Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 54
54 ÚTVARP | SJÓNVARP
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019
Kristján Már Unnarsson
er með okkar allra bestu
mönnum í sjónvarpi; gildir
þá einu hvort við erum að
tala um gulvestuðu útgáf-
una af honum eða þá lopa-
peysuðu. Það getur að
vísu verið vont fyrir hjart-
að að horfa lengi á kapp-
ann í gula vestinu en þeg-
ar hann er mættur í
lopapeysunni í sveitasæl-
una úti á landi er öllu
óhætt; þar nær Kristján að
anda vel á milli setninga og láta spennuna líða
úr kroppnum.
Þáttur Kristjáns, Um land allt, er í einu orði
sagt frábær og mikilvæg heimild um lífið á
landsbyggðinni. Undanfarna mánudaga hefur
hann verið á ferðinni í Eyjafirði og komið víða
við. Í síðasta þætti kynntumst við meðal annars
glaðasta hesti landsins í Garðshorni, svonefndum
glaðhesti, og heimsóttum hjónin Elsu Ösp Þor-
valdsdóttur og Róbert Fanndal Jósavinsson í
Litla-Dunhaga. Þótti Kristjáni mikið til snyrti-
mennskunnar á bænum koma og hrósaði Róberti
fyrir að hafa dráttarvélarnar sínar í beinni röð
við fjósvegginn, líkt og um hermenn væri að
ræða. Það voru þó vonbrigði að Kristján þekkti
ekki tegundina, hinn fornfræga Deutsch. „Og
þeir eru allir eins á litinn,“ sagði Kristján engu
minna hrifinn. „Já, það er allt fallegt sem er
grænt,“ svaraði Róbert þá að bragði – án þess að
blikna.
Í næsta þætti verður Kristján á Hjalteyri og
hlýtur svo að enda í sjálfri Eyjafjarðarsveit.
Ljósvakinn Orri Páll Ormarsson
Kristján Már Sæll og
glaður í sveitinni.
Af glaðhestum og
grænum dráttarvélum
Spennumynd frá 2018 með frábærum leikurum á borð við Jeff Bridges, Jon
Hamm og Chris Hemsworth. Myndin fjallar um sjö gerólíka einstaklinga, sem allir
hafa einhverju að leyna, sem hittast á El Royale-hótelinu við Tahoe-vatn þar sem
skuggaleg fortíðin svífur yfir vötnum. El Royale-hótelið stendur þannig á ríkja-
mörkum Nevada og Kaliforníu að helmingur herbergjanna er Nevada-megin en
hinn helmingurinn Kaliforníu-megin. Gestir geta sem sagt valið í hvoru ríkinu þeir
gista. Á einum sólarhring fær allt þetta fólk tækifæri til að gera yfirbót – áður en
allt fer til andskotans.
Stöð 2 kl. 00.50 Bad Times at the El Royale
Á sunnudag Gengur í suðaust-
anstorm, fyrst að suðvestanverðu.
Talsverð rigning og sums staðar
slydda, en lengst af þurrt nyrðra.
Lægir undir kvöld. Hiti 1 til 6 stig.
Á mánudag Suðaustan 8-13 m/s, talsverð rigning eða slydda SA, dálítil snjókoma NA, en
hægari vindur og léttir til vestantil. Hiti um og yfir frostmarki, mildast við sjávarsíðuna.
RÚV
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Molang
07.19 Refurinn Pablo
07.24 Húrra fyrir Kela
07.48 Hæ Sámur
07.55 Nellý og Nóra
08.02 Hrúturinn Hreinn
08.09 Bubbi byggir
08.20 Djúpið
08.41 Bangsímon og vinir
09.03 Millý spyr
09.10 Friðþjófur forvitni
09.33 Hvolpasveitin
09.55 Ævar vísindamaður
10.25 Dýradans
11.20 Kappsmál
12.10 Vikan með Gísla Mar-
teini
12.55 Kehinde Wiley: Þel-
dökkur þokki
13.50 Matur með Kiru
14.20 Kiljan
15.05 Hótellíf
15.50 Höfundur óþekktur
17.05 Litir ljóssins
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Disneystundin
18.01 Guffagrín
18.23 Líló og Stitch
18.45 Sætt og gott
18.53 Lottó
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Sporið
20.20 Dansást: Chicago
20.25 Chicago
22.15 Life
00.05 Poirot
00.55 Dagskrárlok
Sjónvarp Símans
11.55 Everybody Loves
Raymond
12.15 The King of Queens
12.35 How I Met Your Mot-
her
13.00 The Voice US
14.30 Top Chef
16.00 Malcolm in the Middle
16.20 Everybody Loves
Raymond
16.45 The King of Queens
17.05 How I Met Your Mot-
her
17.30 Futurama
17.55 Family Guy
18.20 Superior Donuts
18.45 Glee
19.30 The Voice US
20.15 French Kiss
22.10 The Road
00.05 State of Play
02.10 The Family
04.00 Síminn + Spotify
Stöð 2
Hringbraut
Omega
N4
Rás 1 92,4 93,5
08.00 Strumparnir
08.25 Blíða og Blær
08.50 Stóri og Litli
09.00 Lína langsokkur
09.25 Mæja býfluga
09.35 Tappi mús
09.40 Heiða
10.05 Mía og ég
10.30 Zigby
10.40 Stóri og Litli
10.50 Latibær
11.15 Ninja-skjaldbökurnar
11.35 Friends
12.00 Bold and the Beautiful
12.20 Bold and the Beautiful
12.40 Bold and the Beautiful
13.00 Bold and the Beautiful
13.25 Bold and the Beautiful
13.50 Seinfeld
14.15 X-Factor Celebrity
15.30 Um land allt
16.10 Föstudagskvöld með
Gumma Ben
17.05 Leitin að upprunanum
18.00 Sjáðu
18.28 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.50 Sportpakkinn
19.05 Lottó
19.10 Top 20 Funniest
19.55 Epic
21.35 God’s Own Country
23.20 You Were Never Really
Here
20.00 Heilsugæslan (e)
20.30 Fjallaskálar Íslands (e)
21.00 Suður með sjó (e)
21.30 Bókahornið (e)
endurt. allan sólarhr.
15.00 Ísrael í dag
16.00 Global Answers
16.30 Joel Osteen
17.00 Omega
18.00 Joni og vinir
18.30 The Way of the Master
19.00 Country Gospel Time
19.30 Joyce Meyer
20.00 Að austan
20.30 Landsbyggðir
21.00 Föstudagsþátturinn
21.30 Föstudagsþátturinn
22.00 Stökktu – Heimild-
armynd
22.30 Nágrannar á Norður-
slóðum (e)
23.00 Að vestan
23.30 Taktíkin
24.00 Að norðan
06.55 Bæn og orð dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Til allra átta.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Þar sem kreppunni lauk
1934.
09.00 Fréttir.
09.03 Á reki með KK.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Völuspá.
11.00 Fréttir.
11.02 Vikulokin.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
12.40 Veðurfregnir.
13.00 Gestaboð.
14.00 Útvarpsleikhúsið:
Suss!.
15.00 Flakk.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Orð um bækur.
17.00 Tónlist frá A til Ö.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Í ljósi sögunnar.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Sveifludansar.
20.45 Fólk og fræði.
21.15 Bók vikunnar.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Heimskviður.
23.00 Vikulokin.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp Rásar 1.
9. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:37 16:47
ÍSAFJÖRÐUR 9:58 16:36
SIGLUFJÖRÐUR 9:41 16:19
DJÚPIVOGUR 9:10 16:13
Veðrið kl. 12 í dag
SA-átt 13-20 m/s að sunnan- og vestanverðu, en 18-25 m/s undir fjöllum og við strönd-
ina. Mun hægari vindur fyrir norðan og austan. Dálítil rigning með köflum fyrir sunnan,
en þurrt að mestu fyrir norðan. Hiti 0-5 stig sunnan- og vestanlands, annars vægt frost.
10 til 14 100%
helgi á K100
Stefán Val-
mundar rifjar
upp það besta úr
dagskrá K100 frá
liðinni viku, spil-
ar góða tónlist
og spjallar við hlustendur.
14 til 18 Algjört skronster Partí-
þáttur þjóðarinnar í umsjá Ásgeirs
Páls. Hann dregur fram DJ græj-
urnar klukkan 17 og býður hlust-
endum upp á klukkutíma partí-mix.
18 til 22 100% helgi á K100
Besta tónlistin á laugardagskvöldi.
The Apollo heita nýir þættir á HBO
sem fjalla um hið fræga leikhús
The Apollo í New York og alla sögu
þessa merka staðar. Heimildar-
þátturinn fléttar saman gamlar
myndir, tónlist, myndbrot, grín,
dans og fleira, það er skoðað á bak
við tjöldin og rætt við starfsfólkið
sem heldur staðnum gangandi og
sumir hverjir búnir að starfa fjölda
ára í The Apollo. Það verða að
sjálfsögðu viðtöl við fræga á borð
við Patti LaBelle, Pharrell Williams,
Smokey Robinson og Jamie Foxx.
Nýir þættir
um Apollo-leik-
húsið á HBO
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 4 alskýjað Lúxemborg 7 léttskýjað Algarve 19 léttskýjað
Stykkishólmur 5 skýjað Brussel 8 léttskýjað Madríd 11 léttskýjað
Akureyri -3 alskýjað Dublin 6 léttskýjað Barcelona 12 léttskýjað
Egilsstaðir 3 skýjað Glasgow 5 heiðskírt Mallorca 15 rigning
Keflavíkurflugv. 4 súld London 7 skýjað Róm 14 rigning
Nuuk 3 skýjað París 8 skýjað Aþena 19 léttskýjað
Þórshöfn 1 alskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Winnipeg -4 alskýjað
Ósló -1 snjókoma Hamborg 6 alskýjað Montreal -1 skýjað
Kaupmannahöfn 5 alskýjað Berlín 8 léttskýjað New York 3 rigning
Stokkhólmur 5 skýjað Vín 10 skýjað Chicago -3 skýjað
Helsinki 0 alskýjað Moskva 3 alskýjað Orlando 26 skýjað
KULDASKÓR
LO
KR.
Ð IR
19.995