Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 46
SUND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH,
hafði betur gegn Eygló Ósk Gústafs-
dóttur, ÍBR, í úrslitum í 50 metra
baksundi kvenna á Íslandsmeistara-
mótinu í sundi í 25 metra laug sem
hófst í Ásvallalaug í Hafnarfirði í
gær. Ingibjörg synti á tímanum 27,97
sekúndum en Eygló Ósk, sem á Ís-
landsmetið í greininni, synti á 28,19
sekúndum.
Ingibjörg bætti tíma sinn úr und-
anrásunum í gær um átta hundraðs-
hluta úr sekúndu í úrslitunum en hún
náði lágmarki fyrir Evrópumeist-
aramótið í Glasgow sem fram fer í
næsta mánuði í gærmorgun. Árang-
urinn er afar athyglisverður í ljósi
þess að Ingibjörg lagði sundhettuna
á hilluna á síðasta ári en ákvað að
snúa aftur á dögunum.
Kristinn Þórarinsson, ÍBV, kór-
ónaði frábæran dag hjá sér með sigri
í 100 metra fjórsundi karla en hann
bætti þrettán ára gamalt Íslandsmet
Arnar Arnarssonar í undanrásum í
gærmorgun. Hann synti á tímanum
53,85 sekúndum en Íslandsmet Arn-
ar var 54,30 sekúndur. Kristinn náði
jafnframt lágmarki fyrir EM í und-
anrásum en hann kom í mark í úrslit-
um á tímanum 53,96 og var tæpum
þremur sekúndum á undan Kolbeini
Hrafnkelssyni sem kom næstur í
mark.
Þá eru Dadó Fenrir Jasminuson
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH
Íslandsmeistarar í 50 metra skrið-
sundi karla og kvenna. Dadó Fenrir
kom í mark á 22,45 sekúndum í úr-
slitum en hann á Íslandsmetið í
greininni. Jóhanna Elín kom í mark á
tímanum 25,6 og var tæpri sekúndu á
undan Steingerði Hauksdóttur sem
hafnaði í öðru sæti.
Dadó Fenrir og Jóhanna Elín náðu
bæði lágmörkum fyrir EM í Glasgow
í undanrásum í gærmorgun og því
hafa nú sjö íslenskir sundmenn náð
lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið
eins og sakir standa. Fyrir höfðu þau
Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk
Gústafsdóttir og Snæfríður Sól Jór-
unnardóttir náð lágmörkum fyrir
mótið.
Ótrúleg endurkoma Ingibjargar
Kristinn bætti
þrettán ára gam-
alt Íslandsmet
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Meistari Ingibjörg Kristín Jónsdóttir lagði sundhettuna á hilluna á síðasta ári en snéri aftur til keppni í gær.
46 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
TM-höllin: Stjarnan – Fram............. L20.15
Austurberg: ÍR – ÍBV ....................... S16.30
KA-heimilið: KA – FH............................ S17
Dalhús: Fjölnir – Afturelding ................ S18
Kórinn: HK – Valur ........................... S19.30
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Framhús: Fram – KA/Þór ..................... L14
Varmá: Afturelding – ÍBV..................... L14
TM-höllin: Stjarnan – Haukar .............. L18
Origo-höllin: Valur – HK........................ S17
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Kórinn: HK U – Grótta...................... S14.30
Dalhús: Fjölnir – Stjarnan U................. S16
Hleðsluhöllin: Selfoss – FH .............. S19.30
Enski boltinn á Síminn Sport
Chelsea – Crystal Palace .................. L12.30
Leicester – Arsenal ........................... L17.30
Manchester United – Brighton ............. S14
Liverpool – Manchester City ............ S16.30
UM HELGINA!
Liverpool getur náð níu stiga forskoti á toppi ensku úr-
valsdeildarinnar í knattspyrnu á morgun þegar Man-
chester City kemur í heimsókn á Anfield. Liverpool er
með 31 stig í efsta sæti deildarinnar en City er í öðru
sætinu með 25 stig. Liverpool hefur ekki ennþá tapað
leik á tímabilinu og hafa sumir gengið svo langt að segja
að ef Liverpool fagnar sigri, þá sé titillinn á leið á An-
field. Tölfræðin er með Liverpool í liði fyrir leik morg-
undagsins en frá því að Pep Guardiola tók við City, sum-
arið 2016, hafa liðin mæst níu sinnum í öllum keppnum.
Liverpool hefur fjórum sinnum fagnað sigri, City tvisvar
og þrívegis hafa liðin gert jafntefli í venjulegum leik-
tíma. Þá er orðið ansi langt síðan City vann knattspyrnuleik á Anfield, en
það gerðist síðast í maí 2003. City-mönnum hefur heldur ekki gengið neitt
sérstaklega vel að skora á Anfield en til marks um það er vert að nefna að
Sergio Agüero, langmarkahæsti leikmaður City í ensku úrvalsdeildinni frá
upphafi, hefur aldrei skorað á Anfield í tíu tilraunum. bjarnih@mbl.is
Aldrei skorað á Anfield
Jürgen
Klopp
Landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir
Kristjánsson verður frá keppni í að
minnsta kosti átta vikur eftir að hafa
farið úr axlarlið í stórleik Kiel og
Löwen í þýsku 1. deildinni í hand-
bolta í fyrrakvöld. Þetta kemur fram
á heimasíðu Kiel en þar með er ljóst
að Gísli spilar ekki meira á árinu
2019. Ekki er hægt að útiloka að
hann verði búinn að ná sér fyrir EM
sem hefst 10. janúar en ljóst er að
meiðslin setja að minnsta kosti stórt
strik í reikninginn um möguleika
Gísla á að komast á mótið.
Tvísýnt með
EM hjá Gísla
AFP
Óvissa Gísli Þorgeir Kristjánsson
glímir við meiðsli í öxl.
Sundkappinn Már Gunnarsson gerði
sér lítið fyrir og synti á tímanum
2:34,57 mínútum á Íslandsmóti
Íþróttasambands fatlaðra í gær en
mótið, sem er hluti af Íslandsmeist-
aramóti Sundsambands Íslands, fer
fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði.
Tími Más var undir gildandi
heimsmeti í fötlunarflokki S11 í 25
metra laug en metið hefur ekki verið
formlega staðfest. Már hefur átt frá-
bært keppnisár en hann vann meðal
annars til bronsverðlauna á HM í
London í sumar í 100 metra bak-
sundi. bjarnih@mbl.is
Synti undir gild-
andi heimsmeti
Ljósmynd/ÍF
Stórhuga Már Gunnarsson ætlar
sér stóra hluti á Paralympics 2020.
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21
árs landsliðs karla í knattspyrnu,
tilkynnti í gær hvaða leikmenn
mæta Ítalíu í undankeppni EM 2020
á Paolo Mazza-vellinum í Ferrara á
Ítalíu hinn 16. nóvember næstkom-
andi. Þá tilkynnti hann einnig
hvaða leikmenn verða í U20 ára
landsliðinu sem mætir Englandi í
vináttulandsleik þremur dögum
síðar, 19. nóvember. Alls eru átta
leikmenn sem leika með erlendum
félagsliðum í U21 árs landsliðinu en
hópana má sjá í heild sinni inn á
sport.is/efstadeild. bjarnih@mbl.is
Þjálfarinn valdi
tvo landsliðshópa
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þjálfari Arnar Þór Viðarsson stýrir
íslenska U21 árs landsliði Íslands.
HANDBOLTI
Grill 66 deild karla
Þór Ak. – KA U..................................... 30:28
Fjölnir U – Valur U.............................. 25:26
Haukar U – Þróttur ............................. 22:22
Grótta – Stjarnan U ............................. 33:31
Staðan:
Þór Ak. 7 5 2 0 211:193 12
Valur U 7 4 1 2 208:205 9
Haukar U 7 4 1 2 199:172 9
FH U 7 4 0 3 207:199 8
Grótta 7 4 0 3 201:203 8
Þróttur 7 3 2 2 218:201 8
KA U 7 3 0 4 224:208 6
Víkingur 7 2 1 4 180:189 5
Stjarnan U 7 1 1 5 175:226 3
Fjölnir U 7 1 0 6 177:204 2
Grill 66 deild kvenna
ÍR – Fram U ......................................... 20:30
Staða efstu liða:
Fram U 8 8 0 0 267:187 16
FH 7 6 0 1 197:160 12
Selfoss 7 6 0 1 167:148 12
ÍR 8 5 0 3 198:192 10
Grótta 7 5 0 2 174:154 10
Frakkland
Toulon – Besancon .............................. 21:31
Mariam Eradze var ekki í leikmanna-
hópi Toulon.
B-deild:
Strasbourg – Cesson-Rennes ............. 23:17
Geir Guðmundsson skoraði 2 mörk fyrir
Cesson-Rennes.
Svíþjóð
Skuru – Lugi ........................................ 35:29
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 3 mörk
fyrir Skuru.
Austurríki
Schwaz – West Wien ........................... 35:24
Guðmundur Hólmar Helgason var ekki í
leikmannahópi West Wien.