Morgunblaðið - 09.12.2019, Blaðsíða 7
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Kærunefnd útboðsmála hefur stöðv-
að um stundarsakir útboð Borgar-
byggðar á tryggingum sveitarfé-
lagsins. Þótt kærunefndin hafi ekki
lokið umfjöllun um efni kæru VÍS
kemur fram í rökstuðningi hennar
að tryggingafélagið hafi leitt veru-
legar líkur að því að krafa í útboðs-
gögnum um að þeir sem bjóða í
tryggingarnar þurfi að hafa starfs-
stöð í Borgarbyggð brjóti gegn lög-
um um opinber innkaup.
Málið á rætur í þeirri ákvörðun
VÍS fyrir rúmu ári að breyta þjón-
ustu á landsbyggðinni með því að
loka útibúum á átta stöðum, þar á
meðal á Akranesi og í Borgarnesi.
Eftir það er ekkert útibú á Vest-
urlandi. Leiddi það til mótmæla
sveitarfélaga víða um land, meðal
annars Borgarbyggðar og Samtaka
sveitarfélaga á Vesturlandi.
Vilja standa vörð um störf
Byggðarráð Borgarbyggðar
hvatti á sínum tíma fyrirtæki til að
sýna samstöðu um að standa vörð
um störf í sinni heimabyggð og úti á
landsbyggðinni og tók undir áskorun
um að endurskoða viðskipti við VÍS.
Fram kom í bókun byggðarráðs-
ins að við síðasta útboð trygginga
áskildi sveitarfélagið sér fullan rétt
til þess að gera það að ákvörðunar-
ástæðu fyrir því að tilboði yrði tekið,
að það tryggingafélag sem samið
yrði við hefði opna umboðsskrifstofu
í Borgarbyggð með daglegan af-
greiðslutíma virka daga. Taldi ráðið
að ákvörðun VÍS um að loka útibúi
sínu væri forsendubrestur. Síðar var
ákveðið að segja samningi um trygg-
ingarnar upp og efna til nýs útboðs á
Evrópska efnahagssvæðinu.
Bjóðendur útilokaðir fyrirfram
Í útboðsskilmálum er gert að skil-
yrði að bjóðandi „starfræki starfs-
stöð í Borgarbyggð með starfsmanni
að a.m.k. 16 tíma á viku“. Þetta
ákvæði er rökstutt með því að sveit-
arfélagið er landstórt og með starf-
semi á yfir 30 stöðum. Lögð er
áhersla á aðgang að persónulegri
nærþjónustu. Mikill munur sé á
gæðum slíkrar þjónustu og þegar öll
samskipti þurfi að fara fram í gegn-
um fjarskipti eða með rafrænum
hætti.
VÍS telur að umrætt ákvæði í út-
boðsskilmálum sé í andstöðu við
reglur útboðsréttar um jafnræði og
meðalhóf. Með ákvæðinu sé fyrir-
fram verið að útiloka að ákveðin
fyrirtæki geti tekið þátt í útboðinu.
Óheimilt sé að útiloka bjóðendur frá
þátttöku á grundvelli búsetusjónar-
miða. Er því mótmælt að munur sé á
gæðum þjónustu eftir því hvort hún
er veitt á tiltekinni starfsstöð eða
með rafrænum hætti.
Þótt úrskurður kærunefndar taki
aðeins til stöðvunar útboðsins kemur
fram í rökstuðningi að tekið er undir
röksemdir VÍS, meðal annars um að
krafa um starfsstöð feli í sér mis-
munun. „Þá verður ekki talið, eins
og mál þetta liggur fyrir nú, að
varnaraðili hafi sýnt fram á að mál-
efnalegar ástæður búi að baki þess-
ari kröfu að teknu tilliti til eðlis
þeirra innkaupa sem um ræðir, þar
með talið að starfsstöð innan sveitar-
félagsins sé nauðsynleg til að ná
þeim markmiðum sem stefnt er að,“
segir þar og hnykkt á með því að
segja að VÍS hafi leitt verulegar lík-
ur að því að Borgarbyggð hafi brotið
gegn lögum um opinber innkaup
með umræddu skilyrði í útboðsgögn-
um.
Hagkvæmari þjónustu heima
Byggðarráð Borgarbyggðar er nú
að láta undirbúa svör við kæruatrið-
um. Ákveðið var á fundi ráðsins í síð-
ustu viku að fresta lokadegi til skila
á útboðum þar til niðurstaða kæru-
málsins liggur fyrir.
Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti
sveitarstjórnar, leggur á það áherslu
að niðurstaða um lögmæti útboðsins
sé ekki fengin. Borgarbyggð hafi
ákveðið að láta á það reyna hvort
staðsetning þjónustu væri málefna-
leg ástæða í útboði. „Við teljum það
mikið hagsmunamál fyrir sveitar-
félög úti á landi að þau geti leitast
við að halda þjónustufyrirtækjum í
héraði í stað þess að þau flytji í
stórum stíl með þjónustuna til höf-
uðborgarinnar. Við teljum hag-
kvæmara að nota þjónustuna ef
útibú tryggingafélagsins er staðsett
í sveitarfélaginu,“ segir Lilja Björg
og bendir á að önnur sveitarfélög
hafi verið með sambærileg ákvæði í
útboðsgögnum án þess að athuga-
semdir hafi verið gerðar.
Útboð trygginga stöðvað
Borgarbyggð gerði að skilyrði í útboði á tryggingum að félagið væri með eða opnaði
útibú í sveitarfélaginu Kærunefnd útboðsmála telur líkur á að skilyrðið sé lögbrot
Bærinn við brúna Borgarneskirkja rís hæst á holtinu, við hlið skólans.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019
TM, Síðumúla 24, 108 Reykjavík · 515 2000 · tm.is
TM hf. hyggst bjóða til sölu 93.750.000 nýja hluti í TM, eða sem samsvarar um 13,8% af
útgefnu hlutafé félagsins. Markmið útboðsins er fjármögnun á kaupum TM á öllu hlutafé
Lykils fjármögnunar hf.
Heildarsöluandvirði útboðsins er áætlað nema 3,0 milljörðum króna, fáist áskrift að öllum þeim hlutum sem
boðnir eru til sölu í útboðinu.
Útboðið nær til nýrra hlutabréfa í félaginu og skiptist í tvennt:
1. Forgangsréttarútboð til hluthafa í TM
2. Almennt útboð til íslenskra fjárfesta
Bæði forgangsréttarútboðið og almenna útboðið lúta reglum laga nr.
108/2007 um verðbréfaviðskipti varðandi almenn útboð. Í auglýsingu þessari
er hugtakið “útboð” notað sem samheiti um útboðin tvö.
Heildarfjöldi útgefinna hluta í TM hf. (“TM”) er 678.142.669 og hyggst
félagið gefa út 93.750.000 nýja hluti til viðbótar. Hver hlutur er 1 króna að
nafnverði og hafa hlutirnir verið gefnir út í samræmi við íslensk lög. Viðskipti
með hina nýju hluti verða í kerfum Nasdaq Iceland undir auðkenninu TM
(ISIN: IS0000000586).
Allir hlutir í útboðinu verða seldir á sama útboðsgengi sem verður 32,0 kr. á
hlut eða sem samsvarar 9,1% afslætti af dagslokaverði hlutabréfa TM á
Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. þann 3. desember 2019. Forgangsréttar-
hafar að hinum nýju hlutum TM eru þeir aðilar sem skráðir eru hluthafar TM
kl. 17:00 (GMT) þann 12. desember 2019 og þeir aðilar sem fengið hafa
forgangsrétt framseldan til sín og tilkynnt hafa um framsalið fyrir þann tíma
samkvæmt reglum útboðsins.
Seljandi mun fyrst úthluta hinum nýju hlutum til þeirra aðila sem njóta forgangs-
réttar. Verði enn nýjum hlutum í TM óúthlutað eftir úthlutun til forgangsréttar-
hafa, verður þeim úthlutað í almenna útboðinu og mun útgefandi einhliða
ákveða hvernig úthlutun þessara hluta verður háttað.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðsins verði birtar opinberlega 13. desember
2019. Eindagi kaupverðs í útboðinu er áætlaður þann 17. desember 2019
og er gert ráð fyrir að hinir nýju hlutir verði teknir til viðskipta og að viðskipti
með þá hefjist þann 18. desember 2019.
Arion banki hefur umsjón með útboðinu og er einnig söluaðili í útboðinu.
Helstu skilmálar útboðsins:
Engin lágmarksfjárhæð er á áskriftum í forgangsréttarútboðinu
Hver áskrift í almenna útboðinu skal vera að lágmarki 100.000 kr.
Tekið verður við áskriftum á vef Arion banka hf. (www.arionbanki.is/
tm-utbod) frá 9. desember 2019 kl. 10:00 (GMT) til 12. desember 2019
kl. 17:00 (GMT)
Fjárfestar hafa heimild til að bæta við áskrift sína eða fella hana niður á
útboðstímabilinu
Aðstoð vegna útboðsins má nálgast hjá verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Arion
banka í síma 444-7000 milli kl. 09.00 og 16.00 dagana 9. desember til
12. desember 2019 og tölvupóstfanginu tm-utbod@arionbanki.is
Minnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að
áskrift í útboðinu er bindandi við lok útboðstímabilsins.
Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel upplýsingar um TM og skilmála
útboðsins í lýsingu TM og er sérstaklega bent á kafla um áhættuþætti, bæði
er varðar rekstur TM og almenna áhættu sem er samfara því að fjárfesta í
hlutabréfum.
Nánari upplýsingar:
Útgefandi lýsingar er TM hf., kt. 660269-2079, Síðumúla 24, 108 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um TM, hlutabréf félagsins og skilmála útboðsins má
finna í lýsingu félagsins sem dagsett er 4. desember 2019 og birt er á
www.tm.is/fjarfestar. Þar má nálgast lýsinguna næstu 12 mánuði.
HLUTAFJÁRÚTBOÐ HEFST KL. 10:00 Í DAG
Matvælastofnun hefur veitt Sam-
herja fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til
framleiðslu á 3.000 tonnum af laxi
og bleikju á Stað við Grindavík.
Fyrirtækið var áður með rekstrar-
leyfi fyrir 1.600 t. seiða- og matfisk-
eldi á laxi og bleikju á sama stað, að
því er segir á heimasíðu Mast.
Starfsemin er einnig háð starfs-
leyfi Umhverfisstofnunar. Fram-
kvæmd fyrirtækisins er ekki mats-
skyld skv. ákvörðun Skipulags-
stofnunar í samræmi við lög um
mat á umhverfisáhrifum.
Fá leyfi til að auka
eldi við Grindavík
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grindavík Samherji fær leyfi til að auka
eldi á laxi og bleikju á Stað við Grindavík.
Afli togara hefur ekki verið sér-
stakur að undanförnu, en annað
slagið hafa þó komið ágæt skot eins
og greint er frá á vef Síldarvinnsl-
unnar. Smáey VE fékk í upphafi
síðustu viku fullfermi af karfa og
ufsa á skömmum tíma.
Farið var úr höfn í Vestmanna-
eyjum klukkan 4.45 um morguninn
á fullveldisdeginum og komið til
hafnar klukkan 8 næsta kvöld með
fullfermi eða 70 tonn af karfa og
ufsa. Aflinn fékkst í Reynisdýpinu
eða suður af Hjörleifshöfða, en
þangað er um fjögurra tíma stím
frá Eyjum. Þarna fékkst mest ufsi
yfir nóttina en karfi yfir daginn.
Góður afli Smáeyjar