Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 kennt allar þessar samverustund- ir sem við reiknuðum með að yrðu fleiri. En lífið er hverfult og nú hefur verið höggvið stórt skarð í hópinn við fráfall Emma. Hrafnhildur og Emmi voru samhent hjón, þau áttu hesta og fóru saman í hestaferðir. Fyrir stuttu keyptu þau sér húsbíl sem til stóð að nota mikið á komandi árum. Þrátt fyrir mikinn ferðaáhuga vildi Emmi ekki ganga á fjöll, hann sagði að Hrafnhildur hefði lokkað sig til að ganga á Súlur í til- hugalífinu en hann léti ekki plata sig í svoleiðis ferðir oftar. Emmi vann við ýmislegt, m.a. húsbygg- ingar. Hann byggði t.d. nokkur hús fyrir Hrafnhildi sína, það síð- asta fyrir stuttu þegar þau ætluðu að minnka við sig, en húsið endaði samt í 300 m² á einhverjum falleg- asta stað í bænum. Emmi var ljúfmenni sem mátti ekkert aumt sjá. Hann var líka einstaklega skemmtilegur vinur, við munum kímnisvipinn, brosið, gamansögurnar, orðheppnina og sönginn. Emmi var hestamaður, trillu- karl, náttúruunnandi og smiður. Gleðigjafi sem alltaf gat fengið hópinn til að hlæja. Þau eru ófá gullkornin sem frá honum komu og munu verma okkur um ókomin ár. Í annarri Frakklandsferðinni hafði Emmi á orði að næst þegar við kæmum í Stykkishólm myndi hann skipuleggja kvöldverð í Búð- ardal og láta okkur ganga þangað. Tilefni ummælanna var gönguferð hópsins í sameiginlegan kvöldverð í næsta þorp við dvalarstað. Gönguferð, sem þótt stutt væri reyndist nokkuð strembin vegna hita. Við gátum prísað okkur sæl að hann stóð ekki við þessi orð sín þegar við komum síðast á þorra- blót í Stykkishólmi. Við sumarbústað einnar okkar austur á landi plöntuðum við nokkrum birkitrjám sem tákn um vináttu okkar. Hríslurnar heita Birkisystur að tillögu Emma. Að leiðarlokum þökkum við Emma fyrir langa vináttu sem aldrei bar skugga á. Hugur okkar er hjá Hrafnhildi vinkonu okkar sem misst hefur eiginmann og besta vin. Elsku Hrafnhildur, Dísa, Bjössi, Dagur, Jón Sindri og fjöl- skyldur, missir ykkar er mikill, en minning um góðan dreng lifir. Við viljum enda þetta með lokaorðum Rósarinnar eftir Guðmund Hall- dórsson sem Emmi söng svo oft. „Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín.“ (Guðmundur G. Halldórsson) Fyrir hönd A-systra og maka, Fjóla Höskuldsdóttir. Í dag kveðjum við góðan vin minn og litríka karakterinn Emil Þór. Honum kynntist ég þegar ég vann sem nemi á Hárstofunni hjá Bjarndísi. Ég man hversu stórundarlegur mér þótti hann í fyrstu, en hann kom á hverjum degi á stofuna í kaffi og spjall, ef hann kom ekki þá hringdi ég í hann og spurði hvort hann væri nokkuð búinn að gleyma okkur. Eitt sinn sem oftar gekk hann inn á stofu til okkar, lét renna í kaffibolla og labbaði út án þess að yrða á einn eða neinn, og kúnni í stólnum hjá okkur Dísu spurði forviða hvort við hefðum ekki tek- ið eftir manninum sem kom inn? Jú, við héldum það nú, Dísa tal- aði bjagað í gegnum hláturinn og sagði: „Æ, þetta er hann pabbi minn.“ Ég þakka Emil fyrir fé- lagsskapinn og allt kaffispjallið, bíltúrana sem við rétt skruppum í til þess að forvitnast út í bæ og vináttuna. Elsku Hrafnhildur, Dísa, Bjössi, Dagur, Jón Sindri og fjöl- skyldur, mínar dýpstu samúðar- kveðjur, megi guð gefa ykkur styrk í sorginni. Rakel Amlin. ✝ Fjóla S. Hann-esdóttir fædd- ist í Hnífsdal 9. júní 1928. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Eyri á Ísafirði, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði, 27. október 2019. Foreldrar henn- ar voru Hannes Ólason, f. 24. júlí 1884, d. 16. apríl 1970 og Val- gerður Björnsdóttir, f. 11. júní 1895, d. 6. apríl 1989. Börn þeirra: Karólína, Björg (lést á fyrsta ári), Sigmunda, Björg, Guðný, Ólöf, Arndís, Jóhannes, Lilja, Hulda, Hrefna, Beta Guð- Guðrúnu Hreinsdóttur, börn þeirra eru Óskar Aðalsteinn, Ásgerður og Stefán. Óskar var kvæntur Önnu Rankvist, synir þeirra eru Dante og Gunnar, börn hans með Stefaníu Stein- þórsdóttur eru Jóhanna María og Benjamín Friðbjörn. Ásgerð- ur er gift Sveini Jónassyni, börn þeirra eru Kristófer Máni, sem Sveinn átti fyrir, Patrekur Freyr og Ronja Líf. 3) Aðal- steinn, f. 8. júní 1962, kvæntur Guðrúnu Hermannsdóttur, dæt- ur þeirra eru Fjóla og Áslaug. 4) Indriði, f. 6. ágúst 1967, kvænt- ur Laufeyju Ólafsdóttur, dóttir þeirra er Auður. 5) Guðmundur Páll, f. 1. mars 1969, sambýlis- kona hans er Gerður Engilrós Einarsdóttir, börn þeirra eru Einar Óli, Helgi Hrannar og El- ísa Guðrún. Útför Fjólu fer fram frá Hnífsdalskapellu í dag, 9. nóv- ember 2019, og hefst athöfnin kl. 14. rún, Óli Björn, Garðar og Ósk. Var Fjóla sú tíunda af þeim systkinum og af þeim eru Beta Guðrún, Hrefna, Óli Björn, Garðar og Ósk enn á lífi. Fjóla giftist Ósk- ari Friðbjarnar- syni, frá Sút- arabúðum í Grunnavík 30. mars 1958. Foreldrar hans voru Sól- veig Pálsdóttir og Friðbjörn Helgason. Börn Fjólu og Óskar eru: 1) Hannes, f. 12. desember 1957, sambýliskona hans er Sig- ríður Jóna Þráinsdóttir. 2) Frið- björn, f. 14. maí 1959, kvæntur Elsku amma Fjóla, hvar á ég að byrja? Maður er aldrei tilbúinn til að kveðja en það kemur alltaf að leiðarlokum. Hér sit ég með tárin í augunum að rita niður nokkur minningarorð um svo yndislega, hjartahlýja og góða konu. Það þeysast hlýjar minningar í höfð- inu á mér og það eina sem ég finn er þakklæti. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir okk- ur barnabörnin, þú varst alltaf til staðar, sama hvað var. Ég var svo lánsöm að búa mjög nálægt þér alla mína æsku. Þú og afi Óskar voruð alla tíð stór partur af æsku- árunum mínum og þannig sköp- uðust margar góðar minningar. Amma Fjóla var ótrúlega flink í höndunum og voru alltaf til nýpr- jónaðir sokkar eða vettlingar hjá ömmu. Ef gat kom á einhverja flík eða þurfti að sauma fyrir öskudaginn þá tók amma upp saumavélina og reddaði málun- um. Ömmu þótti ótrúlega gaman að spila við okkur barnabörnin og var mikið spilað ólsen-ólsen og veiðimaður. Í eldhúsinu hjá ömmu voru alltaf til allskonar kræsingar. Lummur, heimabakað vínar- brauð, aspasbrauð og ekki má gleyma vanilluís með niðursoðn- um jarðarberjum. Alltaf var gott að leita til ömmu ef eitthvað am- aði að því amma Fjóla var svo ráðagóð og margt af því sem hún kenndi mér hef ég nýtt mér á full- orðinsárunum. Elsku amma mín, ég er þér svo innilega þakklát fyrir allt saman, nú ertu komin til elsku afa og hvílið þið hlið við hlið í Hnífsdal þar sem hugur okkar og hjörtu eru sem eftir stöndum. Ég kveð þig nú í hinsta sinn með miklum söknuði og tár í augum. Guð geymi þig amma mín, knúsaðu afa frá mér. Ég elska þig. Þín ömmustelpa, Ásgerður Friðbjarnardóttir Elsku besta amma okkar, takk fyrir allar skemmtilegu stundirn- ar sem við áttum saman. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Einar Óli, Helgi Hrannar og Elísa Guðrún. Fjóla S. Hannesdóttir ✝ AðalheiðurLovísa Rögn- valdsdóttir fæddist á Siglufirði 18. apr- íl 1926. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Siglu- firði 28. október 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Rögnvaldur Guðni Gottskálksson frá Dalabæ í Úlfsdölum við Siglu- fjörð, f. 1893, d. 1981, og Guð- björg Kristín Aðalbjörnsdóttir frá Máná í Úlfsdölum við Siglu- fjörð, f. 1903, d. 1977. Bræður hennar voru: Jóhann, f. 1922, d. 1994, Gottskálk, f. 1927, d. 2015, Aðalbjörn, f. 1929, d. 2010, og Meyvant, f. 1933, d. 1991. Heiða bjó alla tíð á Siglufirði. Hún starfaði við skrif- stofu- og verslunar- störf. Hún var um- boðsmaður HHÍ til fjölda ára. Heiða var á sín- um yngri árum mikið á skíðum og tók þátt í mörgum skíðamótum og hafði alla tíð mik- inn áhuga á íþróttum. Einnig var hún lengi í stjórn SSS. Þá tók hún mikinn þátt í starfi Sjálfsbjargar á Siglufirði. Hún hafði líka mjög gaman af að spila á harmonikku. Útför hennar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag, 9. nóv- ember 2019, klukkan 14. Við andlát Heiðu er mér efst í huga þakklæti fyrir allar þær frá- bæru viðurgerningar sem ég og við hjónin nutum hjá Heiðu og Nýju. Þær höfðu rekið verslun saman og eftir lát Magnúsar, föð- urbróður míns, Viðars og Magn- úsar yngri, en þeir létust allir á sama árinu, hafði Heiða reynst Nýju ómetanlegur stuðningur og þær flutt saman í nýja notalega íbúð á Laugarveginum. Það var hefð hjá okkur í mörg ár að fara til berja í Fljótin og gistum þá ævinlega hjá þeim stöllum. Það var glatt á hjalla og ekki höfðum við dvalið lengi þeg- ar Árni, frændi Heiðu, kom til að bjóða okkur velkomin og spyrja frétta. Þetta var alveg einstakt samfélag. Ekki spillti fyrir þegar Heiða tók í nikkuna. Hún kom meira að segja með harmonikku- félaga sína í heimsókn í Heydal- inn til mín þegar við vorum að hefja rekstur. Þá mátti með sanni segja að þröngt máttu sáttir „sofa“ en stemmningin var ógleymanleg. Mér er sérstaklega í minni þegar við Pálmi áttum 20 ára brúðkaupsafmæli. Við vorum að koma af Landsmóti UMFÍ á Ak- ureyri og ákváðum að ganga frá Siglufirði yfir í Héðinsfjörð í ynd- islegu veðri. Þegar við komum til baka beið okkar dýrindis veislu- borð. Já, það var yndislegt að koma í Siglufjörð. Mjög forvitni- legt hefur verið að fylgjast með breytingum bæjarins. Siglufjörð- ur, sem fyrrum iðaði af síldar- vinnslu yfir sumarið og aðeins var hægt að nálgast sjóleiðina yf- ir veturinn, hefur þróast í bæ sem fengið hefur nýja, glæsilega ásjónu og nýtt hlutverk. Þróun sem ég veit að Heiða gladdist yf- ir. Blessuð sé minning Heiðu sem lét sér annt um svo marga. Stella Guðmundsdóttir. Aðalheiður Lovísa Rögnvaldsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Heiða mín. Þú varst svo góð kona, bakaðir góðar pönnukökur. Þú varst mér svo góð og kenndir mér margt og mik- ið. Takk fyrir allt gamalt og gott. Þinn vinur og frændi, Árni Heiðar. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN VIBEKA BJARNADÓTTIR frá Neskaupstað, áður til heimilis á Barðastöðum 79, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 31. október. Útförin fer fram frá Fíladelfíukirkju mánudaginn 11. nóvember klukkan 13. Viðar Norðfjörð Guðbjartss. Kulrapas Kaewin Þorleifur Guðbjartsson Bjarni Geir Guðbjartsson Kristín Ósk Gestsdóttir Elín Guðbjartsdóttir Marten Ingi Løvdahl Guðbjartur Guðbjartsson Kazi Kona Signý Guðbjartsdóttir Sigurður Reynisson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR frá Brekku í Aðaldal, lést á Hrafnistu Nesvöllum mánudaginn 4. nóvember. Útförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 11. nóvember klukkan 13. Guðbjörg Nanna Einarsdóttir Kristjana Einarsd. Herzog Brian M. Herzog Jóna Gréta Einarsdóttir Lárus Milan Bulat barnabörn og langömmubörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, HERDÍS GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Grund, áður Kleppsvegi 118, Reykjavík, lést 3. nóvember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 14. nóvember klukkan 11. Gísli Sveinsson Kristín Torfadóttir Sandra Gísladóttir Arnar Gíslason Listamaðurinn NONNI RAGNARSSON er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. F.h. fjölskyldu og vina, Guðrún Einarsdóttir Erlingur Einarsson Elskulegur sonur, eiginmaður, faðir og bróðir, HALLDÓR GÍSLI BRIEM, Grikklandi, lést á heimili sínu í Aþenu fimmtudaginn 7. nóvember. Jarðsett verður í Aþenu laugardaginn 9. nóvember. Zophanía G. Briem Lida Briem Magnús Dimitri Briem Svanborg R. Briem Einar Jón Briem Okkar hjartkæra, KRISTÍN HELGADÓTTIR, Sólvöllum, Eyrarbakka, lést 3. nóvember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 15. nóvember klukkan 14. Anna Þóra Einarsdóttir Halldór Ingi Guðmundsson Hildur Einarsdóttir Guðmundur Arnoldsson Garðar Einarsson Sigríður Dýrfinna Jónsdóttir Gunnar Einarsson Hulda Gunnlaugsdóttir Helga Einarsdóttir Sigge Lindkvist og fjölskyldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.