Morgunblaðið - 09.11.2019, Page 24

Morgunblaðið - 09.11.2019, Page 24
Heimild: Skjalasafn Berlínarmúrsins Vestur-Berlín Austur-BerlínRafgirðing tengd viðvörunarkerfi Steyptur veggur Skilti sem sýnir lokaðan hluta landamæranna 3,6 metra hár veggur byggður úr járnbentum steinsteypu- plötummeð ávölum köntum svo fólk gæti ekki klifrað yfir Landamæri Skurður Varðhundar Sand- veggur Eftirlits- bílar Berlínarmúrinn árið 1983 Landa- mæraverðir Varð- turn Byrgi Gaddar á jörðinni Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Þrjátíu ár eru í dag liðin frá falli Berlínarmúrsins, sem skipti borginni Berlín í tvennt og byrjað var að reisa að morgni 13. ágúst 1961 að skipun stjórnvalda í Austur-Berlín. Landa- mærin milli Austur- og Vestur- Þýskalands voru síðan opnuð að kvöldi 9. nóvember 1989, nánast fyrir misskilning. Í kjölfarið reis mikil frelsisalda sem náði hámarki þegar þýsku ríkin sameinuðust ári síðar. Tímamótanna hefur verið minnst í vikunni í Þýskalandi en hátíðarhöldin eru hófstemmd og endurspegla breytt ástand heimsmála. Þjóðernis- hyggja hefur víða farið vaxandi og sömuleiðis orðræða sem minnir á tíma kalda stríðsins. Þannig hefur AFP fréttastofan eftir Klaus Leder- er, sem hefur skipulagt hátíðarhöldin fyrir hönd Berlínarborgar, að bjart- sýnin sem ríkt hafi fyrir 30 árum, og jafnvel fyrir fimm eða tíu árum, sé ekki greinanleg nú. Michael Müller, borgarstjóri Berl- ínar, sagði þegar hann setti hátíðina í byrjun vikunnar að höfuðborg Þýskalands yrði að sýna fram á að hún hefði frelsi að leiðarljósi. „Við berjumst gegn einangrun í öllum hennar birtingarmyndum,“ sagði hann. Og Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði að með afmælinu gæfist tækifæri til að minna Evrópu- ríki á að þau yrðu að standa saman til að bregðast við þeirri spennu, sem víða ríkir í heiminum. „Moskva og Beijing, og því miður einnig Washington í æ ríkari mæli, skella skollaeyrum við brýningu ein- stakra ríkja,“ skrifaði Müller í að- sendri grein sem birtist í dagblöðum í aðildarríkjum Evrópusambandsins. „Aðeins rödd Evrópu hefur nægan þunga.“ Dagskrá hátíðarhaldanna endur- speglar þetta. Þegar haldið var upp á það fyrir fimm árum að aldarfjórð- ungur var liðinn frá falli múrsins voru þáverandi og fyrrverandi þjóð- arleiðtogar risaveldanna, svo sem Barack Obama og Mikhaíl Gor- batsjof, í sviðsljósinu. Nú munu leið- togar Póllands, Tékklands, Slóvakíu og Ungverjalands taka þátt í athöfn ásamt forseta og kanslara Þýska- lands „til að leggja áherslu á framlag ríkja í Mið-Evrópu til hinnar frið- samlegu byltingar sem leiddi til hruns kommúnismans“. AFP Klifrað yfir Mikill fögnuður braust út að kvöldi 9. nóvember 1989 þegar landamærin voru opnuð og dagana á eftir safnaðist fólk saman við Brandenborgarhliðið, klifraði yfir Berlínarmúrinn og heilsaði upp á nágranna. AFP Fögnuður Vestur-Berlínarbúar fagna íbúum Austur-Berlínar sem hafa farið gegnum nýtt landamærahlið á Berlínarmúrnum í nóvember 1989. Minningar Myndir við fyrsta landamærahliðið sem var opnað fyrir 30 árum.Múrinn Varðturn á brú yfir Spree milli Austur- og Vestur-Berlínar 1976. Bjartsýnin eftir fall múrsins horfin  Þess er minnst í dag að þrír áratugir eru liðnir frá því að Berlínarmúrinn féll 24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá. Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Halla Unnur Helgadóttir Viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali s 659 4044 / halla@gimli.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.