Morgunblaðið - 09.12.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
Erum með samning við
júkratryggingar íslands
arðandi sérsmíðaða skó
og fleira
Komdu strax í dag
Við erum hér til að aðstoða þig! -
s
-
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Lýðheilsumál taka til flestra
þátta samfélagsins og inntakið að
skapa umhverfi sem gerir fólki
kleift að blómstrar í leik og
starfi,“ segir Guðrún Magnús-
dóttir lýðheilsu- og hjúkrunar-
fræðingur sem nýlega var ráðin
sérfræðingur Reykjanesbæjar í
lýðheilsumálum. Í samstarfs-
samningi þeirra stjórnmálaafla
sem nú mynda meirihluta í bæj-
arstjórn Reykjanesbæjar var
stofnað sérstakt lýðheilsuráð og
er hlutverk þess að efla heilsu
íbúa með forvörnum, heilsuefl-
ingu og snemmtækri íhlutun. Um
þessar mundir er svo verið að
móta sérstaka lýðheilsustefnu
fyrir Reykjanesbæ er annað sveit-
arfélagið á landinu til að fara í
slíka stefnumörkun. Hitt er Kópa-
vogsbær.
Heilbrigði er vellíðan
„Hér í bæ á að taka þessi mál
af miklum kappi og mér finnst
heiður að taka þátt í starfinu.
Skipulagsmál, skólastarf, sam-
göngur, velferð og umhverfi; í öll-
um þessum verkefnum sveitarfé-
laga og fleirum þarf að hafa
sjónarmið um lýðheilsu í huga og
vitundin fyrir slíku er að aukast,“
segir Guðrún. „Heilbrigði er and-
leg, líkamleg og félagsleg vellíðan
en ekki bara að vera laus við sjúk-
dóma og örorku. Það skiptir til
dæmis hvert fólk sækir þjónstu og
hvort hana megi sækja fótgang-
andi eða eða hvort þar þurfi á
bæði. Í því samhengi skipta sam-
göngur máli eða hvort fólk þurfi
að fara um svæði þar sem mikil
mengun er. Gott framboð af holl-
um mat skiptir líka máli, rétt eins
og hreinlæti.“
Stuðst við leiðarvísa
Velferðarráðuneytið gaf út
lýðheilsustefnu og aðgerðaáætlun
í september 2016 þar sem sér-
staklega var horft til málefna
barna og ungmenna að 18 ára
aldri. Þar er lögð áhersla á að við
áætlanagerð stjórnvalda sé gætt
að áhrifum á heilsu og líðan íbúa í
samfélaginu. Stefnan gildir til
ársloka 2019. Þetta hefur gefið
tóninn og lýðheilsumál í sinni
breiðustu merkingu hafa öðlast
þyngd og væri, svo sem í Reykja-
nesbæ Fulltrúar sveitarfélagsins
skrifuðu fyrir nokkrum árum
undir samning við Embætti land-
læknis um Heilsueflandi sam-
félag. Í krafti þess er unnið heild-
stætt með áhrifaþætti heilbrigðis
sem svo fléttast saman við Heims-
markmið Sameinuðu þjóðanna -
þar sem sjálfbærni er algjört lyk-
ilatriði.
Í stefnumótun í lýðheilsu-
málum er mikilvægt, segir Guð-
rún, að styðjast við leiðarvísa,
mælikvarða og upplýsinga úr
gagnagrunnum. Má þar nefna
lýðheilsuvísa Landlæknis, sem ná
til hvers heilbrigðisumdæmis
landsins. Hvað Suðurnesin varðar
kemur þar fram að notkun þung-
lyndislyfja er hvergi á landinu
minni og fullorðnir á svæðinu
telja sig hamingjusamari en
margir aðrir. Meðal neikvæðra
þátt má má nefna hátt hlutfall
mæðra undir tvítugu, stuttur næt-
ursvefn fullorðinna og hvergi á
landinu er þátttaka kvenna í
skimun fyrir leghálskrabbameini
minni en á Suðurnesjum.
Fjórðungur bæjarbúa
af erlendum uppruna
„Þá ber einnig að nefna
Framfaravogina sem mælir fé-
lagslegar framfarir sveitafélaga
og sem er algjör gullkista töl-
fræðilegra gagna. Vogin er
stjórntæki eða einskonar vegvísir
sem hjálpar sveitarfélögum að
byggja upp umhverfi og innviði
sem stuðla að félagslegu öryggi,
heilbrigðum lífsháttum og sam-
félagslegri þátttöku allra íbúa,“
segir Guðrún og að síðustu: „Al-
menn þátttaka er annars forsenda
þess að vel takist til í lýðheilsu-
málum. Svo verður að halda því
til haga að samfélagið í Reykja-
nesbæ er flóknara en mörg önnur
sveitarfélög fyrir þær sakir að um
fjórðungur bæjarbúa er af erlend-
um uppruna sem margir eru ekki
mjög virkir í samfélaginu. Okkur
er í mun að ná til þess hóps líka;
slíkt er klárlega í anda lýðheilsu-
stefnu.“
Lýðheilsuráð í Reykjanesbæ og stefnan nær til allra sviða
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lífsgæði Skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að blómstra í leik og starfi,“ segir Guðrún Magnúsdóttir.
Heilsan og hamingjan
Guðrún Magnúsdóttir er
fædd 1989. Hjúkrunarfræð-
ingur ásamt því að hafa meist-
aragráðu í lýðheilsuvísindum
frá læknadeild Háskóla Íslands.
Hefur lengi unnið á Landspít-
alanum; geðsviði, bráða-
móttöku barna og við heilsu-
skóla Barnaspítala Hringsins
síðastliðin ár.
Tók fyrr í haust við starfi
sérfræðings í lýðheilsumálum
hjá Reykjanesbæ.
Hver er hún?
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég fagna þessum breytingum. Allt
smátt hjálpar,“ segir Þorgerður
María Þorbjarnardóttir, gjaldkeri
félagsins Ungir umhverfissinnar.
Fjölmörg íslensk framleiðslufyr-
irtæki hafa á liðnum vikum og mán-
uðum tilkynnt að þau hafi eða ætli
sér að skipta yfir í umhverfisvænni
umbúðir um vörur sínar. Í síðustu
viku var greint frá því að Emmessís
ætli sér að skipta út plastísboxum
og selja ísinn í staðinn í pappaum-
búðum. Stærri umbúðir hjá fyrir-
tækinu verða
með plastinnsigli
og því er farið frá
að notast við
100% plast yfir í
83% pappa.
Mjólkurvinnsl-
an Arna kynnti
fyrir skemmstu
umhverfisvænni
umbúðir um ab-
mjólk, pappamál
sem innihalda 85% minna plast en
áður.
Morgunblaðið hefur nýlega greint
frá því að bæði Ölgerðin og CCEP á
Íslandi ætli að skipta yfir í umhverf-
isvænni gosflöskur sem verða að
stórum hluta gerðar úr endurunnu
plasti.
Þá hefur blaðið einnig greint frá
því að stórum hluta af bókum í jóla-
bókaflóðinu í ár er ekki pakkað í
plast og munar um minna.
Svari kröfum um breytingar
Þorgerður María segir að hvert
skref skipti máli og til að árangur
náist þurfi hugarfarsbreytingu hjá
almenningi og fyrirtækjum að öllu
leyti.
„Við sem neytendur þurfum að
setja þá pressu á fyrirtækin að þau
svari kröfu fólksins um breytingar.“
Sem kunnugt er hefur ríkisstjórn-
in ákveðið að leggja áherslu á að-
gerðir gegn plastmengun og eflingu
hringrásarhagkerfisins.
Hefur stjórnin kynnt áform um
breytingu á lögum um hollustuhætti
og mengunarvarnir. Markmiðið
verður að draga úr áhrifum plasts á
umhverfið og heilsu fólks. Jafnframt
að hreinsa plast úr umhverfinu,
vekja neytendur til umhugsunar um
neyslu og umhverfisáhrif plasts,
draga úr notkun einnota plastvara
og styðja við notkun fjölnota vara.
Sífellt fleiri skipta út plastinu
Framleiðendur skipta yfir í umhverfisvænar umbúðir „Svara kröfu fólksins“
Nýtt útlit Emmessís fæst nú í
pappaumbúðum í stað plastboxa.
Þorgerður María
Þorbjarnardóttir
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Sagnfræðilegar heimildir benda til
þess að sjálfstæðishetjan Jón Sig-
urðsson hafi verið undir áhrifum
þýskra ríkisvísinda fremur en frjáls-
lyndisstefnu og þannig verið fylgj-
andi auknum ríkisafskiptum. Þetta
segir Sveinn Máni Jóhannesson, ný-
doktor í sagnfræði, en hann færir
rök fyrir þessu í grein sinni Far-
sældarríki Jóns Sigurðssonar, sem
birtist í nýjasta hefti tímaritsins
Sögu. Ríkisvísindi eru að sögn
Sveins akademískt fag sem Jón til-
einkaði sér í Kaupmannahafnarhá-
skóla og snerist um það hvernig
stýra ætti ríkjum með skilvirkum
hætti með sérstakri áherslu á að hið
opinbera bæri ábyrgð á að efla ham-
ingju, velferð og farsæld þegnanna.
Telur Sveinn að skortur á rann-
sóknum á stjórnmálahugmyndum
frá samtíma Jóns og erlendu sam-
hengi þeirra vera ástæðuna fyrir því
að lítið er vitað um hugmyndafræði
hans. Hann segir jafnframt að mikil
tilhneiging sé til þess í íslensku
fræðasamfélagi að flokka flestar
hugmyndir undir frjálslyndisstefnu
og þjóðernishyggju. Telur hann að
hugmyndafræði Jóns Sigurðssonar
hafi verið flóknari en svo.
Ríkisvaldið mikilvægt
„Hann taldi að ríkisvald ætti mik-
ilvægu hlutverki að gegna til að snúa
því sem kalla mætti óheillaþróun Ís-
landssögunnar; mikilli fátækt og
niðurníðslu, við,“ segir Sveinn í sam-
tali við Morgunblaðið. Hann segir
Jón hafa notað hugmyndir ríkisvís-
inda meðal annars til að gagnrýna
Danakonung fyrir að skipta sér of
lítið af Íslandi og að hann hafi talið
það vera ástæðuna fyrir því hversu
illa þjóðin var sett.
„Hann taldi lausnina meðal ann-
ars felast í því að það yrði að vera
innlend landstjórn og hann notaði
hugmyndir frá ríkisvísindum til þess
að færa rök fyrir því af hverju Ísland
ætti að fá aukna sjálfstjórn. Þetta
var sú pólitíska orðræða sem honum
fannst líklegust til árangurs í sjálf-
stæðisbaráttunni,“ segir Sveinn.
Aðspurður hvort Sveinn telji Ís-
lendinga hafa raunsæja mynd af
Jóni Sigurðssyni neitar hann.
„Ég myndi segja að hún væri svo-
lítið langt frá því enn þá. Og ekki
bara í sambandi við Jón heldur alla
frumkvöðla sjálfstæðisbaráttunnar.
Ég held að við séum svolítið að
varpa okkar hugmyndum á þá. Ég
held að við áttum okkur ekki á því
hversu langt í burtu þeir voru í raun
og veru frá okkar hugmyndaheimi.
Þeir tilheyrðu dálítið öðrum hug-
myndaheimi en við gerum okkur
grein fyrir,“ segir Sveinn.
Jón fylgjandi
ríkisafskiptum
Taldi Dani skipta sér of lítið af Íslandi
Forseti Jón var líklega ekki mikill
frjálslyndismaður í nútímaskilningi.