Morgunblaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 Hugsaðu vel um húðina þína – alltaf Bjóðum fjölbreytt úrval húðvara, jafnt fyrir andlitið, hendurnar, fæturna og kroppinn allan. Í nýjum umgengnisreglum í Þing- vallakirkju verður ekki heimilt að dreifa hrísgrjónum, confetti, rós- arblöðum eða öðru svipuðu í kirkj- unni eða fyrir utan hana. Allar skreytingar í eða við kirkjuna verða óheimilar nema með samþykki þjóð- garðsvarðar eða sóknarprests. Óheimilt verður að kveikja á kertum innandyra nema á altari og óheimilt að tendra á kerti utandyra og öll neysla veitinga bönnuð í kirkjunni. Nýjar reglur um athafnir í kirkj- unni voru samþykktar í Þingvalla- nefnd á miðvikudag en þær eru sett- ar í kjölfar atviks sem varð í Þingvallakirkju í byrjun október þegar eldur úr skreytingu, sem sett hafði verið upp af gestum í kirkj- unni, komst í gest við brúðkaups- athöfn. Eldurinn var snarlega slökktur af presti í athöfninni án mikils skaða. Fram til þessa atviks hafa ekki verið formfastar reglur um um- gengni í Þingvallakirkju og verklag þjóðgarðsins falist í að gera kirkjuna tilbúna fyrir athöfn, þrífa hana og opna og taka á móti presti. Starfs- maður hefur hins vegar verið fyrir utan kirkjuna til að stýra umferð ferðamanna en oft er mjög mikill ágangur þeirra við kirkju meðan á athöfn stendur, m.a. reynt að fara inn í kirkju og legið á gluggum, segir á heimasíðu þjóðgarðsins. Þar segir einnig að þegar umrætt atvik átti sér stað hafi starfsmaður þjóðgarðsins fylgt eldra verklagi í einu og öllu og ekki verið inni í kirkj- unni. Hann hafi því ekki borið ábyrgð á þessu atviki að nokkru leyti. Eftirliti með nýjum umgengn- isreglum verður bætt inn í verklag starfsmanna sem verða við Þing- vallakirkju eftirleiðis. aij@mbl.is Banna hrísgrjón, rósarblöð, confetti og kerti á Þingvöllum Nýjar reglur Kerti og skreytingar verða bönnuð í Þingvallakirkju. Umfangsmikil steypuvinna í grunni nýja Landsbankans við Austurbakka 2, við Hörpu, hófst í nótt hjá starfsmönnum ÞG- verktaka. Í botnplötu bygging- arinnar fara um 1.500 rúmmetrar af steypu og í verkið verða not- aðir 50 steypubílar frá BM Vallá, sem munu fara 190 ferðir í grunn- inn. Vegna framkvæmdanna hefur verktakinn fengið heimild Reykja- víkurborgar til að loka hægri ak- grein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu. Einnig verður mynd- uð tvístefna á um 100 metra kafla við gatnamót Kalkofnsvegar og Geirsgötu. Til stóð að hefja steypuvinnuna klukkan fjögur í nótt og reiknað er með hún standi yfir til miðnættis í kvöld. Það er því vissara fyrir ökumenn að velja sér aðrar leiðir um miðbæinn. 190 ferðir steypubíla og umferð takmörkuð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Botnplata nýja Landsbankans á Austurbakka steypt í dag Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég hef hugrekki til að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur,“ segir Eysteinn Arason lyfjafræð- ingur. Eysteinn opnar á næstu dögum nýtt apótek við Efstaleiti 27b, í hverfinu sem er að rísa á RÚV- reitnum við Efstaleiti. Apótekið hef- ur fengið nafnið Efstaleitis Apótek og er undirbúningur á lokametr- unum. Eysteinn nýtur liðsinnis gam- alla samstarfsmanna. Á besta stað í nýju hverfi „Við erum stórhuga fólk og ætlum að keppa við þessa stóru risa á markaðinum. Við vorum svo heppin að við fundum húsnæði á góðum stað, við hlið heilsugæslunnar og í miðju þessa nýja hverfis sem þó er inni í rótgrónu hverfi. Hér í kring er margt miðaldra og eldra fólk sem er stærsti kúnnahópur okkar,“ segir Eysteinn, sem hefur lengi starfað sem apótekari. „Ég útskrifaðist úr HÍ árið 1988 og var með Nesapótek á Eiðistorgi í fjögur eða fimm ár. Svo starfaði ég hjá Lyfjum og heilsu í ein 16 ár, þar af 12 ár í Austurveri, þar til ég fékk nóg af því samstarfi í mars. Ég ákvað að taka slaginn sjálfur – ég vildi ekki verða fúll yfir því seinna og naga mig í handarbökin að hafa ekki gert það.“ Myndar traust við kúnnana Eysteinn segir að lyfsalan gangi út á persónulega þjónustu, að mynda traust við kúnnann. „Við erum með stóran kúnnahóp sem fylgir okkur. Þegar ég gekk út úr Austurveri í mars sagði ég við alla að ég myndi opna eigið apótek og ég hef verið mikið spurður um hvenær af því yrði.“ Hann segir að fyrst um sinn verði þrír starfsmenn með sér í Efstaleit- inu, allt konur sem hafa lengi starfað með honum. Þær eru Priyanka Thapa lyfjafræðingur, sem er frá Nepal og vakti nokkra athygli þegar hún fékk dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum hér á landi fyrir nokkrum árum, Hansína Jóhannesdóttir Stöð- firðingur og Stefanía Eysteinsdóttir, dóttir apótekarans, sem starfaði sem fyrirsæta víða um heim en hefur langa reynslu af afgreiðslu í apótek- um. „Við verðum fjögur til að byrja með en vonandi miklu fleiri þegar fram líða stundir,“ segir Eysteinn Arason. Ætla að keppa við risana á markaði  Eysteinn Arason opnar nýtt apótek í Háaleitishverfi  Rak apótekið í Austurveri um langt árabil  Á traustan kúnnahóp sem hann telur að fylgi honum í Efstaleiti  Stefnt á að opna á næstu dögum Morgunblaðið/Eggert Nýtt apótek Eysteinn Arason ásamt þeim Stefaníu Eysteinsdóttur, Priyönku Thapa og Hansínu Jóhannesdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.