Morgunblaðið - 09.12.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Flestir sem fjalla um kosning-arnar sem fara fram í Bret- landi eftir þrjá daga eru sammála um að þær séu meðal þeirra þýð- ingarmestu sem fram hafa farið þar í landi. Boris Johnson forsætisráð- herra bendir í grein í Telegraph á þrennar aðrar markverðar; þær fyrstu árið 1906 þegar frjálslynd ríkisstjórn hafi náð meirihluta og valda- jafnvægið hafi færst mjög í átt að auknu lýðræði, aðrar árið 1945 þegar Íhaldsflokkurinn hafi farið út af sporinu og rík- isstjórn Attlee hafi stofnað breska heilbrigðiskerfið, NHS, og þær þriðju þegar Thatcher sigraði árið 1979 og „dró Bretland út úr mar- tröð áttunda áratugarins“.    Kosningarnar nú eru að sögnforsætisráðherrans sögulegar eins og þessar þrennar fyrrnefndu en ólíkt þeim kosningum sé það ekki aðeins einn flokkur sem farið hafi út af sporinu heldur þingið í heild sinni.    Það er mikið til í þessum orðumforsætisráðherrans, enda styð- ar hann þau með því að fyrir þrem- ur árum hafi almenningur kosið um að kveðja Evrópusambandið, en all- ar götur síðan hafi þingmenn sem urðu undir unnið að því að koma í veg fyrir að þjóðarviljinn næði fram að ganga.    Fyrir lýðræðið í Bretlandi, ograunar víðar, er alveg nauð- synlegt að vilji þjóðarinnar verði virtur. Enn er þó ekki ljóst hvernig fer. Spennan er mikil enda hefur bilið á milli Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins minnkað. Og Íhaldsflokkurinn er eini flokkurinn, af þeim sem eiga raunhæfa mögu- leika að sigra, sem vill virða nið- urstöður þjóðaratkvæðisins árið 2016. Boris Johnson Spennan eykst STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Bragi Guðbrandsson, stofnandi Barnahúss og fulltrúi í barnarétt- arnefnd Sameinuðu þjóðanna, er einn tíu aðila sem voru sérstaklega heiðraðir af samtökunum Save the Children vegna framlags í þágu barna. Hlaut Bragi þennan heiður vegna brautryðjandastarfs síns á sviði kynferðisof- beldis gegn börn- um með stofnun Barnahúss og út- breiðslu þess um Evrópu en barna- hús að íslenskri fyrirmynd eru nú starfandi í um 70 borgum í 16 Evr- ópuríkjum. „Maður verður svolítið orðlaus en þetta er mjög gleðilegt,“ segir Bragi í samtali við Morgunblaðið. „Þetta dregur fram þessi gríðar- legu áhrif sem við höfum haft á þróun barnaverndarmála í Evr- ópu.“ Bragi segir að samstaða sé á meðal Evrópuríkja um að barnahús sé hagfelldasta aðferðin í rann- sóknum þar sem framburður barna skiptir máli og rödd þeirra þarf að heyrast. „Nú er það þannig að það er gríðarleg áhersla lögð á það að rödd barnsins fái að heyrast í öll- um úrlausnum sem þau varða og það þýðir að í þeim málum þar sem fleiri en ein stofnun þarf að vinna að úrlausn málsins er þetta eina leiðin til þess að rödd barnsins fái að heyrast án þess að barnið þurfi í sífellu að endurtaka frásögn sína með tilheyrandi erfiðleikum fyrir barnið,“ segir Bragi. Heiðraður fyrir framlag í þágu barna Bragi Guðbrandsson  Barnahús að íslenskri fyrirmynd starfa nú í um 70 borgum í 16 Evrópuríkjum Kristmundur Bjarna- son, rithöfundur og fræðimaður á Sjávar- borg í Skagafirði, lést á Dvalarheimilinu á Sauð- árkróki 4. desember sl., 100 ára að aldri. Kristmundur fæddist á Reykjum í Tungusveit 10. janúar 1919. For- eldrar hans voru Kristín Sveinsdóttir og Bjarni Kristmundsson en fósturforeldrar voru sr. Tryggvi H. Kvaran á Mælifelli og Anna Gr. Kvaran. Kristmundur gekk hefðbundna skólagöngu í heimahéraði en lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1940. Frá árinu 1949 var Kristmundur bóndi á Sjávarborg og stundaði fræðimennsku og ritstörf meðfram bústörfum. Hann varð fyrsti héraðsskjalavörður Skagfirðinga og sinnti því starfi allt til ársins 1990. Kristmundur varð landsþekktur fyrir fræðastörf sín og skilur hann eftir sig fjölda ritverka sem lengi framan af voru unnin meðfram anna- sömum bústörfum. Þegar á náms- árum sínum fékkst hann við þýðingar á barna- og unglingabókum og má þar nefna bókaflokka eftir Enid Blyton og söguna af Stikilsberja-Finni eftir Mark Twain. Umfangsmesti hluti rit- starfanna var helgaður sagnfræði og þjóðlegum fróðleik. Af viðamiklum verkum Kristmundar má nefna, án uppröð- unar: Saga Þorsteins frá Skipalóni, Jón Ós- mann ferjumaður, Saga Sauðárkróks til ársins 1947, Saga Dalvíkur, Sýslunefndasaga Skagafjarðar, Svip- myndir úr sögu Gríms Thomsen, Sauðár- krókskirkja og formæð- ur hennar, auk ótölu- legs fjölda greina í blöðum og tímaritum. Síðasta stórvirki Kristmundar var ritverkið Amtmaðurinn á einbúasetr- inu, ævisaga Gríms Jónssonar, amt- manns á Möðruvöllum, sem kom út á 90 ára afmæli hans. Í tilefni 100 ára afmælis Kristmundar gaf Sögufélag Skagfirðinga út bernskuminningar hans, Í barnsminni - minningaslitur frá bernskuárum. Sölvi Sveinsson annaðist útgáfuna en bókina ritaði Kristmundur á árunum 2005-2006. Kristmundur var heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga og hlaut margar viðurkenningar fyrir sín störf, m.a. Viðurkenningu Hagþenkis og Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Eiginkona Kristmundar var Hlíf Ragnheiður Árnadóttir, f. 1921, en hún lést árið 2013. Dætur þeirra eru Heiðbjört, Guðrún Björg og Bryndís Helga. Barnabörnin eru 9 talsins og barnabarnabörnin 20. Andlát Kristmundur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.