Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Vel yfir átta þúsund Reykvíkingar hafa kosið á hverfidmitt.is um hvaða verkefni eigi að koma til framkvæmda á næsta ári. „Oft eru ekki nema örfá atkvæði sem ráða úrslitum og dæmi eru um að 5 atkvæða munur hafi skutlað hugmynd á framkvæmdalistann,“ segir í frétt á heimasíðu Reykja- víkurborgar. Til þessa er hlutfallslega besta þátttakan í Grafarholti og Úlfars- árdal, rúmlega 10% þátttaka 15 ára og eldri. Árbæingar eru í öðru sæti með um 9% þátttöku. Þessi hverfi voru einnig með bestu þátttökuna í fyrra. Breiðhyltingar og Vestur- bæingar eru rólegastir í tíðinni. Síðasti möguleiki til að kjósa er 14. nóvember. Kosið um verkefni í hverfunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Grafarholt Þar eru íbúarnir afar áhugasamir um framkvæmdir. Ingimar Helga- son hefur verið kjörinn sóknar- prestur í Kirkju- bæjarklausturs- prestakalli. Hann verður vígður 17. nóvember nk. Ingimar fædd- ist á Akureyri 1984 en ólst upp á Vopnafirði. Hann lauk mag. theol.-prófi frá Háskóla Íslands árið 2018. Ingimar hefur margvíslega starfs- reynslu á kirkjulegum vettvangi. Á síðasta ári var hann kjörinn fulltrúi í jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar. Um tíma gegndi hann í afleysingum rit- arastörfum í Grafarvogskirkju. Kona Ingimars er Halldóra St. Kristjónsdóttir og er hún tæknimað- ur hjá DK-hugbúnaði. Þau eiga eitt barn. Nýr prestur á Klaustri Ingimar Helgason ANNMARKAR VIÐ KAUP RÍKISINS Á HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Málþing á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélags Reykjavíkur, Félags sjúkraþjálfara, Samtaka heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélags Íslands. Þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13.30 á hótel Reykjavík Natura DAGSKRÁ 13.30 - 13.40 Setning málþings Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistuheimilanna 13.40 - 14.10 Starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu – ný skýrsla KPMG Svanbjörn Thoroddsen, stjórnarformaður KPMG á Íslandi 14.10 - 14.25 Lögin um opinber innkaup og þjónusta í almannaþágu sem ekki er af efnahagslegum toga Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður 14.25 - 14.40 Samningagerð við Sjúkratryggingar Íslands Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu 14.40 - 14.55 Hvað á ríkið að kaupa? Þarfagreining og forgangsröðun Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur 14.55 - 15.10 Félag sjúkraþjálfara og SÍ – saga, reynsla og staða Haraldur Sæmundsson, formaður samninga- nefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara 15.10 - 15.25 Tannlæknafélag Íslands – samstaða og samvinna Elín Sigurgeirsdóttir, fv. formaður Tannlæknafélags Íslands Að framsögum loknum verða pallborðsumræður. Fundarstjóri: Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Málþingið verður haldið á hótel Reykjavík Natura, þriðjudaginn 12. nóvember nk. kl. 13.30-16.00. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Pétur Magnússon Kristján Guðmundsson Elín SigurgeirsdóttirHaraldur Sæmundsson Eybjörg HauksdóttirSvanbjörn Thoroddsen Dögg Pálsdóttir Andrés Magnússon Ístak hf., Mosfellsbæ átti lægsta til- boðið í vegagerð í Suðursveit í Öræf- um, en tilboð voru opnuð hjá Vega- gerðinni 5. nóvember. Þessi vegagerð er hluti af átaki til að fækka einbreiðum brúm á Hring- vegi. Enn eru 36 einbreiðar brýr á Hringveginum, langflestar á Suður- og Suðausturland. Verkið felst í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn (102 metrar) og Fellsá (46 metrar) ásamt uppbyggingu á Hringvegi í Suðursveit á tveimur köflum beggja megin brúa. Veita skal ám undir nýjar brýr og eftir að vegtenging er komin skal fjarlægja bráðabirgðabrýr og -vegi. Verkið var boðið út á EES- svæðinu. Alls bárust átta tilboð, þar af eitt frá erlendu fyrirtæki. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 770,4 milljónir króna, litlu hærra en kostnaðar- áætlun, sem var 761,3 milljónir. Þingvangur ehf., Reykjavík bauð næstlægst, 865,6 milljónir. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021. Í sumar auglýsti Vegagerðin eftir tilboðum í smíði brúa yfir Steina- vötn og Fellsá. Ekkert tilboð barst þá í verkið. Verkið fór í útboð að nýju í haust með þeim árangri að nú bárust átta tilboð. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Steinavötn Fyllt að stöplum brúarinnar eftir skemmdir í flóðum árið 2017. Ístak bauð lægst í brúarsmíðina  Einbreiðum brúm verður fækkað Viðskipti Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Blaðaljósmyndarafélag Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um að safnið og félagið munu í sameiningu standa fyrir hinni árlegu sýningu félagsins, Myndir ársins, í sal safnsins í Grófarhúsi við Tryggvagötu 15, næstu 3 árin. Myndir ársins er árleg sýning Blaðaljósmynd- arafélags Íslands þar sem sýndar eru bestu myndir lið- ins árs sem valdar eru af óháðri dómnefnd úr inn- sendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félagi blaða- ljósmyndara. Myndunum er skipt í sjö flokka; sem eru fréttir, dag- legt líf, íþróttir, portrett, umhverfi, tímarit og mynda- raðir. Í hverjum flokki velur dómnefnd bestu myndina / bestu myndröðina og ein mynd úr fyrrnefndum flokk- um er svo valin sem mynd ársins. Sýningin hefur verið haldin árlega síðan 1995 og er ein fjölsóttasta ljós- myndasýning landsins ár hvert. Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar innan Blaðamannafélags Íslands. Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands skipa Kristinn Magn- ússon (formaður), Eyþór Árnason, Hákon Davíð Björnsson, Heiða Helgadóttir, Heiðdís Guðbjörg Gunn- arsdóttir og Styrmir Kári Erwinsson. Hægt er að skoða myndir ársins á vefsíðunni mynd- irarsins.com. Samið um ljósmyndasýningar  Blaðaljósmyndir sýndar í Grófarhúsinu næstu þrjú árin Ljósmynd/Heiða Helgadóttir Verðlaunamynd Mynd ársins 2018 hjá Blaðaljósmyndarafélaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.