Morgunblaðið - 09.12.2019, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019
Prófessor Rögnvald-
ur Hannesson, sem
kalla má einn af guð-
feðrum íslenska afla-
marksismans, sagði í
aðdragandanum þessa
gullvægu setningu:
„Það er ekki hægt að
ofveiða botnlægar fisk-
tegundir líffræðilega,
það er eingöngu hægt
að ofveiða þær hag-
fræðilega.“ Þessi setning er að öllum
líkindum rétt en gallinn við hana er
að hún segir bara hálfan sannleikann.
Til að skilja hvað ég á við skulum
við skipta út orðinu veiða fyrir orðið
vernda og viti menn, setningin er
ennþá sönn og rétt. Það er ekki hægt
að ofvernda botnlægar fisktegundir
líffræðilega, það er eingöngu hægt að
ofvernda þær hagfræðilega. Ef eitt-
hvað er er seinni útgáfan öruggari en
sú fyrri því í henni er ekki fólgin
óvissan um hvort hægt sé að veiða
síðasta fisk tegundar. Seinni útgáfan
hefur það líka umfram þá fyrri að hún
gildir um allar lífverutegundir en
ekki bara um botnlægar fisktegundir,
þ.e. lífríkið getur komist af án mann-
legra afskipta.
Sá sem skilur þetta eðli lífríkisins
mun síður falla í þá gryfju að ímynda
sér að hægt sé að ávaxta fjármuni
endalaust í hafinu. Hann hlýtur að
skilja að við aukna vernd vex lífsbar-
áttan og orkan sem í hana fer verður
ekki notuð til vaxtar. Vísindamenn
viðurkenna þetta óbeint með notkun
setninga eins og að stofn sé í jafnvægi
og er það orðatiltæki bæði haft um
veiddar og óveiddar tegundir.
Til að geta nýtt lífríkið af einhverju
viti þurfa menn því bæði að gera sér
grein fyrir breytilegu þoli tegund-
anna við veiði og vernd og áhrifum
þeirra hverrar á aðra, sem er líklega
erfiðara viðfangsefni en vísindamenn
ráða við. Ofurfrjósamir sjálfráns-
fiskistofnar þola veiðar betur en
margir aðrir stofnar en misskilin
vernd getur auðveldlega leitt til orku-
skorts sem þeir leysa að sjálfsögðu
með sjálfráni þegar skortur er orðinn
á öðru fæði og rými.
Frá því að Íslendingar tóku að tak-
marka þorskveiðar 1984 í kjölfar
svartra skýrslna eru liðin 35 ár sem
er helmingur ævi minnar. Hinn helm-
ing ævi minnar var sóknin meira og
minna frjáls og þá var
heildarþorskaflinn, með
afla útlendinga, að með-
altali meira en helmingi
meiri en hann varð að
meðaltali síðan 1984. Þar
sem hér er um að ræða
mun sem orðinn er marg-
faldur heildarstofnþungi
þorskstofnsins hvenær
sem er á tímabilinu,
hljóta menn að velta því
fyrir sér hvort veiðiálagið
hafi undanfarið verið nóg
til að skapa rými fyrir vöxt og nýliðun
stofnsins. Ég tel svo ekki vera. Vissu-
lega gat stundum verið fyrirhöfn að
ná þessum afla og vinna hann en sú
fyrirhöfn var vinna sjómanna og
verkafólks sem voru íbúar sjáv-
arþorpa landsins, sem mörg hafa nú
verið dæmd úr leik.
Áætlunarbúskapur fjármagnsins
og vísindanna, aflamarksisminn, er
ekki fyrsti isminn sem skilar annarri
niðurstöðu en til var ætlast og lætur
sér fólk, þorp og orkusóun lífríkisins í
léttu rúmi liggja. Þar á bæ er ein-
göngu hugsað um að ávaxta fé sem
hraðast og með sem minnstri fyr-
irhöfn og til þess þurfa heimildirnar
að vera takmarkaðar og sóknin lítil.
Það er ekki lengur talið arðbært að
tína arfann úr óræktinni eða grisja
fyrir vexti og því er uppskeran rétt
rúmur helmingur þess sem hún hefði
getað orðið. Þeir sem vilja nýta líf-
ríkið á auðveldan máta nota gjarnan
hið gildishlaðna orð sjálfbærni. Orðið
hefur lítið gildi annað en að vera
mannfjandsamlegt nema tekið sé tillit
til allra þátta, þ.e. sköpunar, eyðingar,
mögulegs vaxtarrýmis og tiltækrar
orku. Það er hvorki mannúðlegt né
skynsamlegt að setja of margar rollur
á ofbeitta hlíð. Er það ekki sameig-
inlegur skilningur okkar allra?
Lifið heil.
Aflamarksisminn –
Um veiði og vernd
Eftir Sveinbjörn
Jónsson
»Áætlunarbúskapur
fjármagnsins og vís-
indanna, aflamarksism-
inn, er ekki fyrsti isminn
sem skilar annarri nið-
urstöðu en til var ætlast.
Höfundur er sjómaður og
ellilífeyrisþegi.
svennij@simnet.is
Sveinbjörn Jónsson
Í nýlegri úttekt á
rekstri eftirlitsstofnana
ríkisins kom fram að
árið 2018 hefðu 115
manns unnið á Um-
hverfisstofnun og út-
gjöld þar á bæ numið
2,161 milljarði. Útgjöld
Skipulagsstofnunar
komust þarna ekki í
hálfkvisti, en þau voru
einungis 326,5 milljónir
og starfsmenn 26. Í
þessari úttekt var ekkert á það
minnst í hverju þessi stærðarmunur
væri fólginn, en báðar þessar stofn-
anir hafa eftirlit með notkun og nýt-
ingu Íslands. Það rifjaðist hins vegar
upp fyrir mér að þegar ég vann hjá
Skipulagi ríkisins fyrir mörgum árum
þá skipulagði sú stofnun allt þéttbýli
á Íslandi (að Reykjavík undanskil-
inni) við fjórða mann. Hér má nú á
milli vera og þá var Umhverf-
isstofnun heldur ekki til. Samt er ekki
annað að sjá en að ríkisstjórn og ráð-
herra skipulagsmála séu sátt við þess
þróun og stöðu.
Öll stefnumótun og ákvarðanataka
á þessu sviði skiptir okkur miklu og
ekki síst hvað viðvíkur nokkuð fyrir-
sjáanlegri hlýnun jarðar; hvernig við
tökumst á við framtíð-
ina, mótum okkur
stefnu viðvíkjandi öllum
þeim flóknu málum sem
krefjast úrlausnar,
fylgjum henni eftir og
hvernig við verjum til
þess takmörkuðu fé og
mannafla. Í þessu sam-
bandi hefur nýmæli í
skipulagi, Hverf-
isskipulag Reykjavíkur,
sem borgin hefur ný-
lega bryddað upp á ekki
hlotið verðskuldaða at-
hygli og umræðu, en vinna við þetta
hverfisskipulag hófst árið 2013.
Þótt þetta sé kallað skipulag þá er
hér samt að verulegu leyti um að
ræða hönnunarforskrift fyrir alla
Reykjavík, sem ákveður fyrir heilu
hverfin hvað megi og megi ekki gera.
Nú kann vel að vera að nauðsynlegt
sé að skóla hönnuði upp í góðri hönn-
un, auk þess sem það kanna að flýta
eitthvað fyrir afgreiðslu umsókna, en
á hitt er líka að líta hvort akkúrat
þetta sé það mikilvægasta sem við
getum gert í skipulagsmálum borg-
arinnar á þessum tímapunkti? Ein-
faldari og jákvæðari leið til að auka
gæði hönnunar og umhverfis gæti
líka verið sú að gera meiri kröfur til
menntunar hönnuða og starfsreynslu
heldur en að njörva alla hönnun fyr-
irfram niður í smæstu atriði. Á sama
hátt væri hægt að gera þá sjálfsögðu
kröfu til þeirra sem sýsla við skipulag
að þeir hefðu a.m.k. lokið lágmarks-
prófi í skipulagsfræðum og hefðu að
auki tilskilda starfsreynslu.
Ekki síður virðist ástæða til að
kanna orsakir flótta fyrirtækja og
fólks úr borginni – félagslegar og
hagfræðilegar breytingar sem hafa
átt sér stað í kjölfar þéttingar byggð-
ar og hver sé æskileg framtíðarstefna
borgarinnar í heild til næstu áratuga,
sem líka nær til framtíðarskipulags
hafnarinnar sem hafnarstjóri sagði
nýverið í Morgunblaðinu að væri ekki
til.
Í sjálfu sér er ekki ónýtt að op-
inberir starfsmenn bendi hönnuðum
á að „góð nýting byggist að miklu
leyti á góðri hönnun og útsjónarsemi“
og að „við greiningu hverfa borg-
arinnar hefur komið í ljós að þörf er á
að fjölga íbúðum og þá sérstaklega
minni íbúðum“. Var samt virkilega
nauðsynlegt að greina hverfi borg-
arinnar til að komast að þessu? Aðrar
kvaðir eru líka torskildar eins og
hvers vegna sólarrafhlöður mega
ekki þekja meira en 1/3 þakflatar. Er
það líka ekki svolítið metnaðarlaus
uppgjöf að: „Atvinnuhúsnæði, bíla-
geymslu eða geymsluhúsnæði sem
ekki er lengur not fyrir má breyta í
íbúðir að uppfylltum skilyrðum“?
Auðvitað er samt fróðlegt að fá að
vita að í Árbæ „er náttúruvá vegna
flóða talin lítil í skilmálaeiningunni“.
Maður er líka litlu nær eftir að hafa
lesið skilgreiningu á „byggða-
mynstri“ enda minnir hún talsvert á
skilgreiningu kirkjunnar á því að
guðdómurinn sé bæði einn og þríeinn.
Auk þess er bent á að „hægt sé að
setja hverfisvernd á byggðar-
mynstur, götumyndir eða annað sem
þykir eftirtektarvert og einkennandi
fyrir hverfið eða einingar innan
þess“. Einnig geta götuhliðar líka
fengið sérstaka vernd – en fyrir
hverjum? Með þessu hverfisskipulagi
fylgir 20 síðna rit um „þakbreyt-
ingar“ og þar er ýmislegt fróðlegt að
finna.
Tekið er fram að leiðbeiningarnar
séu ekki tengdar einstökum hverfum
eða skilmálaeiningum heldur séu þær
algildar fyrir öll hverfi borgarinnar. Í
hverfasjá (sja.hvsk.is) má sjá þau
hverfi þar sem hverfisskipulagi er
lokið; þar sem skipulag er í vinnslu og
þau hverfi sem eftir er að „hverfis-
skipuleggja“.
Fróðlegt væri samt fyrir Reykvík-
inga að fá upplýst hvaða til þess bær-
ir sérfræðingar bera faglega ábyrgð á
þessari vinnu. Mikið skortir líka á að
gerð sé grein fyrir því hvaða önnur
vandamál sé verið að reyna að leysa
með þessu hverfisskipulagi og hvaða
árangri menn ætla sér að ná og innan
hvaða tímaramma, þannig að hægt sé
að breyta um stefnu ef tilskilinn ár-
angur er ekki að nást.
Nú er það einu sinni svo að aldrei
er hægt að sjá fyrir allar óskir og
langanir manna um ókomna framtíð
og þaðan af síður æskilegt að reyna
að njörva þær allar niður í ákveðið
form um ókomna tíð. Mannlífið er
fjölbreytt og síbreytilegt fyrirbrigði
og mikill ábyrgðarhluti og ekkert
gamanmál hvernig þessari þróun er
stjórnað þótt menn vilji vera vinir
vina sinna. Form, fegurðarsmekkur
og gildismat núverandi kynslóðar,
mikilvægt þótt það kunni að vera,
ætti ekki að njörva þessa þróun niður
eða setja henni órýmilegar skorður.
Eftir Gest Ólafsson »Miklu skiptir
hvernig við verjum
mannafla og takmörk-
uðu fé til að skipuleggja
framtíðarþróun Íslands
Gestur Ólafsson
Höfundur er arkitekt
og skipulagsfræðingur.
skipark@skipark.is
Skipulag skipulagsins
Við vitnum til orða þinna í Mogg-
anum um daginn um umferðarruglið
í höfuðborginni. Við köllum hana
Sæluborg eins og Bjössi á Ósi. Við
vitum hvernig staðan er í Nýju Delí,
Peking og Tókýó. Hvarvetna um
heimsbyggðina. Burtséð frá allri
loftslagsumræðu. En við Íslend-
ingar keyrum eins og vitlausir menn
stundum! Spyrja má: Hvað eru co-
untry boys að skipta sér af Sælu-
borginni? Svarið er einfalt: Ísland
er land okkar allra. Hagsmunir
landsbyggðar og borgar eru sam-
tvinnaðir hvað sem hver segir.
Er aldrei komið nóg af
steypu, malbiki og sköttum?
Tugum þúsunda of margir bílar
aka fram fram fylking um götur
Reykjavíkur dag hvern. Og bíða og
bíða og bíða. Það er kaos, neyðar-
ástand. Þetta vita allir. Borgin er
stífluð af mannavöldum, eins og þú
nefnir. En ráðið við því skal vera að
byggja fleiri stokka og steina úr
sementi þar sem þrælahaldi með er-
lendu verkafólki er haldið uppi,
meira malbik, stál og gler. Borgast
með himinháum sköttum. Er aldrei
komið nóg af slíku? Til að þóknast
einhverjum sem þurfa að græða
meira. Af hverju má ekki fækka bíl-
um á götum okkar sælu borgar með
einföldu samkomulagi við bílaeig-
endur? Snarfækka ökutækjum í um-
ferðinni strax með snjöllum sam-
göngusáttmála. Þá væri tekið á
raunverulegri orsök vandans. Menn
tala og tala, segir Greta okkar
Thunberg, en gera ekkert. Jú víst!
Meiri steinsteypu, malbik, járn og
gler. Það virðist eina svarið.
Fái greitt fyrir minni akstur
í stað steypu og malbiks
Okkar geggjuðu tillögur hljóða
upp á að ríkissjóður borgi mönnum
fyrir að minnka akstur einkabíla eða
aka þeim alls ekki. Þessir peningar
myndu fara beint út í hagkerfið í
stað þess að festast í steypu, stáli og
malbiki og öllu því tilheyrandi.
Þetta eru hráar hugmyndir. Má
ekki skoða þær, Guðni?
Sérfræðingar segja: Umferðar-
slysin á þessu ári kosta 50-60 millj-
arða. Umferðartafir munu kosta 15
milljarða. Bygging sprengjuheldra
bílakjallara kannski 10 milljarða.
Var einhver að tala um bensín, olíu,
viðhald og fleira og fleira?
Þjóðhagslegur sparnaður yrði
væntanlega gífurlegur af slíkum að-
gerðum. Eiga ekki stjórnvöld alltaf
að hafa það sem forgangsmál? Al-
menningur fengi peninga í stað
hrikalega kostnaðarsamra umferð-
armannvirkja. En viðhald núverandi
vega hefði forgang.
Hliðarráðstafanir:
1. Ókeypis í strætó fyrir alla. Þá
myndu allir fara í strætó! Heldurðu
að það yrði munur eða sjá stundum
örfáa eða engan farþega!
2. Borg og ríki í sameiningu hefðu
samvinnu um að gera leigubíla eins
ódýran og hagkvæman kost og
hægt er svo almenningur sjái sér
hag í að nota þá. Ekki bara eftir
böll!
3. Allir sem vettlingi geta valdið
út að hjóla.
Svo er annað, Guðni. Við vitum að
það þýðir ekki að banna Íslending-
um neitt. Það gera landnáms-
mannagenin. En ætli það fari ekki
að styttast í að unga fólkið segi
hingað og ekki lengra: Hver fjöl-
skylda fái að aka ákveðinn kíló-
metrafjölda á ári. Búið á punktum.
En engan eftirlitsiðnað. Fólkið sjálft
hefði eftirlitið með höndum. Flestar
fjölskyldur myndu trúlega virða
þetta með mórölsku eftirliti ung-
dómsins. Sjálfsagt munu einhverjir
svindla í þessu sem öðru. Það væri
vitið meira ef þetta yrði strax á
morgun. Allt myndi gjörbreytast.
Rúsínurnar í pylsuendanum eru
ekki nefndar hér. Hverjar skyldu
þær vera, Guðni?
Hér er allt gott að frétta. Tíðarfar
hefur verið mjög gott. Flestir vegir
færir. Búið að smala. Enn eru þó
kindur í fjöllum. Til dæmis sex ær
með lömbum á Urðarhlíð utan
Dynjanda. Nokkrir farnir að taka fé
á gjöf. Fiddi á Eyri keypti sér úlpu-
byrði í kaupfélaginu um daginn. Ás-
lákur í Skarði og Anna í Hlíð eru
hætt að vera saman. Það beiddu all-
ir að heilsa.
Áslákur í Skarði og Anna í
Hlíð eru hætt að vera saman
Eftir Hallgrím Sveinsson,
Guðmund Ingvarsson og
Bjarna G. Einarsson
Hallgrímur
Sveinsson
Hallgrímur er bókaútgefandi,
Guðmundur fyrrverandi stöðvarstjóri
Pósts og síma á Þingeyri og
Bjarni fyrrverandi útgerðarstjóri
KD á Þingeyri.
Guðmundur
Ingvarsson
Bjarni Georg
Einarsson
» Opið bréf úr sveit-
inni til Guðna
Ágústssonar: Ætli það
fari ekki að styttast í að
unga fólkið segi hingað
og ekki lengra. Hver
fjölskylda fái að aka
ákveðinn kílómetra-
fjölda á ári.
Fasteignir