á áður gerðum breytingum og lögðu fram teikningar á breyting- unum til umhverfis- og skipulags- sviðs borgarinnar. Málið var tekið Hagavagninn reyndist tíu fermetrum of stór Veitingavagn í Vesturbæ Reykjavíkur reyndist of stór sé tekið mið af gildandi deiliskipulagi. Verði Vesturbæjarlaug stækkuð þarf að fjarlægja skyggni sem reist var við vagninn því það nær lítillega inn á byggingarreit laugarinnar. Nýlega var ráðist í endurbyggingu veitingavagnsins og er hann vinsæll áningarstaður í Vesturbænum, rétt við Vesturbæjarlaug. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR fyrir á afgreiðslufundi byggingar- fulltrúa þann 14. janúar síðastlið- inn. Niðurstaðan varð sú að bygg- ingarfulltrúi er jákvæður fyrir því að heimila stækkunina í vinnu við nýtt skipulag. Ekki verði þó lagt til að heimila lóð undir vagninn né heimila frekari stækkanir. Fram kemur að skýli á núverandi vagni fer lítillega inn á byggingar- reit fyrir mögulega stækkun Vestur- bæjarlaugar. Ef af þeirri stækkun yrði í framtíðinni þyrfti að fjar- lægja skýlið. Gert er ráð fyrir að breytingartillaga á deiliskipulaginu verði samþykkt á næstu vikum eða mánuðum. Í framhaldinu verður hægt að samþykkja nýjar teikning- ar fyrir Hagavagninn og festa áður gerða stækkun í gildi. „Þetta á sér langa sögu frá tíð fyrri eiganda. Við eigum í góðu samstarfi við borgina. Málið er í vinnslu og það er í raun formsatriði að ljúka þessu,“ segir Rakel Þórhallsdóttir, einn eiganda Hagavagnsins. Það sé allra hagur enda hafi Vesturbæing- ar tekið nýjum Hagavagni opnum örmum. bjornth@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Sérstakri gáma- einingu hefur verið komið upp við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Þar verður hægt að taka á móti og skoða sjúklinga sem grunur liggur á að séu smitaðir af kórónaveirunni. Uppsetning hófst í lok janúar og er kostnaður áætl- aður um sex milljónir króna. Í minnisblaði Landspítalans til heilbrigðisráðherra þar sem farið var yfir viðbrögð spítalans vegna kórónaveirufaraldurs segir að umrædd aðstaða verði tíma- bundin. Mikilvægt sé að geta tekið á móti sjúklingum þar sem aðkoma er aðskilin bráðadeildinni. -sar Gámaeining komin upp hjá bráðamóttökunni Gámaeiningin við bráðamóttökuna í Fossvogi.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ORKUMÁL Búist er við raf magns- truf lunum næstu daga og vikur á Suður landi á meðan Ra rik vinnur að því að laga bilanir í kerfi sínu eftir ó veðrið sem gekk yfir landið á föstu dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rarik. Þar segir að þó að allir séu komnir með raf magn fái sumir það með vara afli. „Það geta verið bilan- ir í kerfinu sem Ra rik veit ekki um, t.d. í sumar húsa byggðum og öðrum stöðum þar sem ekki er föst bú seta,“ segir í til kynningunni. Allt til tækt starfs lið fyrir tækisins vinnur nú að því að laga bilanirnar en rúm lega hundrað staurar brotn- uðu í storminum. -ókp Rarik býst við truflunum á Suðurlandi 1 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.