Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Dagskrá Opnunarorð: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Kolbeinn H. Stefánsson, doktor í félagsfræði kynnir skýrslu um tengsl örorku og heilsufars við tekjur og stöðu á vinnu- markaði Önnur mál Boðið verður upp á léttar veitingar. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum Eflingar. Efling–stéttarfélag boðar til félagsfundar fimmtudaginn 14. nóvember kl. 18:00 í húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð. www.efling.is Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Kosið var til spænska þingsins í gær og bentu útgönguspár til þess að Sósíalistaflokkurinn, sem hefur verið við stjórnvölinn frá því á síðasta ári, fengi flest sæti, þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöld. Þó höfðu hægri flokkarnir mest fylgi saman- lagt og munaði þar mest um fylgis- aukningu hægri flokksins Vox, en hann bætti við sig rúmlega fjórum prósentustigum, úr 10% í 14,8%. Útgönguspár, eftir talningu 90% atkvæða, bentu þá til þess að Sósíal- istaflokkurinn (PSOE) yrði stærstur en næði þó ekki hreinum meirihluta, að því er frá greinir á vef spænsku fréttaveitunnar El País. Hann fengi 120 þingsæti af 350, eða um 34,2%, en næstflest sæti fengi hinn íhaldssami Þjóðarflokkur, 87 sæti. Þá stefndi í að hægri flokkurinn Vox myndi fá 52 sæti, en vinstri flokkurinn Podemos 35 sæti. Þá benti allt til að Vinstri- flokkur Katalóna fengi 13 sæti og miðjuhægriflokkurinn Borgaraflokk- urinn 10 sæti. Kjörsóknin með lægra móti Samkvæmt þessum útgönguspám gæti reynst erfitt fyrir Sósíalista- flokkinn og Þjóðarflokkinn, hina hefðbundnu flokka Spánar, að mynda ríkisstjórn, þar sem hvorugur þeirra hefði hreinan meirihluta. Því er lík- legt að flokkarnir þurfi að leita til smærri flokka og mynda ríkisstjórn tveggja flokka eða fleiri. Kjörsókn var 56,8% klukkan 18.00 í gær sem er næstum 4 prósentustig- um minna en í seinustu kosningum, þegar hún var 60,7%. „Við skulum gefa lýðræðinu með- byr og nýta kosningaréttinn,“ sagði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Sósíalistaflokksins, á kjörstað á sunnudagsmorgun. Meðal sigurvegara kosninganna er hægri flokkurinn Vox, sem fékk 10% atkvæða í kosningunum í apríl en fengi 14,8% samkvæmt fyrrgreind- um útgönguspám. Allt stefnir því í að Vox verði þriðji stærsti flokkurinn á spænska þinginu, og ætti því Þjóð- arflokkurinn möguleika á að mynda tveggja flokka stjórn ásamt honum. Vox er andsnúinn aðskilnaði Kata- lóníu og Spánar og hefur staðið gegn mótmælum katalónskra aðskilnaðar- sinna en flokkurinn nýtur einkum stuðnings meðal Spánverja utan Katalóníu. Santiago Abascal, leiðtogi Vox, hefur að auki talað fyrir hertri innflytjendastefnu ríkisins. Seinast kosið í apríl Spánverjar gengu að kjörborðinu síðast í apríl síðastliðnum en engin ríkisstjórn hefur setið þar í landi í heilt kjörtímabil frá árinu 2015. Pedro Sánchez varð forsætisráð- herra í júní í fyrra eftir að van- trauststillaga var samþykkt gegn stjórn þáverandi forsætisráðherra úr Þjóðarflokknum, Mariano Rajoy. Sánchez hefur til þessa leitt minni- hlutastjórn spænska Sósíalista- flokksins. Nýir stjórnmálaflokkar hafa streymt á sjónarsviðið á Spáni und- anfarin misseri, meðal annars vegna sjálfstæðisbaráttu Katalóna, og hef- ur það grafið undan stöðugu stjórn- arfari þar í landi. Sósíalistar stærstir en hægri flokkar bæta fylgið  Kosið til þings á Spáni í gær  Útgönguspár bentu til þess að Sósíalistaflokk- urinn fengi flest sæti, þrátt fyrir minna fylgi  Hægri flokkurinn Vox sækir á AFP Fagnað Stuðningsmenn Vox fagna góðu gengi en flokkurinn bætti við sig. Fransk-pólski kvikmyndaleik- stjórinn Roman Polanski hyggst kæra franska dagblaðið Le Parisien, vegna ásakana um nauðgun. Meint brot á að hafa átt sér stað á áttunda áratugn- um, gegn Valentine Monnier, ljós- myndara og fyrrverandi leikkonu. Polanski var dæmdur fyrir að nauðga þrettán ára stúlku árið 1977 og hefur áður verið ásakaður um nokkur önnur kynferðisbrot. Le Parisien birti opið bréf frá Monnier ásamt viðtali við hana á föstudaginn síðastliðinn. Þar er haft eftir Monnier að Polanski hafi ráðist á hana, þvingað hana til kyngja pillu og nauðgað henni við smáhýsi hans á svissneska skíða- svæðinu Gstaad árið 1975. Síðar hafi hann grátbeðið Monnier um að segja engum frá því sem gerðist og beðist afsökunar. Þá var Monnier 18 ára gömul. Kvikmynd Polanski, Ég ásaka, kemur út á miðvikudag. Lögmaður Polanski, Herve Temime, segir Pol- anski mótmæla ásökuninni harð- lega og hann, ásamt Polanski, und- irbúi nú málsókn gegn Le Parisien. Hyggst kæra Le Parisien Roman Polanski  Roman Polanski sakaður um nauðgun Mikil hátíðahöld voru í Berlín, höfuðborg Þýskalands, þegar þess var minnst á laugardaginn að þrjátíu ár voru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Var meðal annars efnt til stórglæsilegrar flug- eldasýningar við Brandenborgarhliðið, eitt helsta kennileiti borgarinnar. AFP Vegleg hátíðahöld vegna múrsins Evo Morales, hinn vinstrisinnaði for- seti Bólivíu, sagði af sér í gærkvöldi, en tíð mótmæli hafa verið í landinu undanfarnar þrjár vikur eða frá því að hann vann umdeildar forseta- kosningar í lok október. Stjórnarandstæðingar héldu því fram að stórfelld svik hefðu átt sér stað við talningu atkvæða og fengu þeir byr undir báða vængi um helgina þegar Samtök Ameríkuríkja, OAS, lýstu því yfir að kosningarnar hefðu verið gall- aðar í nær öllum þáttum. Þannig hefði tæknin sem notuð var verið ófullnægjandi, ekki hefði verið gætt að því að ekki væri hægt að eiga við kjörkassa á leiðinni frá kjör- stað til talningar. Þrír hafa látist í mótmælum und- anfarnar vikur og hundruð til viðbót- ar særst. Morales tilkynnti í gær að hann hygðist láta kjósa á ný til emb- ættisins. Þegar álit OAS lá fyrir fjar- aði hins vegar undan stuðningi við Morales, og kallaði Williams Kali- mam, yfirmaður hersveita Bólivíu, eftir afsögn hans. Stjórnvöld á Kúbu, sem lengi hafa stutt Morales, for- dæmdu hins vegar afsögn hans, og kölluðu hana valdarán hersins. Sagði af sér vegna mótmæla  Stjórnvöld á Kúbu fordæma „valdarán“ bólivíska hersins Evo Morales

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.