Fréttablaðið - 17.02.2020, Page 38

Fréttablaðið - 17.02.2020, Page 38
Tryggðu þér áskriftKAUPTU STAKAN LEIK: OLÍS DEILD KARLA Í KVÖLD 19:15 Verkið Rythm of Poi­son eftir hina finnsku Elina Pirinen verður frumsýnt af Íslenska dansflokknum þann 28. febrúar. Nú lýsir Íslenski dansflokkurinn eftir þrem­ ur hundum til að taka þátt í verkinu. „Við segjum aldrei nei við góðum hugmyndum frá samstarfsfólki okkar en danshöfundur verksins, hún Elina Pirinen, er mikill dýra­ vinur og hún er sannfærð um að þátttaka þriggja hunda í sýningunni eigi eftir að lyfta verkinu á annað plan,“ segir Hlynur Páll Pálsson, framkvæmdastjóri flokksins. Dansmenntun ekki nauðsynleg Hann segir enga eiginlega kröfu um það að hundurinn þurfi að vera dansmenntaður. „Við setjum það ekki sem hæfni­ skilyrði að hundarnir  kunni nú þegar  að dansa, en það væri auð­ vitað kostur ef um þjálfaða sýningar­ hunda væri að ræða. Við erum opin fyrir þátttöku hunda af f lestum hundakynjum og þeir þurfa alls ekki að vera hreinræktaðir. Ættar­ bók þarf til dæmis ekki að fylgja með umsókninni um þátttöku í verkinu,“ segir hann léttur í bragði. Hlynur segir að þau séu ekki með neina ákveðna tegund í huga. „Öryggisins vegna get smá­ hundar því miður ekki tekið þátt í sýningunni. Því biðjum aðeins um að meðalstórir og stórir sæki um þátttöku. Einu skilyrðin eru að hund­ arnir séu vingjarnlegir, ófeimnir og að þeim líði vel í margmenni. Svo væri auðvitað ekki verra ef þeir eru sviðsvanir,“ segir hann og hlær. Hekla átti stórleik Hann segir það ekki algengt að dýr taki þátt í dansverkum sem þessum en það gerist þó öðru hvoru. „Já, það er svolítið skemmtilegt að segja frá því að síðast þegar Elina Pirinen sýndi verk á Íslandi þá sýndi Golden retriever hvolpurinn Hekla stórleik á sviði. Frábær frammistaða hennar í þeirri sýningu átti eflaust þátt í að Elina óskaði aftur eftir hundum í þetta verk. Við reyndum að fá Heklu til að taka þátt í verkinu núna, en hún er því miður sest í helg­ an stein og hætt að sýna opinberlega af heilsufarsástæðum.“ Hann segir verkið vera fjöruga og hrífandi tjáningarveislu. „Ég vil ekki gefa of mikið upp, en helstu þemu verksins eru kynhvöt, villileiki og nánd. Sýningin krefst þess að áhorfendur nýti óbeislað ímyndunarafl sitt til þess að upplif­ unin verði sem sterkust,“ segir hann. Áhugasamir hundaeigendur eru hvattir til að hafa samband við Íslenska dansflokkinn með því að senda  þeim tölvupóst  með mynd og nafni hundsins, ásamt stuttri lýsingu á skapgerð hans. Frumsýning á Rhythm of Poi­ son verður 28. febrúar á Nýja sviði Borgarleikhússins. Miðafjöldi er mjög takmarkaður þar sem sýningin er hugsuð fyrir lítinn hóp áhorfenda. steingerdur@frettabladid.is Óska eftir hundum í dansverk Hundurinn Askur og Hlynur Páll Pálsson, framkvæmda- stjóri Íslenska dansflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið Rythm of Poison eftir Elina Pirinen þann 28. febrúar. Upp kom sú hugmynd að bæta við þremur ferfætlinum í dansflokkinn meðan á sýningu verksins stendur. 1 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.