Morgunblaðið - 09.11.2019, Side 6

Morgunblaðið - 09.11.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 **** S.J. Fréttablaðið ,,Átakanleg sýning um uppgjör við lífið og dauðann” borgarleikhus.is Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Tafir á framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur og óánægja meðal íbúa og verslunareigenda vegna þeirra hafa verið til umræðu í fjölmiðlum að undanförnu. Benóný Ægisson, for- maður íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, segir fólk vera orðið langþreytt á tíðum framkvæmdum og því mikla raski sem þeim fylgi. „Fjölmargir íbúar og rekstrar- aðilar hafa verið í sambandi við mig og kvarta þeir allir yfir afar slæmu aðgengi og miklum töfum á fram- kvæmdum. Það er óhætt að fullyrða að mikil framkvæmdaþreyta er kom- in í íbúa miðborgarinnar,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Endurtekið hafa komið upp mál þar sem seinagangur er mikill í framkvæmdum. Þannig hafa m.a. verslunarmenn ítrekað kvartað und- an hægum gangi á Hverfisgötu og hefur verið greint frá því að einn þeirra muni krefja borgina bóta, en rask þar hefur haft skaðleg áhrif á rekstur hans. Nýlega var greint frá töfum á endurbótum við Óðinsgötu, Óðinstorg og Týsgötu. Áttu verklok þar að vera í nóvember en nú er von- ast til að ljúka verkinu fyrir jól. „Fólk er orðið mjög þreytt á þess- um framkvæmdum um alla borg og vill bara að þeim fari að ljúka. Þessar tálmanir á umferð, bæði fyrir gang- andi og akandi, eru mörgum erfiðar. Svo má ekki gleyma því að þessum framkvæmdum fylgir mikill hávaði og óþrifnaður,“ segir Benóný og bætir við að sandur þyrlist auðveld- lega upp frá skurðum, byggingar- svæðum og hálfhellulögðum plönum sem finna megi víða í miðborginni. „Það gefur augaleið í vindasamri borg að það fýkur upp úr öllum skurðum,“ segir hann. Ráðhúsið hlustar lítið á íbúa Aðspurður segir Benóný afar erf- itt að koma óánægju íbúa á framfæri við Reykjavíkurborg. Lítið sé hlust- að á áhyggjur þeirra og kvartanir. „Það hefur ekki gengið mjög vel fyrir okkur. Við höfum fáar leiðir aðrar en að senda frá okkur álykt- anir,“ segir hann, en síð- asta ályktun íbúasam- takanna sneri að fyrirhuguðu raski á horni Vatns- stígs og Frakka- stígs. Morgunblaðið/Árni Sæberg Óðinsgata Víða er erfitt að athafna sig í Reykjavík, eins og þessi mynd sem tekin var nýverið sýnir. Íbúar miðbæjar komnir með leið á tíðu raski  Ósáttir við hávaða, óþrifnað og langvarandi lokanir Íbúi við Óðinstorg segir „þreyt- andi“ að upplifa neikvætt við- horf Reykjavíkurborgar í garð þeirra sem búa í námunda við framkvæmdasvæði í bænum. „Sú ákvörðun borgarinnar að horfa algerlega fram hjá mann- legum þætti þegar kemur að framkvæmdum er mjög þreyt- andi. Um er að ræða mikið og stórt inngrip í daglegt líf fólks, hvort sem það starfar eða býr í miðbænum,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. „Þessu fylgir hávaði, menn komast ekki til og frá sínu heimili og menn geta ekki at- hafnað sig með venjuleg- um hætti enda kemst fólk vart að eigin húsi. Það er bara eins og þetta sé orðið að stefnumáli hjá borginni.“ Viðhorf borg- ar þreytandi ÍBÚI Í MIÐBÆNUM Benóný Ægisson Harðbakur EA3, nýr togari Útgerð- arfélags Akureyringa, er væntan- legur til heimahafnar á Akureyri klukkan 11 fyrir hádegi í dag, laug- ardag. Lagt var af stað frá Aukra í Noregi síðdegis á þriðjudag og í gær var skipið á hægri ferð út af Skjálfanda. Skipstjóri á Harðbak er Hjörtur Valsson, sem undanfarin ár hefur verið á ýmsum skipum Sam- herja. Yfirvélstjóri er Friðrik Karlsson, sem nýlega er orðinn 22 ára. Hjörtur sagði í gærdag að heim- siglingin hefði gengið vel og skipið farið vel í sjó. „Við höfum að mestu fengið fínt veður á leiðinni heim. Það var aðeins kaldi þegar við lögð- um af stað frá Noregi, en síðasta sólarhringinn hefur verið blíða,“ sagði Hjörtur. Harðbakur er fimmta skipið í raðsmíðaverkefni sem Vard- skipasmíðastöðin afhendir íslensk- um útgerðum á þessu ári. Tvær síð- ustu systurnar verða afhentar fyrir áramót og fara þær til Skinneyjar- Þinganess á Höfn í Hornafirði. Slippurinn á Akureyri tekur við Harðbak þegar heim er komið og vinnslubúnaður verður settur um borð. Stefnt er að því að skipið hefji veiðar í byrjun næsta árs. aij@mbl.is Ljósmynd/Guðmann Guðmannsson Um borð Hjörtur Valsson skipstjóri og Friðrik Karlsson yfirvélstjóri í brúnni á Harðbak í gær. Þeir voru þá í rólegheitum út af Skjálfanda. Nýr Harðbakur til heimahafnar Heim á leið Harðbakur leggur af stað frá Aukra í Noregi á þriðjudag. Í baksýn eru skipin tvö sem fara til Hornafjarðar og verða afhent á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.