Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 28
Brúin frá 1908 séð af austurbakkanum. Mynd tekin við endurvígslu brúarinnar. Undir brúar- endanum fjær sjást hleðslur upprunalegrar undirstöðu. Rauða línan vinstra megin er tillaga höfundar að nýrri veg/brúarlínu og kæmi vegurinn þá að baki hæðinni þar sem bílarnir standa. Nýja og gamla brúin sem nú er komin. Til samanburðar við mynd hér til hliðar. Brúin frá 1908 við endurvígslu 5. september 2008. Bærinn Klaustursel í baksýn. Jökuldalur á Austurlandi er sér- stætt byggðarlag. Ein- kenni hans er hversu langur hann er og telst sennilega lengstur dala á landinu. Svo er hann þröngur og eftir honum endilöngum féll lengstum ein af vatns- mestu ám landsins, Jökulsá á Brú (Dal), en hefur nú verið stífl- uð við Kárahnjúka og jökulvatnið leitt í jarð- göngum í Fljótsdals- virkjun. Segja má að áin hafi rist dalinn að endilöngu og verið hinn mikli áhrifavaldur byggðar- innar. Í sveitarlýsingu (Páll Gísla- son) segir svo: „Jökulsá fellur í þröngum gljúfrum víðast dalinn endilangan og hefur alltaf verið mikill farartálmi innsveitis og á þjóðleið.“ Byggðin er með einfaldri bæjarröð sitthvorum megin árinnar. Hún er nokkuð samfelld norðan (vestan) megin en sundurslitin að austan nema neðsti hlutinn. Þar er helst að nefna Hrafnkelsdal sem er þverdalur efst á móts við bæinn Brú. Þetta hefur sett mark sitt á byggðina sem lengstum þjakaðist af samgönguleysi þ.e. brúaleysi. Það var svo víðast á landinu á fyrri tím- um en þó skar sig úr að einmitt á þessari á hefur öldum saman verið haldið brú hjá Fossvöllum neðst í dalnum. Á síðustu öld var svo ráðin bót á málum með brúm á hinum ýmsu stöðum, sem eru nú 5, þar á meðal liggur hringvegurinn (nr. 1) þar um. Einnig er brú á yfirfallinu á Kárahnjúkastíflu sem er miklu ofar byggðinni en nýtist umferð á hring- leiðinni úr Fljótsdal og niður Jökul- dal. Elst þeirra brúa, sem enn standa, er við Hákonarstaði á Efra-Dal svo- kölluðum. Hún er frá árinu 1908 og á sér merka sögu. Þetta er stálbrú með burðarvirki í hliðunum, svoköll- uðum grindarbita, og kom stálið í hlutum ósamsett frá Ameríku (New York). Það var ásamt öðru bygg- ingarefni, timbri og sementi, dregið á hjarni og ís frá Vopnafirði allt að 90 km leið að vetri og var talið 264 hestburðir. Uppsetning þess var vandaverk því setja varð hvora hlið- ina saman uppi á bakkanum og draga síðan út yfir ána. Engin tæki voru þá til staðar og varð því að bjargast með verk- pallasmíð og talíum. Brúin þótti löngum vegleg og svo hafðist hún vel við þar sem lít- il sem engin ryðhætta er á dalnum. Árið 1953, eftir að bílar fóru að fara þarna um, var henni lyft á nýjar undirstöður og gamla stálvirkið var áfram yf- ir ána. Þegar leið að aldarafmælinu 2008 var brúin lagfærð og máluð eins og verið hafði í upphafi. Þá þótti ástæða til að endurvígja hana með pompi og pragt. Fyrrum var þarna þjóðleið milli Norðurlands og Austurlands til Fljótsdals fyrir bíla- öldina en brúin hafði einmitt verið hugsuð til að þjóna þeirri leið, en nú nýtist hún fyrir bæinn Klaustursel austan ár. Á seinustu tímum hefur brúin reynst ófullnægjandi þeim tækjum sem þurfa að komast þar um. Meðal annars er það vegna raf- línulagna. Því hefur verið þörf á nýrri brú, sem er ekki óvænt eftir að brúin hefur þjónað umferðinni í 111 ár. Þar sem skammt er síðan hún var uppgerð getur hún staðið til framtíðar og haft gildi fyrir staðinn fyrir aðra umferð en nútímaöku- tæki. Hún hefur mikið aðdráttarafl vegna sögu sinnar og útlits. Þangað eiga ferðamenn erindi því austan ár- innar eru athyglisverðar náttúru- smíðar. Þar er að nefna að skammt ofan brúarinnar er í lítilli þverá Stuðlafoss í formfagurri umgjörð og nokkru ofar tilkomumikið stuðla- berg í farvegi árinnar, svokallað Stuðlagil, og síðan má komast alla leið að Eyvindarárgili. Því væri þessi leið áhugaverð ferðamönnum, sem gætu þá í leiðninni notið þess að ganga um brúna. Á síðastliðnu ári frétti ég að hefj- ast ætti handa við brúarsmíð þarna. Í fyrstu miðaðist hún við að skipta aðeins út gömlu yfirbyggingunni og nýta núverandi undirstöður áfram en svo var horfið frá því en haldið við stað sem næst gömlu brúnni (10-15 m frá) með alveg nýja brú. Ég var áhugamaður um varðveislu gömlu brúarinnar og var umhugað um að nýja brúin raskaði henni ekki og skyggði sem minnst á hana. Reyndar átti það að vera vænlegt þar sem annmarkar eru tæknilega á að koma nýrri brú fyrir nærri þeirri gömlu. Það er vegna erfiðrar að- koma vegarins í núverandi sneiðingi (vegur sem liggur skáhallt utan í hlíð) að brúnni norðan megin ár (vestan). Einnig er mikil mishæð á milli árbakka og óheppilegur staður fyrir undirstöður þarna í farvegin- um. Allt eru þetta þættir sem skipta miklu máli við brúarsmíðar. Ég stóð í skeytasambandi við hönnuð Vega- gerðarinnar og einnig yfirmanninn á Austurlandi, sem ég þekkti reynd- ar til beggja persónulega, og benti á þessa annmarka og því væri heppi- legt að færa sig með nýja brú nokkru ofar á ána, um 100 m, þar sem væri betra brúarstæði. Brúin yrði varla mikið lengri þar, en hag- stæðari staðsetning undirstaða. Sýndi ég það á korti svo hægt væri að taka afstöðu til tillögunnar. Bæði var það tæknilega og það sem mér fannst mest um vert að þá spillti það ekki aðkomu gömlu brúarinnar og allri ásýnd hennar. Eitthvað meiri vegagerð sem af þessu hlytist væru algjörir smámunir. Ekki hlaut hljómgrunn að finna að þessu við Vegagerðarmenn og þá sendi ég Minjastofnun Íslands skeyti um þessi mál, alls 3. Ekki bar það að heldur nokkurn árangur og eins og segir síðan í fréttatilkynningu frá þeim: „Umhverfis- og skipulagssvið Minjastofnunar Íslands hefur farið yfir gögn málsins á afgreiðslufundi. Ekki voru gerðar athugasemdir við staðsetningu nýrrar brúar út frá þeirri gömlu.“ Þar með voru þrotin öll ráð mín að hafa áhrif á mál gömlu brúarinnar. Nú hefur nýja brúin verið reist og hægt að sjá hvernig til hefur tekist og fylgja með greininni ljósmyndir sem sýna það. Reynsla mín af að koma að sjónarmiðum um gildi gömlu brúarinnar og varðveislu hennar í upphaflegu umhverfi er slæm. Þeir aðilar sem ég hef haft samband við, og getur hér fyrr, hafa ekki sýnt þeim sjónarmiðum neinn skilning. Möguleikanum á að koma þarna upp áhugaverðri gönguleið um gömlu brúna þar sem hún, og aðkoman að henni, nyti sín fékk engan hljómgrunn hjá þeim sem standa fyrir eða veita eiga umsögn um framkvæmdirnar. Eftir Baldur Þór Þorvaldsson » Þrekvirki unnið árið 1908 og klúður 2019. Baldur Þór Þorvaldsson Höfundur er verkfræðingur og áhugamaður um verndun gamalla brúa. Nýja og gamla brúin séð af austurbakkanum með bæinn í Klausturseli í baksýn. Leiðin að náttúruvættunum, sem minnst er á í greininni, er á bakkanum hægra megin á myndinni. Endurgert upprunalegt skilti stálsalans sett upp við endurvígslu brúarinnar 5. september 2008. Á myndinni er Guðni Arthúrsson. Brúarsmíðar á Jökulsá hjá Hákonarstöðum Kort af Jökuldal með brúm á Jökulsá. Rauða heila línan sýnir leiðina milli Norðurlands og Fljótsdals fyrrum. 28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.