Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2020, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 17.02.2020, Qupperneq 13
KYNNINGARBLAÐ Framhald á síðu 2 ➛ Lífsstíll M Á N U D A G U R 1 7. F EB RÚ A R 20 20 Hjónin Hrannar Hólm og Halla Benediktsdóttir segja Kaupmannahöfn vera lifandi, afslappaða og frábæra borg sem endalaust sé hægt að kanna. Leiða Íslendinga um kóngsins Köbenhavn Hjónin Halla Benediktsdóttir og Hrannar Hólm hafa verið búsett í Kaup- mannahöfn um árabil. Þau hafa verið saman í hartnær 40 ár og vita fátt skemmtilegra en að kanna þessa merkilegu borg og kynna hana fyrir öðrum. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Óhætt er að fullyrða að hjón-in Halla Benediktsdóttir og Hrannar Hólm séu sam- stíga í lífinu. „Við fæddumst bæði og ólumst upp í Keflavík,“ segir Hrannar. „Halla er umsjónarmað- ur Jónshúss og hefur verið síðan 2015 og ég starfa sem ráðgjafi í viðskiptaþróun, leiðsögumaður og þjálfari í körfubolta.“ Heilluð af hygge og mannlífi „Við höfum áhuga á fjölskyldu, vinum og lífinu og eigum tvö börn, þau Helenu Brynju og Helga Benna en þau eru bæði uppkomin og búa í Kaupmannahöfn,“ segir Halla. „Við kynntumst fyrir alvöru árið 1983 og höfum verið saman síðan, í 37 ár. Kynntumst einfaldlega af því að við vorum bæði unglingar í Keflavík á sama tíma. Þá er eigin- lega útilokað að kynnast ekki.“ Halla og Hrannar hafa búið í Kaupmannahöfn í rúman áratug þrátt fyrir að það hafi ekki upp- haflega verið áætlunin. „Það var árið 2009, vegna starfa Hrannars hjá félaginu Capacent, sem á þeim tíma var með mikla starfsemi í Kaupmannahöfn. Ætluðum að vera í þrjú til fimm ár, en þau eru nú að verða ellefu, og ekki sér fyrir endann á dvölinni,“ segir Halla. Ástæðurnar fyrir langdvölinni eru ótalmargar. „Lífið í borginni, aflsappaður lífstíllinn, lífsgæðin, hygge, mannlífið, fjölbreytileik- inn, gerólík hverfin, vera laus við bílinn, hjólamenningin, hefðirnar, julefrokost, útiveran, baðstrend- urnar og bátarnir á sumrin, göt- urnar, byggingarnar, sagan, söfnin, maturinn, vertshúsin, árstíðirnar, samfélag Íslendinga í borginni, tenging Íslands við borgina, Jóns- hús. Eiginlega allt. Kaupmanna- höfn er frábær borg.“ Vildu kynnast borginni betur Þau segja skoðunarferðirnar um Kaupmannahöfn hafa byrjað eftir að Halla var ráðin til starfa í Jóns- húsi. „Við byrjuðum fljótlega eftir

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.