Morgunblaðið - 09.12.2019, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019
✝ ÁgústínaSveinsdóttir
fæddist í Dal í
Miklaholtshreppi á
Snæfellsnesi 22.
febrúar 1919. Hún
andaðist á Hrafn-
istu í Reykjavík 16.
nóvember 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Sveinn
Þórðarson, bóndi á
Fossi í Staðarsveit
á Snæfellsnesi, fæddur í Álft-
ártungu í Mýrasýslu 1893, dá-
inn í Reykjavík 1979, og kona
hans, Pálína Svanhvít Guð-
brandsdóttir, fædd í Ólafsvík
1893, dáin í Reykjavík 1950.
Ágústína var elst fimm systk-
ina. Guðbrandur var næstur
enda í Skorradal og eignuðust
þau fjögur börn, Birgi, Björgu,
Ágúst Þór og Þórdísi. Þau
skildu. Síðari maður Svanlaug-
ar var Kristján Sigurðsson
húsasmíðameistari í Hafnar-
firði, dáinn 2015. 2) Halldór
kennari, fæddur 12. janúar
1944. Hann er giftur Guðrúnu
Gísladóttur kennara. Börn
þeirra eru Þórður Dór og Gísli
Darri. 3) Sveinn kennari, fædd-
ur 18. september 1947. Elst
barna hans er Davíð Ágúst,
barnsmóðir Bergljót Aradóttir.
Kona Sveins er Guðbjörg Ás-
laug Magnúsdóttir sjúkraliði og
eru börn þeirra Þórður, Guð-
rún og Ágústa. Langömmu-
börnin eru sautján.
Ágústína vann lengi við
saumaskap í Sjóklæðagerðinni
og gluggatjaldadeild Últímu,
starfaði síðan um skeið á Hótel
Sögu og síðast í eldhúsi á skrif-
stofu ríkisspítalanna.
Útför Ágústínu hefur farið
fram í kyrrþey.
henni í aldri, fædd-
ur 1920, dáinn
2010. Anna Sess-
elja var fædd 1923,
dáin 2018. Sama ár
andaðist Guðbjörg
Elín, fædd 1932.
Næstyngstur
systkinanna var
Þórður, fæddur
1927.
Hinn 19. október
1940 gekk Ágúst-
ína að eiga Þórð Halldórsson
bókbindara í Borgarnesi, síðar
skrifstofu- og verslunarmann í
Reykjavík. Börn þeirra eru: 1)
Svanlaug Ragna sjúkraliði,
fædd 6. desember 1941. Fyrri
maður hennar var Haukur
Engilbertsson bóndi á Vatns-
Hún birtist úr hliðargötu og
gekk inn í sólargeislann eins og
himnesk vera. „Hver getur trúað
því að hún sé að verða fimm-
tug?“ hvíslaði vinkona mín.
Þetta var árið sem ég uppgötv-
aði Bítlana og vor lífs míns var
rétt að byrja. Þarna á Hofsvalla-
götunni sá ég hana fyrst –
tengdamóður mína.
Ágústína Sveinsdóttir sleit
barnsskónum á Snæfellsnesi í
nábýli við hamraborgir, fagrar
hlíðar og dulúð jökulsins. Líf
hennar spannaði heila öld og á
þeim tíma upplifði hún meiri
þjóðfélagsbreytingar en margur
annar. Lífsbaráttan var hörð hjá
foreldrum hennar og þegar
Ágústína var fimm ára gömul
var hún send í tímabundið fóstur
til föðurömmu sinnar og afa í
Borgarholti í Miklaholtshreppi.
Í æviminningum sr. Árna
Þórarinsson „Hjá vondu fólki“
sem skráðar voru af Þórbergi
Þórðarsyni segir m.a. um Borg-
arholtshjónin Þórð Pálsson og
Önnu Sesselju Jónsdóttur: „Í
Borgarholti bjuggu hjón sem
höfðu svo mikið að gera, að þau
höfðu ekki tíma til að syndga.
Þau eignuðust sextán börn sem
ólust upp í fátækt en aldrei var
leitað hjálpar annarra manna.
Þar ríkti gleði, friður, stjórnsemi
og einlæg trú.“
Tíminn í Borgarholti hafði
djúp áhrif á Ágústínu. Ekki var
það atlætinu um að kenna held-
ur saknaði hún foreldra sinna.
Daglega gekk hún upp á borg-
arhamarinn til að gá að pabba
sínum en dagarnir liðu og urðu
að tveimur árum. Níutíu árum
seinna gat hún enn rifjað upp
endurfundina þegar hún sá
pabba sinn koma ríðandi ofan
hamarinn, minningin ljóslifandi
og hafði aldrei farið frá henni.
Í blómlegri Staðarsveitinni,
þar sem fagrar hlíðar renna
saman við víðáttumikil tún, er
bærinn Foss. Enginn staður var
henni hjartfólgnari. Þar samein-
aðist fjölskyldan og þaðan átti
hún dýrmætustu minningarnar –
í túninu heima.
Sem elsta barn tók Ágústína
fljótt að sér ýmsar skyldur, hún
gætti yngri systkina sinna en
þrjú þeirra áttu henni lífsbjörg
að þakka. Átta ára gömul gætti
hún eldsins á bænum, mikið
ábyrgðarstarf sem nútímamað-
urinn skilur varla í hverju fólst
enda flestir aldir upp við hita-
veitu.
Ágústína fékk góðar gjafir í
vöggugjöf en sumar voru sveip-
aðar dulúð jökulsins. Þar kom til
meðfædd hógværð og óendanleg
seigla. Allt lék í höndunum á
henni og þar skipaði hverskonar
handavinna stóran sess. Hún var
víðlesin og hafði góða söngrödd,
mikil fjölskyldukona en umfram
allt góð ættmóðir. Hún var heið-
arleg, sjálfstæð, trú sinni sann-
færingu og pínulítið sérvitur,
borðaði t.d. aldrei kjúkling og lét
alltaf 3 skeiðar af sykri í kaffið
sitt. Ég stríddi henni stundum á
því að þessi sérviska væri líkast
til lykillinn að langlífi hennar.
Hún kímdi með mér.
Ágústína var heilsuhraust
fram á efri ár og bjó heima þar
til fyrir tveimur árum að hún fór
á Hrafnistu í Reykjavík. Þar
hafði hún útsýni til Snæfellsjök-
uls og fylgdist vel með hvítum
haddinum. Daginn sem hún
kvaddi var einstaklega bjart yfir
honum og hún gekk inn í birt-
una.
Ég þakka elskulegri tengda-
móður minni samfylgdina. Minn-
ingin lifir áfram og vináttan
vermir sem fyrr.
Guðrún Gísladóttir.
Amma Gústa er látin rúmlega
100 ára að aldri. Hún var fædd
og uppalin á Snæfellsnesinu sem
henni þótti svo vænt um. Þar
var jökullinn hennar eins og hún
sagði, fallegasti jökull landsins,
og var hún með málverk af hon-
um á Hrafnistu þar sem hún
dvaldi tvö síðustu æviárin. Í
mínum huga mun amma alltaf
eiga meira í Snæfellsjökli en
aðrir landsmenn. Hún naut þess
að rifja upp ljúfar æskuminn-
ingar og hreinlega ljómaði þegar
hún talaði um æskuárin. Aug-
ljóst var að þau systkinin voru
náin og foreldrarnir ástríkir.
Lífbaráttan var hins vegar
hörð og frá fimm til sjö ára ald-
urs var ömmu komið fyrir hjá
föðurforeldrum sínum í Borgar-
holti meðan foreldrarnir unnu að
því að fá jarðnæði. Hún hitti þá
ekki á þessi tvö ár og saknaði
þeirra mjög. Lýsti hún því eitt
sinn fyrir mér hvernig hún hefði
reglulega farið upp á klapparás-
inn við bæinn til þess að athuga
hvort pabbi hennar væri að
koma að sækja hana. En svona
var lífið í þá daga.
Amma var einn mesti nagli
sem ég hef kynnst. Hún tókst á
við fleiri erfið verkefni í lífinu en
afi lést árið 1971 af slysförum.
Eftir það bjó hún lengst af ein
og vann úti. Hún var hlý og góð,
flíkaði ekki tilfinningum sínum,
var hörð af sér og sjálfri sér
nóg. Hún var afar heilsuhraust,
bjó ein í Bólstaðarhlíðinni til 98
ára aldurs og keyrði bíl fram yf-
ir nírætt. Hún fór ekki á elli-
heimili fyrr en það var óumflýj-
anlegt. Það var vel hugsað um
hana á Hrafnistu en ég held að
henni hafi aldrei þótt hún eiga
þar heima. Það var einfaldlega
ekki í eðli hennar að láta hugsa
um sig. Hún reddaði sér sjálf.
Í raun fannst mér amma aldr-
ei neitt gömul nema undir það
allra síðasta þegar fór að halla
undan fæti hjá henni líkamlega.
Eitt skipti er ég kom í heimsókn
til hennar í Bólstaðarhlíðina með
Svein Hjalta nokkra mánaða
skellti ég honum í fangið á henni
því að ég hafði gleymt töskunni
úti í bíl. Þegar ég var komin
hálfa leið niður fór ég að hugsa
um að þetta væri ekki lagi, að
skella litlu barni í fangið á 94
ára gamalli konu og hlaupa út.
Ég spretti því úr spori. Þegar ég
kom inn aftur skildi amma ekk-
ert hvaða asi þetta væri á mér.
Allt var í stakasta lagi og Sveinn
Hjalti hinn ánægðasti hjá lang-
ömmu sinni.
Amma var mikil handavinnu-
kona og eftir hana liggur fjöldi
fallegra útsaumaðra mynda og
púða. Hún las mikið og verður
skrýtið að velja ekki bók handa
henni þessi jólin. Hún var afar
tónelsk og gladdist að heyra
hvað Ása Laufey var dugleg í
tónlistarskólanum.
Það var svo notalegt að koma
til ömmu. Frá því ég var lítil
heilsuðumst við amma og kvödd-
umst alltaf á sama hátt, með
tveimur kossum á sömu kinn.
Amma var gestrisin og alltaf
með drekkhlaðið kaffiborð í Ból-
staðarhlíðinni og dót fyrir
krakkana. Á Hrafnistu kom eng-
inn án þess að fá konfektmola.
Krökkunum mínum fannst
amma hálfgerð ofurhetja og þau
voru mjög montin af því að eiga
100 ára gamla ömmu. Ég er svo
þakklát fyrir að þau fengu að
kynnast henni. Það sem hún var
glæsileg í 100 ára afmælinu sínu
í febrúar síðastliðnum.
Blessuð sé minning ömmu
Gústu.
Guðrún Sveinsdóttir.
Fallin er nú frá hún amma
Gústa sem svo lengi hefur verið
órjúfanlegur þáttur í tilverunni.
Þegar ég minnist hennar er
rauði þráðurinn sá hversu mikil
myndarkona hún var og hversu
mjög henni var umhugað um að
sinna sínum nánustu vel. Stað-
föst var hún og hikaði ekki við
að taka sér fyrir hendur það sem
hugurinn stóð til. Ein mín fyrsta
minning um hana er einmitt sú
að hafa verið farþegi í bíl sem
hún ók en aðeins skömmu áður
hafði hún tekið bílpróf, komin á
sjötugsaldur. Síðan hlaðast
minningarnar upp og má þar
nefna fjölskylduboðin í lok jóla í
íbúðinni hennar í Bólstaðarhlíð-
inni, þar sem rætt var saman um
daginn og veginn, og sömuleiðis
samverustundirnar í eldhúsinu
þegar mamma og pabbi litu inn
hjá henni og höfðu okkur krakk-
ana með. Þá bar hún kex og kök-
ur á borð, lagaði kaffi og svo var
tekið upp notalegt spjall.
Svona tók amma á móti gest-
um í Bólstaðarhlíðinni allt þar til
fyrir um tveimur árum. Sem
fyrr hafði hún alltaf heitt á
könnunni og eitthvað með
kaffinu og sem fyrr var sest við
eldhúsborðið og skrafað saman.
Þegar ég kom til hennar á
kvöldin vorum við vön að setjast
svo inn í stofu, horfa á fréttirnar
og halda rabbinu áfram. Ýmis-
legt bar á góma. Oft ræddum við
um málefni líðandi stundar og
það sem efst var á baugi hverju
sinni en einnig um liðna tíma.
Fyrir kom að ég fór að glugga í
myndaalbúm og skoða myndir,
oft frá því löngu fyrir mína tíð,
og leit amma einatt á myndirnar
og fór yfir hvaða fólk var á þeim
og minningar sínar um það.
Meðal þess sem hún rifjaði þá
upp voru æskuárin á Snæfells-
nesi en henni þótti vænt um
þann landshluta og helsta kenni-
leiti hans, jökulinn.
Að því kom að amma flutti úr
íbúðinni í Bólstaðarhlíðinni í
herbergi á Hrafnistu en síðan
fluttist hún yfir í annað herbergi
á sama stað. Svo vildi til að það
herbergi sneri í átt að Snæfells-
jökli og barst iðulega í tal hvort
hann sæist ekki þegar skyggni
var gott. Þá barst talið oft að
allra yngstu barnabarnabörnun-
um en þau þótti ömmu gaman að
fá í heimsókn. Fylgdist hún eftir
föngum með uppvexti þeirra og
þroska en hún var skýr og minn-
ug allt þar til hún kvaddi þennan
heim.
Nú þegar hún amma Gústa er
öll kveðjum við hana með þakk-
læti fyrir allar þær stundir sem
við höfum átt með henni. Minn-
ingarnar um hana geymum við í
hugskoti okkar.
Hvíl í friði, elsku amma.
Þórður Sveinsson.
Ég hef notið forréttinda.
Þeirra forréttinda að hafa ömmu
mína í mínu lífi í langan tíma.
Amma, amma mín, amma í
Reykjavík, amma Gústa var sú
kona. Glæsileg kona og minning-
arnar eru margar.
Bólstaðarhlíðin var minn
uppáhaldsstaður og Bólstaðar-
hlíðin var ömmu staður. Ég man
að koma þar sem barn. Ég man
að koma í Bólstaðarhlíðina þeg-
ar afi var þar enn við hlið ömmu.
Það var allt gott í Bólstaðarhlíð-
inni. Fallega heimilið hennar
ömmu. Að fá að gista þar og
hlusta á umferðarniðinn á kvöld-
in og telja bílana sem óku
framhjá á daginn. Ekki var síðra
í barnæskunni að heimsækja
ömmu í vinnuna. Í Últíma í
Kjörgarði, þar sem ýmislegt
merkilegt bar fyrir barnsaugað
eins og fyrsta rúllustigann á Ís-
landi. Rúllustiginn heillaði en
amma varaði við honum því hún
vissi að hann var ekki hættulaus
fyrir lítið fólk. Best var þó að sjá
hvað amma mín var að gera og
fá innsýn í hennar starf en í Úl-
tíma saumaði hún dýrindis
gluggatjöld.
Í Reykjavíkurferðum æsk-
unnar var farið úr Bólstaðarhlíð-
inni í bæinn með strætó og labb-
að Laugaveg og Austurstræti.
Það var farið á Hressingarskál-
ann að fá ís í stálskál með jarð-
arberjasósu og það var farið á
söfn og í heimsóknir til ættingja.
Allt minningar sem mótuðu
barnæskuna og út í lífið. En
amma kom líka í heimsókn í
sveitina og það var ljúf tilhlökk-
un í minningunni frá því þegar
beðið var eftir að amma kæmi.
Þetta var ekkert flókið í barn-
æskunni.
Eftir því sem árin liðu og
barnæskan leið hjá og ég flutti
sjálf til Reykjavíkur sem ung-
lingur urðu samverustundirnar
með ömmu fleiri og ég fékk
tækifæri til að fylgjast meira
með því sem hún var að gera í
sínu lífi og starfi. Hannyrðirnar
hennar, útsaumuðu myndirnar,
hekluðu dúkarnir og fallega flos-
aða rósin.
Amma mín ferðaðist nokkuð
um heiminn eftir að afi dó og
naut þess að fara til ýmissa
landa í góðum félagsskap og sjá
nýja hluti. Hún var víðsýn kona.
Það var gaman að spjalla við
ömmu. Við gátum spjallað um
daginn og veginn, sögurnar
hennar úr æskunni og alls konar
mál í langan tíma, hvort sem var
í síma eða þegar ég fór til henn-
ar í kaffi í Bólstaðarhlíðina. Það
voru góðar stundir. Fleiri góðar
stundir áttum við á Hrafnistu
þar sem hún dvaldi síðustu tvö
æviárin sín.
En nú við brotthvarf ömmu
Gústu eru tímamót hjá fjölskyld-
unni og minningar frá jólum eru
ofarlega í huga um þessar
mundir. Jólaboðin í Bólstaðar-
hlíðinni, samveran með ömmu á
jólum og um síðustu jól sem
voru hennar eitthundruðustu jól.
Eins ylja minningar frá stóraf-
mælum hennar og öðrum ekki
síður minni afmælum síðustu
ára, 90 ára afmælið, 95 ára af-
mælið og nú síðast 100 ára af-
mæli hennar fyrr á þessu ári.
Margs er að minnast þegar sam-
veran er löng.
Dætur mínar hafa líka verið
lánsamar að hafa notið þeirra
forréttinda að hafa langömmu
sína í sínu lífi í langan tíma.
Ömmu Gústu er sárt saknað
en eftir rúmlega 100 ára ævi-
skeið er komið að kveðjustund
og hvíld fyrir hana.
Amma var einstök kona.
Hvíl í friði, elsku amma, og
takk fyrir allt.
Björg Hauksdóttir.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt duni foss í gljúfrasal,
í hreiðrum fuglar hvíla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
er aftanskinið hverfur hljótt,
það hefur boðið góða nótt.
(Magnús Gíslason)
Elsku amma Gústa, minning
þín lifir í hjörtum okkar.
Klara Rós og Svana Fanney.
Ágústína
Sveinsdóttir
„Sæll viiiiiinur.“
Svona var það þeg-
ar vinur minn Haf-
þór Viðar Gunnars-
son, eða Haffi eins og við öll
kölluðum hann, heilsaði mér.
Það er sárt að hugsa til þess að
eiga aldrei eftir að heyra þessa
kveðju frá honum aftur, virki-
lega sárt.
Við Haffi kynntumst árið
1972 á Eyrinni en þar dvaldi
hann oft um helgar hjá afa sín-
um og ömmu í Eiðsvallagötu 1
og ég í næsta húsi norðan við.
Þannig að við Haffi vorum búnir
að vera vinir í 47 ár sem er
Hafþór Viðar
Gunnarsson
✝ Hafþór ViðarGunnarsson
fæddist 6. mars
1963. Hann lést 23.
nóvember 2019. Út-
för Hafþórs fór
fram 5. desember
2019.
mestöll ævi okkar
beggja þegar hann
lést 56 ára að aldri.
Það var ýmislegt
brallað á Eyrinni í
gamla daga og eru
það ótal ljúfar
minningar sem rifj-
ast upp.
Í Eiðsvallagöt-
unni hjá afa hans
og ömmu var betri
stofa, það var for-
boðinn staður fyrir pjakka eins
okkur. Þar hins vegar vissum
við um læstan skáp þar sem var
geymt útlenskt nammi sem
Nonni frændi hans kom gjarnan
með úr siglingum. Í skápinn
skyldum við komast og að sjálf-
sögðu tókst það og maður minn,
hvílíkar gersemar. Þarna voru
útlenskar bolsíur, súkkulaði og
svo ekki sé minnst á Toblerone,
ekkert af þessu fékkst í Eyr-
arbúðinni. Í nokkur skipti
gæddum við okkur á þessum
kræsingum án þess að nokkur
vissi. En svo kom að því, við
vorum gripnir glóðvolgir með
úttroðinn munn eins og jórtur-
dýr, af sælgæti og súkkulaði út
á kinnar. Við vorum samt alsak-
lausir í andlitinu. Okkur var fyr-
irgefið.
Á unglingsárum flutti ég úr
hverfinu og hittumst við æ
sjaldnar, vegalengdirnar þá
voru bara lengri en í dag en vin-
áttan hvarf aldrei. Hafþór fór að
búa og ég eignaðist kærustu.
Árið 1989 urðu svo skemmtilegir
endurfundir þegar við báðir
skráðum okkur á 25 ára afmæl-
ismót SjóAk án þess að vita
hvor af öðrum og vorum settir í
sömu sveit. Til að því sé haldið
til haga þá unnum við sveita-
keppnina. Upp frá þessu varð
sjóstöngin aðaláhugamálið okkar
beggja og héldum við Haffi upp
á 30 ára veiðiafmæli okkar á
móti okkar SjóAk-manna í ágúst
sl. og höfum alltaf verið saman í
sveit. Við Haffi sátum síðan
saman í stjórn SjóAk í á annan
áratug.
Árið 1998 kynnist Haffi svo
Önnu sinni og verður með okkur
Guðrúnu konu minni mikill vin-
skapur sem snerist um sjóstöng-
ina. Öll sjóstangaveiðimótin sem
við fórum á vítt og breitt um
landið og sveitin okkar gjarnan
kölluð „hjónabandið alræmda“,
mótin í Grímsey sem urðu vel á
annan tug, utanlandsferðirnar
til Prag, Mallorca og London,
spilakvöldin og allar þær ynd-
islegu samverustundir sem við
áttum saman hjónin, fjölskyldur
okkar og fleiri góðir vinir í sjós-
tönginni.
En nú er höggvið stórt skarð
í vinahópinn en Haffi vinur okk-
ar varð að lúta í lægra haldi fyr-
ir illvígum sjúkdómi eftir mjög
erfið veikindi, skarð sem er vart
hægt að fylla. Við Guðrún og
börnin okkar eigum eftir að
sakna Haffa okkar, galsagangs-
ins, samverustundanna og sjó-
stangaveiðimótanna. Nú ertu
kominn í aðra sveit, vinur.
Við Guðrún og börnin okkar
viljum votta Önnu, Helga Má,
Ragnari Mána, Úlfari, Guðrúnu,
Kristínu og fjölskyldum okkar
dýpstu og innilegustu samúð.
Megi Haffi okkar hvíla í friði á
nýjum veiðistöðum.
Sigfús, Guðrún og börn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SVAVA ÞÓRDÍS BALDVINSDÓTTIR,
Siglufirði,
lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar miðvikudaginn
4. desember. Útför hennar verður frá
Siglufjarðarkirkju laugardaginn 14.
desember kl. 13.30.
Baldvin Júlíusson Margrét Sveinbergsdóttir
Theodór Júlíusson Guðrún Stefánsdóttir
Hörður Júlíusson Sigurlaug J. Hauksdóttir