Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 24
Heimild: Skjalasafn Berlínarmúrsins Vestur-Berlín Austur-BerlínRafgirðing tengd viðvörunarkerfi Steyptur veggur Skilti sem sýnir lokaðan hluta landamæranna 3,6 metra hár veggur byggður úr járnbentum steinsteypu- plötummeð ávölum köntum svo fólk gæti ekki klifrað yfir Landamæri Skurður Varðhundar Sand- veggur Eftirlits- bílar Berlínarmúrinn árið 1983 Landa- mæraverðir Varð- turn Byrgi Gaddar á jörðinni Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Þrjátíu ár eru í dag liðin frá falli Berlínarmúrsins, sem skipti borginni Berlín í tvennt og byrjað var að reisa að morgni 13. ágúst 1961 að skipun stjórnvalda í Austur-Berlín. Landa- mærin milli Austur- og Vestur- Þýskalands voru síðan opnuð að kvöldi 9. nóvember 1989, nánast fyrir misskilning. Í kjölfarið reis mikil frelsisalda sem náði hámarki þegar þýsku ríkin sameinuðust ári síðar. Tímamótanna hefur verið minnst í vikunni í Þýskalandi en hátíðarhöldin eru hófstemmd og endurspegla breytt ástand heimsmála. Þjóðernis- hyggja hefur víða farið vaxandi og sömuleiðis orðræða sem minnir á tíma kalda stríðsins. Þannig hefur AFP fréttastofan eftir Klaus Leder- er, sem hefur skipulagt hátíðarhöldin fyrir hönd Berlínarborgar, að bjart- sýnin sem ríkt hafi fyrir 30 árum, og jafnvel fyrir fimm eða tíu árum, sé ekki greinanleg nú. Michael Müller, borgarstjóri Berl- ínar, sagði þegar hann setti hátíðina í byrjun vikunnar að höfuðborg Þýskalands yrði að sýna fram á að hún hefði frelsi að leiðarljósi. „Við berjumst gegn einangrun í öllum hennar birtingarmyndum,“ sagði hann. Og Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði að með afmælinu gæfist tækifæri til að minna Evrópu- ríki á að þau yrðu að standa saman til að bregðast við þeirri spennu, sem víða ríkir í heiminum. „Moskva og Beijing, og því miður einnig Washington í æ ríkari mæli, skella skollaeyrum við brýningu ein- stakra ríkja,“ skrifaði Müller í að- sendri grein sem birtist í dagblöðum í aðildarríkjum Evrópusambandsins. „Aðeins rödd Evrópu hefur nægan þunga.“ Dagskrá hátíðarhaldanna endur- speglar þetta. Þegar haldið var upp á það fyrir fimm árum að aldarfjórð- ungur var liðinn frá falli múrsins voru þáverandi og fyrrverandi þjóð- arleiðtogar risaveldanna, svo sem Barack Obama og Mikhaíl Gor- batsjof, í sviðsljósinu. Nú munu leið- togar Póllands, Tékklands, Slóvakíu og Ungverjalands taka þátt í athöfn ásamt forseta og kanslara Þýska- lands „til að leggja áherslu á framlag ríkja í Mið-Evrópu til hinnar frið- samlegu byltingar sem leiddi til hruns kommúnismans“. AFP Klifrað yfir Mikill fögnuður braust út að kvöldi 9. nóvember 1989 þegar landamærin voru opnuð og dagana á eftir safnaðist fólk saman við Brandenborgarhliðið, klifraði yfir Berlínarmúrinn og heilsaði upp á nágranna. AFP Fögnuður Vestur-Berlínarbúar fagna íbúum Austur-Berlínar sem hafa farið gegnum nýtt landamærahlið á Berlínarmúrnum í nóvember 1989. Minningar Myndir við fyrsta landamærahliðið sem var opnað fyrir 30 árum.Múrinn Varðturn á brú yfir Spree milli Austur- og Vestur-Berlínar 1976. Bjartsýnin eftir fall múrsins horfin  Þess er minnst í dag að þrír áratugir eru liðnir frá því að Berlínarmúrinn féll 24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá. Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Halla Unnur Helgadóttir Viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali s 659 4044 / halla@gimli.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.