Morgunblaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 Myndlistarmennirnir Sigurður Þórir Sigurðsson og Sigurður Magnússon opna málverkasýningu á Laugavegi 74 í dag kl. 15. „Sýna þeir u.þ.b. 25 nýlegar myndir. Sigurður Þórir sýn- ir geómetrískar abstrakt- myndir með björtum og þétt- um litum, hreint afmörkuðum formum og þrívíddargöldrum. Sigurður Magnússon sýnir express- jónísk abstraktmálverk, litanotkunin opin og vísa form og litir til náttúrunnar. Báðir luku listnámi frá MHÍ á sínum tíma og bættu við sig námi erlendis; Sigurður Þórir í Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn og Sigurður Magnússon í Goldsmith og St. Central Saint Martins í London,“ segir í til- kynningu. Þar kemur fram að báðir myndlistarmennirnir hafi nýlega fagnað 70 ára afmæli og rifjað upp að rúm hálf öld sé síðan þeir bundust vináttu- böndum í Gagnfræðaskóla Austurbæjar á Skólavörðuholtinu. Sýningin, sem stendur til 8. desember, er opin miðvikudaga til sunnudaga kl. 12- 18. Vinirnir Sigurður og Sigurður sýna saman Geometría Verk eftir Sigurð Þóri Sigurðsson. Gustur um goluengi er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Hömrum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Yfirskriftin er fengin úr texta Sverris Páls Erlendssonar. „Gustur um goluengi er lýsandi fyrir tónlistarval þeirra Elvýjar G. Hreinsdóttur og Eyþórs Inga Jóns- sonar. Vísna- og þjóðlagatónlist í lágstemmdum skand- inavískum stíl. Þau hjónin hafa haldið fjölmarga tón- leika saman á undanförnum árum. Auk þjóðlegu tónlistarinnar flytja þau afslappaða dægurtónlist af ýmsum gerðum,“ segir í tilkynningu. Hljómsveitina skipa, auk söngkonunnar Elvýjar og hljómborðsleikarans Eyþórs Inga, þeir Birkir Blær Óðinsson á gítar, Stefán Gunnarsson á bassa og Haukur Pálmason á slagverk. Miðar fást á tix.is, mak.is og í miðasölu Hofs. Gustur um goluengi í Hofi annað kvöld Eyþór Ingi og Elvý. Eitur nefnist leikrit eftirhollenska leikskáldið LotVekemans sem Borgar-leikhúsið frumsýndi á allrasálnamessu – daginn sem helg- aður er þeim sem okkur eru kær en fallin eru frá. Val á frumsýningar- degi var afar viðeigandi í ljósi þess að leikritið fjallar í stuttu máli um karl og konu sem elskuðu hvort ann- að en misstu barnið sitt og glötuðu við missinn fyrst sjálfum sér og síð- an hvort öðru. Að missa barnið sitt er eitt það allra erfiðasta sem komið getur fyrir nokkra manneskju. Eðlilega viljum við fæst hugsa þá hugsun til enda hvernig við myndum bregðast við ef við stæðum í sporum foreldranna í Eitri sem Vekemans nefnir bara hann og hún. Hvernig er hægt að komast yfir þá sorg sem fylgir barnsmissi? Er nokkurn tímann hægt að líta glaðan dag aftur? Hvert er hægt að beina reiðinni yfir órétt- læti lífsins? Er hægt að læra að lifa með sorginni og sætta sig við orðinn hlut? Hvernig er hægt að finna ham- ingjuna aftur? Og má það? Þetta er meðal þeirra spurninga sem Vekemans skoðar í verðlaunaleikriti sínu sem þýtt hefur verið á yfir tutt- ugu tungumál og leikið víða um lönd frá því það var frumsýnt í Gent í Belgíu í árslok 2009. Það skal ekki undra að verk Vekemans hafi notið vinsælda og mikill fengur að Eitur hafi ratað til Íslands í vandaðri þýðingu Rögnu Sigurðardóttur. Vekemans skrifar af nákvæmni skurðlæknis, með innsæi sálfræðings og listfengi tón- skálds. Tungutak persónanna tveggja er gagnort sem endur- speglar það rof sem orðið hefur í samskiptum þeirra og undirstrikar um leið hversu margt er ósagt þeirra á milli. Hrynjandi textans í samspili við þagnir minnir einna helst á tón- verk sem smýgur inn í hjartað og framkallar auðveldlega tár. Í upphafi sýningar virðist henni og honum hafa verið stefnt af starfs- manni í kapellu við kirkjugarðinn þar sem Jacob, sonur þeirra, liggur grafinn, en þrátt fyrir fyrirheit um annað bólar ekkert á umræddum starfsmanni. Það gefur honum og henni tækifæri til að ræða saman í fyrsta sinn síðan hann yfirgaf hana á gamlársdag tíu árum áður stuttu eft- ir að keyrt var á son þeirra með þeim afleiðingum að hann lést. Til að byrja með eru samskiptin kurteisleg og varfærnisleg, en fljótlega bresta flóðgáttir og niðurbæld sorg og reiði fá útrás með tilheyrandi hápunkti áður en rólegri eftirleikur tekur við. Þrátt fyrir erfitt umfjöllunarefni er merkilega stutt í hláturinn hjá per- sónum verksins, enda hefur löngum verið sagt að sorgin og gleðin séu systur tvær. Í anda umfjöllunarefn- isins býður verkið eðli málsins sam- kvæmt ekki upp á neinar auðveldar skyndilausnir þó að vissulega örli á vonarglætu áður en yfir lýkur. Óhætt er að segja að í samtalinu, raunverulegri hlustun og vilja til að skilja aðra manneskju felist viss lækningamáttur og von. Við fyrstu sýn mætti taka undir þá lýsingu leikskáldsins í leikskránni að persónurnar tvær standi bak í bak í verkinu og horfi í gagnstæðar átti þar sem hún horfir til baka og hann fram á veginn. Við fyrstu sýn mætti líka halda að dregin væri upp ákveðin staðalmynd af kynjunum þar sem hún stjórnast fyrst og fremst af tilfinningum meðan hann vill taka á málum með rökhyggjuna að vopni. En þegar nánar er að gætt eru hlutirnir ekki svo einfaldir. Þó að hann hafi yfirgefið heimabæinn og reynt að skapa sér nýtt líf í öðru landi leynir sér ekki að þótt hægt sé að flýja stað og stund fær mann- eskjan aldrei flúið sjálfa sig. Sjónræn umgjörð verksins er lát- laus en áhrifarík. Kapellan úr smiðju Barkar Jónssonar einkennist af gráum og hráum steinsteypuveggj- um. Eina sjónræna lífið í sviðs- umgjörðinni birtist í litlu laufguðu tré handan við gler. Búningar Þór- unnar Maríu Jónsdóttur eru í demp- uðum jarðarlitum sem hvorki draga athyglina frá persónum né gefa áhorfendum vísbendingar um þjóð- félagsstöðu þeirra. Lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar og hljóðmynd Garðars Borgþórssonar styðja vel við dramatíska framvindu verksins og undirstrika stemn- inguna hverju sinni. Kristín Jóhannesdóttir hefur margsinnis sýnt það og sannað gegn- um tíðina hversu frábær leikstjóri hún er. Hún hefur einstaklega næmt auga fyrir hinu sjónræna og skapar iðulegar bæði fallegar og spennandi myndir á sviðinu. Hún vinnur líka skemmtilega með þá yfirnáttúrulegu undirtóna sem í verkinu leynast. Það leynir sér ekki í samleik Hilmis Snæs Guðnasonar og Nínu Daggar Filippusdóttur hversu nostrað hefur verið við leikinn og persónusköpun. Vekemans er fremur sparsöm í vís- unum sínum út fyrir leikrýmið og því hafa leikarar ekki úr alltof miklu að moða, en bæði Nínu Dögg og Hilmi Snæ tekst engu að síður að skapa heildstæðar persónur sem fanga áhuga og samkennd áhorfenda. Þeim tekst líka afar vel að miðla þeirri sterku taug og undirliggjandi væntumþykju sem batt manneskj- urnar tvær saman tuttugu árum fyr- ir endurfundinn í kapellunni og hefði getað hjálpað þeim að takast saman á við sorgina í stað þess að hún sundraði þeim og eitraði sambandið. Örlítið óöryggi gerði vart við sig á frumsýningunni sem birtist í tauga- veiklunarlegum hreyfingum hennar og þvingaðri raddbeitingu hans í blá- byrjun sýningar en eftir því sem á sýninguna leið náðu Nína Dögg og Hilmir Snær hins vegar að hvíla full- komlega áreynslulaust í tilfinningum persóna sinna með tilheyrandi áhrifamætti. Sennilega var ekki þurrt auga í salnum áður en yfir lauk, enda býður Eitur áhorfendum upp á mikla tilfinningalega útrás þær 90 mínútur sem sýningin tekur og sem betur fer var framvindan ekki rofin með hléi. Þó að ekkert okkar komist í gegn- um lífið án þess að upplifa sorg af einhverju tagi virðist það okkur afar tamt að reyna að ýta nístandi sárs- aukanum sem lengst frá okkur. Sennilega skýrist það að stórum hluta af ákveðinni sjálfsbjargar- viðleitni því leiðin til baka getur reynst torveld ef við týnumst í sorg- inni. Þrátt fyrir erfitt umfjöllunar- efni er Eitur vönduð og áhrifarík sýning sem óhætt er að mæla með. Hvernig má halda áfram? Ljósmynd/Grímur Bjarnason Borgarleikhúsið Eitur bbbbn Eftir Lot Vekemans. Íslensk þýðing: Ragna Sigurðardóttir. Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Leikmynd: Börkur Jóns- son. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist og hljóðmynd: Garðar Borgþórs- son. Leikgervi: Elín Sigríður Gísladóttir. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason og Nína Dögg Filippusdóttir. Frumsýning á Litla sviði Borgarleikhússins laugardaginn 2. nóvember 2019. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Von „Þrátt fyrir erfitt umfjöllunarefni er Eitur vönduð og áhrifarík sýning sem óhætt er að mæla með,“ segir í rýni. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.