Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 44
ið þegar ég steig niður. Ég hélt fyrst að þetta væri kannski krampi eða eitthvað slíkt en svo gat ég ekki hlaupið og fór út af. Ég fór í mynda- töku næsta dag og þá kom í ljós að rifa kom í lærvöðvann að fram- anverðu. Læknirinn talaði um að ég gæti líklega ekki tekið þátt í leikjum í fjórar vikur. Ég er því í meðhöndl- un og held því áfram. Ég er að byrja að styrkja mig en hef verið í nuddi og rafmagni síðan þetta gerð- ist. Þetta lítur bara vel út, þannig að ég ætti að geta spilað eftir þrjár vikur,“ sagði Arnór og miðað við þessar lýsingar virðist hann ekki óttast að missa af EM í janúar vegna meiðsla. Arnór átti besta stórmót sitt með landsliðinu hingað til á HM í Þýskalandi í janúar þegar hann raðaði inn mörkunum. „Nei, ég óttast það ekki. Ég er bara jákvæður og held áfram í endurhæfingunni og bind vonir við að ég verði orðinn góður eftir tvær og hálfa til þrjár vikur,“ sagði Arn- ór Þór Gunnarsson þegar Morgun- blaðið hringdi í hann þegar hann lá á bekknum hjá sjúkraþjálfaranum hjá Bergischer. Liðið er í 10. sæti deildarinnar með 11 stig eftir tólf leiki. Liðið hef- ur unnið fjóra leiki og gert þrjú jafntefli en með Bergischer leikur einnig örvhenta skyttan Ragnar Jó- hannsson. Arnór Þór verður frá keppni næstu vikurnar  EM ætti þó ekki að vera í hættu  Hefur farið í tvær myndatökur vegna meiðsla Morgunblaðið/Eggert Þýskaland Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer eru í tíunda sæti af átján liðum í deildinni. HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Arnór Þór Gunnarsson, landsliðs- maður í handknattleik, hefur farið í tvær myndatökur að undanförnu vegna meiðsla. Hann leikur ekki á næstunni með liði sínu Bergischer í Þýskalandi en á von á því að verða leikfær eftir þrjár vikur eða svo. Arnór var ekki með landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Svíum í Sví- þjóð á dögunum. Hann var þá orð- inn slæmur í baki og vildi skilj- anlega láta athuga málið. „Ég hafði verið slæmur í baki og var með verki eftir hverja einustu æfingu. Var þetta orðið virkilega slæmt og var verst eftir leiki. Ég hafði farið þetta á hörkunni en gafst upp á því og sagði við sjúkraþjálf- arann að ég þyrfti meðhöndlun. Ég fór í myndatöku og ræddi við lækni í framhaldinu. Hann sá bara bólgur í bakinu og ég fór í sjúkraþjálfun vegna þeirra. Það virkaði ágætlega og síðustu eina og hálfa vikuna hef ég verið nokkuð ferskur í bakinu. Sjúkraþjálfunin og styrktaræfing- arnar hafa gert mér gott og ég finn mikinn mun á mér,“ sagði Arnór en þá tók ekki betra við. Rifa í lærvöðva Arnór var í leik með Bergischer í síðustu viku gegn Ludwigshafen í þýsku deildinni þegar hann meidd- ist í læri. Eins og áður segir eru meiðslin ekki alvarleg til lengri tíma litið en þó er ljóst að hornamað- urinn verður á sjúkralistanum á næstunni. „Ég var að spila á móti Ludwigs- hafen Friesenheim á útivelli þegar ég fékk sting í lærið á 38. mínútu. Ég ætlaði bara að loka á horna- manninn og fékk sting framan í lær- 44 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Vandaðar vörur þurfa umbúðir til að komast ferskar í hendur kröfuharðra kaupenda. Hver sem varan þín er þá höfum við umbúðirnar sem henta henni. Áralöng reynsla og sérþekking okkar tryggir að við finnum bestu lausnina sem hentar fyrir þinn rekstur, hratt og örugglega. Við bjóðum breitt úrval umbúða frá traustum og öflugum samstarfsaðilum. Þannig getum við tryggt þér lausnir sem auka árangur þinn í rekstri, í sátt við umhverfi og náttúru. Ef þú hefur spurningar varðandi umbúðir þá höfum við svörin. Hafðu samband eða kíktu í kaffi og leyfðu okkur að hjálpa þér að finna lausnirnar sem henta þínum þörfum. Spjöllum um umbúðir. UmBúÐiR eRu oKkAr fAg kassagerd.is kassagerd@kassagerd.is Klettháls 1, 110 Reykjavík +354 545 2800 Wolfsburg, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, er í ágætri stöðu til að komast í sinn fimmta úrslitaleik á átta árum í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Í gær var dregið til átta liða úrslitanna og Sara Björk og samherjar hennar drógust þar gegn Skotlandsmeisturum Glasgow City. Sigurliðið úr þeirri viðureign mætir öðru hvoru spænsku félaganna Atlético Madrid eða Barcelona, sem drógust saman í átta liða úrslitum. Glasgow er búið að slá út Brøndby frá Danmörku og Tsjertanovo frá Rúss- landi. Wolfsburg hefur tvisvar tapað fyrir Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu fjórum árum, og var slegið út af franska liðinu í átta liða úrslitum keppninnar síðasta vor. Lyon dróst gegn Bayern München í átta liða úrslitum og sigurliðið þar mætir Arsenal eða París SG í undanúrslitum. Líkurnar á enn einum slag Lyon og Wolfsburg í úrslitaleiknum í Vínarborg 24. maí 2020 eru því talsverðar. Átta liða úrslit keppninnar fara fram í lok mars og byrjun apríl, undan- úrslitin í lok apríl og byrjun maí. vs@mbl.is Stórveldaslagur í Vínarborg? Sara Björk Gunnarsdóttir Jón Guðni Fjóluson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, gæti verið á förum frá rússneska úrvalsdeildarliðinu Krasnodar en það er rússneski fjölmiðillinn Championat sem greinir frá þessu. Championat greinir frá því að Kras- nodar ætli sér að losa sig við fjóra leikmenn þegar jan- úarglugginn verður opnaður en leikmennirnir sem um- ræðir eru þeir Younes Namli, Kaio Pantaleao, Cristian Ramíerz og Jón Guðni. Jón Guðni skrifaði undir þriggja ára samning við Kras- nodar í ágúst 2018 en hann kom til félagsins frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping. Jón Guðni hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Krasnodar á þessari leiktíð en hann hefur verið á meðal varamanna í síðustu tveimur leikjum liðsins. Krasnodar er í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig eftir fyrstu fimmtán umferðirnar í Rússlandi, fjórum stigum minna en topplið Zenit. bjarnih@mbl.is Landsliðsmaður á förum? Jón Guðni Fjóluson England Norwich – Watford................................... 0:2 Staða neðstu liða: West Ham 11 3 4 4 14:17 13 Burnley 11 3 3 5 14:18 12 Newcastle 11 3 3 5 9:17 12 Aston Villa 11 3 2 6 16:18 11 Everton 11 3 2 6 11:17 11 Watford 12 1 5 6 8:23 8 Southampton 11 2 2 7 10:27 8 Norwich 12 2 1 9 11:28 7 Pólland Piast Gliwice – Jagiellonia ..................... 3:1  Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn fyr- ir Jagiellonia. Belgía B-deild: Lommel – Beerschot ............................... 1:0  Kolbeinn Þórðarson kom inn á sem vara- maður hjá Lommel á 90. mínútu. Roeselare – Lokeren ............................... 2:1  Arnar Grétarsson þjálfar Roeselare. Frakkland B-deild: Le Mans – Grenoble................................. 0:0  Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður hjá Grenoble á 76. mínútu. Holland B-deild: Excelsior – Eindhoven............................ 5:4  Elías Már Ómarsson lék allan leikinn fyrir Excelsior og skoraði tvívegis. Danmörk B-deild: Viborg – Næstved.................................... 2:1  Ingvar Jónsson varði mark Viborg í leiknum. Spánn Real Sociedad – Leganés......................... 1:1 Þýskaland Köln – Hoffenheim ................................... 1:2 Undankeppni EM kvenna F-RIÐILL: Slóvakía – Ungverjaland ......................... 0:0 Staðan: Svíþjóð 3 3 0 0 16:1 9 Ísland 3 3 0 0 11:1 9 Slóvakía 4 1 1 2 2:9 4 Ungverjaland 3 0 1 2 1:9 1 Lettland 3 0 0 3 2:12 0 A-RIÐILL: Tyrkland – Holland .................................. 0:8 B-RIÐILL: Ítalía – Georgía......................................... 6:0 C-RIÐILL: Noregur – Norður-Írland........................ 6:0 E-RIÐLL: Albanía – Skotland ................................... 0:5 G-RIÐILL: Norður-Makedónía – Austurríki ............ 0:3 H-RIÐILL: Rúmenía – Litháen................................... 3:0 Króatía – Belgía........................................ 1:4 KNATTSPYRNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.