Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019
Vel yfir átta þúsund Reykvíkingar
hafa kosið á hverfidmitt.is um
hvaða verkefni eigi að koma til
framkvæmda á næsta ári.
„Oft eru ekki nema örfá atkvæði
sem ráða úrslitum og dæmi eru um
að 5 atkvæða munur hafi skutlað
hugmynd á framkvæmdalistann,“
segir í frétt á heimasíðu Reykja-
víkurborgar.
Til þessa er hlutfallslega besta
þátttakan í Grafarholti og Úlfars-
árdal, rúmlega 10% þátttaka 15 ára
og eldri. Árbæingar eru í öðru sæti
með um 9% þátttöku. Þessi hverfi
voru einnig með bestu þátttökuna í
fyrra. Breiðhyltingar og Vestur-
bæingar eru rólegastir í tíðinni.
Síðasti möguleiki til að kjósa er 14.
nóvember.
Kosið um
verkefni í
hverfunum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grafarholt Þar eru íbúarnir afar
áhugasamir um framkvæmdir.
Ingimar Helga-
son hefur verið
kjörinn sóknar-
prestur í Kirkju-
bæjarklausturs-
prestakalli. Hann
verður vígður 17.
nóvember nk.
Ingimar fædd-
ist á Akureyri
1984 en ólst upp á
Vopnafirði. Hann
lauk mag. theol.-prófi frá Háskóla
Íslands árið 2018.
Ingimar hefur margvíslega starfs-
reynslu á kirkjulegum vettvangi. Á
síðasta ári var hann kjörinn fulltrúi í
jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar. Um
tíma gegndi hann í afleysingum rit-
arastörfum í Grafarvogskirkju.
Kona Ingimars er Halldóra St.
Kristjónsdóttir og er hún tæknimað-
ur hjá DK-hugbúnaði. Þau eiga eitt
barn.
Nýr prestur
á Klaustri
Ingimar
Helgason
ANNMARKAR VIÐ
KAUP RÍKISINS Á
HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU
Málþing á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu,
Læknafélags Reykjavíkur, Félags sjúkraþjálfara, Samtaka
heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélags Íslands.
Þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13.30
á hótel Reykjavík Natura
DAGSKRÁ
13.30 - 13.40 Setning málþings
Pétur Magnússon, formaður Samtaka
fyrirtækja í velferðarþjónustu
og forstjóri Hrafnistuheimilanna
13.40 - 14.10 Starfsumhverfi þjónustuveitenda í
heilbrigðisþjónustu – ný skýrsla KPMG
Svanbjörn Thoroddsen, stjórnarformaður
KPMG á Íslandi
14.10 - 14.25 Lögin um opinber innkaup og þjónusta
í almannaþágu sem ekki er af
efnahagslegum toga
Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður
14.25 - 14.40 Samningagerð við Sjúkratryggingar
Íslands
Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
14.40 - 14.55 Hvað á ríkið að kaupa? Þarfagreining og
forgangsröðun
Kristján Guðmundsson, formaður
samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur
14.55 - 15.10 Félag sjúkraþjálfara og SÍ – saga, reynsla
og staða
Haraldur Sæmundsson, formaður samninga-
nefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara
15.10 - 15.25 Tannlæknafélag Íslands – samstaða og
samvinna
Elín Sigurgeirsdóttir, fv. formaður
Tannlæknafélags Íslands
Að framsögum loknum verða pallborðsumræður.
Fundarstjóri: Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri
Samtaka verslunar og þjónustu.
Málþingið verður haldið á hótel Reykjavík
Natura, þriðjudaginn 12. nóvember nk.
kl. 13.30-16.00.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
Pétur Magnússon
Kristján
Guðmundsson
Elín SigurgeirsdóttirHaraldur
Sæmundsson
Eybjörg HauksdóttirSvanbjörn
Thoroddsen
Dögg Pálsdóttir
Andrés Magnússon
Ístak hf., Mosfellsbæ átti lægsta til-
boðið í vegagerð í Suðursveit í Öræf-
um, en tilboð voru opnuð hjá Vega-
gerðinni 5. nóvember. Þessi
vegagerð er hluti af átaki til að
fækka einbreiðum brúm á Hring-
vegi. Enn eru 36 einbreiðar brýr á
Hringveginum, langflestar á Suður-
og Suðausturland.
Verkið felst í smíði nýrra brúa yfir
Steinavötn (102 metrar) og Fellsá
(46 metrar) ásamt uppbyggingu á
Hringvegi í Suðursveit á tveimur
köflum beggja megin brúa. Veita
skal ám undir nýjar brýr og eftir að
vegtenging er komin skal fjarlægja
bráðabirgðabrýr og -vegi.
Verkið var boðið út á EES-
svæðinu. Alls bárust átta tilboð, þar
af eitt frá erlendu fyrirtæki. Tilboð
Ístaks hljóðaði upp á 770,4 milljónir
króna, litlu hærra en kostnaðar-
áætlun, sem var 761,3 milljónir.
Þingvangur ehf., Reykjavík bauð
næstlægst, 865,6 milljónir. Verkinu
skal að fullu lokið eigi síðar en 1.
apríl 2021.
Í sumar auglýsti Vegagerðin eftir
tilboðum í smíði brúa yfir Steina-
vötn og Fellsá. Ekkert tilboð barst
þá í verkið. Verkið fór í útboð að
nýju í haust með þeim árangri að nú
bárust átta tilboð.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Steinavötn Fyllt að stöplum brúarinnar eftir skemmdir í flóðum árið 2017.
Ístak bauð lægst
í brúarsmíðina
Einbreiðum brúm verður fækkað
Viðskipti
Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Blaðaljósmyndarafélag
Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um að
safnið og félagið munu í sameiningu standa fyrir hinni
árlegu sýningu félagsins, Myndir ársins, í sal safnsins í
Grófarhúsi við Tryggvagötu 15, næstu 3 árin.
Myndir ársins er árleg sýning Blaðaljósmynd-
arafélags Íslands þar sem sýndar eru bestu myndir lið-
ins árs sem valdar eru af óháðri dómnefnd úr inn-
sendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá félagi blaða-
ljósmyndara.
Myndunum er skipt í sjö flokka; sem eru fréttir, dag-
legt líf, íþróttir, portrett, umhverfi, tímarit og mynda-
raðir. Í hverjum flokki velur dómnefnd bestu myndina
/ bestu myndröðina og ein mynd úr fyrrnefndum flokk-
um er svo valin sem mynd ársins. Sýningin hefur verið
haldin árlega síðan 1995 og er ein fjölsóttasta ljós-
myndasýning landsins ár hvert.
Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976
og starfar innan Blaðamannafélags Íslands. Stjórn
Blaðaljósmyndarafélags Íslands skipa Kristinn Magn-
ússon (formaður), Eyþór Árnason, Hákon Davíð
Björnsson, Heiða Helgadóttir, Heiðdís Guðbjörg Gunn-
arsdóttir og Styrmir Kári Erwinsson.
Hægt er að skoða myndir ársins á vefsíðunni mynd-
irarsins.com.
Samið um ljósmyndasýningar
Blaðaljósmyndir sýndar í Grófarhúsinu næstu þrjú árin
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Verðlaunamynd Mynd ársins 2018 hjá Blaðaljósmyndarafélaginu.