Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 Hamraborg 12 200 Kópavogur 416 0500 www.eignaborg.is Bjart rað- eða keðjuhús með góðu útsýni, hannað af Sigvalda Thordarsyni. Fimm svefnherbergi, stórar suðvestur svalir, möguleiki á aukaíbúð. Upprunalegar innréttingar og lagnir. Gengið úr stofu út á stórar svalir. Opið á milli stofu og eldhúss. Þrjú svefnherbergi eru á efri hæðinni og er fataherbergi inn af hjóna- herbergi. Á svefnherbergisgangi eru þvottahús og baðherbergi með opnalegum gluggum. Óskráð geymslurými inn af bílskúr. ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA Brattatunga 7, 200 Kópavogur Opið hús þriðjudaginn 19. nóv. kl. 17.00–17.30 Verð 69,9 m. Stærð 214 m2 Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali í síma 893 2499 og oskar@eignaborg.is Vonandi hefur ekki farið fram hjá neinum lesanda að ídag er haldinn hátíðlegur dagur íslenskrar tungu.Það var árið 1995 sem ríkisstjórnin ákvað að veljafæðingardag Jónasar Hallgríms- sonar, 16. nóvember, sem árlegan hátíðisdag til að minna okkur öll á mikilvægi íslensks máls í samfélagi okkar og menningu. Dag- urinn var haldinn há- tíðlegur í fyrsta sinn árið eftir, 1996. Les- endur hafa e.t.v. frétt hver hlýtur Jónasar- verðlaunin þetta árið, en undirritaður vissi það ekki þegar pistill- inn var skrifaður. Vissulega á hver dagur ársins að vera dagur íslenskrar tungu í einhverjum skilningi. Daglega koma fram ný orð og tjáningarleiðir. Þar er oftar en ekki byggt hugvitsamlega á hinum gamla og góða grunni – viðamikilli og langri samfelldri ritmálshefð og orð- myndunarfrjómagni. Haldi einhver að íslenskan sé máttlaus má til dæmis benda á hvernig nýmyndun og frumlegar sam- setningar renna eins og á færibandi upp úr þátttakendum í skemmtiþættinum Kapps- máli á RÚV. Eins og stundum áður í íslenskri málsögu hafa sumir áhyggjur af því sem kallað er hnignun ís- lenskrar tungu. Hún er sögð birtast í minnkandi orðaforða og málskilningi, og í því að tjáning á íslensku fari aðrar leiðir en hefðin býður. Hafa margir bent á að ein árang- ursrík leið til úrbóta sé að styrkja læsi og greiðan aðgang að fjölbreyttu lesefni sem höfðað geti til sem flestra. Annað hættumerki er það sem kalla mætti vantrú á íslenskunni eða jafnvel kæruleysi við að standa vörð um notkunarsvið þar sem hún á sem þjóðtunga að eiga sinn fasta sess, svo sem í verslun og viðskiptum, í háskólakennslu, á skiltum í opinberu rými og á fleiri sviðum þar sem enska leitar óneitanlega á. Hér er rétt að minna á að meginmarkmið þingsályktunar um eflingu ís- lenskunnar sem Alþingi samþykkti sl. vor er að íslenska verði notuð á öllum sviðum samfélagsins, að íslenskukennsla verði efld og að tryggð verði framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi. Augljóslega er pólitísk samstaða um þetta góða mál- efni. Mikilvægast hlýtur að vera að missa ekki trúna á að ís- lenskan geti dugað sem meginsamskiptamál hérlendis, hér eftir sem hingað til. Á Íslandi búa nú fjölmargir Litáar og eru raunar næst- fjölmennasti einstaki innflytjendahópur með tiltekið annað tungumál en íslensku (næst á eftir Pólverjum). Litáíska, tunga þeirra, á fornar rætur. Hún er nú töluð af u.þ.b. tífalt fleira fólki í heiminum en íslenska; tvær og hálf milljón er í Litáen (um 85% íbúanna þar í landi) en í viðbót býr um ein milljón annars staðar. Í tilefni dagsins vil ég benda á þá skemmtilegu tilviljun að litáísk tunga á líka „sinn“ Jónas. Jonas Jablonskis (1860-1930) var málfræðingur og er nefndur „faðir staðlaðrar nútímalitáísku“. Litáískar stofnanir virða minningu hans m.a. með árlegri málræktarráðstefnu sem við hann er kennd. Tungutak Ari Páll Kristinsson aripk@hi.is Jonas JablonskisJónas Hallgrímsson Jónas Samfélag okkar er á einhvers konar kross-götum. Okkur hefur tekizt ótrúlega vel aðvinna okkur upp úr hruninu. Þar koma viðsögu bæði eigin verðleikar en líka heppni. En þrátt fyrir það ríkir óáran í samfélaginu og í samskiptum fólks. Að einhverju leyti er það vegna þess að sá trúverð- ugleiki og það traust sem brast í hruninu hafa ekki skilað sér á ný. Fólk ber mjög takmarkað traust hvort sem er til landstjórnarinnar í breiðum skilningi eða stofnana samfélagsins. Þetta á við um bæði stjórnmálaflokka og stjórn- málamenn. Sú tilfinning er sterk að þessir aðilar vinni ekki fyrst og fremst í þágu almannahagsmuna, heldur fremur í þágu þröngra sérhagsmuna. Mál- flutningur og talsmáti stjórnmálamanna bætir ekki úr skák. Yngri kynslóðir stjórnmálamanna eru hallar undir ráðleggingar almannatengla. En sá sýndar- veruleiki sem þeir aðilar skapa er fyrir löngu orðinn bæði sýnilegur og gagnsær fyrir almenna borgara. Stjórnkerfið sjálft á undir högg að sækja og á mestan þátt í því sjálft. Það er að verða lýðum ljóst að inngróið embættismannakerfi reynir með ýmsum hætti að sölsa undir sig vald sem á skv. stjórnskipan landsins að vera í höndum kjör- inna fulltrúa. Nú hefur Mið- flokkurinn sett þetta sérstaka vandamál á dagskrá þjóðfélagsumræðna og þá má búast við að aðrir flokkar fylgi fljótt í kjölfarið af þeirri einföldu ástæðu að ella sitja þeir eftir með sárt ennið í næstu kosningum. Til viðbótar kemur svo að sá vaxandi ójöfnuður, sem einkenndi samfélag okkar á síðustu árum 20. aldarinnar og fram að hruni, hvarf ekki í þeim ósköp- um og er að ná sér á strik á ný. Hann er fyrst og fremst mannanna verk. Fyrstu milljarðamæringarnir á Íslandi urðu til þegar framsal veiðiheimilda var gefið frjálst en það gleymist gjarnan hverjir þar voru að verki. Þar var á ferð vinstristjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og leifanna af Borgaraflokknum ár- ið 1990. Talsmenn Samfylkingarinnar tala mikið um þann ójöfnuð en þeir nefna aldrei á nafn hverjir það voru sem áttu mestan þátt í að festa hann í sessi. Á heimsvísu er það svonefnd alþjóðavæðing sem hefur átt mestan þátt í að skapa ójöfnuð en helztu málsvarar hennar hafa verið jafnaðarmenn á Vestur- löndum. Það er fyrst nú á allra síðustu árum sem þeir virðast vera að byrja að átta sig á að með því hafa þeir gerzt talsmenn alþjóðlegra stórfyrirtækja sem nýta sér lág laun í þriðja heiminum til þess að framleiða vörur sem seldar eru á markaði ríku þjóð- anna fyrir eins hátt verð og nokkur kostur er. Þannig verður yfirgengilegur gróði alþjóðlegra stórfyrirtækja til auk þess sem þau nýta sér alla möguleika til þess að komast hjá skattgreiðslum og gengur vel. Fyrir nokkrum dögum var ég að tala við unga konu sem býr í Noregi og upplifir þar það sem hún kallaði ofbeldi gagnvart almennum borgurum. Úti um allt séu myndavélar sem smelli myndum af núm- eraplötum á bílum og síðan séu fólki sendar rukkanir vegna veggjalda. Hér sé orðið um svo háar upphæðir að ræða að almennir launamenn hafi tæpast efni á því að ferðast um í einkabíl. Þeir sem vegna veikinda njóti greiðslna frá al- mannatryggingum upplifi persónunjósnir sem snúizt um það að þeir hinir sömu séu taldir brjóta reglur fari þeir til annarra landa. Og þannig mætti lengi telja. Það verður fróðlegt að sjá hvort hugmyndir um veggjöld hér muni þróast út í kerfi sem veki upp svip- aðar tilfinningar um ofbeldi gagnvart almennum borg- urum eins og þessi unga kona lýsti sem stefnir nú að því að flytja frá Noregi. Loks má finna á tali fólks vaxandi ugg vegna fólksflutn- inga á milli landa. Unga konan fyrrnefnda taldi stutt í eins konar „borgarastyrjöld“ í Svíþjóð vegna átaka á milli þarlendra og innflytjenda. Sennilega er ekki langt í að við hér á Íslandi nálgumst þolmörk þess fjölda útlend- inga sem við getum tekið á móti í okkar landi án þess að vandræði hljótist af. Til viðbótar við allt þetta koma svo þau vandamál sem leiða af frjálsum og opnum viðskiptum á milli landa. Þessa stundina eru jarðakaup útlendinga hér efst á baugi. Hvers vegna hefur ekkert verið gert til þess að takmarka þau? Skýringar þess brezka auðmanns sem flestar jarðir hefur keypt, þ.e. að honum sé mjög í mun að vernda laxastofna, falla í grýttan jarðveg. Hvað ef hann selur allar jarðirnar í einu til Rússa eða Kínverja en þær þjóðir báðar sækjast eftir auknum áhrifum hér á norðurslóðum? Þegar hlustað er á almenna borgara ræða þessi mál sín í milli verður sú hugsun áleitin að það sé stutt í að þessar áhyggjur leiði til einhvers konar umbyltingar í þeirri pólitík sem við þekkjum hér og höfum alizt upp við. Að kjósendur segi þegar þeir fá tækifæri til: Nú er nóg komið. Þeir sem með völdin fara taka ekkert mark á svona tali en þeir gera það á þeirri stundu sem þeir horfast í augu við afleiðingarnar. Stjórnmálaflokkar sem og fjölmiðlar þurfa að skynja og skilja þær breytingar sem eru að verða á tíðarandanum. Ella verða þeir viðskila við fólkið í landinu og það er margt sem bendir til þess að það sé að gerast. Það er kominn tími til að þeir sem stjórna landinu þessa stundina fari að huga að dýpri tilfinningum en þeim einum sem snúa að kaupi og kjörum. Samfélag á krossgötum Trúverðugleiki og traust hafa ekki skilað sér á ný. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Dagana 7.-10. nóvember 2019sat ég ráðstefnu evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna, sem haldin var í Kænugarði í Úkraínu og helguð sambandi Úkraínu við önnur Evrópulönd. Ég var beðinn um að segja nokkur orð á ráðstefn- unni, og benti ég fyrst á, að Ísland og Úkraína væru mjög ólík lönd, en bæði þó á útjaðri Evrópu. Ég kvað eðlilegt, að Úkraínumenn hefðu viljað stofnað eigið ríki. Þeir væru sérstök þjóð, þótt þeim hefði löngum verið stjórnað frá Moskvu. Norðmenn hefðu skilið við Svía 1905 og Íslendingar við Dani 1918 af sömu ástæðu. Í ræðu minni rakti ég, hvernig stækkun markaða með auknum al- þjóðaviðskiptum auðveldaði smækkun ríkja: Litlar þjóðir með opin hagkerfi gætu notið góðs af hinni alþjóðlegu verkaskiptingu á heimsmarkaðnum. Því stærri sem markaðurinn væri, því minni gætu ríkin orðin, enda hefði ríkjum heims snarfjölgað á seinni helmingi tuttugustu aldar. Nú er Úkraína auðvitað engin smásmíði. En landið er samt til- tölulega lítið í samanburði við Rússland, sem nýlega hefur lagt undir sig vænan hluta landsins með hervaldi. Vandi tiltölulega lít- illa ríkja með stóra og ásælna granna væri takmarkaður hern- aðarmáttur. Að sumu leyti mætti leysa slíkan vanda með bandalög- um eins og gert hefði verið með Atlantshafsbandalaginu. En sú lausn væri ekki alltaf í boði, og til væri önnur: að reyna að breyta Rússlandi innan frá. Með því væri ekki átt við, að landinu væri brugg- uð einhver launráð, heldur að Úkraína veitti með öflugu atvinnu- lífi og örum framförum svo gott fordæmi, að Rússar tækju upp betri siði. Þjóðirnar eru náskyldar og ættu að vera vinir. Það fór til dæmis ekki fram hjá kínverskum kommúnistum, hversu örar fram- farir urðu eftir miðja tuttugustu öld í öðrum kínverskum hag- kerfum, í Hong Kong, Singapúr og Taívan. Danir og Svíar hefðu á liðnum öldum barist hvorir við aðra, en nú væri stríð milli þessara norrænu þjóða allt að því óhugs- andi. Vonandi rynni slíkur dagur upp í samskiptum Úkraínumanna og Rússa. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Frá Kænugarði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.