Morgunblaðið - 09.12.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019
✝ Auður Stef-ánsdóttir fædd-
ist á Akureyri 28.
mars 1946. Hún lést
í faðmi fjölskyld-
unnar á heimili sínu
23. nóvember 2019.
Foreldrar hennar
voru Hólmfríður
Hólmgeirsdóttir, f.
3. nóvember 1926,
d. 3. apríl 2003, og
Stefán Sörensson, f.
24. október 1926, d. 7. janúar
2010. Eiginmaður Hólmfríðar
og stjúpfaðir Auðar var Níels
Krüger, f. 26. júní 1926, d. 10.
september 2008. Systkini Auðar:
1) Bragi Þór Stefánsson, f. 14.
ágúst 1949, d. 2. maí 2018. Maki
Svala Karlsdóttir, f. 30. mars
1951. 2) Kristjana Níelsdóttir
Krüger, f. 17. febrúar 1954,
fyrrverandi maki Sigurður
Pálmi Randversson, f. 5. ágúst
1953. 3) Haraldur Krüger, f. 11.
júní 1958, maki Bryndís Benja-
mínsdóttir, f. 5. apríl 1959. 4)
Þorsteinn Krüger, f. 1. sept-
ember 1960, fyrrverandi maki
Guðrún Heiða Kristjánsdóttir, f.
f. 7. maí 1998. Seinni maki Auð-
ar og stjúpfaðir Stefáns og Vals
er Herbert B. Jónsson, f. 13. des-
ember 1936. Sonur þeirra er
Hermann, f. 4. maí 1975, maki
Freyja Sigursveinsdóttir, f. 1.
desember 1973. Dætur þeirra
eru a) Hanna Karin, f. 13. júlí
2001, b) Hildur Heba, f. 17. mars
2004 og c) Eva Hrund, f. 28. júlí
2007.
Auður gegndi ýmsum störfum
frá unga aldri til starfsloka. Hún
var m.a. talsímakona hjá Lands-
símanum, vann við Dagskrána,
Mifa tónbönd, var aðstoðarkona
tannlæknis og lengi vann hún
hjá Kristjánsbakaríi, m.a. yfir
útibúinu í Sunnuhlíð. Síðasta
áratuginn á vinnumarkaði var
hún móttökuritari á Sjúkrahús-
inu á Akureyri. Auður var af-
bragðsnámsmaður en þurfti
snemma að hverfa frá mennta-
skólanámi vegna barneignar.
Hún bætti jafnt og þétt við
menntun sína og reynslu með
námskeiðum og ferðalögum og
var einstaklega ættfróð, talnag-
lögg, víðlesin og vel máli farin.
Hún var listræn í höndunum,
hvort sem um var að ræða
prjónaskap, sauma, postulíns-
málningu eða annað handverk.
Útför Auðar fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 9. desem-
ber 2019, og hefst athöfnin kl.
13.30.
13. janúar 1968.
Fyrri maki Auð-
ar var Sæmundur
Guðvinsson, f. 6.
júní 1945, d. 2. maí
2005. Synir þeirra
eru 1) Stefán Þór, f.
8. september 1962.
Fyrri maki Stefáns
Björg Sigurvins-
dóttir, f. 11. desem-
ber 1961. Börn
Stefáns og Bjargar
eru a) Auður, f. 25. febrúar 1983;
maki hennar er Styrmir Reyn-
isson og börn þeirra Silja Marín,
f. 3. janúar 2009 og Saga Björg,
f. 19. ágúst 2014. b) Sindri, f. 18.
mars 1992. Seinni maki Stefáns
er Rannveig B. Hrafnkelsdóttir,
f. 7. ágúst 1961 og á hún þrjá
syni. 2) Valur, f. 3. febrúar 1968,
maki Hafdís G. Pálsdóttir, f. 24.
desember 1963. Börn þeirra eru
a) Andri Yrkill, f. 12. maí 1992, í
sambúð með Ingibjörgu Auði
Guðmundsdóttur, f. 30. ágúst
1989 og á hún eina dóttur, Heiðu
Kristínu, f. 27. október 2012, en
fyrsta barn þeirra Andra er að
koma í heiminn. b) Snædís Ylva,
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk mamma.
Stefán, Valur og Hermann.
Amma sagði mér einu sinni að
hún hefði nánast hrökklast út úr
kirkjunni þegar ég var skírð. Svo
óvæntur og mikill fannst henni
heiðurinn að fá alnöfnu. Heiður-
inn er hins vegar minn, að fá að
bera nafn svo góðrar konu sem
var svo ótal mörgum kostum bú-
in. Ég mun gera mitt besta til að
standa undir nafni þó að það sé
ómöguleg staða að vera orðin sú
eina í fjölskyldunni sem ber það.
Amma var mér svo miklu
meira en amma. Hún var mér allt
í senn, amma, foreldri og vin-
kona. Ég var mikið hjá henni í
bernsku, dundaði með henni í
eldhúsinu, fór í heimsóknir og
gisti stundum hjá þeim afa. Ég
man eftir notalegu tilfinningunni
þegar amma las fyrir mig Kalla
og Kötu í hlýja vatnsrúminu sem
þau áttu þá. Hjarðarlundur var
mér sem annað heimili. Þangað
gat ég alltaf leitað með öll mín
mál og var amma trúnaðarvin-
kona mín frá unglingsárum og
þar til yfir lauk.
Orð duga ekki til að lýsa öllu
því sem ég og svo margir aðrir
höfum misst. Amma gladdist
mjög þegar ég gerði hana að
langömmu fyrir tíu árum en
sagði sjálf að hún fyndi engan
mun, henni fannst hún vera alveg
jafn mikil amma Silju og hina
barnabarnanna. Það sama gerð-
ist þegar Saga bættist við fimm
árum síðar. Amma var reyndar
ein af þeim fyrstu sem ég sagði
frá því að Saga væri á leiðinni.
Ég var komin sjö vikur á leið og
við stóðum í stofunni í Hjarðar-
lundi og horfðum á hilluna með
myndunum af barnabörnum og
barnabarnabarni. Ég spurði
hana hvort hún héldi að það væri
ekki pláss fyrir eina mynd í við-
bót og hún var ekki í nokkrum
vafa um það.
Amma studdi okkur fjölskyld-
una á allan hugsanlegan hátt.
Hún bakaði og prjónaði á okkur,
sendi okkur kleinur og skinku-
horn suður, einnig smákökur fyr-
ir jólin. Stelpurnar mínar vita
ekkert betra en kleinurnar henn-
ar langömmu. Hún var ótrúlega
örlát og nutum við svo sannar-
lega góðs af því. Hún var dugleg
að koma í heimsókn, gisti oft hjá
okkur á sínum mörgu ferðum út
fyrir landsteinana. Hún var
skemmtilegur gestur, tók t.d.
upp á því að sippa með Silju í
stofunni, það eru ekki margar
langömmur sem geta það. Þess á
milli vorum við í stöðugu sam-
bandi og vissi hún alltaf allt um
okkar hagi. Hún var Styrmi sem
aukaamma, enda tók hún honum
opnum örmum og leit strax á
hann sem einn úr fjölskyldunni.
Veikindin voru okkur öllum
mikið áfall. Amma lét þau þó ekki
stoppa sig meira en svo að hún
kom í heimsókn til okkar í sum-
arbústað í sumar, með heimabak-
að bakkelsi og svo vildi hún vita
hvað hún ætti að prjóna á fjór-
tánda afkomandann sem ég ber
nú undir belti. Ég er þakklát fyr-
ir allar stundirnar okkar, fyrir
leikhúsferðina á Elly, fyrir jóla-
dag í fyrra þegar við fjölskyldan
komum henni á óvart. Við gleym-
um aldrei svipnum á henni þegar
hún opnaði dyrnar og sá að við
stóðum fyrir utan. Ég syrgi allt
sem hefði átt að verða. Ég á erf-
itt með að skilja að ég geti ekki
hringt í hana framar, að hún fái
ekki að sjá stelpurnar mínar
vaxa og dafna og nýja lang-
ömmubarnið sem kemur í febr-
úar. Það eru mikil forréttindi að
hafa átt svo unga ömmu, forrétt-
indi sem ég hefði viljað njóta svo
miklu lengur.
Auður og fjölskylda.
Elsku amma. Síðustu dagar
hafa verið svo afskaplega skrítn-
ir. Sorgin yfir því að þurfa að
kveðja þig hellist yfir á sama
tíma og eftirvænting hefur ríkt á
meðan beðið er fæðingar sonar
míns og nýjasta langömmubarns-
ins. Það er sárt að leiðir ykkar
hafi ekki fengið að liggja saman.
Það var dýrmætt að koma
norður um miðjan október og
njóta samveru ykkar afa og
Kristjönu. Þú varst á góðu róli að
spjalla og taka á móti gestum,
eins og þér einni var lagið alla
tíð. Þú sýndir mér teppið sem þú
prjónaðir í miðjum veikindunum
fyrir tilvonandi langömmubarn,
en varst ákveðin í því að ég gæti
nú ekki farið með það með mér
suður í þetta sinn. Drengurinn jú
ekki kominn í heiminn og þetta
var engin kveðjustund.
Vegna þess hvað þú varst
hress var það því gríðarlegt áfall
að heyra að það væri ólíklegt að
þú myndir ná að sjá nýjasta af-
komandann. Teppið er og verður
okkur feðgum þess vegna enn
kærara. Ég sé fyrir mér ófáar
stundirnar þar sem hann heyrir
sögur af langömmu sinni, undir
teppinu sem hún lagði svo mikið
á sig að klára áður en hann kæmi
í heiminn.
Þú lagðir þig alltaf fram við að
gera sem mest fyrir fólkið þitt,
en fannst það nú yfirleitt of mikið
ef maður vildi gera eitthvað fyrir
þig. Fjölskyldan var þér svo kær
og það eru gildi sem ég mun
halda í heiðri. Það var alltaf gam-
an að deila með þér ferðasögum
yfir kaffibolla og heyra þínar.
Hlýjar minningarnar um allar
samverustundirnar og yndislega
tíma eru óteljandi og lifa áfram.
Þær eru svo sannarlega dýrmæt-
ar á erfiðri kveðjustund.
Andri Yrkill Valsson.
Elsku hjartans einkasystir
mín! Hvernig má þetta gerast?
Hvernig get ég lifað áfram án
stóru systur minnar, systur sem
hefur verið mér svo kær? Þú hef-
ur verið hinn helmingurinn minn,
þessi pottþétti kjarni. Þú hefur
umvafið mig af svo stóru hjarta
og huga. Þú hefur ávallt gefið
mér styrk og stuðning þegar lífs-
ins ólgusjór hefur dunið yfir. Þú
ert trygglyndið sjálft.
Þú varst svo endalaust viljug
að gera allt fyrir alla og það var
þér svo eðlislægt. Fjölskyldan
þín og fjölskyldan mín, bræður
og fjölskyldur, frænkurnar,
frændfólk og vinirnir allir þurfa
nú að læra að lifa áfram án þín og
það verður svo tómlegt og lífið
verður svo óendanlega miklu fá-
tækara án þín.
Ég á svo óteljandi minningar
um okkar samveru og ég skal
geyma þær og varðveita innst í
mínu hjarta. Ég ætla að ylja mér
við þær á löngum vetrarkvöldum,
jafnt sem á björtum sumarnótt-
um, yndislega vordaga og í lita-
dýrð haustsins. Þú verður með
mér alla tíð. Ég ætla að muna öll
samskiptin okkar í eldhúsinu, í
hægindastólum við prjónaskap,
allt sem við höfum verið að brasa
með og við alla tíð og tíma. Með
börnunum okkar smáum og
stórum og með stórfjölskyldunni
okkar. Ferðalögin okkar til Ástr-
alíu að heimsækja dóttur mína og
fjölskyldu, allar heimsóknirnar
þínar til mín í Svíþjóð þar sem
ég, synirnir og fjölskyldur búum.
Þú ert stærsti tengiliður
barnanna minna til Íslands.
Ferðir okkar til Ríga og um Sví-
þjóð. Allt sem við erum búnar að
upplifa saman er svo endalaust
ríkidæmi sem ég hefði svo mikið
viljað njóta af svo miklu lengur.
Þú og Hebbi sem hafið alla tíð
tekið á móti mér með opnum
örmum og gert tilveru mína á
Akureyri svo yndislega. Þú hefur
alla tíð látið mig finna svo skýrt
hversu annt þér er um mig ... og
mér er svo annt um þig, elsku
systir mín. Þú hefur hjálpað mér
að lifa og ég er þakklát fyrir að
hafa getað hjálpað þér áður en
þú þurftir að fara. Þú ert hetjan
mín í æðruleysi þínu yfir svo
grimmum örlögum sem við ráð-
um engu um. Þú varst ótrúlega
seig og reyndir að þrjóskast við
langt útfyrir rammann þegar
sjúkdómurinn þinn vildi taka yf-
ir. Þú ert í svo mörgu fyrirmynd-
in mín, svo ótrúlega klár í koll-
inum, við hannyrðir, léttleiki
þinn, tilfinning og kunnáttan um
íslenska tungu, bráðsnjallur hag-
yrðingur og allt annað sem þér
var til lista lagt. Götin og holrúm-
in eftir þig verða svo víða.
Vona bara að við sem eftir er-
um getum haldið áfram að lifa í
þínum anda, þar sem umhyggjan
og góðvildin er ætíð í fyrsta sæti.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
haft möguleikann að vera hjá þér
í haust og mikið til síðastliðið ár.
Megið þið, elsku fjölskylda,
Hebbi, Stefán, Valur, Hemmi og
fjölskyldurnar ykkar, vera um-
vafin englum himinsins og öðlast
allan þann styrk sem unnt er.
Endalausar ástarþakkir, elsku
einkasystir mín, fyrir allt og allt
alla tíð og tíma. Sjáumst síðar.
Þín að eilífu einkasystir,
Kristjana.
Á kyrrlátri nóttu í byrjun
vetrar lagði Auður frænka upp í
sína síðustu ferð. Ekki gerði hún
það fúslega því mörgu átti hún
ólokið og ætlaði ekki að gefa sig í
baráttunni við illvígan sjúkdóm.
Auður er sú fyrsta af okkar kyn-
slóð sem kveður. Áður eru farnar
mæður okkar, systurnar frá
Hrafnagili. Þær voru tengdar
óvenjulega sterkum böndum og
bjuggu í nálægð hver annarrar
svo sá á milli. Samgangur barna
þeirra var mikill og ekki að
undra þótt sterk tengsl hafi
myndast á milli okkar frænkna.
Þær eldri fyrirmyndir þeirra
yngri og á stundum í hlutverki
uppalenda. Í húsi afa og ömmu í
Munkaþverárstræti 23 bjó stór-
fjölskyldan og þar byrjuðu flestir
sinn búskap. Allar erum við
fæddar þar utan ein. Á þessum
tíma var móðir Auðar einstæð og
má segja að allar systurnar hafi
átt sinn þátt í uppvexti hennar,
enda sýndi hún þeim einstaka
ræktarsemi alla tíð. Á Hrafnagili
átti fjölskyldan um hríð sum-
arbústað og þá voru dásemdar-
dagar þegar systurnar fluttu
þangað með börn sín á sumrin.
Sólin bakaði sandinn við Reyk-
ána, þar var hægt að busla og
bralla. Allt í kring voru braggar
sem Bretarnir skildu eftir. Þetta
var leiksvæðið okkar og sólin
skein allan sólarhringinn. Ævi-
löng vinátta var bundin og þó við
séum ólíkar þá einhvern veginn
tengdumst við svo sterkt og með
árunum hefur sú taug orðið enn
sterkari. Auður var sterkur per-
sónuleiki, sagði sína skoðun um-
búðalaust, fluggreind, einstak-
lega listfeng í allri handiðn,
ágætlega hagmælt en flíkaði því
ekki. Hún var mikil félagsvera og
átti stóran vinkvennahóp sem
hún hélt ávallt tryggð við. Auður
æðstafrænka var hún kölluð í
gamni af okkur frænkunum,
enda sýndi hún gjarnan frum-
kvæði að því sem við gerðum
saman. Þó skólagangan hafi ekki
verið löng bætti Auður við sig
námi í þýsku og Norðurlanda-
málum. Það kom sér vel þegar
hún fór að ferðast á seinni árum,
en ferðalög voru hennar líf og
yndi. Hún undirbjó hvert ferða-
lag vel, las allt sem að gagni kom.
Það varð henni mjög þungbært
þegar veikindin bundu enda á
þessi ferðalög. Auður gekk í
gegnum ýmsa erfiðleika á lífs-
leiðinni, en aldrei kvartaði hún
og bar höfuðið hátt. Þetta höfum
við glögglega séð í veikindum
hennar. Hún hélt reisn sinni allt
þar til hún kvaddi falleg og frið-
sæl umvafin fjölskyldu sinni.
Auður átti einstakt samband við
Kristjönu systur sína. Í veikind-
um Auðar hefur Kristjana verið
hjá henni og fjölskyldunni, verið
kletturinn sem allir leituðu til.
En hver vegferð að enda kemur
og við frænkurnar kveðjum Auði
okkar með söknuði í hjarta, en
minningar um einstaka konu
munu lifa áfram. Við sendum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur til Herberts og fjölskyldunnar
allrar.
Þótt enga vængi Guð þér gefið hafi
og gert þér hafi ekki flugið kleift,
í hjarta þínu átt þú andans vængi
og öllu skiptir þá að geta hreyft.
Þú getur með þeim hafið þig til himins,
til hæða látið stíga þína sál,
með augum fuglsins nýjar víddir
numið
og náð að lesa hjartans tungumál.
(Svavar A. Jónsson)
Valgerður Elín, Gerður,
Þórhildur, Þorgerður og
Valgerður Kristjana.
Góðir nágrannar eru gulli
betri og það á vel við hana Auði
vinkonu mína. Í 40 ár bjuggum
við í sömu götu þar sem eitt hús
skildi okkur að. Við vorum ekki í
daglegum samskiptum en það
skipti engu máli því alltaf gátum
við leitað hvor til annarrar ef á
þurfti að halda eða bara til að fá
okkur kaffibolla og smá spjall.
Oft leitaði ég í visku Auðar varð-
andi uppskriftir hvort heldur
sem voru matar- eða prjónaupp-
skriftir. Auður var meistara-
kokkur og var alltaf að prófa eitt-
hvað nýtt og spennandi. Í um 25
ár kom Auður til mín á Þorláks-
messu þar sem hún sagðist vera
að taka út jólin hjá mér. Þá sett-
umst við niður yfir góðu kaffi,
púrtvíni og smákökum, spjölluð-
um og áttum notalega stund. Í ár
gerðum við okkur grein fyrir að
Þorláksmessa yrði væntanlega
öðruvísi en undanfarin ár og
samverustundum okkar fækkaði
hér. Þá var bara að færa Þorlák
svolítið fram, sem við og gerðum,
fengum okkur kaffi, púrtvín og
konfekt og spjölluðum yfir ljúfri
jólatónlist. Nutum við báðar
stundarinnar og er hún mér sér-
staklega kær.
Elsku Auður, þakka þér fyrir
nágrennið sem aldrei bar skugga
á og þó að ég flytti nokkra metra
í burtu fækkaði samverustund-
unum ekki, nema síður væri.
Betri nágranna en þau hjón
Auði og Herbert er vart hægt að
hugsa sér. Sjáumst í Sumarland-
inu elsku vinkona og höldum upp
á Þorlák.
Mínar bestu kveðjur til Her-
berts, Stefáns, Vals og þeirra
fjölskyldna.
Ásta M. Eggertsdóttir.
Elsku Auja frænka, eins og
börnin mín kölluðu þig alltaf. Þú
ert uppáhaldsfrænkan mín. Allt-
af svo skemmtileg, kærleiksrík
og rausnarleg. Börnin mín minn-
ast þín sem ofurkláru frænkunn-
ar sem sló öllum við í samstæðu-
spili.
Ég er afar þakklát fyrir að
hafa náð að hitta þig í sumar og
ég er líka þakklát fyrir ástríkið
og stuðninginn sem þú auðsýndir
mömmu alla tíð. Ég man að alltaf
þegar þú og mamma hittust urð-
uð þið aftur eins og krakkar, sí-
fellt að fíflast og hlæja saman.
Það eru óskaplega margir sem
munu sakna þín sárt. Hvíldu í
friði.
Ástarkveðjur,
Rannveig og fjölskylda.
Auður
Stefánsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
GYLFI HARALDSSON
heimilislæknir,
lést á Hjúkrunarheimilinu Ísafold
2. desember. Útför hans fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 10. desember klukkan 15.
Rut Meldal Valtýsdóttir
Þröstur Freyr Gylfason Una Björk Ómarsdóttir
Guðbjört Gylfadóttir Bjarni Kristinn Torfason
Hreiðar Ingi Þorsteinsson Nue Milici
Rúnar Már Þorsteinsson Sigurbjörg Rutardóttir
Björgvin Þorsteinsson María Eugenia Sambiagio
Þorri, Fróði, Skírnir, Ísabella Laufey,
Benedikt Freyr, Sigrún Rut, Dagur Hrafn,
Anna Leonor, Alex Þorsteinn, Alara Liv
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
MARÍA JÓNASDÓTTIR
frá Þuríðarstöðum í Fljótsdal,
verður jarðsungin frá Seljakirkju
miðvikudaginn 11. desember klukkan 15.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á kvenfélag Hringsins.
Soffía Guðbjört Ólafsdóttir
Jónas Ólafsson Sæunn Erna Sævarsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN KATRÍN BRANDSDÓTTIR,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi mánudaginn 25. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 11. desember klukkan 13.
Hörður Þór Hafsteinsson
Hafsteinn Þór Harðarson Kristín Hallgrímsdóttir
Hinrik Þór Harðarson Björg Inga Erlendsdóttir
Anna Rósa Harðardóttir Hörður Óli Níelsson
og barnabörn