Morgunblaðið - 02.12.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
Traust og fagleg
starfsmannaveita
sem þjónað hefur íslenskum
fyrirtækjum í áraraðir
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að
skipa starfshóp sem á að fjalla um
aðstöðu fyrir íþróttaæfingar,
kennslu og keppni í Laugardal. Er
hópnum ætlað að skila niðurstöðu
fyrir lok febrúar 2020.
Á síðasta fundi borgarráðs lagði
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
fram erindsbréf fyrir starfshópinn.
Þar segir m.a.:
„Óskir Þróttar, Ármanns og ósk-
ir sérsambanda innan íþróttahreyf-
ingarinnar um aukna aðstöðu
þeirra í Laugardal hafa verið til
umræðu síðustu misseri, auk þarfa
skóla í Laugardal fyrir aðstöðu til
kennslu í leikfimi og íþróttum. Mik-
il fjölgun iðkenda hefur orðið í fé-
lögum í Laugardal, einkum í knatt-
spyrnu hjá Þrótti og körfuknattleik
hjá Ármanni. Sérsambönd hafa
kallað eftir þjóðarleikvöngum sem
uppfylla alþjóðlegar kröfur, svo
sem í frjálsum íþróttum, hand-
knattleik og körfuknattleik, auk
knattspyrnu.“
Knattspyrnufélagið Þróttur hefur
aðsetur í Laugardal og félagið hef-
ur þrýst mjög á um úrbætur, enda
aðstaða þess ófullnægjandi, bæði
hvað varðar æfingar utanhúss og
innan. Þróttur mun eiga fulltrúa í
hinum nýja starfshópi.
Málið er komið á hreyfingu
„Við Þróttarar erum mjög
ánægðir með að það sé að komast
hreyfing á aðstöðumál félagsins.
Við bindum vonir við að skipun
starfshópsins verði til þess að málin
gangi hraðar fyrir sig en áður,“
segir Kristján Kristjánsson, vara-
formaður félagsins, í samtali við
Morgunblaðið.
Á fundi borgarráðs fyrir helgi
var lögð fram yfirlýsing frá skóla-
ráðum Laugalækjar- og Laugar-
nesskóla og Þróttar vegna fyrir-
hugaðrar uppbyggingar íþróttahúss
í Laugardal. Þar eru borgaryfirvöld
hvött til að hraða uppbyggingu nýs
íþróttahúss sem staðsett yrði á bíla-
stæði vestan við félagshús Þróttar.
Þetta hús myndi gagnast Þrótti og
Ármanni auk skólanna. Með þessu
fyrirkomulagi yrði hámarksnýtingu
mannvirkisins náð.
Fyrir fund borgarráðs var einnig
lagt bréf frá Finnboga Hilmarssyni,
formanni Þróttar, þar sem hann
lýsir aðstæðum til íþróttaiðkunar í
Laugardal.
Finnbogi rifjar upp að þegar fé-
lagið flutti úr Sæviðarsundi í Laug-
ardal á sínum tíma hafi því verið
lofað 30 tímum á viku í Laugardals-
höll. Nú hafi félagið einungis 20
tíma og þurfi jafnan að víkja fyrir
annarri starfsemi, svo sem tón-
leikum, ráðstefnuhaldi, sýningar-
haldi, úrslitaleikjum í knatt-
íþróttum svo og landsleikjum.
Nærri láti að félagið tapi um 30%
allra æfinga í Laugardalshöll á
hverju ári vegna þessa ástands.
Þá bendir Finnbogi á að knatt-
spyrnudeild félagsins sé nú, sam-
kvæmt tölum ÍBR, orðin sú stærsta
í Reykjavík. Iðkendum hafi fjölgað
um 70% á síðustu fimm árum. Að-
staða til knattspyrnuiðkunar sé í
engu samræmi við iðkendafjöldann
og í raun löngu sprungin. Þróttur
ráði aðeins yfir einum gervigras-
velli og fjórum svæðum öðrum, sem
nýtist bara á sumrin. Gervigrasvöll-
urinn hafi látið gríðarlega á sjá
enda nýttur meira en 2.000 klukku-
stundir á ári. Suma daga séu 150
börn þar við æfingar samtímis.
„Laugardalurinn verður fjöl-
mennasta hverfi borgarinnar árið
2030 samkvæmt áætlunum borg-
arinnar sjálfrar og enn er fullkom-
lega óljóst hvernig þörf fyrir
íþróttaiðkun á vegum skóla og
íþróttafélaga verður svarað,“ segir
Finnbogi m.a. í bréfinu.
Íþróttaaðstaða í Laugardal bætt
Reykjavíkurborg skipar starfshóp Mikil þörf er á nýjum mannvirkjum fyrir íþróttafélög og
skóla í hverfinu Knattspyrnudeild Þróttar sú fjölmennasta í Reykjavík Höllin oft upptekin
Á fundi borgarráðs á fimmtu-
daginn var lagt fram bréf
mennta- og menningarmála-
ráðuneytisins vegna skipunar
starfshóps um þjóðarleikvang
fyrir innanhússíþróttir. Óskar
ráðuneytið eftir því að Reykja-
víkurborg tilnefni tvo fulltrúa í
starfshópinn.
Í bréfinu kemur fram að
hópnum er ætlað að vinna for-
vinnu sem upplýsi betur hvernig
beri að vinna eftir reglugerð um
þjóðarleikvanga frá 2018. Einn-
ig á hann að afla upplýsinga um
þarfir fyrir mannvirki til lengri
tíma og hvort reisa þurfi ný
mannvirki til þess að Ísland geti
staðið fyrir alþjóðlegum kapp-
leikjum.
Starfshópur
um leikvang
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Mynd/Tendra arkitektar
Laugardalur Þróttur hefur kynnt hugmynd að nýju húsi fyrir íþróttir og félagsstarf, sem myndi rísa á bílastæðinu
vestan við félagshús Þróttar og knattspyrnuvöll félagsins. Það myndi nýtast Þrótti, Ármanni og skólum í hverfinu.
Morgunblaðið/Hari
Mikið álag Gervigrasvöllur Þróttar, þ.e. Eimskipsvöllurinn, hefur látið
gríðarlega á sjá enda er hann nýttur meira en 2.000 klukkustundir á ári.
Edgar Guðmundsson
verkfræðingur lést 29.
nóvember, 79 ára að
aldri, eftir nokkurra ára
baráttu við krabbamein.
Edgar var bæjar-
verkfræðingur á Ólafs-
firði og á Dalvík 1968-
69, vann á verkfræði-
stofu G. Óskarssonar
1970-76, starfrækti eig-
in verkfræðistofu 1976-
78, stofnaði þá, ásamt
Óla Jóhanni Ásmunds-
syni, Ráðgjöf og hönnun
sf. sem þeir starfræktu
til 1992 og var sam-
skiptastjóri Icenet, verkefnis um
tengingu á raforkukerfi Íslands til
Evrópu með sæstreng til Hollands
1992-98.
Edgar kenndi við Tækniskólann,
síðar HR, árin 1970-79 og við verk-
fræðideild HÍ 1974-83, hann var ráð-
gjafi við iðnaðarráðuneytið um árabil,
einkum á sviði orkumála og nýrra
iðnaðarkosta. Auk þess var hann ráð-
gjafi fyrir fjölmörg alþjóðleg fyrir-
tæki. Þá vann Edgar að rannsóknum
í byggingareðlisfræði, m.a. við
Tækniháskólann í Delft í Hollandi,
Tækniháskólann í Þrándheimi (SIN-
TEF) og Tækniháskólann í
Braunschweig í Þýskalandi. Edgar
átti sjálfur og með öðrum mörg
einkaleyfi á sviði byggingartækni.
Edgar var formaður Varðar, full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík, 1978-79.
Hann var stjórnar-
formaður byggingar-
sviðs Nýsköpunar-
miðstöðvar Íslands,
NMÍ, 1978-90, Iðn-
skólans í Reykjavík
1986-88 og undirbún-
ingsfélags Hitaveitu
Akraness og Borg-
arfjarðar.
Edgar var höfundur
að ýmsum fagbókum í
byggingareðlisfræði,
s.s. Trévirki (1977) og
Tæknimat húsa (1977).
Hann skrifaði jafn-
framt fjölda blaðagreina.
Edgar átti fjögur systkini. Þau eru
Þórarinn, eðlisfræðingur og mennta-
skólakennari (f. 1936, d. 1991), Anna
Þóra, félagsráðgjafi og fasteignasali í
New Jersey (f. 1939, d. 2007), Stein-
unn, húsmóðir (f. 1950, d. 2002), og
Ágústa, prófessor emeritus og núver-
andi rannsóknarstjóri líftækni-
fyrirtækisins Zymetech (f. 1945).
Foreldrar Edgars voru Guð-
mundur Ágústsson, bakarameistari
og landsliðsmaður í skák (f. 1916, d.
1983), og Þuríður Ingibjörg Þórarins-
dóttir, myndlistarkennari og hús-
móðir (f. 1915, d. 2002). Eftirlifandi
eiginkona Edgars er Hanna Matt-
hildur Eiríksdóttir, fyrrverandi
bankastarfsmaður. Börn þeirra eru
Atli, Guðmundur, Svava Liv og Jón
Viðar.
Andlát
Edgar Guðmundsson