Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 Þér fannst nú ekki leiðinlegt að kíkja í búðirnar í Ameríkunni. Ég man eitt skipti þegar þú vild- ir vera eftir í Marshalls og Einar Þór vildi vera með þér, sagðist vera að hjálpa ömmu því hún væri ekki eins góð í ensku eins og hann, 5 ára strákurinn. Svo kom ég bara og sótti ykkur eftir um- saminn tíma. Ég er þakklát fyrir öll skiptin sem þú komst með Einari í sunnudagsmat í sveitina eftir að ég flutti í Landeyjarnar. Ég er þakklát fyrir að þú skyldir koma með mér í Víkina í ágúst og við fórum á The Soup Company hjá Möggu og fengum okkur súpu. Þú lagðir á þig 4ra tíma sigl- ingu í Herjólfi í byrjun október í snarvitlausu veðri til að vera í skírn hjá Hákoni Þór Ísfjörð, yngsta barnabarninu þinu. Og varðst ekki einu sinni sjóveik. Síðasta ferðin okkar saman var í september, þá fórum við í Costco og Ikea, fengum okkur hressingu á kaffihúsinu, þú fékkst þér súpu í brauði og öll- ara, keyptir nokkrar jólagjafir handa barnabarnabörnum. Nú kveð ég þig, elsku mamma mín, með bæn sem þú kenndir börnunum mínum og við tengj- um þessa bæn alltaf við þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Hvíl í friði, elsku mamma mín. Þín dóttir, Íris. „Sæll væni.“ Svona var hún móðir mín vön að heilsa mér hvort sem það var í síma eða þeg- ar ég hitti hana. Við mamma átt- um margar gæðastundir saman þar sem við töluðum um lífið og tilveruna og oftast fundum við leiðir til að vinna okkur í gegnum þau verkefni sem lífið færði okk- ur. Verkefnin sem hún mamma fékk voru ekki alltaf auðveld og ekki eitthvað sem hún valdi sér en hún leysti þau vel. Á þessum rúmlega fimmtíu árum sem við mamma fengum að vera sam- ferða söfnuðust ótrúlega margar minningar sem gott verður að eiga og geyma áfram. Dýrmæt- ust er þó minningin um ógleym- anlega konu með mikinn per- sónuleika sem alla ævi studdi samferðafólk sitt í lífinu. Vertu sæl, væna. Þinn sonur, Einar Magni. Sunnudagar eru bestu dagar vikunnar. Notaleg morgun- stund, langt símaspjall við uppá- haldskonuna mína, hana mömmu. Spjall um atburði líð- andi viku og það allra skemmti- legasta, „drauma“. Drauma sem birtast í svefni og drauma um líf- ið. Hún mamma var einstök kona. Heiðarleg, réttsýn, úr- ræðagóð, umhyggjusöm, for- dómalaus og ástrík. Hún var bara alveg einstaklega góð manneskja. Aldrei hækkaði hún röddina né talaði illa um nokkra manneskju. Hún fór ekki endi- lega auðveldustu leiðina í lífinu en hún valdi leiðina sína og stóð með sjálfri sér. Hún eignaðist stóra fjölskyldu sem hún sinnti af ást og alúð. Uppeldið var frjálslegt og skemmtilegt. Hún þurfti að vera ákveðin því systk- inahópurinn var stór og ólíkur en alltaf var nóg af kærleik og umburðarlyndi. Hún trúði á ást- ina og að hún væri á öruggum stað í lífinu en það traust brast, hún var svikin einu sinni enn. Hún bar harm sinn í hljóði og ég trúi að hún hafi tekið þá ákvörð- un að gefa engum manni hjarta sitt aftur. Þessi sterka einstaka kona horfði fram á veginn og leit, held ég, stundum til baka og þá aðeins til að minnast og gleðj- ast yfir því góða sem lífið hafði fært henni, ástríka fjölskyldu, yndislega vini og fallegar minn- ingar. Hugurinn var skýr en lík- aminn þreyttur, hún trúði á sumarlandið sem næsta tilveru- stig og ef það er til, þá er hún þar, umkringd góðu fólki. Þú ert gull og gersemi, góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami, elíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi, væntumþykja úr augum skín. Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm lætur eiga sig. Trygglynd, trú, já algjört æði. Takk fyrir að eiga mig. (Anna Þóra) Þín dóttir, Kristín Rut. Rannveigu Ísfjörð, tengda- móður minni, kynntist ég árið 1974 þegar ég og Þóra mín dóttir hennar felldum hugi saman. Mér varð snemma ljóst að Rannveig var afar vönduð manneskja og ég minnist þess ekki að hafa heyrt hana segja styggðaryrði um nokkurn mann. Mér er nær að halda að hún hafi verið algjörlega fordómalaus og hún gerði sér ævinlega far um að benda á hið jákvæða í fari sérhvers manns ef henni fannst á viðkomandi hall- að. Fljótlega eftir að ég kynntist henni varð hún fyrir þungu áfalli sem átti eftir að marka líf hennar upp frá því. Rannveig bar þenn- an mikla harm sinn í hljóði og reyndi að gæta þess að láta hann ekki bitna á börnum sínum, né að bera hann á torg. Ein og óstudd, með miklum dugnaði og ósér- hlífni, kom hún öllum börnum sínum vel til manns. Hún bar takmarkalausa ást og umhyggju fyrir börnum sínum, barnabörn- um og barnabarnabörnum enda var hún og er elskuð og dáð af þeim. Nú þegar komið er að leiðar- lokum og kveðjustund er margt sem kemur upp í hugann. Ég minnist þess hve heimili hennar að Háaleitisbraut 22 stóð ævin- lega opið fyrir alla fjölskylduna. Þó svo að allt væri í raun yfirfullt var alltaf pláss hjá tengda- mömmu þegar við hjónin komum með börnin okkar í bæinn. Ég minnist yndislegra samveru- stunda hjá henni þegar hún bauð öllu sínu nánasta fólki til veislu af mikilli rausn, um jól, áramót, páska eða við önnur tækifæri. Þessum sið hélt hún í mörg ár á meðan hún hafði nokkur tök á. Það brást heldur ekki fram á síð- asta dag, í hvert sinn sem við hjónin komum við hjá henni á Selfossi, að á borð væru borin veisluföng og öllum mótbárum eitt á hægan og ljúfan hátt. Ég kveð tengdamóður mína með vinsemd og virðingu og votta öllum þeim fjölmörgu sem sakna hennar sárt mína dýpstu samúð. Þorkell Ingimarsson. Elsku besta amma Lilla, hvar á ég að byrja? Þú varst best, góð, þolinmóð, forvitin og fyndin. Þú varst einstök. Ég er sorgmædd en um leið ótrúlega þakklát. Hjartað mitt er brotið og mig verkjar í því, en mér skilst að það sé þannig þeg- ar þú missir einhvern sem þú elskaðir svo mikið. Ég þekki ekki lífið án þín, mig langar ekki í líf án þín en ég fæ ekkert um þetta að segja. Ég verð að vera sterk fyrir þig, fyrir mig og Pálma, fyrir mömmu og Gumma, fyrir Einar og Krist- jönu, Kristínu og Hlyn, Kára og börnin okkar og alla sem elskuðu þig og þú elskaðir. Ég er sú sem ég er í dag, þökk sé þér og mömmu, þú varst hitt foreldrið mitt, þú varst alltaf til staðar og tilbúin að hjálpa þó ég kannski vildi ekki alltaf aðstoð því ég þóttist vita sumt betur, kjáninn ég. Ég er þakklát fyrir að hafa al- ist upp með þig á okkar heimili eða við á þínu, fyrir að fá svo að flytja aftur til þín þegar ég fór í Kvennaskólann og fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og okkur. Ég er þakklát fyrir hversu góð þú varst mínum börnum og fyrir að Íris Emma muni muna eftir þér, ég mun halda minningu þinni á lofti fyrir börnin mín og systkinabörnin mín um ókomna tíð. Ég er svo stolt af því að bera nafn þitt og enn stoltari að hafa tekið upp Ísfjörð fyrir tæpum 10 árum því þá varð ég alnafna þin, litla nabban þín. Takk fyrir að koma til Eyja núna í október og vera hjá okkur í nokkra daga, það er tími sem ég mun alltaf vera þakklát fyrir. Þú varst svo stór partur af lífi mínu, þú varst alltaf til staðar. Fyrir um mánuði fór ég að fara með bænina fyrir börnin mín sem þú fórst alltaf með fyrir okkur systkinin, öll þau kvöld sem þú gistir með okkur, og auð- vitað krossa þau fyrir svefninn þeim til verndar eins og þú gerð- ir. Ég mun halda því áfram og vona og trúa að þú vakir yfir þeim og okkur öllum. Elsku amma, ég elska þig allt- af og mun sakna þín þar til við hittumst á ný. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þín nabba Rannveig Ísfjörð yngri. Meistari Megas orti: Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Elsku amma mín. Húmorist- inn og töffarinn sem varst alltaf með svo þægilega og hlýja nær- veru sem allir þekkja sem þig hafa nálgast. Hlý rödd þín, hláturinn og meira að segja hroturnar munu alltaf fylgja mér. Um leið mun minning mín um þig alltaf hjálpa mér að muna að það er betra að brosa og halda áfram en dvelja við hlutina. Fyrir mér ertu alltaf hjá okk- ur og minningar mínar um þig halda áfram að veita mér hug- arró. Takk fyrir það, elsku amma. Fyrir mig var sérstaklega gott að koma til þín seinnipartinn í sumar með strákana mína þar sem við áttum saman ómetanleg- ar síðustu stundir í frábæru veðri úti á palli. Forðuðum okkur svo inn þegar hitinn var orðinn óbærilegur. Ræddum um allt og ekkert. Ómetanleg stund fyrir mig, elsku amma, sem ég fann að skipti okkur öll heilmiklu máli. Alltaf mun ég hugsa til þín þegar ég sé „Kristjáns bíl“ eins og ég sagði við þig tveggja ára gamall í göngutúr okkar nærri Háaleitisbraut forðum. Bendandi á alla gömlu Land Roverana sem brunuðu framhjá okkur. Nánast eini bíllinn sem lítill patti þekkti úr sveitinni. Oft heyrði ég þig segja þessa sögu og það gladdi mig hvað þú hafðir gaman af. Þangað til næst, amma mín. Þigg þá kjötsúpu beint úr fryst- inum takk og já ... íspinna í eft- irrétt. Get satt best að segja ekki beðið. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. Hvíl í friði, elsku fallega og duglega ofurkona. Elska þig allt- af. Þinn ömmustrákur, Þorkell. Elsku hjartans amma Lilla. Það er sárt að komið sé að kveðjustund, en á þessum tím- um er mikilvægt fyrir alla að horfa til baka og hugsa um það góða sem þú hefur gefið og kennt okkur í gegnum lífið. Elsku amma, ég veit að ég má ekki vera eigingjörn núna og ég þarf að hugsa um það sem var þér fyrir bestu. Amma var fyr- irmyndin mín og fyrirmyndin okkar allra og núna á eftir að vera skrítið að keyra í gegnum Selfoss án þess að kíkja í smá heimsókn til elsku ömmu Lillu. Amma var fordómalaus, góð- hjörtuð og algjört hörkutól og ég er endalaust stolt af því að amma Lilla hafi verið amma mín. Minningarnar eru margar og svo ótrúlega góðar og þær eru það sem mér finnst gott að ylja mér við og hugga. Ég er svo þakklát fyrir þig, elsku amma, allt sem þú hefur kennt mér og allar samverustundirnar okkar. Ég á eftir að sakna brossins þíns, hlátursins, faðmlaganna og hlýrrar nærveru þinnar. Fráfall þitt gerðist svo snöggt að maður hefur tæpast áttað sig á því að þú sért farin. Ef ég fengi bara að heyra röddina þína enn einu sinni og fá eitt faðmlag í viðbót, elsku amma mín. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Elsku hjartans amma mín, ég á eftir að sakna þín mikið og kveð þig með sorg í hjarta. Ég veit samt að það á ekki að vera þann- ig. Ég veit að þú varst orðin þreytt. Elsku amma mín, sofðu nú vel, ég elska þig og sakna þín á hverjum degi. Ávallt elskuð, aldrei gleymd, alltaf saknað. Þín ömmustelpa, Sísí, Sigríður Kristjana Þorkelsdóttir. Ég man þegar ég fattaði það fyrst að einn daginn myndirðu ekki vera lengur hjá mér, amma mín. Ég var níu ára og þú varst ný- farin heim til Reykjavíkur eftir heimsókn hjá okkur á Húsavík. Þú svafst þá alltaf með rúllur í hárinu svo þú gætir verið með krullað hár og þú gleymdir einni þeirra í herberginu mínu. Ég svaf með hana í hendi mér allar nætur þar til ég hitti þig næst. Ef ég horfi á jákvæðu hliðarn- ar eins og þú gerðir alltaf þá er þetta svona hrikalega sárt núna vegna þess að við eigum svo mik- ið af góðum minningum. Amma, manstu þegar ég var 7 ára í Háteigsskóla og einn dag- inn nennti ég ekki að fara heim eftir skóla? Ég labbaði frekar í hina áttina og fór niður á Háa- leitisbraut og tróð mér inn um gluggann í íbúðinni þinni og hringdi síðan í skiptiborðið hjá SÍBS og spurði hvað væri langt þar til þú kæmir heim. Þá sagðir þú mér að fara í ísskápinn og fá mér Hi-C og bíða eftir þér. Ég held það hafi liðið svona fjórir tímar þar til þú komst heim með strætó númer 3. Svo eldaðir þú fyrir okkur og labbaðir með mér heim. Amma, manstu þegar þú bjóst hjá okkur í Meðalholti og þú varst með herbergi á neðri hæð- inni? Svo fengum við loksins að leigja herbergið við hliðina á þínu og það varð herbergið mitt. Mér fannst best í heimi að fá að hafa herbergi við hliðina á þínu en mamma hefði held ég getað sparað peninginn þegar hún keypti rúm handa mér því ég vildi alltaf bara gista uppí hjá þér. Amma, manstu þegar ég var einn hjá þér á páskadagsmorgun sirka 1995 og þú varst nýbúin að kaupa þér nýtt sjónvarp? Þetta var að sjálfsögðu risastórt túbu- sjónvarp og því var kassinn utan um það engin smásmíði. Eðlilega spurði ég hvort ég mætti búa mér til hús úr honum, það var sjálfsagt mál fyrir þér. En hins vegar mátti ég bara nota venjulegan og bitlausan hníf til að skera út fyrir hurð og glugg- um. En þegar þú varst ekki að horfa þá tók ég nýja flökunar- hnífinn þinn því ég var stór strákur. Það endaði að sjálfsögðu með ósköpum og ég skar næstum því af mér litla puttann þegar ég skar út fyrir hurðinni. Ég kom öskrandi inn í íbúð og mér fylgdi slóð af blóði alla leið úr hjólageymslunni. Þú vafðir hendinni minni strax í hvítt handklæði og hringdir á leigubíl. Við fórum saman upp á slysó þar sem læknirinn „lagaði mig“. Þu skammaðir mig síðan ekki neitt. Þú passaðir bara upp á mig. Það var það sem allir muna eftir þegar þeir hugsa til þín. Aldrei reið, engir fordómar og alltaf til í að gera allt fyrir þá sem þú elskaðir. Alveg sama hvað þú reyndir að búa mig undir þennan dag þá var ég svo langt frá því að vera tilbúinn strax. Það er sennilega heila málið. Ég hefði aldrei orðið tilbúinn. En eins skrítið og mér finnst að segja það þá veit ég að þú varst tilbúin. Nú ertu farin yfir í Sumar- landið góða og ég veit að þér líð- ur vel. Í Sumarlandinu eru engir verkir í öxlum eða í hnjánum og allar sjónvarpsfjarstýringar eru með fáum tökkum. Takk fyrir allt, amma mín, ef það væri ekki fyrir þig þá væri ég einhver allt annar en ég er í dag. Ég elska þig, amma. Einar Þór Ísfjörð. Þegar ég fæddist gáfu sam- starfskonur ömmu úr kaupfélag- inu í Vík henni rós sem var búin til úr rauðum nærbuxum. Ég var elsta ömmubarnið og við grínuð- umst stundum með það á afmæl- isdeginum mínum að það væru svo og svo mörg ár síðan hún hefði byrjað að ganga í rauðum nærbuxum. Þannig var hún amma mín, svo skemmtileg og fyndin alltaf. Amma bjó yfir þeim dýrmæta eiginleika að taka sjálfa sig ekki of hátíðlega. Hún hafði húmor fyrir sjálfri sér. Sem sannarlega getur komið sér vel þegar lífið er öðruvísi en hopp og hí. Og líf manna er víst sjaldnast þannig. Amma var nútímaleg kona að því leyti að hún var laus við fordóma. Hún var víðsýn, klár og mild og hafði skilning á fólki. Ég veit ekki hvort þetta voru meðfæddir eiginleikar eða lærðir. Eflaust blanda af báðu. Lífið hafði kennt henni margt. Á fertugsafmælis- daginn minn setti amma inn kveðju til mín á Facebook: „ ...að hugsa sér að það séu orðin svona mörg ár síðan þú komst inn í líf mitt sem lítill engill þegar allt var í rúst í kringum mig.“ Já, amma Lilla átti sínar sorgir og þó að ég hafi ekki skilið það sem lítil stelpa lærði ég með tímanum að koma auga á sársaukann. Og núna þegar amma er dáin er eins og heil veröld fari með henni. Við erum víst aldrei tilbú- in að kveðja fólkið sem við elsk- um. Ég mun alltaf sakna ömmu og minnast með hlýju og þakk- læti alls þess sem hún gaf mér og fólkinu mínu. Hún var svo góð vinkona mín og kenndi mér svo margt um það hvernig á vera manneskja. Lag ljóð skáldamál Salt spor sjávarmál Land líf mannamál Leikur sér að legg og skel á vörum mér Eitt orð tungumál Tvö orð þrætumál Þrjú orð leyndarmál Leika sér að þér og mér Hvað viljum við? Hvað skiljum við? Og þögnin kom að máli við mig þreyttan mann. Ég fann svo vel hvað henni þótti vænt um mig. (Spilverk þjóðanna) Þín ömmustúlka, María Heba Þorkelsdóttir. Mikið sem ég var heppinn að giftast inn í fjölskylduna hennar ömmu Lillu. Þessi afslappaða, hjartahlýja kona var tengda- amma mín og langamma barnanna minna. Hún var samt svo miklu meira. Það uppgötvaði ég þegar ég kynntist henni, fyrir hartnær 24 árum. Hún hafði ein- stakt lag á að láta fólki líða vel í kringum sig og hún tók mér fagnandi strax frá byrjun. Mér fannst hún skilja kímnigáfu mína. Hún einhvern veginn fatt- aði mig. Ég bjó hjá henni á Há- leitisbrautinni hluta úr sumri á meðan barnabarn hennar, konan mín, sinnti leiklistinni norður í landi. Okkur Rannveigu kom vel saman og við spjölluðum um heima og geima milli þess að slaka á yfir góðri ræmu inni í stofu. Þegar hún fluttist austur á Selfoss urðu heimsóknir til henn- ar fastur liður hjá okkur Maju og langömmubörnunum. Alltaf tók hún vel á móti okkur, knúsaði krakkana og skellti í vöfflur. Hún var sérstaklega indæl mann- eskja. Ég mun sakna ömmu Lillu og aldrei gleyma. Þinn vinur, Kristófer Dignus. Fyrir handan fjöllin háu finn ég liggja sporin þín. Engilskæru augun bláu aftur birtast minni sýn. Ljúft er þá að lifa og dreyma og líta yfir farinn veg. Minningarnar mun ég geyma meðan lífs ég andann dreg. (Höf. ók.) Þegar sorgin knýr dyra erum við sjaldnast viðbúin og þannig var það þegar þú, elskuleg systir mín, kvaddir þessa jarðvist. And- látið bar mjög brátt að, á laug- ardagskvöldi talaði ég við hana í síma og þá var hún hress og sagðist öll vera miklu betri. En hún var búin að vera lasin síðasta hálfa mánuðinn. Á sunnudeginum, stuttu eftir hádegi, fékk ég símhringingu og þá var hún dáin. Þetta kom nú við mig en Lilla eins og hún var yfirleitt kölluð af okkur í fjöl- skyldunni var búin að vera léleg til margra ára svo það var kannski ekki skrýtið að kallið kæmi svona skjótt. Lilla var elst af okkur systkinunum og er hún sú þriðja sem kveður. Líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum í gegnum tíð- ina. Hún upplifði mörg áföll í líf- inu en stóð þau af sér þótt oft hafi það verið erfitt. Síðastliðin 20 ár hefur verið mikill samgang- ur með okkur og ég kom oft til hennar í Bakkann og eins á Sel- SJÁ SÍÐU 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.