Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019
Á borgarstjórnarfundi, næst-
komandi þriðjudag, ætlar borg-
arstjórnarmeirihlutinn að sam-
þykkja endanlega breytt
deiliskipulag norðan Stekkjar-
bakka, í sunnanverðum Elliðaár-
dalnum.
Ferðamanna-Disney-land
í Elliðaárdalinn
Þessi skipulagsbreyting snýst
um ný landnýtingaráform á
svæðinu svo hægt verði að
standa við lóðarvilyrði borgarstjórnar til
einkaaðila. Þar er áformað að reisa mannvirki
undir gróðurhvelfingar og veitingarekstur.
Gert er ráð fyrir byggingum að grunnfleti
4.500 fermetrar, bílastæðum fyrir hundruð
ökutækja auk þess sem borgin ætlar að út-
hluta þremur öðrum lóðum á þessu svæði und-
ir ýmiss konar atvinnurekstur.
Fátt eitt liggur fyrir um það hvort lóðaverð-
ið kemur til með að svara kostnaði borg-
arinnar við að gera svæðið lóðarhæft og mál-
svarar meirihlutans hafa viðurkennt að þeir
hafi ekki hugmynd um það hver á endanum
ætli að fjármagna þetta tröllaukna túristafyr-
irtæki sem þarna á að rísa.
Landvernd stendur með Elliðaárdalnum
Eins og geta mátti nærri hefur verið ærandi
þögn um þessi fyrirhuguðu umhverfisspjöll á
meðal sjálfskipaðra umhverf-
isverndarsinna í Samfylkingu og
Vinstri-grænum. Ég benti reynd-
ar á þá staðreynd í grein í Morg-
unblaðinu 7. nóvember sl. Í til-
efni þeirrar greinar birtist grein í
Morgunblaðinu síðastliðinn mið-
vikudag eftir Tryggva Felixson,
formann Landverndar. Sú skil-
merkilega grein tekur af allan
vafa um afstöðu Landverndar í
þessu máli. Þar kemur fram að
fulltrúar Landverndar hafi kynnt
sér fyrirhugaðar deiliskipulags-
breytingar og framkvæmdir á
svæðinu. Í grein Tryggva segir m.a.: „Stjórnin
[Landverndar] tók undir mörg þau gagnrýn-
issjónarmið sem koma fram í umsögn Um-
hverfisstofnunar og taldi að þau ein hefðu átt
að gefa tilefni til að breyta áformum um nýtt
deiliskipulag. Stjórn Landverndar telur að
með þeim breytingum sem áformaðar eru sé
verið að ganga á afar vinsælt og skjólsælt úti-
vistarsvæði með fjölbreyttu lífríki og áhuga-
verðum menningarminjum.“
Umhverfisfarsi á Alþingi
Tveimur dögum áður hafði Vilhjálmur
Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, lagt
fram á Alþingi fyrirspurn til umhverf-
isráðherra, Guðmundar Inga Guðbrands-
sonar, um hvort ekki væri rétt að friðlýsa El-
liðaárdalinn og bjarga honum þannig frá
þessum fyrirhuguðu spjöllum borgarstjórn-
armeirihlutans. En þar var annað hljóð í
strokknum.
Vinstri-græni umhverfisráðherrann hefur
af sjálfum sér og öðrum verið talinn með um-
hverfissinnaðri stjórnmálamönnum. Hann er
með meistaragráðu í umhverfisfræðum frá
sjálfum Yale-háskóla, var stofnandi og fyrsti
formaður Félags umhverfisfræðinga á Íslandi,
var framkvæmdastjóri Landverndar 2011-
2017 og er nú varaformaður Vinstri-grænna.
Hann hefur því að öllum líkindum flögrað á
sínum umhverfisvængjum alla leið í ráðherra-
stól umhverfis- og auðlindamála.
Þessi góði umhverfismaður tókst allur á loft
við fagrar náttúrulýsingar Vilhjálms á Elliða-
árdalnum, flögraði í pontu og setti síðan í
svari sínu dægilega umhverfisplötu á fóninn
eins og slíkum mönnum ber að gera við op-
inberar aðstæður sem þessar. Eitthvað þótti
samt Vilhjálmi eins og hugur fylgdi ekki alveg
máli hjá ráðherranum þegar kom að Elliðaár-
dalnum og ítrekaði því erindið: að Alþingi ætti
að friðlýsa Elliðaárdalinn. Ráðherrann kom
nú aftur í pontu. En þá var ekki lengur tími
fyrir þingheim að hlusta á fleiri umhverfis-
plötur svo ráðherrann var styttri í spuna en í
fyrra skiptið. Hann sagðist að sjálfsögðu vera
sammála öllu sem fram hefði komið hjá fyr-
irspyrjanda en sagðist ekki taka afstöðu til El-
liðaárdalsins sem slíks, enda væri ekki hægt
að friðlýsa eitthvert svæði nema það svæði
væri á slíkri áætlun Alþingis, eða þá að fram
kæmi slík ósk frá borgaryfirvöldum. Þannig
fór um sjóferð þá. Gamla sagan um Heródes
og Pílatus.
Kjósum um Elliðaárdalinn
Nú liggur því fyrir að Vinstri-græn hafa
ekki áhuga á friðlýsingu Elliðaárdalsins,
hvorki í borgarstjórn né á Alþingi, enda langt
í næstu kosningar. En það skyldi þó ekki vera
að Breiðhyltingar, Árbæingar, Fossvogsbúar
og kannski Reykvíkingar allir séu, þegar kem-
ur að Elliðaárdalnum, meiri umhverfissinnar
en borgarstjórnarmeirihlutinn. Við borgar-
fulltrúar minnihlutans ætlum því að leggja
fram tillögu í borgarstjórn á þriðjudaginn
kemur um að fram fari almenn íbúakosning
um deiliskipulagið sem hér um ræðir. Þetta
ætlum við að gera í þeirri veiku von að fulltrú-
ar meirihlutans, Samfylkingarfólk, Vinstri-
græn, Píratar og Viðreisnarfólk, hafi einhvern
tíma meint eitthvað með öllu sínu sjálfshóli
þegar kemur að hugsjónum náttúruverndar
og lýðræðis.
Eftir Mörtu Guðjónsdóttur »Nú liggur því fyrir að
Vinstri-græn hafa ekki
áhuga á friðlýsingu Elliðaár-
dalsins, hvorki í borgarstjórn
né á Alþingi enda langt í næstu
kosningar.
Marta Guðjónsdóttir
Aðförin að Elliðaárdalnum
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Jólatré Það styttist óðum í aðventuna og undirbúningur hafinn víða, m.a. hjá Faxaflóahöfnum við að koma
fyrir jólatrénu á Miðbakka sem glatt hefur vegfarendur til sjós og lands. Jólin eru eftir 38 daga.
Hari
Augljóst er að mikill um-
hverfisskaði verður í El-
liðaárdalnum við Stekkjar-
bakka með stórbyggingu
sem kynnt hefur verið sem
gróðurhvelfing fyrir Aldin
Bio Dome með verslunum
og veitingastöðum. Auk
þess er gert ráð fyrir bygg-
ingum á þremur öðrum
lóðum meðfram Stekkjar-
bakka.
Elliðaárdalurinn er í dag
heildstætt svæði í borgarmyndinni og
helsta útivistarsvæði í borgarlandinu.
Fyrirhuguð uppbygging breytir þeirri
mynd verulega. Þótt þetta tiltekna svæði
líti ekkert sérstaklega vel út í dag, má
segja að ýmis önnur svæði í dalnum hafi
ekki beinlínis glatt augað þegar skóg-
rækt og aukin umhirða hófst fyrir alvöru
í dalnum á vegum Skógræktarfélags
Reykjavíkur árið 1976 til ársins 1996.
Reykjavíkurborg tók síðan við gróð-
ursetningu og umhirðu í dalnum árið
1996. Þar eru nú afar falleg og gróin
svæði og nýtt vel til hverskyns útivistar.
Upphaflega var það starfsfólk Rafveitu
Reykjavíkur sem hóf gróðursetningu í
dalnum árið 1951.
Það vekur sérstaka athygli að þekktir
umhverfisverndunarsinnar úr röðum
Samfylkingar og VG hafa ekki séð
ástæðu til að skrifa í fjölmiðla Elliðaár-
dalnum til varnar. Hversvegna skyldi
það vera?
4.500 fermetra bygging –
4,6 milljarða kostnaður
Upphafleg umsókn um bygging-
armagn var 1.500 fm sem var síðan aukið
í 4.500 fm Ýmsar skýringar voru gefnar
á þessari gríðarlegu aukningu bygging-
armagns. Lóð undir þessi mannvirki var
einnig stækkuð, úr 5.000 ferm. í 12.500
fm Byggingarkostnaður er áætlaður 4,6
milljarðar króna. Forsvarsmaður þess
fyrirtækis sem hyggst byggja þessi
mannvirki hefur gert óljósa grein fyrir
því hvernig framkvæmdin verði fjár-
mögnuð.
Í nýlegu viðtali við Stöð 2 sagði for-
svarsmaður þessarar framkvæmdar, að
kostnaður yrði 4,6 milljarðar. Hann væri
búinn að fá vilyrði frá fjárfesti til að
leggja í þessa framkvæmd 300 m.kr. og
síðan ætlaði hann að taka lán upp á 2
milljarða króna þegar framkvæmdir
hæfust. Hann gat þess ekki hvar ætti
síðan að fá það sem á vantaði, þ.e. 2,3
milljarða króna. Glöggar upplýsingar
um fjármögnun stórverkefna skiptir
máli þegar um stórframkvæmd er að
ræða á jafn viðkvæmu
svæði og Elliðaárdalurinn
er. Ferill þessa máls í borg-
arkerfinu sl. 4-5 ár hefur
verið með miklum ólík-
indum og er kapítuli út af
fyrir sig.
Íbúakosning mikilvæg
Staðsetning fyrrnefndra
mannvirkja í Elliðaárdal
við Stekkjarbakka er ótæk.
Aðrar lóðir sem borgin
hyggst úthluta undir bygg-
ingar á þessu svæði eru
einnig umhugsunarverðar. Ljóst er að
fyrirhuguð uppbygging mun stórauka þá
umferð sem fer um Stekkjarbakkann í
dag, sem er og verður að öllu óbreyttu
áfram 2ja akreina gata. Áður var ákveð-
ið að Stekkjarbakkinn yrði fjórar akrein-
ar en horfið var frá því í tengslum við
fyrirhugaða uppbyggingu norðan
Stekkjarbakka.
Ferill málsins í borgarkerfinu, sem
hefur nú staðið yfir í rúmlega fjögur ár,
hefur verið með miklum ólíkindum. Alla
ábyrgð á framvindu og ákvörðunum í
þessu máli ber meirihlutinn í borg-
arstjórn Reykjavíkur. Dýrmætum tíma,
aðallega starfsmanna skipulags- og sam-
gönguráðs borgarinnar, hefur verið ráð-
stafað í vinnu í sambandi við vegferð
þessa máls í borgarkerfinu sl. 4-5 ár.
Fróðlegt væri að borgin upplýsti hversu
miklum tíma starfsmenn borgarinnar
hafa ráðstafað í þetta mál frá upphafi.
Kynning í algjöru lágmarki
Ítarleg kynning á núverandi skipu-
lagstillögu við Stekkjarbakka var í al-
gjöru lágmarki. Hollvinasamtök Elliða-
árdalsins hafa boðað íbúakosningu
vegna þessara fyrirhuguðu fram-
kvæmda. Ætlar Reykjavíkurborg að við-
urkenna niðurstöðu slíkra kosninga ef
þátttakan verður í samræmi við reglur
og meirihluti þeirra íbúa sem taka þátt í
kosningunni hafnar þessari fram-
kvæmd? Það verður fróðlegt að fylgjast
með viðbrögðum borgaryfirvalda gagn-
vart slíkri kosningu.
Eftir Vilhjálm
Þ. Vilhjálmsson
»Elliðaárdalurinn er
í dag heildstætt svæði
í borgarmyndinni og
helsta útivistarsvæði
borgarbúa. Fyrirhuguð
uppbygging breytir
þeirri mynd verulega.
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson
Höfundur er fv. borgarstjóri.
Elliðaárdalurinn