Morgunblaðið - 09.12.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019
LÉLEG
RAFHLAÐA?
Við skiptum
um rafhlöðu
samdægurs
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
Þegar Leppalúði
hitti grænlenska tröll-
karlinn Oolaorsoq í
fyrsta sinn stóðu þeir
lengi og horfðu í glyrn-
urnar hvor á öðrum.
Álengdar fór Grýla
hamskiptum og þóttist
vera klettur meðan
elsti sonur hennar
Letihaugur horfði á
feður sína, óvitandi
hvað hann ætti að hugsa, og beið.
Í leyni á bak við þar næsta fjall lá
Grínskaði, eldri bróðir Letihaugs,
og glóðu í honum glyrnurnar meðan
hann beið eftir Tröllkarlaslag.
Nokkuð sem gerist sjaldan og yf-
irleitt efni í langar og drjúgar sög-
ur.
Þeir fáu sem fengið hafa að kynn-
ast Leppalúða vita að hann er dulur
og magnaður tröllkarl og þú dregur
ekkert upp úr honum. Hann er þó
furðu umburðarlyndur við ofgnótt
kjánalegra spurninga, svip-
brigðalaus að mestu, en stundum
sérðu á annarri augabrún að sjálfs-
vöruð ályktun við spurningu var
kórrétt: Sumsé, flókinn.
Undir kvöld leit annar tröllkarl-
inn yfir hafflötinn sunnan við Krísu-
víkurbjarg, leit svo á hinn, sem
kinkaði kolli. Síðan settust þeir upp
í Geitháls og kepptust við að grýta
grjóti á borð við Fullsterkan sem
lengst á haf út. Með morgninum var
Letihaugur sestur fyrir aftan feður
sína og taldi skorin. Grínskaði var
farinn í fússi norður á Strandir.
Þegar Slöpp gamla sagði mér
þessi fyrstu kynni manns síns við
blóðföður sinn þóttist Letihaugur
vera upptekinn við lestur Kletta-
frétta, nýbakaðar tröllasmákökur
voru með kaffinu, hlýjan í eldhúsi
Slappar yljaði túristunum sem utan
við tröllahellinn voru að dást að
hvernum í Seltúni. Stutt var til jóla.
Löngu síðar urðu Oolaorsoq og
Grínskaði perluvinir og eru enn,
þeir ferðast mikið saman og hafa
margar skemmti- og reynslusögur
að segja af ferðum sínum. Best er
sagan af því þegar fimm ára rúss-
nesk stúlka um hávetur – óvitandi, á
dymbilvikunni – leiddi í ljós fyrir
honum mikilvægi þess að þeir yrðu
vinir og samstarfsfélagar.
Sagan af því þegar Letihaugur
guðaði á gluggann hjá mér um
miðja nótt til að vekja mig og bera
mig á herðum sér heim í Seltún að
hitta föður sinn, sem var kominn í
heimsókn til skáfjölskyldu sinnar,
hefur verið sögð annars staðar. Að-
eins einum jólum fyrr hafði ég spurt
í fjallasal, óvitandi að oft er í kletti
hlerandi tröll: hvert skyldi vera
hlutverk þessa græn-
lenska tröllkarls í ís-
lensku jólasögunni?
Eitt sinn, í heimsókn
í hlýjum hellinum hjá
Grýlu, spurði ég hvort
ég myndi einhvern
tíma hitta „gömlu
hennar“. Svaraði hún
rólega: „Nei, kúturinn
minn, hún gamla mín
er af gamla skólanum.“
Grýla útskýrði það
ekki frekar en ég skildi
á augabragði hvers vegna þessi
stóra fjölskylda Grýlu og Leppalúða
er stolt af þátttöku sinni í því að ís-
lensk jól verða ávallt haldin og að
börn um gjörvalla veröld læra mik-
ilvægi þess að virða uppruna þess
sem Þórbergur kallaði „nið ald-
anna“ og hvers vegna þroskað fólk
veit að það er svo miklu fleira í til-
verunni sem skiptir miklu máli en
það eitt sem við getum mælt með
stikum og skífum.
Morgunblaðið birti góðfúslega
grein mína „Trúarofsóknir hinna
trúlausu“ hinn 19. desember 2016.
Þar leitaðist ég við að rökstyðja að
aðför sósíalista, í fjölmiðlum, skól-
um og í stjórnmálum, að jólahaldi
barna og þekkingu þeirra á nið lið-
innar frumspeki, er trúarofbeldi,
hér rökstyð ég að það sé aðför að
frumspekilegri menningu og þar
með að öllu því sem við höldum dýr-
ast en getum ekki verðlagt.
Hvernig mælirðu vináttu eða
verðleggur ást? Hvernig útskýrirðu
hugtakið virðing; hugtak sem öll
spendýr skilja og virða. Eins og
Gunnar Gunnarsson rithöfundur
reit: „Sá sem heldur að dýrin hafi
enga sál hefur aldrei umgengist
dýr.“ Það sama á við um jólasvein-
inn. Ef þú hefur misst getuna til að
sjá hann og þekkja hann muntu
seint læra það sem hann vill færa
þér, sem er frumspekileg og dýr-
mæt gjöf. Hvaða þrjár ómælanlegu
frumspekilexíur voru dulkóðaðar í
þessari grein?
Vona ég að enginn sósíalisti eða
guðleysingi hafi móðgast eða upp-
lifað særðar tilfinningar við lest-
urinn. Virðing var markmiðið, hafi
það mistekist voru mistökin mín.
Frumspekilegt
gildi jólasveinsins
Eftir Guðjón E.
Hreinberg
» Tvær stuttar örsög-
ur af því hvers
vegna við virðum jóla-
sveininn en gleymum
stundum hvers vegna
eða síðan hvenær.
Guðjón E. Hreinberg
Höfundur er heimspekingur.
gudjonelias@gmail.com
Sovét-Ísland, óska-
landið, heitir bók
Þórs Whitehead er út
kom 2010. Stórmerk
bók um sögu vinstri-
mennskunnar á Ís-
landi, einkum á fyrri
hluta síðustu aldar,
þegar kommúnistar
og róttækir vinstri-
sinnar gerðu ítrek-
aðar tilraunir til bylt-
ingar og valdaráns á
Íslandi. Með falli Sovétríkjanna
1991 má segja að hafi orðið viss
þáttaskil við hugmyndafræðilegt
gjaldþrot kommúnismans, en hin
bjargfasta alþjóðahyggja þeirra og
annarra vinstrimanna helt þó velli
og nú undir öðrum formerkjum.
Hin skefjalausa alþjóðavæðing, al-
þjóðahyggja, glóbalismi og No
Borders og tilurð Evrópusam-
bandsins á grunni slíkra hugsjóna
varð þeim algjör himnasending,
því undravert samspil hins al-
þjóðlega kapítals og alþjóðahyggju
sósíalista kemur nú fram undir
handleiðslu Georgs nokkurs Soros,
spákaupmanns og verðbréfabrask-
ara, sem enn sér ekki fyrir end-
ann á. Þar skal þjóðríkinu fórnað
á altari galopinna landamæra,
frjáls flæðis fólks, fjármagns og
vöru og þjónustu. Hvað sem það
kostar!
Glóbalisminn nær
fótfestu á Íslandi
Og ekki er að sökum að spyrja;
alþjóðasinnaða vinstrið á Íslandi
fellur að fótskör glóbalismans,
m.a. með því að hefja baráttu fyrir
aðild Íslands að ESB, arftaka hins
sáluga Sovéts, með allt sitt sov-
éska yfirþjóðlega vald og ofur-
miðstýringu. Þjóðleg viðhorf og
gildi skulu afmáð í anda vinstri-
mennskunnar (Soros) enn sem
fyrr. Það athyglisverðasta er að
þessi þróun á Íslandi er á skjön
við þá pólitísku þróun sem nú á
sér stað í Evrópu og víðar, sbr.
BNA, þar sem almenningur rís
upp til varnar þjóð-
ríkjum sínum og þjóð-
legir stjórnmálaflokk-
ar og leiðtogar koma
inn á sviðið og hasla
sér þar völl. Segja má
að hin þjóðlegu borg-
aralegu öfl á Íslandi
hafi brugðist skyldu
sinni á stjórn-
málasviðinu við að
halda hinni al-
þjóðasinnuðu og
óþjóðhollu vinstri-
mennsku á Íslandi í
skefjum. Já orðið utangátta,
hreinlega. Myndun núverandi rík-
isstjórnar undir forystu sósíalista
er besta sönnun þess, svo og þær
sósíalísku áherslur sem hún stend-
ur fyrir. Og auðvitað ganga
vinstrisinnar þar með á lagið, því
hvert vígi þjóðlegra borgaralegra
gilda og viðhorfa og kristinna fell-
ur. Jafnvel biskupinn fær andköf
og talar um siðrof! Og er þá mikið
sagt! Hvert ruglfrumvarpið á Al-
þingi af öðru er samþykkt, sbr.
kynrænt sjálfræði sem umturnar
íslenskum mannanöfnum, fóstur-
dráp allt að 22 vikna meðgöngu í
anda marxisma, orkumál Íslands
færð til yfirþjóðlegs valds í Bruss-
el og nú frumvarp dómsmálaráð-
herra um að leyfa skotleyfi á ís-
lenska fánann, sameiningartákn
Íslendinga. Fyrir utan allt lofts-
lagstrúboðið sem virðist eiga að
skattleggja þjóðina inn að beini,
svo hundruðum milljarða nemur,
næstu tvo áratugi, og enginn veit
hvernig skal greiða í loftslagshít
ESB, því engar líkur eru á að Ís-
land standi við hinar óvísindalegu
skuldbindingar sínar. Sem er í
raun Icesave taka 2. Já svo fátt
eitt sé nefnt. Þannig er látlaust
ráðist á íslenska þjóðríkið og
grunnstoðir þess. Og þannig
stækkar djúpið ört milli þings og
þjóðar og embættismannaelít-
unnar, á meðan stjórnmálaflokk-
urinn (XD) sem átti að vera í upp-
hafi brjóstvörn þjóðlegra kristinna
gilda og viðhorfa en hefur nú gjör-
samlega brugðist í faðmi sósíalista
og vinstrimennsku, glóbalista,
minnkar óðfluga.
Glóbalistar og EES ógna
þjóðfrelsi og fullveldi Íslands
Á þessu ári eru 25 ár frá því að
samningurinn um EES tók gildi
illu heilli, því í dag er hann orðinn
ekkert annað en beint aðildarferli
Íslands að ESB, að þjóðinni for-
spurðri, með alls kyns tilskipunum
og reglugerðafargani sem stand-
ast ekki einu sinni stjórnarskrá,
fyrir utan gríðarlegan kostnað
langt umfram kosti hjá örþjóð sem
okkar. Með beinum stuðningi
glóbalista innan þings og utan og
þeim alvarlega hlut að enn hefur
Alþingi ekki borið gæfu til að
draga umsókn Íslands að ESB frá
árinu 2009 til baka. Allt ber því að
sama brunni: Glóbalistar og EES
ógna nú þjóðfrelsi og fullveldi Ís-
lands sem aldrei fyrr, nú síðast
með orkupökkum ESB. Eru þá
glóbalistar að yfirtaka Ísland?
Vonandi ekki. En til að koma í veg
fyrir það verða sannir Íslendingar
að losa sig úr fjötrum EES og
gera fríverslunarsamninga við
flestar þjóðir heims sem frjáls
þjóð á jafnréttisgrundvelli, sbr.
við vini okkar í vestri, Bandaríkin,
og í austri vini okkar Rússa, og
aflétta fráleitu viðskiptabanni á
þá. Til þess þarf pólitískt þor og
stefnufestu! Stjórnmálaflokk sem
tekur íslenska þjóðarhagsmuni
fram yfir allt annað. Frelsisflokk-
urinn er tilbúinn í þá baráttu fái
hann til þess stuðning! Þinn
stuðning! Áfram frjálst Ísland!
Eru glóbalistar
að yfirtaka Ísland?
Eftir Guðm. Jónas
Kristjánsson
» Allt ber því að sama
brunni. Glóbalistar
og EES ógna nú þjóð-
frelsi og fullveldi Ís-
lands sem aldrei fyrr,
nú síðast með orku-
pökkum ESB.
Guðmundur Jónas
Kristjánsson
Höfundur er bókhaldari og situr
í flokksstjórn Frelsisflokksins.
gjk@simnet.is
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is