Morgunblaðið - 02.12.2019, Síða 6
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Brúin Vel fer um mannskap og í
brúnni eru fullkomin tæki.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Heimsiglingin gekk vel og bát-
urinn lofar góðu. Á leiðinni frá
Færeyjum lentum við í bræluskít
en þegar kom að suðurströndinni
var ládeyða og alveg í höfn,“ segir
Pétur Pétursson á Arnarstapa,
skipstjóri á Bárði SH 81. Margir
voru á bryggjunni í Hafnarfirði á
laugardagsmorgun þegar nýr bátur
Péturs kom þangað, stærsti plast-
bátur vertíðarflotans. Báturinn,
sem gerður verður út frá Ólafsvík,
er 154 tonn, 26,9 metra langur, sjö
metrar á breidd og djúpristan 2,5
metrar.
Báturinn var smíðaður í Rødby-
havn á Fjóni í Danmörku. Að-
alvélin er frá MAN í Þýskalandi og
er 900 hestöfl og eldsneytisnotk-
unin er 195 g/kWh og uppfyllir
ströngustu kröfur um útblástur.
Netatromla og snurvoðarspil báts-
ins eru fullkominn búnaður og
verður öll stjórnun á voðinni tölvu-
stýrð með snertiskjá. Á næstu dög-
um verður svo netaspil sett í bátinn
og ýmis annar búnaður.
„Í sjómennsku þarf alltaf að hafa
talsvert fyrir hlutunum svo dæmið
gangi upp og eitthvað fiskist að
ráði,“ segir Pétur Pétursson, sem
hefur verið til sjós í 40 ár og í eigin
útgerð frá 1983. Hann hefur jafnan
þótt fiskinn og er farsæll skip-
stjórnarmaður.
Stór og góður þorskur
Til fjölda ára hefur sonur Péturs
og alnafni verið með honum í
áhöfninni á gamla Bárði og verður
áfram á bátnum nýja. Á kajanum í
Hafnarfirði var líka sonursonur
skipstjórans, Pétur Pétursson; sá
sjöundi í beinan karllegg sem heitir
því nafni. Má ætla að þar fari sjó-
maður framtíðarinnar.
„Ég vonast til að við getum farið
að róa á nýja bátnum upp úr
miðjum desember, förum þá á net
og verðum sex í áhöfn. Snurvoðina
tökum við síðar. Við erum ágætlega
settir með kvóta og mér skilst líka
að aflabrögðin vestra séu ágæt um
þessar mundir. Stór og góður
þorskur færi sig nú upp Kolluálinn
út af Öndverðarnesi sem veit á
góða vertíð eftir áramótin,“ segir
Pétur að síðustu.
Bárður stærstur
plastbátanna
Nýr til hafnar Stefnt á Víkurálinn
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Nafnar Þrír ættliðir hér og allir
heita þeir Pétur Pétursson.
Glæsilegur Bárður SH er 154 tonn, 26,9 metra langur og sjö á breidd.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019
Öruggir og sterkir segulkubbar frá playmags,
ótrúlega skemmtilegt leikfang með endalausa
möguleika. Kubbarnir eru í öllum regnbogans
litum.
Sjáið úrvalið í netverslun okkar
www.regnboginnverslun.is
Playmags
segulkubbar
25%
afslátttur
25AF
af fatnaði út
mánudaginn
með kóðanum
Bæjarlind 2, Kópavogur, sími 866 4493.
Regnboginn verslun Regnboginn_verslun
Opið miðvikudaga frá 11-13 og öðrum tímum eftir samkomulagi
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Að mæta á Austurvöll til þess að
mótmæla ráðstöfunun stjórn-
valda, spillingu eða öðru virðist
vera orðið að hefð. Nú treysti ég
mér ekki til þess að segja til um
þróun mála til framtíðar, en mið-
að við þróun síðustu tíu ára virð-
ist margir kjósa að nýta sér tján-
ingarfrelsi sitt svona. Tímarnir
og samfélagið hafa breyst frá því
sem var og því hefur lögreglan
brugðist við með aðgerðum og
stefnu sem hefur gengið upp,“
segir Arnar Rúnar Marteinsson
aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu.
Arnar Rúnar er einn stjórn-
enda aðgerða- og skipulags-
deildar embættisins og hefur frá
því vorið 2008 verið í eldlínu lög-
gæslu við ýmsar mótmælaaðgerð-
ir sem hófust í aðdraganda efna-
hagshrunsins. Þar má segja að
tóninn hafi verið gefinn; ýmis mál
hafa komið upp á þessum tæpu
tólf árum og oft verða þau til þess
að fólk skundar á Austurvöll. Nú
síðast var efnt til mótmæla um
þarsíðustu helgi vegna Samherja-
málsins svokallaða.
Upphaf í Norðlingaholti
„Já, við erum hættir að gefa
upp tölur um mannfjölda á fund-
um á Austurvelli. Oft bara mjög
mikið á milli okkar talna og
þeirra sem skipulögðu fundina,
enda sitthvorum aðferðum við
talningu beitt. Af þessu spratt oft
óþarfur ágreiningur svo eins gott
var að sleppa þessu,“ segir Arnar.
Aðgerðir vörubílstjóra í
Norðlingaholti við Reykjavík síð-
asta vetrardag 2008 telur Arnar
hafi markað upphaf þeirra mót-
mælamenningar sem virðist hafa
fest sig í sessi. „Auðvitað gekk
ekki upp út frá öryggissjónar-
miðum að loka einni meginæðinni
inn og út úr borginni. Þarna var
hins vegar málið að fólk neitaði
að hlýða fyrirskipunum né taka
mark á þeim skilaboðum okkar að
piparúða skyldi beitt, en þegar
menn á endanum bókstaflega ætl-
uðu gegn lögreglu var slíkt óum-
flýjanlegt. Þarna var línan dregin
og þarna mörkuðum við líka þá
stefnu að hindra ekki aðgengi
fjölmiðla að vettvangi,“ segir
Arnar og heldur áfram:
„Við höfum alltaf litið svo á
að opin miðlun upplýsinga frá öll-
um mótmælaaðgerðum hafi verið
í þágu lögreglunnar. Myndefni
sem fjölmiðlar hafa látið okkur í
té hafa oft hjálpað okkur athugun
á einstaka atvikum sem hafa verið
vafa undirorpin. Þar tek ég líka
fram að kærur vegna framgöngu
okkar í þessum aðgerðum eru fá-
ar og hvorki dómstólar né nefnd
um eftirlit með lögreglu hafa gert
athugasemdir við störfin.“
Lærdómsríkur tími
Undanfarin ár hafa mót-
mælafundir á Austurvelli gjarnan
verið klukkan 14 á laugardögum,
þá eftir að samþykki frá Reykja-
víkurborg hefur fengist. Er lög-
reglan þá oft í framhaldinu í sam-
bandi við skipuleggjendur þannig
að allt gangi vel fyrir sig. „Það er
einnig vel þekkt að fólk mótmæli
án þess að sækja um leyfi. Í því
sambandi má nefna aðgerðir
vegna málefna hælisleitenda við
hús Útlendingastofnunar og í
dómsmálaráðuneytinu. Þar er á
ferðinni fólk sem kærir sig ekki
um samskipti við lögreglu og hafa
þær aðgerðir stundum leitt til að
lögregla hefur þurft að beita
valdi,“ segir Arnar sem hefur sótt
fjölda námskeiða erlendis í mann-
fjöldastjórnun og skipulagningu á
stærri löggæsluviðburðum.
„Tíminn frá því mótmæli í
þeirri mynd sem við þekkjum þau
nú hefur verið lærdómsríkur. Við
förum reglulega yfir okkar vinnu-
brögð og æfum, en hópur sem
sinnir óeirðum og mannfjölda-
stjórnun hefur verið til hjá lög-
reglunni síðan 2002. Í dag er
þetta þéttur og góður hópur skip-
aður og innan hans eru margir
sem hafa verið með í meira en
áratug, mannskapur sem gefur
sig heilshugar í þetta og vill halda
áfram.“
Í eldlínu aðgerða lögreglu á Austurvelli og víðar í meira en áratug
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Lögreglan Opin miðlun upplýsinga frá öllum mótmælaaðgerðum, segir Arnar Rúnar Marteinsson í viðtalinu.
Mótmæli eru orðin hefð
Arnar Rúnar Marteinsson
fæddist árið 1964 og á að baki
33 ára feril í lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu. Var lengi að-
alvarðstjóri á vöktum en hefur
sl. 11 ár stýrt, ásamt fleirum,
aðgerða- og skipulagsdeild
embættisins sem til dæmis
annast löggæslu á útifundum,
við opinberar heimsóknir,
landsleiki í íþróttum og fleira.
Er BA í stjórnmálafræði og
Íslands- og Norðurlandameist-
ari í júdó.
Hver er hann?