Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Réttara að miða við ellilífeyri einan Í aðsendri grein eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu 7. nóvember 2019 birtist tafla sem miðar við ellilífeyri að viðbættri heimilisuppbót og þeirri upphæð sem lægstu taxtar voru hækkaðir um samkvæmt lífskjara- samningunum. Réttara hefði verið að miða við ellilífeyri einan og sér og það sem kallað er lágmarkslaunatrygging í lífskjarasamningnum. Við það breytist taflan og útskýring á henni. Útskýringin verður: Mismunurinn [mismunur ellilíf- eyris og lægstu launa] er að verða mikill; frá 1. apríl 2020 vantar sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu um 78 þús. kr./mán. upp á að hámarks elli- lífeyrir hafi haldið í við lægstu laun. Það gerir yfir 930 þús. kr. ári – þannig að mikið hefur dregið í sund- ur með lægstu launum og ellilífeyri á starfstíma ríkisstjórnarinnar. Þetta leiðréttist hér með. Haukur Arnþórsson. LEIÐRÉTTING Dettifoss sökk við Írland Ranghermt var í grein sem birtist í Morgunblaðinu sl. fimmtudag um ferð íslenskra íþróttamanna á Ól- ympíuleikana í Berlín 1936 að skipið Dettifoss hefði verið skotið niður af Þjóðverjum nálægt Reykjanesi. Rétt er að Dettifossi var sökkt undan strönd Írlands árið 1945. Goðafoss var hins vegar skotinn niður við Reykjanes árið 1944. Nokkrar stærðir sem varða ellilífeyri Hækkanir ellilífeyris og upphæðir. Rauntölur fyrir 2018-2019 og skv. fjárlagafrumvarpi fyrir 2020 Hvað hækkanir ellilífeyris ættu að vera/ hefðu átt að vera miklar, ef miðað er við meðallaun (launavísitölu) Hvað ellilífeyrir ætti að vera/hefði átt að vera, ef hann miðast við lægstu laun (lífskjarasamningur) Hækkun ellilífeyris frá fyrra ári Hámarks- ellilífeyrir/mán. Kr. Hækkun launavísi- tölu frá fyrra ári Hámarksellilífeyrir/ mán. ætti að vera. Kr. Mismunur/ mán. Kr. Lægstu mán.laun frá 1. apr. 2019 og 1. apr. 2020 Mismunur/ mán. Kr. 2018 6,7% 239.484 6,9% 239.932 -449 2019 3,6% 248.105 6,0% 254.328 -6.223 317.000 -68.895 2020 3,5% 256.789 4,1% 264.756 -7.967 335.000 -78.211 Heimildir: Hagstofan, Tryggingastofnun, fjárlagafrumvarp fyrir 2020 og lífskjarasamningarnir. Hækkun launavísitölu frá 2019-2020 er áætlun. H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Framleiðslufyrirtæki á matvælasviði. Fyrirtækið fullvinnur ákveðnar fiskafurðir og selur innanlands sem og erlendis. Það er í leigu- húsnæði og býr við góðan tækjakost. Velta 200-300 kr. og afkoma með ágætum. • Rótgróin heildsala með sérhæfðar vörur fyrir byggingariðnað. Velta 140 mkr. Góður hagnaður. • Öflug, rótgróin trésmiðja sem framleiðir glugga, hurðir og inn- réttingar fyrir íslenskan markað. Mjög góður tækjakostur og góð verkefnastaða. • Heildverslun í miklum vexti sem flytur inn vörur fyrir verslanir, veitingahús og matvælaiðnað. • Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma. • Bílaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem sér um minni háttar viðgerðir og viðhald. Velta 90 mkr. Góður hagnaður. • Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í góðum vexti sem býður fjölbreyttar ferðir á Suðurlandi. Eigið húsnæði og góður búnaður. Velta 50mkr. Góður vöxtur. • Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit með hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir. Velta 120 mkr. og góð afkoma. • Ungur og hratt vaxandi veitingastaður þar sem áhersla er lögð á hollan skyndibita í hádeginu og á kvöldin. Veltan í ár áætluð 280 mkr. og EBITDA 20 mkr. Miklir möguleikar á að fjölga stöðum undir vörumerkinu sem hlotið hefur góðar viðtökur. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is EIGUM GOTT ÚRVAL AF „PLUG IN HYBRID“ BÍLUM VW GOLF GTE PREMIUM Nýskráður 05/2018, ekinn 20 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Glerþak, stafræntmælaborð, leður o.fl. Verð 4.790.000 kr. Raðnúmer 259860 Allt um sjávarútveg Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hátt í 400 grunnskólabörn úr öllum landshlutum sendu inn ljóð í ljóða- samkeppni sem efnt var til á Ljóða- dögum Óperudaga og voru verð- launin veitt við hátíðlega athöfn í Kaldalóni, einum tónleikasala Hörpu, síðastliðinn sunnudag. Verðlaunin voru veitt í tveimur flokkum. Annars vegar í 1.-5. bekk og hins vegar í 6.-10. bekk. Sigurvegari í eldri flokki (6.-10. bekkur) var Baldur Björn Arnars- son með ljóðið Af hverju gerum við ekkert? Í öðru sæti varð Hera Arnardóttir og í þriðja sæti varð Sólrún Axelsdóttir. Stúlkur í öllum efstu sætum Sigurvegari í yngri flokki (1.-5. bekkur) var Febrún Sól Arnar- dóttir með ljóðið Ljóð fyrir lofts- lagið. Vilborg Halla Jónsdóttir varð í öðru sæti og Maríanna Káradóttir varð í þriðja sæti. Krakkarnir voru hvattir til að senda inn ljóð um náttúruna, lofts- lagið, framtíðarsýn sína og drauma eða annað sem féll að viðfangsefn- inu, breytingum á loftslaginu. Andrea Katrín Guðmundsdóttir, einn stjórnenda Óperudaga, segir samkeppnina meðal annars sækja innblástur til Gretu Thunberg og aðgerða hennar í loftslagsmálum. Markmið hátíðarinnar var að skapa jákvæðan og valdeflandi vettvang til að huga að loftslags- málunum. Valnefndina skipuðu ís- lenskir rithöfundar, fulltrúi For- lagsins, fulltrúi Norræna hússins, fulltrúi Borgarbókasafnsins og fulltrúar hátíðarinnar. Morgunblaðið/Baldur Ljóðakrakkar Talið frá hægri: Baldur Björn Arnarsson, Hera Arnardóttir, Sólrún Axelsdóttir, Febrún Sól Arnar- dóttir (les ljóð), Vilborg Halla Jónsdóttir og Maríanna Káradóttir, sem er lengst til vinstri á myndinni. Ortu ljóð fyrir loftslagið  Verðlaun veitt í samkeppni á Ljóðadögum Óperudaga  Hátt í 400 grunnskólabörn tóku þátt í samkeppninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.