Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. HANDBOLTI Olísdeild karla Stjarnan – Fram................................... 26:26 ÍR – ÍBV................................................ 32:27 KA – FH................................................ 31:27 Fjölnir – Afturelding............................ 25:31 HK – Valur............................................ 23:31 Staðan: Haukar 8 6 2 0 207:193 14 Afturelding 9 7 0 2 243:225 14 ÍR 9 6 0 3 267:244 12 Selfoss 8 5 1 2 244:242 11 FH 9 5 1 3 248:243 11 ÍBV 9 4 1 4 243:238 9 KA 9 4 1 4 256:251 9 Valur 9 4 1 4 228:209 9 Fram 9 3 1 5 223:223 7 Stjarnan 9 1 3 5 226:245 5 Fjölnir 9 2 1 6 230:261 5 HK 9 0 0 9 216:257 0 Olísdeild kvenna Fram – KA/Þór..................................... 43:18 Afturelding – ÍBV ................................ 23:31 Stjarnan – Haukar ............................... 22:22 Valur – HK............................................ 24:31 Staðan: Fram 8 7 0 1 257:166 14 Valur 8 6 1 1 224:170 13 Stjarnan 8 4 3 1 196:174 11 KA/Þór 8 4 0 4 195:226 8 HK 8 3 2 3 209:218 8 Haukar 8 2 1 5 165:198 5 ÍBV 8 2 1 5 159:196 5 Afturelding 8 0 0 8 146:203 0 Grill 66 deild kvenna HK U – Grótta ...................................... 24:28 Fjölnir – Stjarnan U ............................ 22:28 Selfoss – FH.......................................... 18:18 Meistaradeild karla Pick Szeged – Elverum....................... 32:24  Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 1 mark fyrir Pick Szeged.  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 2 mörk fyrir Elverum. Aalborg – Barcelona........................... 30:34  Janus Daði Smárason skoraði 4 mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon er frá vegna meiðsla.  Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Barcelona. Sävehof – Cocks....................................28:22  Ágúst Elí Björgvinsson varði 15 skot í marki Sävehof. GOG – Kristianstad ............................. 37:37  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 1 mark fyrir GOG en Arnar Freyr Arnarsson ekk- ert. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 9 skot.  Ólafur Guðmundsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad og Teitur Einarsson 7. Danmörk SönderjyskE – Holstebro ................... 25:25  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 1 mark fyrir SönderjyskE en Sveinn Jó- hannsson ekkert. Frakkland París SG – Aix...................................... 36:23  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 2 mörk fyrir PSG. HANDBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is HK gerði sér lítið fyrir og vann magnaðan 31:24-útisigur á Íslands- meisturum Vals í Olísdeild kvenna í handbolta í gær. HK var með 17:14- forystu í hálfleik, en Valskonur kom- ust yfir í seinni hálfleik. Bjuggust þá flestir við að meistararnir myndu sigla heim góðum sigri, en HK-ingar voru á öðru máli og tryggðu sér glæsilegan sigur með ótrúlega góðum lokakafla. Er um fyrsta tap Vals í deildinni á leiktíðinni að ræða og er liðið búið að missa efsta sæti deild- arinnar til Framara. HK hefur komið mikið á óvart og er liðið komið upp að hlið KA/Þórs í fjórða sæti. HK getur alveg barist um sæti í úrslita- keppninni. Umræðan síðustu vikur hefur verið á þá leið að Valur og Fram séu ósnertanleg í kvenna- handboltanum hér á landi. HK er á öðru máli. Allt annað að sjá Hauka Þann 12. október síðastliðinn var Stjarnan með fullt hús stiga og Hauk- ar án stiga. Síðan þá hefur Stjarnan ekki unnið leik á meðan Haukar hafa nælt í tvo sigra. Uppgangur Hauka sást vel á laugardag því liðin gerðu jafntefli, 22:22, í Garðabæ. Bæði lið eru sennilega frekar svekkt. Stjörnu- konur fengu fjölmörg færi til að koma sér í góða stöðu, en Tinna Húnbjörg Einarsdóttir í marki Hauka varði oft á tíðum stórkostlega úr dauðafærum. Þá fengu Haukar fínt tækifæri til að skora sigurmarkið, en það gekk ekki eftir. Þórey Anna Ásgeirsdóttir hefur verið lykillinn að góðu gengi Stjörn- unnar til þessa, en hún náði sér ekki almennilega á strik og skoraði aðeins tvö mörk utan af velli. Þórhildur Gunnarsdóttir átti þess í stað mjög góðan leik og var gaman að fylgjast með henni. Þórhildur getur spilað all- ar stöður á handboltavellinum og á milli þess sem hún var á línunni stökk hún fyrir utan og skoraði eftir skemmtileg gegnumbrot. Haukar eru með góða leikmenn sem geta valdið usla. Guðrún Erla Bjarnadóttir stendur alltaf fyrir sínu og sömuleiðis Berta Rut Harðar- dóttir. Þórhildur Braga Þórðardóttir átti svo afskaplega góðan seinni hálf- leik og var óheppin að missa boltann í síðustu sókn Hauka í leiknum, þar sem var augljóslega brotið á henni. Bæði þessi lið ætla sér í úrslita- keppnina. Reikna má með að Valur og Fram séu of sterk til að þau geti barist við þau, en baráttan um þriðja og fjórða sætið verður spennandi. Þar má alls ekki útiloka Hauka, þrátt fyrir erfiða byrjun.  Fram fór afar illa með KA/Þór á heimavelli. Jafnræði var með liðunum rétt í upphafi en eftir því sem leið á leikinn náði Fram undirtökunum. Staðan í hálfleik var 21:10 og Fram hélt áfram að keyra út allan leikinn og vann að lokum 25 marka sigur, 43:18. Þórey Rósa Stefánsdóttir skor- aði ellefu mörk fyrir Fram sem er komið upp í toppsætið eftir tapið hjá Val. KA/Þór er í fjórða sæti með átta stig, en Martina Corkovic skoraði sjö mörk fyrir Akureyrarliðið.  ÍBV vann mikilvægan 32:23- sigur á útivelli gegn Aftureldingu í fallslag. Fyrir leik var ÍBV með þrjú stig í sjöunda sæti og Afturelding án stiga. Staðan í hálfleik var 11:10 Aft- ureldingu í vil en ÍBV var mikið sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Ásta Björt Júlíusdóttir átti glæsilegan leik fyrir ÍBV og skoraði tólf mörk. Þóra María Sigurjónsdóttir gerði átta fyrir Aftureldingu. HK-ingar hlógu að spámönnum  Ótrúlegur sigur HK á Valskonum Morgunblaðið/Árni Sæberg Glíma Þórhildur Gunnarsdóttir var besti leikmaður Stjörnunnar. ÍR-ingurinn Hynur Andrésson vann til silfurverðlauna á Norður- landamótinu í víðavangshlaupi sem fram fór í Vierumaki í Finnlandi í Finnlandi í gær. Hlynur hljóp kíló- metrana 9 á 27,09 mínútum og varð tveimur sekúndum á eftir Svíanum David Nilsson. Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í 12. sæti í kvennaflokki á tímanum 27,21 mínútu en konurnar hlupu 7,5 km. Hlynur Ólason hafnaði 19. sæti í ungmennaflokki á tímanum 20.12 mín en þeir hlupu 6 km. Hlynur fékk silfur á NM í Finnlandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Góður Hlynur Andrésson gerði það gott á Norðurlandamótinu. Sundkappinn Már Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og synti undir gildandi heimsmeti í þremur grein- um á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í 25 metra laug um helgina en mótið, sem var hluti af Íslands- meistaramóti Sundsambands Ís- lands, fór fram í Ásvallalaug í Hafn- arfirði. Már synti á tímanum 1:11,85 í 100 metra baksundi, kom í mark á tímanum 33,17 í 50 metra baksundi og þá synti hann á tím- anum 2:34,57 í 200 metra baksundi. Már keppir í fötlunarflokki S11, flokki blindra. bjarnih@mbl.is Ótrúleg helgi hjá Má í Ásvallalaug Ljósmynd/ÍF Afrek Már Gunnarsson synti undir þremur gildandi heimsmetum. Pólverjinn Robert Lewandowski heldur áfram að raða inn mörkunum fyrir Bayern München í þýsku 1. deild- inni í knattspyrnu. Þjálfaralausir Bæjarar pökkuðu Bo- russia Dortmund saman í stórleik deildarinnar um helgina en þýsku meistararnir unnu 4:0 sigur þar sem Lewandowski skoraði tvö mörk. Pólverjinn hefur þar með skorað 16 mörk í fyrstu 11 leikjum Bæjara í deildinni og Karl-Heinz Rummenigge, forseti félagsins, telur að Lewandowski geti slegið 48 ára gamalt markamet í deildinni. Það á Gerd Müller en hann skoraði 40 mörk fyrir Bayern München tímabilið 1971-72. „Ég hélt að met Gerds myndi standa að eilífu og yrði aldrei slegið en ég held að Lewandowski sé sá fyrsti til að geta gert það. Það er magnað að sjá hann skora hvert markið á fætur öðru,“ sagði Rummenigge við fréttamenn eftir leikinn. gummih@mbl.is Lewandowski óstöðvandi Robert Lewandowski Arnar Davíð Jónsson úr Keilufélagi Reykjavíkur varð í gær fyrsti Íslend- ingurinn til þess að bera sigur úr býtum á Evrópumótaröðinni í keilu. Arnar endaði efstur á Opna Ála- borgarmótinu um helgina en mótið var hluti af Evrópumótaröðinni og með sigrinum tryggði hann sér efsta sætið. Arnar var fyrir mótið í efsta sæti stigalista Evrópumótaraðarinnar en þetta var hans annar sigur á Evrópu- mótaröðinni á tímabilinu og hans þriðji á ferlinum. bjarnih@mbl.is Fyrsti sigur Íslendings Fyrstur Arnar Davíð Jónsson braut blað í keilusögu Íslands í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.