Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi ll 595 1000 lur .H i sf r ir s ia i i . Verð frá kr. 239.995 Vorferðirnar Fararstjóri: Gunnar Svanlaugsson 60+ til Tenerife komnar í sölu! 30% AFÖLLUMVÖRUM www.lindesign.is SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS KÓÐI í VEFVERSLUN “1111” DAGUR VEFVERSLUNAR Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kaupmáttur launa fer enn vaxandi og ekki eru sjáanleg merki um launaskrið nú þegar sjö mánuðir eru liðnir frá gerð lífskjarasamning- anna sl. vor. Samið var um mestar hækkanir lægstu launa í samning- unum á almenna markaðinum. „Síð- ustu tölur um þróun launavísitöl- unnar eru mjög ánægjulegar því launastefna lífskjarasamningsins birtist í þeirri mælingu,“ segir Hall- dór Benjamín Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, og bendir á að launavísitala Hagstofunnar staðfesti að launa- skrið sé nánast ekkert yfir miðgildi launa. Hagfræðideild Landsbankans fjallar ítarlega um þessa launaþróun í Hagsjá, sem birt er á vef bankans og bendir á að enn sem komið er sjáist ekki mikil merki launaskriðs sem oft gerist þegar hækkanir eru mestar á neðri enda launaskalans. „Nú hefur kjarasamningum verið lokað fyrir nær allan almenna markaðinn en langstærstur hluti opinbera markaðarins er enn með lausa samninga. Þær áherslur sem settar voru fram með lífskjarasamn- ingnum svokallaða frá 3. apríl hafa greinilega náð fótfestu á nær öllum almenna markaðnum og einnig þeim fáu samningum sem hafa verið gerðir á þeim opinbera,“ segir í um- fjölluninni. Að sögn Halldórs hafa Samtök at- vinnulífsins nú lokið endurnýjun 96 til 97% þeirra kjarasamninga sem samtökin standa að. Spurður hvort hann telji að niðurstaða samninga á opinbera markaðinum þar sem enn er ósamið kunni að breyta þessari launaþróun segir Halldór það af- dráttarlausa skoðun sína að almenni vinnumarkaðurinn eigi að leiða al- menna launaþróun í landinu. Lægstu laun hækka mest Fram kemur í umfjöllun hag- fræðideildar Landsbankans að kaupmáttur í september var 1,2% meiri en á sama tíma í fyrra. Frá áramótum 2014/2015 hefur kaup- máttur launa aukist um rúm 26%, eða u.þ.b. 5,5% á ári. Jafnframt segir þar að breyting launa eftir starfsstéttum á einu ári frá júlí 2018 til sama mánaðar í ár var mest hjá þjónustu-, sölu og af- greiðslufólki, 6,4%, og næstmest hjá verkafólki, 6,1%. ,,Launavísitalan fyrir heildina hækkaði um 4,2% á þessum tíma og því virðist sem markmið kjarasamn- inganna um að hækka lægstu launin mest hafi gengið eftir. Laun sér- fræðinga og stjórnenda hækkuðu áberandi minnst á þessu tímabili, eða undir 4%, sem er lægra en hækkun launavísitölu.“ Lítið ber á launaskriði  Áherslur lífskjarasamninganna ná fótfestu  Kaupmáttur launa hefur aukist um 26%  Markmið um hækkun lægstu launa virðast hafa gengið eftir 3,3% 3,8% 4,5% 4,7% 5,0% 6,1% 6,4% Launahækkun starfsstétta Breyting milli júlí 2018 og júlí 2019 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% Sér- fræðingar Stjórn- endur Skrifstofu- fólk Iðnaðar- menn Tæknar og sérm. fólk Verkafólk Þjón.-, sölu- og afgr.fólk Heimild: Hagsjá hagfræði- deildar Landsbankans Hækkanir » Hækkun launavísitölu í sept- ember jafngildir 4,2% hækkun á ársgrundvelli » Landsbankinn bendir á að frá áramótum 2014/2015 hef- ur kaupmáttur launa aukist um rúm 26%, eða u.þ.b. um 5,5% á ári. » Laun hækkuðu milli júlí 2018 og 2019 um 5,6% í bygg- inga- og mannvirkjagerð og um 3,6% í fjármála- og vátrygg- ingastarfsemi. Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrver- andi borgarstjóri, hefur geymt brot úr Berlínarmúrnum í nær 30 ár, frá sumrinu 1990. Munurinn situr uppi í hillu á skrifstofu Vilhjálms sem minnisvarði um þá merku tíma þeg- ar kommúnisminn leið undir lok í Austur-Evrópu. Vilhjálmur var á ferðalagi með fjölskyldu sinni og kom frá Dan- mörku til Þýskalands á fornbíl sem hann hafði nýlega keypt sér. Þegar til Berlínar var komið fór hann ásamt Baldri syni sínum að Berl- ínarmúrnum og náði í stæðilegt brot. Morgunblaðið hefur rætt við nokkra Íslendinga sem voru í Berlín þegar Berlínarmúrinn féll, í tilefni af þeim 30 árum sem nú eru liðin frá atburðinum. Þeirra á meðal var María Sólrún Sigurðardóttir sem hafði nælt sér í brot úr múrnum en það týndist síðar. „Þungt að ferðast með þetta“ Vilhjálmur óttaðist að brotið yrði gert upptækt þegar hann hélt upp á flugvöll með það í poka, sumarið 1990. „Við náðum í bút úr múrnum og ég setti hann í poka og vafði utan um þetta einhverjum pappír og hélt bara á þessu og fór með þetta í gegnum tollskoðun og hvaðeina og það voru engar athugasemdir gerðar við þetta. Ég held að það væri sann- arlega gert í dag,“ sagði Vilhjálmur. Þrátt fyrir að ástandið í Austur- Þýskalandi hefði jafnað sig talsvert í maí 1990, nokkrum mánuðum eftir fall múrsins, var sérstök upplifun að koma til Berlínar að sögn Vilhjálms. „Við gengum þarna um svæðið og fylgdumst með þessu. Það var ekki langt um liðið síðan byrjað var að fella múrinn en það hafði farið hægt af stað. Múrinn var sýnilegur í pört- um, allavega þar sem við vorum,“ sagði Vilhjálmur. Hann rifjar upp heimsókn til Austur-Berlínar, áratugum fyrr, í kringum 1966. Þá var Austur-Berlín eins og annar heimur. „Ég labbaði þarna um og það var enginn á ferli. Ég ætlaði að kaupa eitthvað en það eina sem ég gat keypt var lítill tertubiti sem ég gat varla borðað. Ég skoðaði þarna í búðir og það var allt dimmt og drungalegt. Þetta var mín fyrsta reynsla af Austur-Berlín og það var sérstakt að upplifa Aust- ur-Berlín áratugum seinna, við fall múrsins,“ sagði hann að endingu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Með múrinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir það hafa verið sérstakt að vera í Berlín eftir fall múrsins. Brot úr Berlínarmúrnum varðveitt inni á skrifstofu  Heimsbyggðin minnist 30 ára falls Berlínarmúrsins „Kannski verða það helst fram- lög til háskóla- stigsins,“ segir Björn Leví Gunn- arsson, þingmað- ur Pírata og einn nefndarmanna í fjárlaganefnd Al- þingis, spurður hvað hann telji munu verða helstu þrætueplin í annarri um- ræðu Alþingis um fjárlaga- frumvarp fyrir árið 2020. Er áætlað að sú umræða hefjist klukkan 13.30 á morgun. „Það er kannski ekkert hægt að gagnrýna þau um of fyrir val á upphæðum hingað og þangað. Það er bara eins og gengur og ger- ist,“ segir Björn og ítrekar að sér séu ofarlega í huga málefni háskól- anna. Nefnir hann þó, nokkuð létt- ur í bragði, að vitanlega sé það háð því hvaða flokkur sé spurður þegar spurt er hvað verði helsta deiluefn- ið í umræðu um fjárlagafrum- varpið. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram í byrjun september en þá tókust þingmenn m.a. á um boðaðar skattalækkanir. teitur@mbl.is Framlög til háskóla deiluefnið  Önnur umræða hefst á morgun Björn Leví Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.