Morgunblaðið - 02.12.2019, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019
2. desember 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.67 121.25 120.96
Sterlingspund 155.59 156.35 155.97
Kanadadalur 90.74 91.28 91.01
Dönsk króna 17.763 17.867 17.815
Norsk króna 13.123 13.201 13.162
Sænsk króna 12.636 12.71 12.673
Svissn. franki 120.68 121.36 121.02
Japanskt jen 1.101 1.1074 1.1042
SDR 165.51 166.49 166.0
Evra 132.73 133.47 133.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.1736
Hrávöruverð
Gull 1457.55 ($/únsa)
Ál 1764.5 ($/tonn) LME
Hráolía 63.77 ($/fatið) Brent
● Nýja íslenska flugfélagið Play birti til-
kynningu á facebooksíðu sinni á laug-
ardag þar sem beðist er afsökunar á að
tafir hafi orðið á opnun vefsíðu og byrj-
un miðasölu hjá félaginu.
Í tilkynningunni segir að ætlunin hafi
verið að hefja miðasölu í nóvember en
því miður hafi þurft að fresta því. „Þar
sem við erum sprotafyrirtæki getur
stundum tekið lengri tíma en að var
stefnt að gera hlutina að veruleika,“
segir flugfélagið.
Á vefsíðu flugfélagsins, FlyPlay.com,
geta áhugasamir skráð nafn sitt, tölvu-
póstfang og búsetuland til að fá tilkynn-
ingu strax og bókunarkerfið fer í loftið.
Þar segir jafnframt að flugfélagið hygg-
ist gefa 1.000 flugmiða. ai@mbl.is
Play biðst afsökunar
á miðasölutöfum
STUTT
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Tímaritið The Economist birti í
síðustu viku áhugaverða umfjöllun
um ýmsa annmarka sem komið
hafa í ljós í útreikningum á ójöfn-
uði. Sagt var frá þessu á mbl.is og
kom þar fram að með vandaðri
reikniaðferðum hafi m.a. komið í
ljós að hlutfallslegur skerfur rík-
asta 1% íbúa
Bandaríkjanna
af auði þjóðar-
innar hafi hér
um bil staðið í
stað í um 60 ár
en ekki snarauk-
ist eins og áður
hafði verið talið.
Þá hafi það
skekkt mælingar
á meðaltekjum
heimila í neðri
tekjuþrepum að hugtakið heimili
og aðrir lýðfræðilegir þættir hafa
þróast, s.s. með breyttri hjúskap-
artíðni, og það birst í tölunum sem
lækkun tekna.
Helgi Tómasson, prófessor í töl-
fræði og hagrannsóknum, skrifaði
grein í Vísbendingu í nóvember
2017 þar sem hann tæpti á mörg-
um þeim atriðum sem The Econ-
omist tók saman og rakti ýmsar
bábiljur sem skjóta reglulega upp
kollinum í umræðunni um tekju-
og eignadreifingu og ójöfnuð.
Fáir standa í stað
Helgi segir m.a. að mælingar á
þessu sviði hafi þann annmarka að
sýna ekki hvernig fólk færist á
milli tekju- og eignahópa yfir æv-
ina og að gögnin séu iðulega rang-
túlkuð með þeim hætti að sam-
félagið skiptist í tvo hópa þar sem
annar býr við skort en hinn við
allsnægtir: „Fólk situr yfirleitt
ekki fast á sama stað og í dag eru
t.d. margir sem velja að vera
tekjulausir eða tekjulitlir í mörg
ár á meðan þeir sækja sér mennt-
un til að verða betur launaðir sér-
fræðingar seinna á ævinni,“ segir
Helgi og nefnir dæmi um náms-
mann sem situr á skólabekk í
fimm ár eða lengur og kemur út á
vinnumarkaðinn eignalítill og með
há námslán en er fljótlega kominn
með háar tekjur og ágæta eigna-
stöðu. „Það er engin ástæða til að
halda að það sama gildi ekki hér
og t.d. í Bandaríkjunum, en þar
skrifaði m.a. hagfræðingurinn
Thomas Sowell um hvernig mikill
meirihluti þeirra sem tilheyrðu
hópi tekjulægstu 20% íbúa lands-
ins árið 1974 var kominn í hóp
þeirra 20% tekjuhæstu tveimur
áratugum síðar.“
Bendir Helgi á, rétt eins og t.d.
nóbelsverðlaunahafinn Angus Dea-
ton, að þegar ójöfnuður er skoð-
aður í þessu ljósi geti hann hrein-
lega virst æskilegur, enda
afleiðing ákvarðana sem fólk tekur
Ójöfnuður sem gæti verið æskilegur
Morgunblaðið/Golli
Auður Flestum þykir okkur ólíðandi að aðrir búi við skort og misskiptingu
en fara þarf varlega í að draga of miklar ályktanir af ójafnaðartölfræði.
Bent hefur verið á galla í fyrri útreikningum á ójöfnuði og ný mynd að koma í ljós
Rangt væri að líta svo á að samfélagið skiptist í tvo aðskilda eigna- og tekjuhópa
vitandi vits til að bæta hag sinn
seinna á lífsleiðinni. „Hin hliðin á
þróuninni er svo að með æ lengri
lífslíkum má reikna með að sífellt
stærra hlutfall landsmanna sé
eldri borgarar sem hafa það alveg
ágætt þótt þeir hafi færst frá því
eigna- og tekjuhámarki sem þeir
náðu fyrr á lífsleiðinni.“
Verðum ekki södd
af að éta þá ríku
Segir Helgi að vissulega sé
ákveðinn hópur fólks sem búi við
þröngan kost, s.s. vegna sjúkdóma
eða fötlunar, og eðlilegt að vilja
gera sem mest til að bæta kjör
þeirra, en að allir þeir sem séu
færir um að vinna eigi að geta haft
bærilegar tekjur og vegnað ágæt-
lega á lífsleiðinni. Hann bætir við
að þær tillögur sem heyra má s.s.
frá breska verkamannaflokknum
og mörgum forsetaframbjóðendum
demókrata, um að hækka álögur á
þá allra ríkustu í nafni jafnaðar,
séu vanhugsaðar:
„Þeir sem eru með ofboðslega
háar tekjur, eða eiga gríðarlega
miklar eignir, eru svo fáir að jafn-
vel þótt við tækjum af þeim hverja
einustu krónu myndi það duga
skammt til að leysa vandamál sam-
félagsins,“ segir hann og bætir við
að slík skattastefna væri auk þess
ekki sjálfbær, enda einskiptis-
tekjur fyrir hið opinbera. „Hækk-
aðir skattar á næstu hópa fyrir
neðan allra hæstu toppana munu
síðan að öllum líkindum leita beint
út í verðlagið á þjónustu sérfræð-
inga eins og lækna og lögfræðinga,
sem svo aftur bitnar á hinum al-
menna borgara. Í Danmörku er
einmitt umdeildur hátekjuskattur,
topskatten, og eitt árið voru
læknar 68% þeirra sem greiddu
hann. Áhrifin verða þá þau að gera
danska heilbrigðiskerfið dýrara.“
Helgi
Tómasson
Tölur frá seljendum benda til að
bandarískir neytendur hafi verið dug-
legir að nýta sér afsláttartilboð á net-
inu í lok síðustu viku. Samkvæmt
mælingum Adeobe Analytics jókst
sala hjá netverslunum á svartaföstu-
dag um 19,6% milli ára og nam sam-
anlagt 7,4 milljörðum dala, að því er
Reuters greinir frá. Sala netverslana
á sjálfan þakkargjörðardaginn jókst
um 14,5% og nam 4,2 milljörðum
dala.
Á sama tíma virðist hafa dregið úr
komu fólks í verslanir á svartaföstu-
dag um 6,2% frá árinu á undan, en
aftur á móti fjölgaði viðskiptavinum
um 2,3% á þakkargjörðardag. Bráða-
birgðamælingar markaðsgreiningar-
fyrirtækisins RetailNext benda til að
um 1,6% samdráttur hafi orðið í sölu
hjá hefðbundnum bandarískum versl-
unum á svartaföstudag. ai@mbl.is
AFP
Kostakjör Viðskiptavinur skoðar
tilboðin hjá Best Buy á föstudag.
Netverslun
jókst á svarta-
föstudag
Meðal þess sem kann að lita
mælingar á ójöfnuði á Íslandi
undanfarin ár er hvað húsnæði
myndar stóran hluta af eignum
landsmanna. Fasteignaverð hef-
ur verið á hraðri uppleið og
bendir Helgi á ýmsa ókosti sem
því fylgja. Þannig hafi engin ný
verðmæti eða nýjar tekjur orðið
til en skattstofn heimila og fyr-
irtækja hækkað svo að fjöl-
skyldur þurfi að ganga á ráð-
stöfunarfé sitt og fyrirtæki að
beina hækkuðum fasteigna-
gjöldum út í vöruverð. Orðar
hann ástandið þannig að verið
sé að skattleggja lottóvinning
sem skattgreiðendur hafi þó
ekki innleyst, og verulegt óhag-
ræði að því fyrir almenning og
fyrirtæki að sveiflur á fast-
eignamörkuðum geti valdið því
að skattbyrði þeirra breytist
með ófyrirsjáanlegum hætti.
„Það er sóun á mannauði að láta
fjölda gáfaðra opinberra starfs-
manna vera sífellt að hringla
með skattstofna. Hliðstæð sóun
á sér einnig stað í atvinnulífinu
þar sem duglegt fólk þarf að
eyða miklum tíma í varnir og
viðbrögð gegn hringli stjórn-
valda,“ segir hann.
„Danir gripu til þess ráðs,
þegar þeir sáu að lækkun vaxta
myndi leiða til hækkaðs fast-
eignaverðs, að frysta skattstofn
húsnæðis miðað við verðlag árs-
ins 2001 og þannig koma í veg
fyrir að skattlagningin færi út í
algjöra vitleysu. Svíar nota ein-
faldlega fasta krónutölu á hvert
einbýlishús sem grundvöll í fast-
eignaskatti til sveitarfélaga.“
Verð og gjöld
á miklu flökti
EIGNAVANDI