Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÞingmennFlokks fólks-ins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Í tillögunni segir einfaldlega: „Al- þingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að draga til baka umsókn Ís- lands um aðild að Evrópusambandinu.“ Í greinargerð með tillögunni er rifjað upp að nú sé áratugur frá því að Ísland sótti um að hefja aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið og nær sjö ár frá því að hlé var gert á viðræð- unum. Þetta er út af fyrir sig rétt þó að réttara sé að tala um aðlög- unarviðræður, enda ganga við- ræður um aðild að Evrópusam- bandinu aðeins út á það með hvaða hætti væntanlegt aðild- arríki hyggst laga sig að sam- bandinu. Engum dettur í hug og það er ekki rætt hvernig Evrópu- sambandið skuli laga sig að um- sóknarríkinu. Þá segir í greinargerðinni að samninganefnd Íslands hafi ver- ið leyst upp árið 2013 og vorið 2015 hafi þáverandi utanrík- isráðherra sent bréf „til for- manns ráðherraráðs Evrópu- sambandsins og framkvæmdastjóra nágranna- stefnu og aðildarviðræðna sam- bandsins þess efnis að ríkisstjórn Íslands hefði engin áform um að hefja aðildarviðræður að nýju og að ekki bæri að líta á Ísland sem umsóknarríki. Ákveðin óvissa ríkir þó um stöðu aðildarumsókn- ar Íslands.“ Það er auðvitað furðulegt hve mjög það hefur vafist fyrir ís- lenskum stjórnvöldum að koma stöðu landsins gagn- vart Evrópusam- bandinu á hreint. Þess vegna eru þessi orð úr grein- argerðinni því mið- ur á rökum reist: „Í kjölfar bréfsins lýsti talsmaður stækk- unardeildar Evr- ópusambandsins því yfir að sam- bandið liti ekki svo á að Ísland hefði dregið aðildarumsóknina til baka og að bréfið væri ekki ígildi uppsagnar. Á heimasíðu Evrópu- sambandsins er sagt að breyt- ingar hafi verið gerðar á verklagi í kjölfar þess að ríkisstjórn Ís- lands hafi beðið um að ekki yrði litið á Ísland sem umsóknarríki. Ekki er þó ljóst hvort Evrópu- sambandið líti svo á að umsóknin hafi verið dregin til baka eða hvort sambandið hafi einungis fært Ísland af lista yfir umsókn- arríki til málamynda en telji um- sóknina enn fullgilda.“ Þetta er auðvitað stórfurðuleg staða og alls ekki viðunandi fyrir fullvalda ríki. Nú þegar þessi þingsályktunartillaga hefur ver- ið lögð fram er hægt að koma þessu á hreint og taka af allan vafa um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Aðildar- umsóknin var sett af stað í kjöl- far þingsályktunartillögu og eðli- legast er að draga hana til baka með sama hætti. Um það hljóta allir að geta verið sammála, í það minnsta þeir sem andsnúnir eru aðild Íslands að Evrópusam- bandinu. Hinir hljóta raunar líka að fallast á þetta en kunna engu að síður að vilja þvælast fyrir slíkri tillögu vegna þess að þeir átta sig á að með samþykkt henn- ar færast þeir fjær draumnum um að Ísland hverfi inn í stórrík- ið. Full ástæða er til að samþykkja þings- ályktunartillögu um að draga aðildar- umsókn Íslands að ESB til baka} Þörf tillaga Deilur hafa lengistaðið á milli hindúa og múslima á Indlandi og má rekja þær aftur margar aldir, eða til þess tíma þegar múslimar gerðust aðsópsmiklir langt út fyrir Mið-Austurlönd, meðal annars á Indlandi, og lögðu undir sig mikil landsvæði. En deilurnar eru fjarri því að vera aðeins inn- anlandsdeilur því að þær hafa lengi valdið mikilli spennu á milli nágranna á svæðinu, ekki síst á milli Indlands og Pakistans. Nýlegur dómur hæstaréttar Indlands tekur á einu af deilu- málunum innan Indlands sem snýr að mosku sem hindúar rifu fyrir nær þremur áratugum. Nú hefur verið dæmt að hindúar megi byggja þar musteri en að múslimar fái annað svæði fyrir mosku. Meðal röksemda fyrir þessum dómi, sem eflaust er hugsaður sem ein- hvers konar Sal- ómonsdómur, er að við fornleifarann- sóknir hafi önnur mannvirki, ekki ísl- ömsk, fundist undir moskunni sem rifin var. Segja má að þetta sýni vand- ann í hnotskurn í þessu deilumáli og mörgum ámóta, bæði á Ind- landi og víðar. Eftir því sem graf- ið er dýpra í söguna flækjast málin gjarnan og erfitt er að sætta alla við þá niðurstöðu sem fæst. Ástæða er til að vona að það sé rétt mat hjá sendiherra Indlands á Íslandi að dómurinn verði til að lægja öldur. Fagnaðarlæti hind- úa og vonbrigði múslima benda þó ekki endilega til þess. En færi dómurinn deilendur skrefi nær sáttum er hann ánægjuefni og miðað við forsöguna er varla hægt að biðja um meira. Deila hindúa og múslima á Indlandi er ekki leyst en von- andi hefur jákvætt skref verið stigið} Aldagömul deiluefni U ndirstöður: Stjórnarform, hand- hafar ríkisvaldsins, yfir- ráðasvæði, ríkisborgararéttur, skyldur borgara. Mannréttindi og náttúra: Jafnræði, réttur til lífs, mannleg reisn, vernd réttinda, mannhelgi, friðhelgi einkalífs, réttur barna, eignarréttur, skoðana- og tjáning- arfrelsi, upplýsingaréttur, frelsi fjölmiðla, frelsi menningar og mennta, trúfrelsi, kirkjuskipan, félagafrelsi, fundafrelsi, félagsleg réttindi, heil- brigðisþjónusta, menntun, atvinnufrelsi, dval- arréttur og ferðafrelsi, frelsissvipting, réttlát málsmeðferð, bann við ómannúðlegri meðferð, bann við afturvirkni refsinga, bann við her- skyldu, menningarverðmæti, náttúra Íslands og umhverfi, náttúruauðlindir, upplýsingar um umhverfi og málsaðild, dýravernd. Alþingi: Hlutverk, friðhelgi, alþingiskosningar, kjör- tímabil, kosningaréttur, kjörgengi, gildi kosninga, starfs- tími, samkomustaður, þingsetning, eiðstafur, sjálfstæði al- þingismanna, friðhelgi alþingismanna, hagsmunaskráning og vanhæfi, styrkir til frambjóðenda og samtaka þeirra, þingforseti, þingsköp, þingnefndir, opnir fundir, flutningur þingmála, meðferð lagafrumvarpa, meðferð þingsályktun- artillagna og annarra þingmála, ályktunarbærni, staðfest- ing laga, birting laga, lögrétta, stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd, rannsóknarnefndir, málskot til þjóðarinnar, þingmál að frumkvæði kjósenda, framkvæmd undirskrift- arsöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu, frumvarp til fjár- laga, greiðsluheimildir, réttur fjárlaganefndar til upplýs- inga, skattar, eignir og skuldbindingar ríkisins, þingrof, ríkisendurskoðun, umboðsmaður Alþingis. Forseti Íslands: Embættisheiti og þjóðkjör, kjörgengi, forsetakjör, kjörtímabil, eiðstafur, starfskjör, staðgengill, fráfall, ábyrgð, náðun og sakaruppgjöf. Ráðherrar og ríkisstjórn: Ráðherrar, rík- isstjórn, hagsmunaskráning og opinber störf, ráðherrar og Alþingi, stjórnarmyndun, van- traust, starfsstjórn, upplýsinga- og sannleiks- skylda, skýrsla ríkisstjórnar til Alþingis, ráð- herraábyrgð, skipun embættismanna, sjálfstæðar ríkisstofnanir. Dómsvald: Skipan dómstóla, sjálfstæði dóm- stóla, lögsaga dómstóla, hæstiréttur Íslands, skipun dómara, sjálfstæði dómara, ákæruvald og ríkissaksóknari, Sveitarfélög: Sjálfstæði sveitarfélaga, ná- lægðarregla, kosninga sveitarstjórna og íbúa- lýðræði, samráðsskylda. Utanríkismál: Meðferð utanríkismála, þjóðréttarsamn- ingar, framsal ríkisvalds, skyldur samkvæmt alþjóðlegum samningum. Lokaákvæði: Stjórnarskrárbreytingar, gildistaka, ákvæði til bráðabirgða. Þetta eru heiti greinanna í frumvarpi stjórnlagaráðs. Ég leyfi mér að fullyrða, af umræðu og umsögnum, að ein- ungis sé ágreiningur um örfáar greinar. Sjö ár eru of lang- ur tími til þess að afgreiða þau ágreiningsmál, hvað þá 6 ár í viðbót. Björn Leví Gunnarsson Pistill 13 ár eru allt of langur tími Höfundur er þingmaður Pírata bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Að taka þátt í listrænu athæfigetur haft góð áhrif á lík-amlega og andlega heilsufólks, samkvæmt nið- urstöðum skýrslu frá Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar, WHO, sem kemur út í dag. Skýrslan byggist á um 900 ritrýndum greinum sem gerðar hafa verið um tengsl lista og heilsufars. Dr. Piroska Östlin, sem gegnir tímabundið stöðu svæðisstjóra WHO í Evrópu segir niðurstöðurnar benda á nýjar leiðir til þess að bæta heilsu- far fólks. „Að færa list inn í líf fólks í gegnum athafnir eins og að dansa, syngja og að fara á listasöfn og tón- leika býður upp á nýja vídd gagnvart því hvernig við getum bætt líkamlega og andlega heilsu,“ segir Östlin í fréttatilkynningu WHO. Hún segir að þau dæmi sem nefnd séu í skýrslunni sýni hvernig listir geti hjálpa til við að takast á við erfið vandamál eins og sykursýki, of- fitu og andlega vanheilsu og bjóði upp á lausnir sem almenn læknavísindi hafi ekki náð að festa hendur á til þessa. Jákvæð áhrif alla lífsleiðina Skýrslan kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að listir geti haft já- kvæð áhrif allt frá móðurkviði og fram á efri ár. Þannig þyki til dæmis sýnt að þau börn sem lesið sé fyrir áð- ur en þau fara í háttinn sofi lengur á nóttunni og hafi betri einbeitingu í skólanum. Meðal táninga geti jafn- ingjafræðsla sem byggist á leiklist ýtt undir ábyrga ákvarðanatöku, aukið vellíðan og dregið úr áhorfi á ofbeldi. Þá geti tónlist stutt við heila- starfsemi í fólki sem glímir við elli- glöp og er sérstaklega tekið fram að söngur geti bætt einbeitingu, skammtímaminni og framkvæmda- getu. Í skýrslunni eru einnig dregin fram dæmi um það hvernig hægt sé að nota listir sem hluta af meðferð- arúrræðum. Þannig geti það að hlusta á tónlist eða búa til málverk hjálpað til við að draga úr hlið- areinkennum sem fylgja krabba- meinsmeðferðum, til dæmis slen, skort á matarlyst, mæði og ógleði. Þá segir að tónlistarsköpun, föndur og trúðalæti geti dregið úr kvíða, verkjum og blóðþrýstingi í neyðartilfellum, sérstaklega hjá börnum en einnig foreldrum þeirra. Þá er greint frá því að fleiri en ein rannsókn hafi komist að þeirri niður- stöðu að dans geti bætt á marktækan hátt hreyfigetu fólks með parkinsons- veiki. Mögulega hagkvæmari Í skýrslunni er dregið fram að sum meðferðarúrræði þar sem treyst er á listir og tjáningu geti ekki bara gefið góða raun, heldur geti þær einnig verið hagkvæmari en hefð- bundnari meðferðir. Hægt sé að virkja marga heilsubætandi þætti í einu, eins og að ýta undir hreyfingu og styðja við andlega heilsu fólks, og litlar líkur séu á neikvæðum afleið- ingum slíkrar meðferðar. Í ljósi þess að sérsníða þarf með- ferðir af þessu tagi að áhugasviði ein- staklinga með ólíkan menningarbak- grunn segir einnig í skýrslunni að þær geti opnað boðleið fyrir lækna til að nálgast minnihlutahópa eða aðra sem erfitt er að ná til. Skýrslan verður kynnt í dag á sérstakri ráðstefnu um tengsl lista og læknisfræði í Helsinki, og verður hægt að fylgjast með henni á heima- síðu WHO, euro.who.int. ThinkStock Dans í lækningaskyni Eitt af því sem nefnt er í skýrslu WHO er að dans- iðkun geti stórbætt hreyfigetu meðal þeirra sem þjást af parkinson. Listin hefur lífgandi áhrif á líkama og sál Skýrslan nú er sú fyrsta sem WHO hefur látið vinna um tengsl listiðkunar og heilsu- fars. Í henni er meðal annars lagt til að stefnusmiðir í heilbrigðismálum íhugi ýmsa þætti eins og að tryggja að úr- ræði sem tengi saman list og heilsu standi fólki til boða og að auka vitund almennings um mögulegan ávinning sem fylgt getur þátttöku í listsköpun eða áhorfi á listir. Þá er lagt til að íhugað verði hvort list og listsköpun eigi að vera hluti af námi í heilbrigð- isvísindum. Þess má geta að árið 1982 stofnuðu læknanem- ar við hinn virta Harvard- háskóla í Bandaríkjunum sinfóníuhljómsveit, sem enn er að störfum, og hafa nemendur sagt þátttöku í hljómsveitinni hafa komið sér til góða í bæði lífi og starfi. Stofnuðu hljómsveit LIST OG LÆKNISFRÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.