Morgunblaðið - 02.12.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019
Tryggvi Snær Hlinason landsliðs-
maður í körfuknattleik átti mjög góð-
an leik í gærkvöld en lið hans Zara-
goza vann þá magnaðan stórsigur á
toppliði Real Madrid, 84:67, í spænsku
ACB-deildinni. Tryggvi skoraði 12 stig,
tók níu fráköst og átti eina stoðsend-
ingu á 25 mínútum sem hann spilaði
en hann var auk þess með flest fram-
lagsstig allra leikmanna beggja liða, 17
talsins. Zaragoza er í þriðja sæti deild-
arinnar, tveimur stigum á eftir Real
Madrid og Barcelona.
Íslendingaliðin Start og Lilleström
mætast í umspili 7. og 11. desember
þar sem þau leika um sæti í norsku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu á næsta
tímabili. Start, með Aron Sigurðarson
í framlínunni og Jóhannes Harðarson
sem þjálfara, vann KFUM Ósló í úrslit-
um umspils B-deildarinnar, 1:0, í gær.
Lilleström, með Arnór Smárason í
byrjunarliðinu, gerði 0:0-jafntefli við
Sarpsborg í æsispennandi lokaumferð
úrvalsdeildarinnar og endaði í 14. sæti
af 16 liðum. Tromsö og Ranheim féllu
en Íslendingaliðin Aalesund og Sande-
fjord koma í þeirra stað. Samúel Kári
Friðjónsson landsliðsmaður í knatt-
spyrnu skoraði síðasta mark Viking á
tímabilinu í Noregi en lið hans burst-
aði Brann á útivelli, 5:1.
Eyjakonan Cloé Lacasse skoraði
tvö mörk og lagði eitt upp á laugar-
daginn þegar SL Benfica vann Valade-
res 6:0 í portúgölsku A-deildinni í fót-
bolta. Cloé hefur gert 13 mörk í fyrstu
níu umferðum deildarinnar en lið
hennar hefur unnið alla sína leiki.
Sverrir Ingi Ingason skoraði mark
PAOK í gærkvöld þegar grísku meist-
ararnir í knattspyrnu gerðu jafntefli
við Olympiacos á útivelli í toppslag
grísku úrvalsdeildarinnar, 1:1.
Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari
Víkings R. og Breiðabliks, er hættur
sem þjálfari Mjällby í Svíþjóð þrátt fyr-
ir að hafa farið með liðið úr C-deild í
úrvalsdeild á tveimur árum. Hann er í
sænskum fjölmiðlum orðaður við starf
aðstoðarþjálfara Malmö.
Aron Pálmarsson átti stórgóðan
leik og skoraði sex mörk fyrir Barce-
lona í gær þegar liðið lagði París SG
35:32 á útivelli í toppslag Meistara-
deildarinnar í handknattleik. Guðjón
Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk
fyrir PSG. Þar með tapaði PSG í fyrsta
sinn í fimm ár og í 43 leikjum á heima-
velli í Meistaradeildinni. Barcelona er
nú efst í A-riðli með 18 stig, Pick Sze-
ged frá Ungverjalandi er með 17 og
PSG 16 stig.
Janus Daði Smárason lék mjög vel
með dönsku meisturunum Aalborg
sem lögðu þýsku meistarana í Flens-
burg á útivelli í gærkvöld, 32:29, og
eru í fjórða sæti A-riðils Meistaradeild-
arinnar með 10 stig. Flensburg situr
eftir með sjö stig í fimmta sætinu. Þá
skoraði
Sigvaldi
Björn
Guð-
jónsson
sex mörk
fyrir norsku
meistarana El-
verum sem unnu
stórsigur á Celje
Lasko frá Slóveníu,
37:26. Elverum vann
þar sinn fyrsta sigur í
tíu leikjum í A-
riðlinum.
Eitt
ogannað
Á AKUREYRI
Einar Sigtryggsson
sport@mbl.is
Afturelding eltir Hauka eins og
skugginn á toppi úrvalsdeildar karla
í handknattleik og er áfram tveimur
stigum á eftir þeim. Mosfellingar
sóttu KA heim í 12. umferðinni á Ak-
ureyri í gær og eftir jafnan og
spennandi leik voru það gestirnir í
Aftureldingu sem fögnuðu sigri,
28:25. KA hangir enn í áttunda sæt-
inu þrátt fyrir þrjá tapleiki í röð.
Gaman er að geta þess að jafnt
var á öllum tölum í fyrri hálfleik en
Afturelding var 12:11 yfir í hálfleik.
Í byrjun seinni hálfleiks komst Aft-
urelding í 17:12 en KA-menn gáfust
ekkert upp og komust yfir í þrígang
þegar skammt var eftir af leiknum.
Gestirnir áttu betri lokasóknir og
-skot og það reið baggamuninn.
Liðin eru mjög ólík hvað varðar
hæð, þyngd og áherslur og því mjög
skemmtilegt að fylgjast með þeim
glíma. KA treysti á sína framliggj-
andi vörn og skilaði hún nokkrum
ódýrum mörkum. Sóknir KA-manna
voru áhugaverðar en tröllvaxinn
varnarmúr Aftureldingar er ekki
beint árennilegur. Skotógn KA var
ekki mikil fyrir utan en með því að
láta boltann ganga hratt tókst
stundum að opna glufur. Eitthvað
hrikti nú í varnarmúrnum í seinni
hálfleik en Mosfellingar náðu að loka
honum á ögurstundu.
Skytturnar blómstruðu hins vegar
hjá gestunum og fengu oft góð skot
yfir miðja vörn KA. Skiluðu þeir
samtals tíu mörkum. Guðmundur
Árni Ólafsson nýtti sér einnig fram-
liggjandi vörn KA og skoraði átta
mörk úr hægra horninu og 10 mörk
alls. Arnór Freyr var tiltölulega ró-
legur í markinu en steig upp í lokin
eins og svo oft áður. Hann varði níu
skot í leiknum. Næstir á eftir Guð-
mundi í markaskorun hjá Aftureld-
ingu voru Þorsteinn Gauti Hjálm-
arsson með sex mörk og Birkir
Benediktsson með fjögur. Hjá KA
var Dagur Gautason með fimm mörk
og Daníel Griffin fjögur og Jovan
Kukobat varði 15 skot í marki Ak-
ureyrarliðsins.
HK hélt í við Haukana
Haukar eru sem fyrr eina ósigr-
aða liðið í deildinni en þeir áttu í
merkilega miklum vandræðum með
stigalaust botnlið HK í Kórnum á
laugardaginn. Lokatölur urðu 28:26
og sennilega hafa HK-ingar átt tvo
af sínum bestu leikjum gegn Hauk-
unum, sem unnu fyrri viðureignina í
haust 28:24.
Haukar voru yfir í hálfleik, 14:10,
og Heimir Óli Heimisson var þeirra
markahæstur með sex mörk en Jó-
hann Birgir Ingvarsson, lánsmaður
frá FH, skoraði sjö mörk fyrir HK.
Halldór Jóhann Sigfússon sá
með eigin augum á laugardaginn
hvaða verk hann þarf að vinna í
Safamýri eftir að Framarar stein-
lágu á heimavelli gegn Val, 18:31, í
fyrsta leiknum undir hans stjórn.
Sjötti sigur Valsmanna í röð og
þeir klífa töfluna hægt og örugglega
eftir erfiða byrjun í haust. Þeir
verða í fimmta sæti þegar þessari
umferð lýkur. Framarar eru tveim-
ur stigum frá fallsætinu eins og áð-
ur.
Anton Rúnarsson skoraði sjö
mörk fyrir Val og Þorgrímur Smári
Ólafsson sjö fyrir Fram. Daníel
Freyr Andrésson varði 14 skot í
marki Valsmanna.
ÍR var ekki í teljandi vandræð-
um með Fjölni í Austurbergi og
vann 36:29 eftir 20:13 í hálfleik. Sjö-
undi sigur Breiðhyltinga sem eru
þriðju en Fjölnir situr áfram í fall-
sæti.
Kristján Orri Jóhannsson fór
hamförum með ÍR og skoraði 13
mörk en Breki Dagsson gerði sjö
mörk fyrir Fjölni. Sigurður Ingiberg
Ólafsson varði 18 skot í marki ÍR.
Ólík lið í skemmtilegri glímu
Afturelding eltir Hauka eins og skugginn og knúði fram sigur gegn KA á Ak-
ureyri, 28:25 Haukar eru áfram taplausir Fram steinlá í fyrsta leik Halldórs
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Brekka Halldór Jóhann Sigfússon stjórnaði Fram í fyrsta skipti á laugardaginn og þrettán marka ósigur gegn Val
undirstrikar erfitt verkefni sem hann á fyrir höndum til að koma Safamýrarliðinu á rétta braut.
Slæm byrjun heimsmeistara Frakk-
lands hefur komið mest á óvart á
fyrstu tveimur keppnisdögum
heimsmeistaramóts kvenna í hand-
knattleik sem hófst í Japan á laug-
ardagsmorguninn.
Frakkar töpuðu óvænt, 27:29,
fyrir Suður-Kóreu í fyrsta leik á
laugardaginn og urðu síðan að
sætta sig við jafntefli, 19:19, gegn
Brasilíu í gær. Þar sem Frakkar
eiga eftir að mæta bæði Þjóðverjum
og Dönum geta þeir engan veginn
gengið að því vísu að komast áfram
úr riðlinum en margir hafa spáð
franska liðinu öðrum heimsmeist-
aratitlinum í röð.
Silfurlið síðasta heimsmeistara-
móts, Noregur, undir stjórn Þóris
Hergeirssonar, steig hinsvegar
engin feilspor í fyrsta leik sínum á
laugardag og vann Kúbu með yfir-
burðum, 47:16.
Þýskaland, Spánn og Svartfjalla-
land eru þau lið sem komin eru með
fjögur stig í B- og C-riðlum mótsins
en annarri umferð í A- og D-riðlum
lýkur í dag. vs@mbl.is
Heimsmeistararnir gætu
lent í vandræðum í Japan
AFP
Burst Þórir Hergeirsson og norsku konurnar fögnuðu stórsigri í fyrsta leik.
HK komst uppfyrir KA/Þór og í
fjórða sæti úrvalsdeildar kvenna í
handknattleik á laugardaginn með
sigri, 32:27, í viðureign liðanna í
Kórnum. Liðin eru bæði með 10 stig
eftir tíu umferðir og eins og staðan
er núna er útlit fyrir að þau verði í
hörðum slag um fjórða sætið í úr-
slitakeppninni, á eftir Fram, Val og
Stjörnunni.
Staðan var 14:14 í hálfleik en HK
sigldi framúr í síðari hálfleik. Díana
Kristín Sigmarsdóttir skoraði níu
mörk fyrir HK og Sigríður Hauks-
dóttir sjö en Martha Hermannsdótt-
ir gerði sjö mörk fyrir Akureyrar-
liðið. Sara Sif Helgadóttir varði 15
skot í marki HK.
Topplið Fram vann auðveldan
sigur á botnliði Aftureldingar, 40:19,
enda annað liðið með níu sigurleiki
og hitt án stiga. Karen Knútsdóttir
skoraði sjö mörk fyrir Fram og
Ragnheiður Júlíusdóttir sex en
Telma Rut Frímannsdóttir gerði
fimm mörk fyrir Aftureldingu.
Valur var ekki í neinum vand-
ræðum með Hauka og vann 29:15 á
Hlíðarenda eftir 16:7 í hálfleik. Vals-
konur anda ofan í hálsmál Framara,
stigi á eftir þeim, en Haukaliðið virð-
ist eiga talsvert í land, eigi það að
blanda sér í baráttuna um fjórða
sætið.
Sandra Erlingsdóttir skoraði sex
mörk fyrir Val og Berta Rut Harð-
ardóttir sex mörk fyrir Hauka.
vs@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kórinn Elna Ólöf Guðjónsdóttir skorar fyrir HK í leiknum í Kórnum á laug-
ardaginn og Katrín Vilhjálmsdóttir úr KA/Þór horfir á eftir henni.
HK fór uppfyrir
helstu keppinautana