Morgunblaðið - 02.12.2019, Qupperneq 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is
INTERFLON
Matvælavottaðar efnavörur
Nýjar umbúðir,
sömu gæða efnin
70 ára Helga ólst upp í
Reykjavík en býr á
Akureyri. Hún er hjúkr-
unarfræðingur og vann
á ýmsum deildum á
Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri.
Maki: Baldur Ellerts-
son, f. 1948, prentari, þjónn og
myndlistarmaður.
Börn: Jóhannes, f. 1971, Ásta Björk, f.
1974, Andrea, f. 1977, og Ellert, f. 1982,
Baldursbörn. Synir Baldurs áður eru Jón-
as, f. 1965 og Halldór Reykdal, f. 1968.
Barnabörnin eru fimm.
Stjúpforeldrar: Jóhannes Guðjónsson,
f. 1912, d. 1987, bakari, og Markúsína
Andrea Jóhannesdóttir, f. 1921, d. 2009,
húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík.
Helga Bryndís
Gunnarsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú finnur til bjartsýni vegna áætl-
ana um ferðalög eða framhaldsnám. Ein-
hver lofar þér gulli og grænum skógum,
hugsaðu málið.
20. apríl - 20. maí
Naut Reyndu að sjá hlutina úr fjarlægð.
Einhver þér nákominn er harður/hörð í
horn að taka þegar kemur að peninga-
málum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hafið augun hjá ykkur og grípið
tækifærið þegar það gefst. Að liggja í vetr-
ardvala er órjúfandi þáttur í sköpun þinni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Eitthvað það liggur í loftinu sem
gerir þig óörugga/n. Brjóttu odd af oflæti
þínu og gerðu nýjan samning við þann sem
þú deilir við.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þótt skemmtileg tilbreyting geti falist í
nýjum kynnum, skaltu ekki gleyma þeim,
sem hafa staðið með þér í gegnum þykkt
og þunnt. Einhver gengur ekki heill til skóg-
ar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það tekur á taugarnar þegar þeir
sem manni eru kærir sýna þrjósku og af-
neita staðreyndum. Það vantar neistann í
ástarsambandið, það má tendra hann aftur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þeir eru margir sem biðja þig um ráð.
Reyndu að höggva á hnútinn sem er á milli
þín og makans.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Samstarfsmenn þínir eru
hvorki hjálplegir né koma með upp-
byggilegar hugmyndir. Bíttu á jaxlinn og
leystu vandann.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þetta er góður dagur til fjáröfl-
unar hvort sem þú stendur ein/n að henni
eða með öðrum. Vertu hrein/n og bein/n í
samskiptum við erfiðan einstakling.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nýjar hugmyndir streyma að þér
úr öllum áttum svo þú mátt hafa þig alla/n
við að velja og hafna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það getur svo sem hitnað í kol-
unum við fyrstu kynni en þeir logar deyja
oft fljótt. Forðastu fagurgala. Taktu þig nú á
og gerðu eitthvað fyrir sjálfa/n þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er eins og allir séu uppteknir við
eigin ófarir. Gefðu þér tíma til að hafa sam-
band við alla þá sem eru þér kærir nokkrum
sinnum yfir árið.
Sölku Völku til Búlgaríu og þegar
Nallinn var sunginn stóðu allir áhorf-
endur upp, við vissum ekki hvað var
að gerast. Svo vil ég líka nefna leik-
ritið Þétting eftir Sveinbjörn I. Bald-
vinsson, sem var á litla sviðinu í Borg-
arleikhúsinu. Það var falleg sýning.“
Húsbyggingarsjóðsskemmtanir
voru mjög vinsælar en þá var verið að
safna fyrir Borgarleikhúsinu. „Það
var lögð mikil vinna í þær og þetta
voru revíur eða léttar sýningar sem
sýndar voru klukkan hálftólf á laug-
ardagskvöldum. Stundum lék maður í
fimm sýningum yfir helgi, þetta var
voða gaman.“ Soffía lék einnig í sjón-
varpinu, var í mörgum áramóta-
skaupum og lék Súsí í framhaldsþátt-
unum Súsí og Tumi. Hún sá einnig um
barnatíma í útvarpinu. „Leiklistin er
gefandi og skemmtilegt starf og mér
fannst það forréttindi að vinna við
áhugamálið. En ekki er hægt að segja
að það væri alltaf fjölskylduvænt starf
fyrir einstæða móður. Það var ynd-
islegt að vera í Iðnó, en þrengslin voru
svo mikil að í fjölmennum sýningum
urðu leikarar að fara eftir flóknum
umferðarreglum baksviðs því annars
gat orðið árekstur í orðsins fyllstu
merkingu. Ég hljóp einu sinni á með-
leikara sem hafði hlaupið inn í sýn-
inguna Land míns föður og vissi ekki
að hún þyrfti að fara upp á stól svo ég
kæmist framhjá. Land míns föður
mundu Elíasdóttur í nokkur ár.
„Námið hjá Guðmundu gagnaðist mér
mikið og ég hef nýtt mér það þegar ég
hef verið að kenna, t.d. raddbeitingu
og öndun.“
Soffía starfaði hjá Leikfélagi
Reykjavíkur í 30 ár, hún var fyrst
lausráðin en var svo fastráðin frá
1975. Hún lék í mörgum eftir-
minnilegum sýningum, þar má nefna
Saumastofuna, Hart í bak, Ofvitann
og Sölku Völku. „Saumastofan var
sýnd meira en 300 sinnum, en hún
setti sýningarmet og gekk í þrjú ár.
Við fórum líka út á land og sýndum
leikritið þar og það er enn verið að
spyrja mig: „Varst þú í Saumastof-
unni?“ Við fórum með sýninguna
S
offía Guðrún Jakobsdóttir
fæddist í Reykjavík 2. des-
ember 1939. Fluttist hún
með foreldrum sínum og
eldri systur til Akureyrar
þegar hún var níu mánaða. Þegar
Soffía var fimm ára fór faðir hennar,
ásamt bróður sínum, í framhaldsnám í
tónlist til London, en hann var
organisti.
Fyrsta árið voru þær systur ásamt
móður sinni á Ytra-Hvarfi í Svarf-
aðardal hjá föðurforeldrum Soffíu.
Næsta ár fluttu þær mæðgur til
London og voru þar eitt ár. „Það var
mjög merkilegt að koma þangað,
þetta var strax eftir stríð og borgin
var í rúst.“ Þriðja og síðasta ár Jakobs
í náminu voru mæðgurnar hér heima.
Nanna, eldri systirin, var að byrja í
skóla og dvaldi hún á Akureyri með
móður sinni en Soffía var ein hjá afa
og ömmu á Ytra-Hvarfi. Árið 1948
sameinaðist fjölskyldan á ný á Akur-
eyri.
Soffía útskrifaðist úr Gagnfræða-
skóla Akureyrar vorið 1956. „Það var
frábær hópur sem útskrifaðist úr
gaggó og í þeim hópi á ég marga mína
bestu vini enn þann dag í dag, það er
lífslán. Svo dútlaði ég smá í tónlistar-
skólanum, lauk þriðja stigi á píanó. Þá
bað vinkona mín mig að koma með sér
á húsmæðraskóla, pabbi lagðist alveg
á móti því svo ég fór náttúrlega, eign-
aðist góðar vinkonur þar sem ég hitti
reglulega en ekki get ég klambrað
saman flík. Þegar ég fór að vinna hjá
Rafveitu Akureyrar var þar Björg
Baldvinsdóttir, aðalleikonan hjá LA.
Hún fékk mig til að taka að mér hlut-
verk í leikriti sem hét Biðlar og
brjóstahöld. Síðan lék ég í Mikla-
bæjar-Sólveigu. Þegar ég lenti í sýn-
ingunni Pabbi minn, sem Jónas Jón-
asson stýrði, þá hélt hann námskeið í
leiðinni. Jónas sagði mér frá skóla LR
sem þá var nýstofnaður og hvatti mig
til að fara suður í þann skóla. Svo vel
vildi til að ég var að fara að trúlofast
strák sem einmitt var líka á leiðinni
þangað.“
Soffía fluttist til Reykjavíkur 1961
og hóf nám í Leiklistarskóla LR þegar
Sveinn Einarsson var skólastjóri og
útskrifaðist þaðan árið 1967. Að auki
stundaði Soffía söngnám hjá Guð-
sprengdi endanlega utan af sér sýn-
ingarplássið í Iðnó og það var örugg-
lega viljandi gert hjá Kjartani Ragn-
arssyni, höfundi verksins. Stundum
flæddi svo vatn inn í kjallarann við flóð
svo ekki mátti geyma neitt á gólfinu.“
Þegar Soffía hætti í Borgarleikhús-
inu bað Erla Kristjánsdóttir kennslu-
stjóri hana að taka að sér kennslu í
framsögn fyrir kennaranema í Kenn-
araháskólanum og núna er hún leið-
beinandi eldri borgara í Hæðargarði í
ljóðalestri. „Það er eitt það skemmti-
legasta sem ég hef nokkurn tímann
gert. Við ætlum að lesa úr ljóðum
Davíðs Stefánssonar á miðvikudaginn.
Ég hef annars óskaplega gaman af
að hlusta á tónlist og hef sungið í kór-
um. Núna stunda ég zumba af miklum
móð og finnst allra meina bót. Ég á
sumarbústað á Ytra-Hvarfi í Svarf-
aðardal og það dásamlegasta sem ég
veit er að vera þar.“
Fjölskylda
Soffía giftist 11.11. 1961 Pétri Ein-
arssyni, leikara og leikstjóra, f. 31.10.
1940. Þau skildu.
Dætur þeirra eru: 1) Margrét
Kristín, f. 9.3. 1962, leiklistarkennari,
maki: Torfi Geirmundsson hársnyrtir,
f. 19.12. 1950, d. 13.5. 2017. Þau skildu.
Sonur þeirra er Tryggvi Geir, f. 6.5.
1993, dansari og nemi í Reykjavík; 2)
Sólveig, f. 17.8. 1970, bókavörður á
Bókasafninu í Hafnarfirði, maki: Axel
Ingi Eiríksson flugmaður, f. 15.1.
1963. Þau skildu. Sonur þeirra er
Andrés Pétur, f. 10.3. 1997, nemi í
Reykjavík.
Systkini Soffíu: Nanna Kristín Jak-
obsdóttir, f. 26.10. 1937, d. 27.6. 1988,
fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og tónlistarkennari í Mosfells-
bæ. Maður hennar var Gísli Geir Kol-
beinsson, f. 13.10. 1941, d. 16.4. 2013,
sölumaður; Tryggvi Kristinn Jakobs-
son, f. 19.4. 1950, landfræðingur og fv.
útgáfustjóri Námsgagnastofnunar.
Kona hans er Svanhildur Jóhannes-
dóttir, f. 8.3. 1950, fv. skrifstofumaður.
Foreldrar Soffíu voru hjónin Jakob
Tryggvason, 31.1. 1907, d. 13.3. 1999,
organisti Akureyrarkirkju og skóla-
stjóri Tónlistarskólans á Akureyri, og
Unnur Tryggvadóttir, f. 27.12. 1907, d.
24.5. 1987, húsmóðir á Akureyri.
Soffía Jakobsdóttir leikkona – 80 ára
Útskriftarbekkurinn Soffía, þriðja frá vinstri, ásamt skólasystkinum sínum
í Leiklistarskóla LR. Þeir sem héldu áfram á leiklistarbrautinni á myndinni
eru Þórunn Sigurðardóttir, Edda Þórarinsdóttir og Arnhildur Jónsdóttir.
Þrengsli og flóð í Iðnó
Revía Guðrún Ásmundsdóttir,
Soffía og Sigríður Hagalín.
40 ára Sigurður er
Húsvíkingur en býr á
Akureyri. Hann er
verslunarstjóri hjá
verkfæra- og vinnu-
fataversluninni Würth
á Akureyri.
Maki: Þórdís Huld
Vignisdóttir, f. 1984, öryggis- og um-
hverfisstjóri hjá aflþynnufyrirtækinu TDK
Foil Iceland.
Börn: Atli Valur, f. 2005, Sædís Saga, f.
2015, og Lilja Rós, f. 2019.
Foreldrar: Andrés Júlíus Ólafsson, f.
1960, vinnur hjá Go Campers, bús. á
Stóra-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd,
og Guðrún Helga Sigurðardóttir, f. 1961,
lyfjatæknir í apótekinu á Húsavík, bús.
þar.
Sigurður Brynjar
Júlíusson
Til hamingju með daginn
Akureyri Lilja Rós Sigurðardóttir
fæddist 7. maí 2019. Hún vó 15,5 merk-
ur og var 52,5 cm löng. Foreldrar henn-
ar eru Sigurður Brynjar Júlíusson og
Þórdís Huld Vignisdóttir.
Nýr borgari