Morgunblaðið - 02.12.2019, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019
Kolefnishlutlaus
árið 2025
Ein stærsta áskorun mannkyns á næstu áratugum
er að fást við loftslagsbreytingar. Endurnýjanleg
orkuvinnsla er hluti af lausninni og þar leikur
Landsvirkjun stórt hlutverk.
Markmið okkar er að ná kolefnishlutleysi árið 2025.
Á fundinum kynnum við nýja aðgerðaáætlun til
að ná því metnaðarfulla markmiði.
Opinn fundur um aðgerðir
á tímum loftslagsbreytinga
Nauthóll
4. des. 2019
kl. 14.00 – 15.30
Verið velkomin
Skráning á
landsvirkjun.is
Opnun fundar
Kristín Linda Árnadóttir,
aðstoðarforstjóri
Nauðsyn á kolefnishlutleysi
Halldór Þorgeirsson,
formaður Loftslagsráðs
Aðgerðaáætlun um
kolefnishlutleysi 2025
Jóna Bjarnadóttir,
forstöðumaður umhverfis og auðlinda
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir,
sérfræðingur í umhverfisstjórnun
Viðhorf til loftslagsmála
Ólafur Elínarson,
sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallup
Loftslagsmál og grænar lausnir
Eggert Benedikt Guðmundsson,
forstöðumaður Grænvangs
Metfjöldi doktora, 95, hefur braut-
skráðst frá Háskóla Íslands á síð-
ustu tólf mánuðum og var þessum
stóra hópi fagnað á árlegri hátíð
brautskráðra doktora sem fram
fór í hátíðarsal skólans í gær, 1.
desember. Viðstaddur var Guðni
Th. Jóhannesson, forseti Íslands,
en þetta er í níunda sinn sem há-
skólinn heiðrar doktora frá skól-
anum með þessum hætti. Alls tóku
24 karlar og 71 kona við gull-
merki skólans við athöfnina í gær.
Í haust voru 100 ár liðin síðan
fyrsta doktorsvörnin fór fram við
skólann en þá varði Páll Eggert
Ólason, síðar prófessor og rektor,
ritgerð sína um Jón Arason bisk-
up. Fjöldi doktorsnema sem braut-
skrást árlega hefur margfaldast á
síðustu 20 árum. Árið 2001 út-
skrifuðust fjórir nýir doktorar en
á síðustu árum hafa 60-70 nýir
doktorar verið brautskráðir. Nem-
ur fjöldi brautskráðra doktora frá
skólanum frá upphafi nú á níunda
hundrað.
Metfjöldi
doktora
heiðraður
95 doktorar braut-
skráðir frá HÍ
Brautskráning Metfjöldi doktora
var heiðraður í HÍ í gær.
„Ríkjandi viðhorf um mannanöfn
eru mun íhaldssamari en margir
halda og hafa áhyggjur af. For-
eldrar hafa aldrei áhuga á að gefa
börnum ónefni,“ segir Davíð Þór
Jónsson, sóknarprestur í Laugar-
neskirkju í Reykjavík. „Vandamálin
eru helst þegar skíra á börn í höf-
uðið á til dæmis ömmu og afa í út-
löndum sem heita erlendum nöfn-
un. Ramminn fyrir nafngjafir er þó
orðinn mun rýmri en var, því ef
barni eru gefin tvö nöfn má annað
þeirra vera erlent.“
Á samráðsgáttinni svonefndu
voru fyrir helgi kynnt áform dóms-
málaráðherra um breytingar á
nafnalögum. Þar segir að ákvarð-
anir mannanafnanefndar bendi til
að löggjöfin sé of ströng og að erfitt
sé að fá nöfn skráð hér á landi ef
þau eru ekki fyllilega í samræmi
við íslenskan rithátt og málhefð. Þá
hafi því sjónarmiði vaxið ásmegin
að réttur fólks til að ráða sjálft
nöfnum sínum og barna sinna sé
ríkari en hagsmunir samfélagsins
af takmörkun þess.
Verði lögin rýmkuð þurfa eigin-
nöfn fólks ekki lengur að geta tekið
eignarfallsendingu eða unnið sér
hefð í íslensku máli. Einnig verða
ættarnöfn heimil. Afnumin verði
takmörk á fjölda skráðra nafna. Þá
verður mannanafnanefnd lögð nið-
ur og tekur Þjóðskrá Íslands við
hlutverki hennar.
„Nöfn fylgja tískusveiflum,“ seg-
ir Davíð Þór Jónsson. „Ég hef skírt
um það bil tvö hundruð börn og
meðal stráka er nafnið Aron al-
gengast. Sú var líka tíðin að um
50% karla á Íslandi hétu Jón eða
Sigurður. Sigríður var líka mjög al-
gengt nafn, en í mínum fyrsta ferm-
ingarárgangi hér árið 2017 var að-
eins stúlka með því nafni en
Sölkurnar voru þrjár. – Nei, ég
held að enginn áhugi sé á nöfnum
eins og til dæmis Satan eða Lúsífer.
Fólk vill halda í siði og ef manna-
nafnanefnd verður lögð niður hefur
þjóðin sjálf fengið það hlutverk að
gæta hefða. Slíkt gæti leitt til auk-
innar íhaldssemi, sem ég tel vera al-
mennan vilja.“ sbs@mbl.is
Íhaldssemi ríkjandi um nafngiftir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Feðgar Davíð Þór Jónsson prestur
með Ægi syni sínum.
Ráðherra kynnir áform Nöfn fylgja tískusveiflum Ramminn er rýmri
Ríflega 4.600 börn í Úkraínu fá
jólagjöf frá Íslandi þetta árið, en
gámur með gjöfunum fór héðan um
miðjan nóvember. KFUM og
KFUK standa að baki verkefninu
Jól í skókassa. Þetta er í 16. sinn
sem samtökin senda gjafir til bág-
staddra barna og ungmenna í
Úkraínu. Verkefninu hefur vaxið
fiskur um hrygg á þeim 16 árum
sem liðin eru frá því fyrsti skókass-
inn fór frá Íslandi. Fyrsta árið voru
sendar um 500 gjafir. Árið 2005
voru gjafirnar um 2.600 en á síð-
ustu árum hefur fjöldi gjafanna
tvöfaldast og verið um fimm þús-
und.
Gjöfunum verður dreift á heimili
fyrir munaðarlaus börn, barnaspít-
ala og til einstæðra foreldra í Kir-
ovohrad-héraði. Í Úkraínu eru jólin
ekki haldin í desember líkt og hér
á Íslandi, heldur í janúar.
Senda 4.656
jólagjafir
til Úkraínu