Morgunblaðið - 02.12.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.12.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019 mánudaginn 2. desember og þriðjudaginn 3. desember, kl. 18, báða dagana mánudag og þriðjudag kl. 10–17 Forsýning á verkunum í Gallerí Fold Fold uppboðshús kynnir Rauðarárstígur 14–16, sími 551 0400 · www.uppbod.is JÓLAUPPBOÐ Listmunauppboð nr. 117 Jóhannes S. Kjarval Gunnella Karólína Lárusdóttir Jóhannes Jóhannesson Ríkisútvarpið fór í samkvæm-isleik á vef sínum á föstudag undir fyrirsögninni Hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra? Þar kom fram að umsóknarfrestur um stöð- una rynni út í dag, mánudag, ýmis nöfn hefði borið á góma og að ríkis- fréttastofan hefði náð tali af sum- um mögu- legum lyst- hafendum. Þá kom fram að stjórn stofnunarinnar hefði ákveðið að birta ekki lista yfir umsækj- endur. Ríkisfréttastofan virtist telja þetta alveg sjálfsagt og sá ekki ástæðu til að spyrja út í lögmæti þeirrar ákvörðunar að halda um- sækjendum leyndum. Morgun- blaðið gerði það hins vegar og birti svör sitjandi útvarpsstjóra um helgina. Þau voru ekki sannfær- andi.    Þetta leynimakk og mögulegtlögbrot kemur þó ekkert á óvart og er aðeins framhald af hegðun stofnunarinnar, sem felur sig á bak við „ohf.“ þegar hentar og brýtur þau lög sem henni eru ekki þóknanleg. Stofnunin hefur til dæmis fjármagnað sig með útgáfu skráðra skuldabréfa og hefur notað það sem rök fyrir því að halda fjár- hagsupplýsingum frá lands- mönnum, eigendum sínum.    Stofnunin hefur sýnt yfirgang áauglýsingamarkaði og stundað skattasniðgöngu með því að neita að stofna dótturfélag, eins og al- ræmt er orðið. Og nú neitar stofn- unin að gefa upp nöfn umsækjenda með þeim rökum að fari hún að upplýsingalögum fái hún ekki hæfa umsækjendur.    Hversu langt þarf Rúv. að gangatil að ganga fram af stjórn- völdum, þingi og þjóð? Rúv. í Efstaleyni STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Íslensku sjónvarpsþættirnir Brot, eða The Valhalla Murders, eru á lista breska ríkisútvarpsins, BBC, yfir þætti sem lesendur ættu að horfa á í desember. „BBC er auðvitað þekkt fyrir að vera með gæðaefni og ef þeir setja okkur á þennan lista er það gríð- arlegur heiður,“ segir Davíð Óskar Ólafsson, framleiðandi og leikstjóri þáttanna. „Að íslensk sería sé nefnd á þess- um lista er auðvitað bara frábært. Við bjuggumst ekki við því,“ segir Davíð. Fyrsti þátturinn verður sýndur á RÚV á annan í jólum. Átta þættir eru í seríunni sem fjallar um ís- lenska morðgátu. Á vormánuðum 2020 verða þeir svo aðgengilegir á streymisveitunni Netflix og verður dreift til yfir 190 landa. Leikkonan Nína Dögg Filipp- usdóttir fer með hlutverk rann- sóknarlögreglukonunnar Katrínar Gunnarsdóttur. Björn Thors fer með hitt aðalhlutverkið í þáttunum. Framleiðendur raðarinnar eru Davíð hjá Mystery Productions og Kristinn Þórðarson og Leifur B. Dagfinnsson hjá True North. BBC mælir með íslenskum þáttum  Mikil eftirvænting fyrir sjónvarps- þáttunum Brot  Sýndir á Netflix Brot Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverk í þáttunum. Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Ina Steinke, íslensk kona sem bú- sett er ásamt fjölskyldu sinni í borg- inni Pemba í Mósambík, ætlar að gefa börnum í Mósambík í skóinn. Míla, fimm ára dóttir Inu, hafði, líkt og íslensk börn á þessum árstíma, verið að velta jólasveinunum fyrir sér. Míla fær ekki í skóinn og ekki heldur vinir hennar í Mósambík. Míla sagði mömmu sinni að ef krakkarnir í Mósambík fengju í skó- inn ættu þau kannski nærbuxur og skó og væru ekki alltaf í ónýtum föt- um. Í kjölfarið datt þeim mæðgum í hug að börn á Íslandi gætu gefið skógjafir sínar til barna í neyð í Mósambík. „Mér finnst mjög óþægilegt að vera alltaf manneskjan sem hefur efni á einhverju eða getur gefið. Það er ekki hollt fyrir neinn að vera allt- af sá sem þarf að þiggja. Eins hef ég enga þörf fyrir að ganga inn í sam- félagið með gjafir frá ríka fólkinu,“ segir Ina í samtali við Morgun- blaðið. Þau fjölskyldan hafa alltaf stutt samfélagið með því að ráða fólk í alls konar vinnu til að réttlæta gjafir svo enginn upplifi sig sem betlara. „Skó- gjafarhugmyndin verður að vera eins uppsett. Íslenskir foreldrar leggja inn á mig pening og ég kaupi svo eitthvað fyrir þann pening,“ seg- ir Ina. Hún hefur alltaf reynt að gefa eitthvað sem kemur að góðum notum. Hún sér fyrir sér að for- eldrar barnanna í Mósambík geti kennt henni nokkur orð á macua, tungumáli landsins, og í staðinn fái þau pakka fyrir börnin sín. Áhuga- samir jólasveinar geta haft samband við Inu Steinke á Facebook. Ljósmynd/Ina Steinke Jól í Mósambík Hin fimm ára gamla Míla ásamt vinum sínum. Börn gefi skógjafir sínar til Mósambík  Íslensk kona gefur til barna í neyð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.