Morgunblaðið - 09.12.2019, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Töluvert erum það umþessar
mundir í stjórn-
málum hér og er-
lendis að einstaka
stjórnmálamenn
fái stimpilinn popúlisti, eða
lýðskrumari. Það sama á við
um einstaka flokka, sem fá
þennan stimpil fyrir ýmsar
sakir, gjarnan þó fyrir að vera
á öðrum póli stjórnmálanna en
fjöldi fjölmiðlamanna og ann-
arra sem mest fer fyrir í opin-
berri umræðu. Stundum á
þessi einkunn rétt á sér og
jafnvel mun oftar en hún er
notuð því að margir flokkar og
stjórnmálamenn víða á hinu
pólitíska litrófi reyna að höfða
til almennings í leit að stuðn-
ingi og atkvæðum. Þá elta
menn gjarnan frekar það sem
vinsælt er þá stundina en hitt,
eins og gefur að skilja.
Oft verður úr þessu heldur
ókræsilegur málflutningur og
þeim sem hann hafa uppi ekki
til framdráttar, nema stundum
á hinum pólitíska vígvelli, að
minnsta kosti til skamms tíma
litið. Til lengri tíma kemur
gjarnan í ljós að lýðskrumið
var ekkert annað en það og að
lýðskrumarinn hafði ekkert
gagnlegt fram að færa en
reyndi aðeins að hanga aftan í
vinsældavagninum sem átti
leið hjá þá stundina.
Íslendingar hafa að undan-
förnu fengið að kynnast þessu í
tengslum við umræðu um
óskemmtilegt mál sem rétti-
lega hefur fengið mjög á al-
menning hér þó að það hafi
vakið mun minni athygli er-
lendis en sumir vilja vera láta.
Spillingarmál í Namibíu, sem
hefur tengingar hingað til
lands en þó óljósar og fjarri því
upplýstar að fullu, hefur laðað
fram fjölda lýðskrumara hér á
landi, ekki síst úr stétt stjórn-
málamanna sem hugsa gott til
glóðarinnar eftir langa eyði-
merkurgöngu. Í stað þess að
bíða eftir að málið upplýsist
eftir rannsókn yfirvalda hér og
erlendis geysast þessir stjórn-
málamenn fram nú og krefjast
þess jafnvel að íslenska fisk-
veiðistjórnarkerfinu verði bylt
vegna spillingarmálsins í
Namibíu.
Þetta er auðvitað svo fjar-
stæðukennt að með ólíkindum
er að það nái umræðu, en lýð-
skrumararnir eru nægilega
margir og háværir til að fjar-
stæðan sé rædd. Og athygli
vekur að í mörgum tilvikum er
um sama fólk að ræða og hefur
síðastliðinn áratug talið nauð-
synlegt að breyta stjórnarskrá
landsins vegna þess að bankar
féllu og hafa ekki hætt við
þann ásetning þó að í ljós hafi
komið að Ísland rétti mun fyrr
og betur úr kútnum eftir fjár-
málaáfallið en önn-
ur ríki. Eða hlýtur
það ekki líka að
hafa verið stjórn-
arskránni að þakka
fyrst að hún olli
falli bankanna?
Ein atvinnugrein hér á landi
býr við það að vera sérstaklega
skattlögð umfram nokkra aðra.
Þetta er sjávarútvegurinn en
sem kunnugt er leggur ríkið
sérstakt „veiðigjald“, sem þyk-
ir hljóma betur en sérstakur
skattur á fiskveiðar, á grein-
ina. Sambærilegur aukaskatt-
ur er ekki lagður á aðrar grein-
ar, hvorki þær sem nýta
náttúruna með svipuðum hætti
og sjávarútvegurinn né önnur
fyrirtæki sem nýta sér ein-
hvers konar aðstöðu sem
mætti jafna til náttúru-
auðlinda.
Þessi sérstaða sjávar-
útvegsins, eða fiskveiðanna,
hefur ekki orðið til þess að
gætt sé hófs í þessari auka-
skattlagningu. Þvert á móti er
þessi skattur að lögum ákveð-
inn 33% og hefur verið það um
hríð, þrátt fyrir tal um að hann
hafi verið lækkaður, eins og
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi, benti
á í grein hér í blaðinu á laug-
ardag. En skatturinn er í raun
enn meira íþyngjandi því að
veiðigjaldið á að leggjast á nýt-
ingu auðlindarinnar, sem sagt
fiskveiðarnar, en ekki á til
dæmis markaðsstarf sjávar-
útvegsins, sem hefur verið öfl-
ugt og skilað miklum árangri á
liðnum árum. Heiðrún Lind
bendir á að miðað við áætlanir
geti veiðigjaldið á næsta ári
orðið 51% af hreinum hagnaði
fiskveiða og ofan á það bætist
svo 20% tekjuskattur, eins og á
aðrar greinar.
Þrátt fyrir þennan ofurskatt
reyna lýðskrumarar nú eina
ferðina enn að ráðast gegn
þessari undirstöðuatvinnu-
grein þjóðarinnar og nota til
þess ömurlegt mál í fjarlægu
landi. Ætlunin virðist vera að
hækka skatta á greinina og
helst að bylta fiskveiðistjórn-
arkerfinu, kerfi sem hefur
tryggt stöðugleika og upp-
byggingu í sjávarútvegi, kerfi
sem hefur tryggt að útveg-
urinn hér á landi hefur getað
staðið undir ofursköttum á
sama tíma og keppinautarnir
erlendis búa við ríkisstyrki.
Mikilvægt er að botn fáist í
það mál sem upp kom í Nami-
bíu en það þarf að gerast í rétt-
arkerfinu en ekki með aftökum
án dóms og laga. Ekki er síður
mikilvægt að lýðskrumarar
gæti sín áður en þeir hafa vald-
ið þjóðinni mun meira tjóni
með óábyrgu framferði sínu en
þetta tiltekna mál gat nokkru
sinni gert án þeirra atbeina.
Þeir leynast víða og
geta valdið miklu
tjóni með óábyrgu
framferði sínu}
Lýðskrumararnir
S
ögur af daglegri spillingu eru al-
mennt séð slúður. En kannski kann-
ast þú við svipaða sögu, hefur
kannski orðið vitni að einhverju
álíka. Það þýðir að sagan er líklega
ekki slúður. Ef þú kannast við einhverja svip-
aða sögu og þær sem fram koma hér fyrir neð-
an, endilega sendu þína sögu á bit.do/spilling.
Daglega spillingin gerir spillingu hversdags-
lega. Það býr til kjöraðstæður fyrir meiri og
víðtækari spillingu. Stöðvum spillingu, líka þá
hversdagslegu.
„Venjulega fengum við 30-35 kr. fyrir kílóið
af makríl en einu sinni þegar við þurftum að
landa í annarri höfn í annarri vinnslu þá feng-
um við um 130 kr. fyrir kílóið.“
„Ég setti út á að opinber starfsmaður hafði
skrifað vín sem gos á reikning fyrir mat í ferða-
lagi. Stjórnmálamenn úr ákveðnum flokki í bæjarstjórn
töldu mig vera til vandræða og komu því í veg fyrir að ég
færi til útlanda í ferð á vegum bæjarfélagsins.“
„Ég varð vitni að þjófnaði af lager fyrirtækisins og til-
kynnti það til yfirmanna. Einn þjófanna var rekinn en
hinn var of vel tengdur við flokk og íþróttaliðið á svæðinu.
Ég var síðar hrakinn úr starfi.“
„Fyrir allmörgum árum skipaði forstjóri stærsta vinnu-
veitandans í sveitarfélaginu öllu erlendu vinnuafli að kjósa
tiltekinn stjórnmálaflokk í sveitastjórnarkosningum að
öðrum kosti myndi það missa vinnuna. Þessi hópur var þá
stór hluti íbúa þorpsins.“
„Erlendur verkamaður hjá útgerðarfélagi í litlu bæj-
arfélagi ætlaði að bjóða sig fram á lista nýlegs
stjórnmálaflokks í bæjarstjórnarkosning-
unum. En var hótað að ef hann byði sig fram
þá yrði honum sagt upp. Hann hætti við að
bjóða sig fram.“
„Sjálfstæður atvinnurekandi hrökklaðist úr
bransanum vegna þess að hann fékk fá verk-
efni. Nokkrum árum síðar, í veislu á vegum
stjórnmálaflokks, fékk hann að heyra að hann
hefði nú fengið fleiri verkefni ef það hefði verið
vitað að hann væri í réttum flokki.“
„Á vinnustað með blönduðum hóp íslenskra
og erlendra starfsmanna er bara í boði matur í
verkefnum ef það er Íslendingur í hópnum.“
„Fjöldi opinberra starfsmanna fór á dýra
ráðstefnu erlendis þrátt fyrir að tilefni til þátt-
töku væri ekki augljóst. Eftir á var talað um
ferðina eins og um frí hefði verið að ræða.“
„Ég varð fyrir kynbundnu ofbeldi og var frásögn mín
studd af vitni. Þegar ég átti að skrifa undir skýrslu með
vitnisburði þá sá ég að einungis var brot af frásögninni
skráð í skýrsluna. Mér var tjáð að það væri vegna þess að
gerandinn væri háttsettur í þjóðfélaginu og kæran myndi
aldrei komast neitt hvort sem er.“
„Fimm sóttu um stöðu vegna æskulýðsmála. Fjórir
voru með tengda menntun en ekki sá sem var ráðinn. Póli-
tísk tengsl réðu niðurstöðunni.“
„Ég borgaði fulltrúa eftirlitsstofnunar 50 þúsund kr. á
ári til þess að fá að reka fyrirtækið mitt í friði.“
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
Daglega spillingin
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Landssamband veiðifélaga(LV) gerir ýmsar athuga-semdir við áform um aðlögfest verði ákvæði sem
ætlað er að styrkja minnihlutavernd í
veiðifélögum og leggst að svo stöddu
gegn þeim breytingum sem lagðar eru
til í stjórnarfrumvarpi á lögum um lax-
og silungsveiði. Þar er kveðið á um að
einstaklingi eða lögaðila, eða tengdum
aðilum, verði ekki heimilt að hafa til
ráðstöfunar, í krafti eignarhalds,
meira en 30% atkvæða í veiðifélagi þar
sem sjö eða fleiri lögbýli njóta atkvæð-
isréttar. Nú er kveðið á um í lögum að
eigendur eða ábúendur jarða sem
njóta veiðiréttar fari með eitt atkvæði
hver á félagsfundi veiðifélags.
Í greinargerð með frumvarpinu
segir að frá síðustu endurskoðun lag-
anna vorið 2006 hafi meira kveðið að
því en áður að keyptar séu upp lax-
veiðijarðir í einni og sömu á í fjárfest-
ingarskyni, sem geti leitt til þess að
minnihluti í veiðifélagi verði til lengri
tíma áhrifalítill og einn aðili drottni yf-
ir málefnum félagsins.
Teikn á lofti um að jarðaupp-
kaup verði vaxandi vandamál
Í umsögn LV segir: „Án þess að
taka beinlínis afstöðu til þeirrar leið-
ar sem lagt er til að farin verði í fyrir-
liggjandi frumvarpi telur LV mikil-
vægt að fram fari frekari greining á
því hvert umfang hins meinta vanda-
máls er ásamt því að kanna hvort
mögulegt er að tryggja vernd minni-
hluta í veiðifélögum með öðrum að-
ferðum en að skerða atkvæðisrétt og
ganga þannig gegn grundvallarregl-
unni um meirihlutaræði.
Þá er óljóst hvers vegna hámark
atkvæða geti mest orðið 30%. Það er
að mati LV ekki fullnægjandi að
halda því einungis fram að það sé
hæfilegt eins og fram kemur í at-
hugasemdum með frumvarpinu.“
LV bendir á að í athugasemdum
með frumvarpinu komi fram að með
því sé leitast við að tryggja betur
vernd minnihluta félagsmanna vegna
þess að það hafi spurst að meira
kveði að því en áður að keyptar séu
upp laxveiðijarðir í því augnamiði að
öðlast yfirráð á aðalfundum veiði-
félags. Í frumvarpinu sé hins vegar
ekki fjallað sérstaklega um hvaðan
þetta hafi spurst og í hve miklum
mæli þessi uppkaup hafi reynst vera
vandamál.
„LV telur að vissulega kunni að
vera teikn á lofti um að jarðauppkaup
verði vaxandi vandamál en telur jafn-
framt að það sé nauðsynlegt að heild-
stæð skoðun fari fram á því til hvaða
aðgerða er hægt og nauðsynlegt að
grípa til þess að vinna bug á því. Í því
samhengi er mikilvægt að greina
hvort slíkar aðgerðir kunni að ganga
gegn eignarréttarákvæði stjórnar-
skrárinnar. Það væri óheppilegt að
ágreiningur skapaðist um samræmi
ákvæða laga um lax- og silungsveiði
við stjórnarskrá.
Að mati LV er afar mikilvægt að
löggjafinn gæti þess að kippa ekki
botninum undan skylduaðild að veiði-
félögum því þá verður stoðunum kippt
undan veiðistjórnun en engum dylst
hversu mikill árangur hefur náðst með
henni,“ segir í umsögn Lands-
sambands veiðifélaga. Sambandið
gagnrýnir einnig skort á samráði við
undirbúning málsins.
Ýmislegt við minni-
hlutavernd að athuga
Veiðiklúbburinn Strengur og önnur félög í beinu og óbeinu eignarhaldi
Halicilla Limited gera verulegar athugasemdir við ákvæði frumvarpsins
um atkvæðaþak. Félögin eiga nokkurn fjölda jarða, í heild eða að hluta,
sem liggja að veiðiám, meðal annars í Vopnafirði.
Eftir að hafa farið yfir efni frumvarpsins segir í niðurlagi umsagnar
Strengs og Halicilla: „Með hliðsjón af því sem að framan hefur verið rakið
telur Strengur ljóst að undirbúningur og vinna við frumvarpið sé fjarri því
að uppfylla þær kröfur sem gera verður til lagafrumvarpa, sér í lagi þegar
til stendur að binda í lög mjög íþyngjandi reglur sem fela í sér mismunun,
fara í bága við grundvallarréttindi og fara gegn alþjóðlegum skuldbind-
ingum íslenska ríkisins. Strengur leggur því til að ákvæði 1. gr. frum-
varpsins verði fellt brott. Þannig mætti byrja upp á nýtt og greina nauð-
syn lagasetningar og, eftir atvikum, leiðir til þess að ná þeim markmiðum
sem stefnt er að, á hátt sem er í samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar
skuldbindingar, með víðtæku samráði við alla þá sem hagsmuna hafa að
gæta.“
Strengur telur að ákvæði frumvarpsins séu líkleg til að hafa neikvæð
áhrif á verð og seljanleika jarða, enda muni slíkt ákvæði draga úr áhuga
mögulegra kaupenda á jörðum sem njóta veiðihlunninda.
Íþyngjandi og mismunun
STRENGUR OG HALICILLA LIMITED VILJA ÁKVÆÐIÐ BURT
Morgunblaðið/Hari
Selá í Vopnafirði Ákvæði um minnihlutavernd í frumvarpi er gagnrýnt.