Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 52

Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 52
Unnur Sara Eldjárn flytur ásamt pí- anóleikaranum Þórði Sigurðarsyni franska kaffihúsatónlist í Hann- esarholti í dag kl. 16. Lögin fjalla um ástina í hennar ýmsu myndum í anda franskrar rómantíkur og eru þekkt í flutningi listamanna á borð við Edith Piaf, Jacques Brel, Serge Gainsbourg og Françoise Hardy. Miðar fást á tix.is. Unnur Sara syngur franska tónlist í dag LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 320. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Útlit er fyrir að Erik Hamrén nái betri árangri í stigum talið í fyrstu undankeppni sinni með íslenska karlalandsliðið í fótbolta en Lars Lagerbäck gerði á sínum tíma. Ef Ísland vinnur leikinn í Moldóvu ann- að kvöld er einnig líklegt að liðið nái árangri sem hefði dugað til að koma því beint í lokakeppni EM ef ekki hefði verið breytt um keppnis- fyrirkomulag. »42 Nær Hamrén betri ár- angri en Lagerbäck? Sýning á verkum Ragnheiðar Jóns- dóttur verður opnuð í Villa Frida í Þingholtsstræti 29A, gamla Borg- arbókasafninu, klukkan 13 í dag. Ragnheiður Jónsdóttir er lands- þekktur grafíklistamaður og kola- teiknari og hefur í áratugi skapað og sýnt fjölbreytileg og áhrifamikil verk. Myndlistarferill hennar hófst fyrir meira en hálfri öld og hefur hún til að mynda lengi verið í fram- varðasveit skap- andi grafík- listamanna en í seinni tíð hefur hún þó einkum unnið að stórum kolateikn- ingum. Ragnheiður sýnir í gamla bókasafninu ÍÞRÓTTIR MENNING mikilvægt að fá álit fólks, sem þekkti vel til og hafði yfirsýn yfir samstarf Íslands við afkomendur Ís- lendinga í Vesturheimi. Framlag Vigdísar Finnbogadóttur forseta, Haraldar Bessasonar, háskólarekt- ors á Akureyri og fyrrverandi yfir- manns íslenskudeildar Manitoba- háskóla í Winnipeg í Kanada, Ein- ars Benediktssonar, sendiherra og nýráðins framkvæmdastjóra landa- fundanefndar, og Ingva S. Ingvars- sonar sendiherra, sem hafi skipað ráðgjafarnefndina, hafi verið mjög til framdráttar. Ungmenni, sem hafa tekið þátt í Snorraverkefninu hérlendis, hafa komið víða að í Bandaríkjunum og Kanada. „Árangur verkefnisins hef- ur farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Almar. „Sérstaklega hefur verið ánægjulegt að sjá hvað unga fólkið, sem hefur tekið þátt í þessu, hefur síðan látið til sín taka í heimabyggðum sínum og þjóðrækn- isdeildunum vestra og ekki síst í því að efla tengslin milli Íslands og af- komenda Íslendinga í Vesturheimi.“ Skipulagningin hefur að mestu verið óbreytt frá upphafi. Fyrsta ár- ið var til reynslu og eftir annað árið var rætt um að sjá til eftir áratug. „Eftir tíu ár var ekki um annað að ræða en halda áfram á sömu braut, nú eru árin orðin tuttugu og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að verkefnið haldi áfram hér eftir sem hingað til,“ segir Almar. „Hugsanlega verða einhverjar breytingar en þörfin er jafn brýn enda er talið að Snorraverkefnið hafi skipt sköpum við að efla og treysta tengsl Íslend- inga við hin fjölmörgu ættmenni vestra.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Snorraverkefnið hefur verið í gangi í tvo áratugi og af því tilefni tók Almar Grímsson, fyrrverandi for- maður Þjóðræknisfélags Íslendinga, saman söguna um hvernig hug- myndin um verkefnið fæddist og hvernig það komst í framkvæmd. Frásögnin spannar atburðarásina við stofnun verkefnisins og fyrstu árin meðan það var að festa sig í sessi. Hún er í litprentuðum 36 síðna bæklingi í stóru broti og verð- ur dreift á netinu. Eric Stefanson, fyrrverandi ráðherra í Winnipeg í Kanada, ritar formála. „Mér fannst mikilvægt að sagan af þessum upp- hafsárum væri aðgengileg á einum stað,“ segir Almar. Snorraverkefnið á Íslandi fyrir ungmenni af íslenskum uppruna í Norður-Ameríku hefur verið starf- rækt frá árinu 1999 og er samstarfs- verkefni Norræna félagsins og Þjóðræknisfélags Íslendinga. Ís- lensk ungmenni hafa tekið þátt í Snorra West-verkefninu í Vestur- heimi frá 2001 og síðan 2003 hefur verið boðið upp á svonefnt Snorra plús-verkefni hérlendis fyrir eldri íbúa í Vesturheimi. Sagan á einum stað Sívaxandi fjöldi fyrirspurna, ekki síst vestra, um hvernig verkefnið varð að raunveruleika varð til þess að Almar ákvað að skrá söguna um það og halda því til haga að á fundi 1997 hefði Óðinn Albertsson, þáver- andi verkefnisstjóri hjá Norræna fé- laginu, komið með hugmynd að Snorraverkefninu í sama anda og Nordjobb, ungmennaskipti Norður- landanna. Hugmyndin hefði verið kynnt á fundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins og landafunda- nefndar í Minneapolis 1998. Landa- fundanefnd hefði ákveðið að styrkja framkvæmdina fysta árið og síðan hefði boltinn rúllað. „Ég var einn þeirra sem voru svo heppnir að vera í stjórn Norræna félagsins þegar Óðinn varpaði hug- myndinni fram, taka hana alvarlega og vinna að framgangi hennar með góðu fólki,“ segir Almar. Hann bæt- ir við að fljótlega hafi verið talið Tilraun sem tókst  Snorraverkefnið í góðum gír í tvo áratugi  Almar Grímsson skýrir hugmyndina og framkvæmdina í bæklingi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þakkir Almar Grímsson afhendir Vigdísi Finnbogadóttur fyrsta eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.