Morgunblaðið - 02.12.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.isÁgúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfssonmenning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
barinn er í miðjunni og lobbíið
flæðir inn á veitingastaðinn. En
þetta er samt önnur útgáfa,“ segir
Ólafur. Athygli fjölmiðla vestanhafs
hefur einmitt beinst að hönnun
staðarins og þess getið að Hálfdan
hafi notast við gólffjalir af lestar-
stöð í Fort Vancouver og innrétt-
ingar úr bakaríi í Kaíró í Egypta-
landi.
Ólafur segir að Kex sé ekki beint
markaðssett sem íslenskt vöru-
merki en það skemmi ekki fyrir.
„Við viljum líka að þetta verði lókal
vörumerki enda horfa margir til
þeirra hér. En á sama tíma er fólk
hér tilbúið að prófa það sem er
öðruvísi, skrítið og skemmtilegt.
Fyrir þeim eru Íslendingar frekar
skrítnir.“
„rooftop-bar“, en slíkir njóta mikilla
vinsælda vestanhafs.
Hverfi á mikilli uppleið
Kex er til húsa á horni East
Burnside Street og Martin Luther
King Jr. Boulevard. Hverfið kallast
Central East Side og er að sögn
Ólafs gamalt iðnaðarhverfi sem er
að byggjast hratt upp og breytast.
„Hérna er blanda af íbúðum og
skapandi vinnustöðum. Við vorum
heppnir að fá þetta húsnæði. Fólk
býr hérna, vinnur og sækir þjón-
ustu. Þetta er á hraðri uppleið.“
Miðað við myndir af staðnum og
lýsingar fjölmiðla er svipað upplegg
á Kex í Portland og hér heima.
„Já, þú finnur alveg Kex-dna-ið
hérna. Bókasafnið er á sínum stað,
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta hefur farið rosalega vel af
stað, miklu betur en við þorðum að
vona. Þær áætlanir sem við gerðum
eru þegar sprungnar og við erum
glaðir og stoltir af því hvað þetta
fær mikinn og jákvæðan meðbyr
hjá heimafólki,“ segir Ólafur
Ágústsson veit-
ingamaður.
Ólafur hefur
síðustu mánuði
unnið að opnun
Kex hostels í
Portland í Ore-
gonríki í Banda-
ríkjunum. Form-
leg opnun var svo
í byrjun nóv-
ember og hefur
Kex mælst mjög
vel fyrir í borginni fyrstu vikurnar.
Um það vitna umfjallanir þarlendra
fjölmiðla, svosem Conde Nast
Traveler og Oregon Live.
Með hóp reynslubolta í vinnu
Um er að ræða hálfgerðan syst-
urstað Kex hostels sem stendur við
Skúlagötu í Reykjavík. Kristinn Vil-
bergsson er eigandi Kex Portland
en hann var einn af stofnendum
Kex á Íslandi. Síðan þá hafa aðrir
tekið við þeim rekstri. Með Kristni í
Portland eru áðurnefndur Ólafur,
sem titlaður er „Culinary Director“
á veitingastað Kexins sem kallast
Systir, og Hálfdán Pedersen hönn-
uður. Hann hannaði sem kunnugt
er Kex á Íslandi – sem og fjölda
annarra veitingastaða. Auk þeirra
er stór hópur starfsmanna, reynslu-
bolta af svæðinu að sögn Ólafs. Þar
á meðal er yfirkokkur á veit-
ingastaðnum, Alex Jackson, sem
síðast starfaði á Michelin-staðnum
Sons & Daughters í San Francisco.
„Í grunninn er pælingin sú sama
og á Kexinu heima. Við tókum gam-
alt hús og endurbyggðum það.
Hérna erum við með 159 rúm í
blandaðri gistingu, en það er heldur
meira af prívatherbergjum en
heima. Svo er meiri áhersla á mat
og drykk. Veitingastaðurinn er
stærri og þar erum við ennþá að
gera bar-mat en við skrúfum aðeins
upp gæðin og leggjum áherslu á að
nota hráefni af svæðinu. Við höfum
lagt mikla vinnu í allt sem snýr að
mat og drykk. Bjórinn er til helm-
inga okkar eigin – Kex Brewing –
en restin frá góðum vinum sem við
höfum kynnst hér.“
Með vorinu verður opnaður bar á
þaki byggingarinnar, svokallaður
Íbúar Portland hrifnir
af íslenska Kexinu
Íslenska hostelið Kex opnað vestanhafs Mikill áhugi
Kex Portland Ekki ósvipuð stemning og á upprunalega staðnum við Skúla-
götu. Hálfdan Pedersen hannaði báða staðina og hefur hlotið lof fyrir.
Ólafur
Ágústsson
Ljósmyndir/Af facebooksíðu Kex Portland
Til stendur að koma á myndavélaeft-
irliti í öllum grunnskólum Kópavogs
á næstu tveimur árum, að sögn Ár-
manns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í
Kópavogi.
Lögð voru fram drög að reglum
um notkun eftirlitsmyndavéla hjá
stofnunum bæjarins á bæjarráðs-
fundi 26. nóvember síðastliðinn.
„Það hafa komið kröfur frá
grunnskólum bæjarins um aukið
myndavélaeftirlit,“ sagði Ármann.
Hyggst bærinn svara þeirri eftir-
spurn með því að koma upp eftir-
litsmyndavélum í anddyrum og fyrir
utan grunnskóla bæjarins.
„Það þarf að vanda þessa reglu-
setningu vel, þar sem persónuvernd-
arlög gilda um þessi málefni. Regl-
urnar eiga við um stofnanir almennt
en það þarf að fara sérstaklega
gætilega þar sem börn eru annars
vegar,“ sagði Ármann.
Nauðsynlegt sé að hafa skýrar
reglur um kerfið og aðgengi að því í
ljósi persónuverndarlöggjafarinnar.
Þá var rætt um að auka öryggi
bæjarbúa á bæjarráðsfundi Garða-
bæjar í kjölfar árása sem urðu í garð
ungra stúlkna í bænum fyrir rúmu
ári.
Áslaug Hulda Jónsdóttir, formað-
ur bæjarráðs Garðabæjar, sagði að
mál þessi hefðu verið tekin til alvar-
legrar skoðunar: „Lýsing á opnum
svæðum og á göngustígum var auk-
in. Jafnframt höfum við verið að
skoða hvernig við getum nýtt okkur
öryggismyndavélar til að auka ör-
yggi en þó verður að hafa það í huga
að öryggismyndavélar geta líka
veitt okkur falskt öryggi.“
Eftirlitsmynda-
vélar við grunn-
skóla Kópavogs
Anddyri og lóðir grunnskóla í Kópa-
vogi verða vöktuð til að auka öryggi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kópavogur Stefnt er að myndavéla-
eftirliti við grunnskóla.
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Fíkniefnum er smyglað hingað til
lands í stærri sendingum og í auknum
mæli í gegnum flugvelli, að sögn
Karls Steinars Valssonar, yfirlög-
regluþjóns hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu. Efni sem lagt er hald
á hafa að langmestu leyti komið frá
Evrópu og er sífellt algengara að lagt
sé hald á kókaín.
„Ég vil ekki segja að það sé að taka
við af amfetamíni en þessi tvö efni eru
leiðandi á markaðnum,“ sagði Karl. Í
ár hefur lögreglan á Suðurnesjum
lagt hald á fjórfalt meira magn af
hörðum efnum en í fyrra, um 61,3 kg.
Aukin neysla og
framleiðsla í Evrópu
Nýútkomin skýrsla Europol um
fíkniefnamarkað Evrópu varpar ljósi
á aukna hlutdeild Evrópu á fíkniefna-
markaði. Þar er fjallað um aukna
fíkniefnaneyslu og -framleiðslu í álf-
unni. Karl segir ástandið í Evrópu
endurspegla ástandið á Íslandi.
„Skýrslan lýsir í raun og veru því
sama og við sjáum,“ sagði hann.
Kókaín er
næstalgengasta
fíkniefnið í Evr-
ópu samkvæmt
Europol og er
neyslan sem fyrr
mest í Suður- og
Vestur-Evrópu en
markaðurinn fer
stækkandi.
Fíkniefnamark-
aðurinn hefur
þróast í takt við tækniframfarir og
hnattvæðingu að því er fram kemur í
skýrslunni. Samfélagsmiðlar eru al-
gengur söluvettvangur og dæmi eru
um að fíkniefni séu flutt með póst-
sendingum og drónum.
Þá virðist Evrópa eiga milligöngu
um kókaínsölu til Mið-Austurlanda og
Asíu.
Heróín algengt á heimsvísu
en ekki á Íslandi
Þá kemur fram að fíkniefnasmygl
hafi aukist í takt við hnattvæðingu og
sífellt algengara sé að efnum sé
smyglað í gegnum flugvelli, innvortis
og jafnvel með póstsendingum. Þá
eyða Evrópubúar í það minnsta 30
milljörðum evra á ári í fíkniefni, af
þeirri upphæð fara 39% í kannabis,
31% í kókaín, 25% í heróín og önnur
ópíóðaefni og 5% í amfetamínefni og
MDMA.
„Við höfum ekki séð heróín en það
er eitt af þeim efnum sem hafa flætt
mikið yfir Evrópu líka. Með aukinni
neyslu kann að skapast grundvöllur
fyrir slíkt og við höfum fylgst með því.
Það sem er kannski sérstakt á Íslandi
er hve greiður aðgangur er að lyfseð-
ilsskyldum lyfjum, sem hafa tekið
hluta af þessum fíkniefnamarkaði,“
sagði Karl.
Oftar smyglað gegnum flugvöllinn
Kókaín sést í stærri skömmtum en áður hér á landi en flest efnin koma frá Evrópu Skýrsla Euro-
pol kveður á um stækkandi hlutdeild Evrópu á fíkniefnamarkaði Samfélagsmiðlar og drónar notaðir
Karl Steinar
Valsson