Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 **** S.J. Fréttablaðið ,,Átakanleg sýning um uppgjör við lífið og dauðann” borgarleikhus.is Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Tafir á framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur og óánægja meðal íbúa og verslunareigenda vegna þeirra hafa verið til umræðu í fjölmiðlum að undanförnu. Benóný Ægisson, for- maður íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, segir fólk vera orðið langþreytt á tíðum framkvæmdum og því mikla raski sem þeim fylgi. „Fjölmargir íbúar og rekstrar- aðilar hafa verið í sambandi við mig og kvarta þeir allir yfir afar slæmu aðgengi og miklum töfum á fram- kvæmdum. Það er óhætt að fullyrða að mikil framkvæmdaþreyta er kom- in í íbúa miðborgarinnar,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Endurtekið hafa komið upp mál þar sem seinagangur er mikill í framkvæmdum. Þannig hafa m.a. verslunarmenn ítrekað kvartað und- an hægum gangi á Hverfisgötu og hefur verið greint frá því að einn þeirra muni krefja borgina bóta, en rask þar hefur haft skaðleg áhrif á rekstur hans. Nýlega var greint frá töfum á endurbótum við Óðinsgötu, Óðinstorg og Týsgötu. Áttu verklok þar að vera í nóvember en nú er von- ast til að ljúka verkinu fyrir jól. „Fólk er orðið mjög þreytt á þess- um framkvæmdum um alla borg og vill bara að þeim fari að ljúka. Þessar tálmanir á umferð, bæði fyrir gang- andi og akandi, eru mörgum erfiðar. Svo má ekki gleyma því að þessum framkvæmdum fylgir mikill hávaði og óþrifnaður,“ segir Benóný og bætir við að sandur þyrlist auðveld- lega upp frá skurðum, byggingar- svæðum og hálfhellulögðum plönum sem finna megi víða í miðborginni. „Það gefur augaleið í vindasamri borg að það fýkur upp úr öllum skurðum,“ segir hann. Ráðhúsið hlustar lítið á íbúa Aðspurður segir Benóný afar erf- itt að koma óánægju íbúa á framfæri við Reykjavíkurborg. Lítið sé hlust- að á áhyggjur þeirra og kvartanir. „Það hefur ekki gengið mjög vel fyrir okkur. Við höfum fáar leiðir aðrar en að senda frá okkur álykt- anir,“ segir hann, en síð- asta ályktun íbúasam- takanna sneri að fyrirhuguðu raski á horni Vatns- stígs og Frakka- stígs. Morgunblaðið/Árni Sæberg Óðinsgata Víða er erfitt að athafna sig í Reykjavík, eins og þessi mynd sem tekin var nýverið sýnir. Íbúar miðbæjar komnir með leið á tíðu raski  Ósáttir við hávaða, óþrifnað og langvarandi lokanir Íbúi við Óðinstorg segir „þreyt- andi“ að upplifa neikvætt við- horf Reykjavíkurborgar í garð þeirra sem búa í námunda við framkvæmdasvæði í bænum. „Sú ákvörðun borgarinnar að horfa algerlega fram hjá mann- legum þætti þegar kemur að framkvæmdum er mjög þreyt- andi. Um er að ræða mikið og stórt inngrip í daglegt líf fólks, hvort sem það starfar eða býr í miðbænum,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. „Þessu fylgir hávaði, menn komast ekki til og frá sínu heimili og menn geta ekki at- hafnað sig með venjuleg- um hætti enda kemst fólk vart að eigin húsi. Það er bara eins og þetta sé orðið að stefnumáli hjá borginni.“ Viðhorf borg- ar þreytandi ÍBÚI Í MIÐBÆNUM Benóný Ægisson Harðbakur EA3, nýr togari Útgerð- arfélags Akureyringa, er væntan- legur til heimahafnar á Akureyri klukkan 11 fyrir hádegi í dag, laug- ardag. Lagt var af stað frá Aukra í Noregi síðdegis á þriðjudag og í gær var skipið á hægri ferð út af Skjálfanda. Skipstjóri á Harðbak er Hjörtur Valsson, sem undanfarin ár hefur verið á ýmsum skipum Sam- herja. Yfirvélstjóri er Friðrik Karlsson, sem nýlega er orðinn 22 ára. Hjörtur sagði í gærdag að heim- siglingin hefði gengið vel og skipið farið vel í sjó. „Við höfum að mestu fengið fínt veður á leiðinni heim. Það var aðeins kaldi þegar við lögð- um af stað frá Noregi, en síðasta sólarhringinn hefur verið blíða,“ sagði Hjörtur. Harðbakur er fimmta skipið í raðsmíðaverkefni sem Vard- skipasmíðastöðin afhendir íslensk- um útgerðum á þessu ári. Tvær síð- ustu systurnar verða afhentar fyrir áramót og fara þær til Skinneyjar- Þinganess á Höfn í Hornafirði. Slippurinn á Akureyri tekur við Harðbak þegar heim er komið og vinnslubúnaður verður settur um borð. Stefnt er að því að skipið hefji veiðar í byrjun næsta árs. aij@mbl.is Ljósmynd/Guðmann Guðmannsson Um borð Hjörtur Valsson skipstjóri og Friðrik Karlsson yfirvélstjóri í brúnni á Harðbak í gær. Þeir voru þá í rólegheitum út af Skjálfanda. Nýr Harðbakur til heimahafnar Heim á leið Harðbakur leggur af stað frá Aukra í Noregi á þriðjudag. Í baksýn eru skipin tvö sem fara til Hornafjarðar og verða afhent á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.