Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 Innilegar samúðarkveðjur til Einars og fjölskyldu. Ljós og kærleikur fylgi ykkur alla tíð. Blessuð sé minning Lydíu Jónsdóttur. Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir. Elsku besta Día mín. Allt of snemma ert þú tekin frá okkur aðeins 52 ára gömul, en nú er komið að kveðjustund og mikið er hún mér erfið. Stundum er talað um að maður fari í gegnum lífið í rútu þar sem þú sjálfur ert bílstjórinn og ræður ferðinni. Fremst í þessari rútu þinni er fólkið sem stendur þér næst og hefur jákvæð áhrif á líf þitt, í miðjunni er sam- ferðafólk þitt sem hefur á ein- hverjum tímapunkti haft jákvæð áhrif á líf þitt en er ekki endi- lega partur af því í dag. Aftast er svo fólk sem hefur ekki endi- lega góð áhrif á þig, það er svo þín ákvörðun að stoppa rútuna og hleypa fólki inn og út úr henni. Fyrir 20 árum komst þú inn í mína rútu og hefur verið þar síðan þá. Saman höfum við átt margar gæðastundir á þess- um árum og ég minnist þín sem eins mesta dugnaðarforks sem ég hef kynnst um ævina, kær- leiksrík með eindæmum og allt- af tilbúin að hjálpa til. Þú máttir ekkert aumt sjá þá varstu stokkin til aðstoðar, þú varst kjarkmikil, húmoristi með munninn fyrir neðan nefið sem er eiginleiki sem ég met mikils. Börnunum mínum varstu alltaf góð og í þér áttu þau góða frænku sem var til staðar fyrir þau enda samgangur á milli heimilanna mikill. Orðið einstök lýsir þér vel og því vel við hæfi að enda þetta á þessum orðum: „Einstakur“ er orð sem notað er þeg- ar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vin- semd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Teri Fernendez) Ég kveð Díu með söknuð í hjarta og þakklæti fyrir allt. Fjölskyldu hennar sendi ég mín- ar dýpstu samúðarkveðjur, sorg ykkar er mikil en minningin um einstaka konu lifir. Alma og fjölskylda. Elsku besta Día mín, ég trúi varla að þú sért farin, þetta er allt svo óraunverulegt en eftir sitja minningar um frábæra konu sem mér þykir svo vænt um eins og þegar ég var lítil stelpa sem var rosalega heima- kær og vildi hvergi annars stað- ar vera en hjá mömmu og pabba, ég vildi ekki einu sinni gista hjá ömmu og afa nema þau væru með en þú gast alltaf ein- hvernveginn fengið mig til að samþykkja að gista hjá þér og þá var ég aldrei minna en helgi því það var alltaf svo gaman eða eitt gamlárskvöld þegar við Edda ákváðum að vera með brúðuleikrit inni í herbergi sem allir þurftu að horfa á sem var svo bara við að veifa dóti hlæj- andi, þá fylgdistu með öllu sem við gerðum, hlóst með okkur, hrósaðir okkur fyrir skemmt- unina og varst seinust út úr her- berginu. Minningarnar um þig eru svo margar, elsku Día mín, enda hef ég þekkt þig allt mitt líf. Það er sagt að aðeins frænk- ur geti knúsað eins og mamma, haldið leyndarmálum eins og systir og komið fram við þig eins og vinkonu og það á svo sannarlega við um þig enda varstu frænka mín í öllu nema blóði og þið mamma alltaf verið eins og systur. Svo takk, elsku besta Día mín, fyrir að vera allt- af til staðar, takk fyrir öll knús- in, spjallið og hláturinn, takk fyrir að vera þú, ég elska þig og sakna þín mikið en ég veit að þér líður betur núna og ég efast ekki um að þú munir vaka yfir öllum sem þú elskar. Elsku Ein- ar, Edda, Jón Arinbjörn og ást- vinir allir, mínar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erf- iðu tímum, minningin um ynd- islega konu lifir í hjörtum okkar allra. Steinunn Helga Hallsdóttir. Hlýjan, hjartað og hláturinn sem fyllti herbergin sem hún Día frænka kom inn í var ein- stök. Fáar manneskjur höfðu eins djúp áhrif á fólkið í kring- um sig eins og hún. Día frænka var alla mína ævi hressleikinn sjálfur, stórfyndin og með hjarta svo stórt að allur heimurinn var velkominn. Ég var svo heppin að kynnast henni enn betur í kjölfar þess að flytja aftur heim til Íslands 2016 og stórfjölskyldunni í kringum hana. Því hjá Díu vorum við öll skyldmenni. Það var ekkert betra en að gera hluti með Díu, sama hvað þurfti að gera varð það stórskemmtilegt með henni og ég finn fyrir því að regnbog- inn hefur misst einn fallegan og skæran lit núna þegar hún hef- ur fallið frá. Oft er talað um að fólk skilji eftir sig skarð þegar það fellur frá en svo er ekki með Díu. Skarð hennar er fyllt með ást. Ástinni sem hún veitti okkur, ástinni sem minningarn- ar um hana veita, ástinni sem verður eftir hjá okkur þar sem hún er farin frá. Oktavía Hrund Jónsdóttir. Í dag kveð ég dásamlegustu vinkonu sem hægt er að eignast, hún Día mín eins og hún var alltaf kölluð kom inn í líf mitt fyrir rúmum 28 árum. Ég man það eins og gerst hafi í gær þeg- ar það var bankað hjá mér og úti stóð þessi fallega unga kona og langaði að fá hjá mér ráð vegna ákveðins máls sem ég var aðeins kunnug, ég bauð henni inn og í stuttu máli varð ekki snúið aftur með vinskap okkar. Hún gekk með frumburð sinn á þessum tíma og ég með mitt þriðja barn, það þróaðist með okkur systrakærleikur og fjöl- skyldan mín varð fjölskyldan hennar og öfugt. Það væri hægt að skrifa bók um Díu en ég verð að láta nokkrar línur duga. Fyr- ir henni voru allir jafnir, hún mátti ekkert aumt sjá og var alltaf fyrst að rétta fram hjálp- arhönd, fólk laðaðist að henni úr öllum stéttum þjóðfélagsins, ekki síst þeir sem minna máttu sín en í hennar augum var eng- inn merkilegri en hver annar og það vorum við alveg sammála um. Día var mikill húmoristi og grallari af guðs náð, hún var alltaf hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom. Gleðigjafi og stuðpinni er það fyrsta sem fólki dettur í hug ef á hana er minnst. Það eru til margar frá- bærar sögur af Díu þar sem hún kom sér í óborganlegar aðstæð- ur alveg óvart og er endalaust hægt að hlæja að þeim. Día kom frá Vestmannaeyjum fimm ára gömul í gosinu til Grindavíkur og ólst hér upp, hún kynntist Einari sínum þegar þau voru að vinna í flugstöðinni á sínum yngri árum, Día hafði alla tíð miklar taugar til Vestmannaeyja og fór flest ár á þjóðhátíð og eftir að þau Einar eignuðust börnin var hún í áskrift með fjölskylduna í tveim litlum sum- arbústöðum í Ofanleiti og dvaldi þar í um vikutíma ásamt vinum ár hvert. Fyrir nokkrum árum byggðu þau hjónin sér lítinn glæsilegan bústað á þessum sömu slóðum með frábært út- sýni sem náði alla leið í dalinn fagra og í brekkuna við stóra sviðið og dvöldu þau mikið þar. Día fagnaði stórafmælum sínum með stæl vægast sagt og eru öll- um ógleymanleg, þegar hún varð fertug bauð hún til veislu á sveitarkránni Kríumýri rétt austan við Selfoss og mætti fólk með tjaldvagna, fellihýsi og hjól- hýsi heila helgi, sama var upp á teningnum þegar hún varð fimmtug fyrir tveimur árum og þá var veislan í Vestmannaeyj- um, frábær matur, trúbador og þvílíkt fjör upp um alla veggi. Þannig er henni rétt lýst, að njóta lífsins með ættingjum og vinum voru hennar ær og kýr. Þau hjónin bjuggu lengst af í Grafarvogi og nú síðast í Hafn- arfirði. Día var mjög virk í Slysavarnafélagi Reykjavíkur, hún var líka félagi í Kvenfélagi Grindavíkur, einnig voru þau hjónin mjög virk alla tíð í Hjónaklúbbi Grindavíkur og misstu sjaldan af viðburði á þeirra vegum. Nú er komið að kveðjustund og mikið á ég eftir að sakna allra stundanna okkar, símtalanna og allra hlátraskall- anna, elsku hjartans vinkona mín. Við sjáumst og tökum upp þráðinn þegar minn tími kemur. Innilegar samúðarkveðjur, elsku Einar, Edda, Elmar, Jón Ar- inbjörn, Bryndís, ömmubörnin kæru og Jón pabbi Díu okkar. Megi minningin um ástkæra eiginkonu, móður, ömmu, dóttir og vinkonu lifa í hjörtum okkar alla tíð. Kristín Þorsteinsdóttir. Ég var ekki tilbúin fyrir orð- sendinguna sem ég hafði kviðið og þó vænst um tíma: „Hún lést eftir hetjulega baráttu“ og það voru orð að sönnu. Mér fannst á þessum stutta tíma sem bar- áttan stóð yfir oft heldur mikið lagt á þessa smávöxnu vinkonu mína sem var svo lífsglöð og kraftmikil. Hennar mun saknað á mörgum stöðum. Við höfum verið í vinahópi í mörg ár og þar hefur hún verið hrókur alls fagnaðar og oftast átti hún frumkvæðið að þeim stundum sem hópurinn hittist og alltaf var gaman og kátínan í fyr- irrúmi. Þessi hópur okkar nefn- ist Þórsmerkurfarar, en hann samanstendur af hluta sam- starfsfólks úr Flugfélaginu Atl- anta og fyrsta ferðin okkar var inn í Þórsmörk. Við fórum oft í Langadalinn í Þórsmörk og þar var yndislegt og gaman að vera með hópnum okkar. Síðar var haldið í aðrar áttir í útilegur. Í janúar ár hvert voru haldin þorrablót og tvo síðustu vetur fórum við í helgardvöl á hótel þar sem Lydía var auðvitað for- sprakkinn. Það verður skarð í hópnum okkar. Þessi litla káta vinkona mín kynnti mér þjóðhá- tíð Vestmannaeyja og fór ég með henni, fjölskyldu hennar og vinum í 10 ár og upplifði þessa miklu og skemmtilegu hátíð. Það er gaman að minnast þess að fljótlega eftir áramót ár hvert sendi Día mér orðsend- ingu: „Ertu búin að panta með Herjólfi?“ Það gleymdist ekki að það þurfti að panta í tíma til að komast á fimmtudegi svo tjaldið „okkar“ kæmist upp á réttum tíma og á réttum stað. Við vorum orðnar nokkuð góðar að tjalda í restina. Lydía gekk í hjálparsveitina seinustu ár, það var eins og hún hefði endalaust þrek og löngun til að hjálpa öðr- um og veit ég til þess að það voru nokkrir sem hún tók undir verndarvæng sinn í veikindum þeirra. Það verða margir sem sakna hennar og allra mest eig- inmaður og börn og að ég tali ekki um pabba hennar sem naut góðsemi hennar og aðstoðar. Ég er hrædd um að skarðið hennar verði stórt þar. Mig langar að þakka Lydíu vinkonu minni fyr- ir alla þá góðu og skemmtilegu tíma sem ég átti með henni og er þar góður sjóður í höll minn- inganna. Hvíl í friði, elsku vin- kona. Elsku Einar, Edda, Jón Arinbjörn og fjölskyldur, ég bið Guð um að styrkja ykkur og hjálpa í þessari miklu sorg. Erla R. Guðmundsdóttir. Lydía kvaddi okkur á besta aldri. Hún var einstaklega já- kvæð og lífsglöð manneskja sem vildi öllum vel. Hún var drifkrafturinn í vina- hópnum, sú sem var alltaf með flottar hugmyndir hvað við skyldum gera í vetur, sumar, vor og haust. Henni fannst ekki mikið mál að bjóða öllum heim til sín og var hún ásamt Einari höfðingi heim að sækja. Húmorinn var aldrei langt undan og var hún hrókur alls fagnaðar með sína skemmtilegu frásagnargáfu og yndislega hlát- ur. Við minnumst mikillar góð- mennsku þinnar, elsku Lydía mín, og við kveðjum þig með virðingu og söknuði og þökkum þér fyrir samfylgdina í þessu lífi. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Kristín (Stína) og Tómas (Tommi). Í dag verður Lydía Jónsdóttir jarðsungin eftir tiltölulega stutta og snarpa baráttu við erf- iðan sjúkdóm. Díu, eins og hún var alltaf kölluð, kynntist ég árið 1973, þegar hún var sex ára og ég sjö, en þá fluttist hún til Grindavík- ur frá Vestmannaeyjum en það- an hraktist fjölskylda hennar eins og aðrir íbúar eyjanna við gosið sem þar hófst í janúar það ár. Við bundumst strax miklum vináttuböndum sem héldust alla tíð, jafnvel þótt við hefðum á fullorðinsárum búið hvor í sín- um landshlutanum lengst af. Aldrei leið svo vika að ekki væri skrafað og hlegið í símtölum og margra og góðra stunda er að minnast af samveru okkar Díu í gegnum tíðina, en hvert tæki- færi var notað til að hittast þeg- ar ég kom suður eða hún á Norðurlandið. Día og Einar eiginmaður hennar áttu sumarhús í Vest- mannaeyjum og fórum við nokkrar ferðir þangað á gos- loka- og þjóðhátíðir og var þá glatt á hjalla, eins og alltaf þeg- ar við vorum saman, enda Día einstaklega glaðsinna og skemmtileg. Eins fórum við eitt sinn tvær saman til Kanaríeyja og var glaðværðin og glensið ekki minna þar en endranær þegar við gátum verið saman. Día var annáluð fyrir dugnað sinn og vinnusemi og heimili sínu og fjölskyldu sinnti hún af mikilli umhyggjusemi. Eins fann hún sér alltaf tíma til samskipta og samveru við vini sína sem hún sinnti af mikilli elskusemi, sem var hennar aðalsmerki alla tíð. Fjölskyldu Díu sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum, en ljúfar minningar um hana munu lifa í huga allra sem hana þekktu. Eva Birgitta Karlsdóttir. Þá er elsku Día okkar farin frá okkur og eftir situr stór hóp- ur af fólki sem elskaði hana og saknar sárt. En sem betur fer eru minningarnar svo margar og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni og eiga hana að. Ég var mjög ung þegar hún kom inn í líf mitt, þær vinkonur mættu í sveitina til mín, sem sagt Birgitta móð- ursystir mín og Día. Frábærir tímar á Laugum í heyskap, út- reiðartúrum og sundlaugarferð- um og alltaf ef Día var með í för gerðist eitthvað svakalega vand- ræðalegt og fyndið, og var hún fyrsta manneskjan til að hlæja að því og gera grín að sjálfri sér. Hún var svo dugleg og hjálpsöm; mátti ekki heyra af neinum erfiðleikum eða vanlíðan hjá vinum sínum eða ættingjum, þá var hún mætt til að létta undir og hjálpa. Ég er svo þakk- lát í hjarta mínu fyrir að hafa verið heimavinnandi síðastliðna mánuði og eytt miklum tíma með henni. Því miður fór heilsan hratt niður á við um miðjan ágúst og gat hún lítið verið heima eftir það vegna veikinda. Við náðum þó að fara saman út í eyjuna fögru og upplifa þjóðhá- tíð í góðra vina hópi, og stelp- urnar nutu sín í botn á þessum yndislega stað. Hún var alltaf fyrsta manneskjan til að koma ef eitthvað bjátaði á hjá mér eða minni fjölskyldu og hjálpaði okkur svo mikið ef veikindi bar að. Ég sagðist alltaf myndu launa henni þetta en það átti að vera í ellinni. Eins sárt og það er að sætta sig við að hún sé farin þá hugga ég mig við það að nú kvelst hún ekki lengur og trúi því að hún sé í faðmi ætt- ingja á björtum og fallegum stað. Hún var mín persóna í þessu lífi en ég hlakka til að hitta hana þegar minn tími kem- ur. Elsku Einar, Jón Arinbjörn, Edda Anika og Jón Arinbjörn Ásgeirsson, okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Ljóð sem ég samdi til Díu: Ég tárast af söknuði og verkjar í hjartað. Húð þín fölnuð og framtíðin stöðnuð. Allur sá tími er fékk ég með þér var þéttsetinn gleði og þvílíku sprelli. Ef einhver á bágt býður þú upp á hjálp. Þakklæti ber og fegurðin er að þú skyldir taka mér eins og ég er. Þú amma stelpnanna ert þó blóðtengsl séu ei, það þarf ekki til því þú veitir þeim það sem Inga amma ei gat. Ég lofa þér því að við sem erum þín höldum hópinn og keppumst við að rifja upp saman og hafa gaman. Góða ferð elsku vinkona/ amma og takk fyrir allt. Við elskum þig og sjáumst síðar. Íris Elfa Aðalgeirsdóttir, Ásta Birgitta og Elín Inga. Í dag er mikil sorg í hjörtum okkar er við fylgjum yndislegu Díu okkar til grafar. Hún lést fimmtudaginn 31. október eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Á tæpu ári hafði sjúk- dómurinn betur. Elsku Día var einstök manneskja, með hjarta úr gulli. Tryggari, hjálpsamari og hjartahlýrri manneskja er vandfundin. Alltaf tilbúin fyrir allt og alla og fór aldrei í mann- greinarálit. Ekkert er sjálfsagt í þessu lífi og það að eiga fjöl- skylduvin eins og Díu er ómet- anlegt. Við fjölskyldan erum mjög þakklát fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar með henni og hennar yndislegu fjölskyldu, sem á nú mjög um sárt að binda. Með þeim höfum við átt svo margar góðar stundir og líklega flestar í Vestmanna- eyjum. Eyjarnar voru Díu mjög kærar. Ekki hvarflaði að okkur á síðastliðinni þjóðhátíð að hún yrði kölluð á brott svo fljótt. Alltaf bar hún sig vel þótt mað- ur vissi að henni liði ekki vel. Við kveðjum því með miklum söknuði en yljum okkur við fal- legar og góðar minningar um einstaka konu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér (Ingibj. Sig.) Elsku Einar, Jón Arinbjörn og fjölskylda, Edda Anika, Jón, Hjalti og fjölskylda, við sendum ykkur okkar innilegustu sam- úðarkveðjur, megi guð og góðar vættir umvefja ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Eygló Alda, Sigvard og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA Nú ertu farin, amma okkar, og við eigum eftir að sakna þín mikið, en við vit- um að þú munt fylgjast með okkur. Takk fyrir allar skemmtilegu ferðirnar í skipinu (Herljólfi) og góðu tímana í Eyjum og takk fyrir allar hinar samveru- stundirnar, þær eru ómet- anlegar. Við vitum að við munum eiga fullt af góðum stundum í framtíðinni með Einari afa þar sem við munum minnast þín og gleðjast yfir sögunum af þér. Hvíldu í friði, elsku amma. Einar Logi Jónsson Kjærbo og Dagbjört Ída Jónsdóttir Kjærbo. Elskulegur faðir og afi, SVEINN ÞORLÁKSSON ýtustjóri, Hringbraut 50, lést á hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 6. nóvember. Þorlákur R. Sveinsson og fjölskylda Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN SVAFA BJARNADÓTTIR, Boðagranda 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum 1. nóvember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 15. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Bjarni Thoroddsen Ásta H. Þ. Ólafur Örn Thoroddsen Sigríður Jónsdóttir Jóhann Thoroddsen Katla Kristvinsdóttir Ólína Elín Thoroddsen barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.