Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 52
Grímur Da Bartali Crew leikur raftónlist með græn- lensku sniði. Hér sést hann með tilkomumikla grímu. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Norræna menningarhátíðin íNuuk (eða Nuuk NordicCulture Festival) var bæði fjölær og fjölsnærð. Formlegheit voru í lágmarki (án þess að allt væri í rugli), áhersla á alþýðulist fremur en rándýra, þekkta tónlistarmenn, og reynt eftir mætti að virkja bæði Jón og séra Jón. Tónlist, mitt sérsvið, var þarna unnvörpum en einnig dans, saumar, fatahönnun, skart- gripir, leiklist, ljósmyndir, ljóða- upplestur, fyrirlestrar, pallborð, matur, bókmenntir, kvikmyndir, íþróttir og svo má lengi telja. Sam- starfsáherslan var og rík, það að koma á samböndum og ég var alltaf að hitta á Grænlendinga sem höfðu tekið upp plötu í Færeyjum, með Íslendingum og Dönum eða þvíum- líkt. Ég fann mig oft í spjalli við fé- laga frá þessum löndum og fattaði þar og þá, hversu fjölbreytileg tengslin hjá manni geta verið. Heimamenn þrifu auðvitað upp hljóðfærin sín. Söngvaskáld eins og Laura Aviana, raftónlistarmenn á borð við Da Bartali Crew. Það er margt á seyði á Grænlandi, mikil virkni, þó það sjáist kannski ekki (enn) í blaðaumfjöllunum og plötuút- gáfum. Svo voru margir góðir gestir að utan, of margir til að telja upp. Yggdrasil, sveit Kristian Blak, hins mikla tónlistargúrú frá Færeyjum, spilaði t.a.m. og hljómsveit frá Anchorage í Alaska, Pamyua, undir- strikaði menningu Inúíta með söng Gróandi á Grænlandi Trommað Grænlenski trommudansinn fékk sitt pláss í kringlu Nuukbúa þegar greinarhöfundur var á ferð. og dansi. Persian Electro Orchestra mætti á svæðið, Resterne af Rigs- fællesskabet (Heðin Ziska frá Fær- eyjum, Jesper Pedersen frá Íslandi/ Danmörku og Miké Thomsen frá Grænlandi), Greta Svabo Bach frá Færeyjum o.s.frv. Mér var sérstaklega boðið á tón- leika í grænlenska þjóðleikhúsinu, þar sem Per nokkur Bloch var að spila. Hann sendi mér tölvubréf og bað mig um að kynna sig á svið, en Bloch þekkti ég ekkert fyrir. En þetta gaf mér færi á að fara „aftur fyrir pallinn“ eins og Færeyingar segja. Á efnisskránni var Kokoro, átta laga plata sem Bloch gaf út árið 2016. Þar syngur hann lögin á átta mismunandi tungumálum, m.a. er eitt, „Augn- samband“, á íslensku. Mikil vinna liggur að baki verkinu, seta með þýð- endum og túlkum, og ég get staðfest að Bloch lagði þetta á sig, íslenska lagið var ljómandi vel heppnað. Selló- leikarar, píanóleikarar og rafsnúðar voru á sviðinu með Bloch og flutti hann verkið allt af mikilli næmni og fegurð, tónleikar sem voru rammaðir inn af listfengi fagurkerans. Ég sinnti þá formlegu erindi, tók þátt í pallborði um vestnorræna tón- list, ásamt Kristian Blak, færeyska tónlistargúrúinum, Jacob Froberg frá Sisimut (stýrir Arctic Sounds- hátíðinni) og svo Ejvind Elsner frá grænlensku útgáfunni Atlantic Music. Þarna var mér ljóst hvað Grænlendingar eru að glíma við. Stærðin á landinu er fáránleg, nær- umhverfi Nuuk virðist eins og hálft Ísland að stærð, með endalausum inn- og útfjörðum sem hlykkjast langt inn í land. Samgöngur eru ofsadýrar og ekki tíðar, bransinn hér þarf sár- lega á stafrænni uppfærslu að halda, útflutningsskrifstofa er ekki til o.s.frv. Restinni af þessari úttekt ætla ég hins vegar að eyða í mann að nafni Rasmus Lyberth, sem er sennilega þekktasti grænlenski tónlistarmað- urinn. Lyberth er ótrúlegur, eins kon- ar seiðkarl („spirit man“) og tónlistin að stofni til nokkurs konar söngva- skáldatónlist. Hann hefur ferðast víða, spilað um allar koppagrundir og býr í Óðinsvéum. Hann gaf út nýja plötu í síðasta mánuði, Inuunerup oq- arfigaanga / Livet skal leves på ny, og hún er einfaldlega stórkostleg að öllu leyti. Nei, ég átti ekki von á þessu, lesandi góður. Maðurinn, sem er 68 ára, syngur eins og þetta sé hans síð- asta, af slíkum krafti að manni fallast eiginlega hendur. Svona ævikvölds- verk á pari við það sem Johnny Cash gerði með Rick Rubin. Magnþrung- inn kraftur liggur á bak við allt, eitt- hvað sem trauðla verður lýst með orð- um. Platan byrjar rólega en í öðru lagi er hent í afríska stemmu eins og ekkert sé sjálfsagðara. Og það svín- virkar! Platan er galdur út í gegn. Heyrn er sögu ríkari, platan streymir glatt á Spottanum, ólíkt annarri grænlenskri tónlist. » Stærðin á landinu erfáránleg, nærum- hverfi Nuuk virðist eins og hálft Ísland að stærð, með endalausum inn- og útfjörðum sem hlykkj- ast langt inn í land Pistilritari dvaldi í fjóra daga á Grænlandi í október, en Listahátíðin Nuuk Nordic Culture Festival var ástæðan. Fyrsta heimsókn höf- undar en alveg ábyggi- lega ekki sú síðasta. Ljóðskáld Aka Niviana hefur vakið athygli fyrir kraftmikil ljóð sín. 52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Tónleika- og sagnastund verður í Skálholtskirkju á morgun, sunnu- dag, kl. 16. Tónlistarflutning ann- ast Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage hörpuleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti sem leikur á harmóníum. Sérstakur gestur tónleikanna er Eyjólfur Eyjólfsson, tenór og langspilsleik- ari. Á efnisskránni eru íslensk þjóð- lög og sönglög, trúarljóð og þekkt- ar perlur tónbókmenntanna ásamt íhugunum flytjenda um tengsl tón- listar við trú okkar og sögu. Aðgangur er ókeypis. Söngur og sagnir á Suðurlandi Flytjendur Hilmar Örn Agnarsson og Björg Þórhallsdóttir eru meðal flytjenda. In Paradisum er að þessu sinni yfirskrift hinna árlegu tónleika kammerkórsins Schola cantorum í Hallgríms- kirkju í tilefni af allraheilagra- messu. Tónleik- arnir verða á morgun, sunnudag, kl. 17. Á efnis- skránni er fjölbreytt blanda af trúarlegum tónverkum og útsetn- ingum eftir íslenska og erlenda höf- unda sem flest eru frá síðari árum. Þeirra á meðal eru Adagio eftir Samuel Barber sungið við Agnus Dei textann og Sanctus: London eft- ir Ola Gjeilo. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Miðasala fer fram á tix.is og í anddyri kirkjunnar á tónleikadegi. Boðið er upp á afslátt til listvina, eldri borgara, öryrkja og náms- manna. Schola cantorum í Hallgrímskirkju Hörður Áskelsson Af hverju eiga hrútar svonaerfitt með að festa ráðsitt? Má ekki gleðja afagamla með ókristilegri jólagjöf? Þetta eru tvær af spurning- unum sem Bjarni Hafþór Helgason leitast við að svara í smásagnaheftinu Tími til að tengja. Alls er um að ræða 20 smásögur sem tengjast allar jólunum á einn eða annan hátt þótt ekki séu sög- urnar hefðbundnar jólasögur. Til að taka dæmi, þannig að vænt- anlegir lesendur átti sig á því hverju þeir eiga von á, þá fjallar ein sagan um mann sem þurfti að fara í heila- skanna skömmu fyrir jól. Maðurinn hafði fengið einkenni heilablóðfalls en helstu áhyggjur hans eftir skannann var að læknar hefðu séð í skannanum að hann hugsaði mikið um fáklæddar konur! Skyndilega varð heilsa hans því aukaatriði en eiginkona hans mátti alls ekki komast að þessu og mót- aðist sagan af því. Í lýsingu bókar segir að leiftrandi húmor höfundar fái að njóta sín og kunnuglegir hlutir séu sýndir í nýju og óvenjulegu ljósi. Því er ekki hægt að neita að margar sögurnar eru fyndnar en aðrar missa aðeins marks. Það er eins og gengur, Gylfi Sigurðsson setur ekki öll skotin beint í samskeytin. Besta sagan hlýtur að fjalla um uppsetningu á jólaleikriti í ónefnd- um bæ þar sem snögg samskipti karaktera njóta sín. Uppsetning jólaleikrits ætti að vera einfalt mál en verður flókin þegar leikendur þurfa stöðugt að breyta línum eða tjá eigin skoðanir á textanum svo út- koman verður sprenghlægileg. Sögurnar tengjast ekki innbyrðis að öðru leyti en því að allar gerast þær um hátíðarnar og má kalla „öðruvísi“ jólasögur. Það hefur bæði Óvenjulegar jólasögur Smásögur Tími til að tengja bbbnn Eftir Bjarna Hafþór Helgason. Bjartur, 2019. Innbundin, 173 bls. JÓHANN ÓLAFSSON BÆKUR Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.