Morgunblaðið - 16.12.2019, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
ll
595 1000
lur
.H
i
sf
r
ir
s
ia
i
i
.
Verð frá kr.
114.995
RoqueNublo
2. janúar í 16 nætur
Gran Canaria
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Skortur á varaafli hefur mikið verið
ræddur eftir víðtækt rafmagnsleysi í
kjölfar ofsaveðursins í síðustu viku.
Pétur E. Þórðarson, aðstoðarfor-
stjóri Rarik, segir að almenna regl-
an sé sú að þar
sem er aðeins ein
raftenging sé í
flestum tilvikum
eitthvert varaafl
tryggt.
Vesturlína sér
Vestfjörðum fyrir
rafmagni. Pétur
segir að á sínum
tíma hafi verið at-
hugað með aðra
tengingu á móti
henni en það reyndist vera óhemju
dýrt. Þá var ákveðið að setja upp
stóra varaaflstöð í Bolungarvík og
hefur hún tryggt Vestfirðingum raf-
magn á móti línunni. Sambærileg
staða er á Vopnafirði þar sem er ein
tenging og varaaflstöð á móti henni.
Á Suðurlandi er hvergi varaafl nema
í Vík í Mýrdal og í Vestmannaeyj-
um.
Varaafl á völdum stöðum
„Á stöðum sem hafa tvær teng-
ingar er yfirleitt ekki varaafl,“ sagði
Pétur í samtali við Morgunblaðið.
Hann segir að Rarik sé með varaafl
upp á um 30 MW í heildina en heild-
ar afltoppurinn sé um 200 MW.
„Rafveiturnar á öllu höfuðborgar-
svæðinu eru ekki með neina vara-
vél,“ sagði Pétur. „Svo eru aðrir sem
þurfa sérstaklega á varaafli að
halda. Við erum til dæmis almennt
með varaafl á hitaveitudælum.“
Sem kunnugt er varð rafmagns-
laust á Siglufirði, þar á meðal hjá
hitaveitunni. Pétur segir að tvær
tengingar séu þangað og tvær teng-
ingar að hitaveitudælunni. „Dalvík-
urlínan bilaði og frá Dalvík er
strengur til Siglufjarðar. Dalvíkur-
lína var metin ein sterkasta línan í
öllu dreifikerfinu og byggð eftir
sama staðli og það sem sterkast er í
byggðalínuhringnum. Það kom mjög
á óvart að hún skyldi láta sig,“ sagði
Pétur. Hinum megin er Skeiðsfoss-
virkjun í Fljótum sem sér Siglufirði
einnig fyrir rafmagni. Þar komu upp
vandræði vegna krapa í ofsaveðrinu
og tók tíma að koma virkjuninni aft-
ur í gang.
Varaafl tryggir öryggi notenda
„Notendur sem eru mjög við-
kvæmir fyrir rafmagnsleysi, eins og
fjarskiptastöðvar, sjúkrahús og stór
kúabú með mjaltaþjóna, eru margir
búnir að koma sér upp varaaflvélum.
Þær eru ekki stór kostnaðarliður í
stórum atvinnurekstri. En þegar allt
gengur vel lengi þá gleymist stund-
um öryggið,“ sagði Pétur. Hann seg-
ir t.d. að Landspítalinn í Reykjavík
sé með vararafstöð sem fer í gang
um leið og veiturafmagn bregst.
Pétur segir að Rarik ráðleggi ekki
formlega viðskiptavinum með við-
kvæman rekstur að koma sér upp
varaaflstöðvum, en oft sé bent á það
í samtölum.
Varaaflstöðvar seldar úr landi
Víða voru dísilrafstöðvar á árum
áður og árið 2014 seldi t.d. Lands-
virkjun tvær varaaflstöðvar úr landi.
Önnur þeirra var gufuaflsstöð við
Straumsvík upp á 34 MW og hin 8
MW dísilrafstöð á Rangárvöllum við
Akureyri. Pétur segir að ekki hafi
verið gert mikið af því að selja vara-
aflstöðvar úr landi. Stöðvarnar sem
Landsvirkjun seldi 2014 hafi hvorug
komið að notum nú. Stöðin í
Straumsvík var hluti af samningnum
við Ísal þegar aðeins ein lína lá frá
Búrfelli að Straumsvík. Stöðin við
Akureyri var frá því áður en
byggðalínan kom norður og var
varaafl á móti Laxárvirkjun á 8. ára-
tugnum.
Pétur segir að ofsaveðrið í síðustu
viku hafi í sínum huga verið sam-
bland af óveðrunum sem geisuðu í
janúar 1991 og svo aftur í byrjun
febrúar sama ár. „Þá fóru 530 staur-
ar í kerfinu hjá okkur í janúarveðr-
inu. Ef við hefðum verið með sam-
bærilega uppbyggingu á kerfinu nú
tel ég að það hefðu farið fleiri staur-
ar nú en 1991,“ sagði Pétur.
Munurinn á kerfinu nú og þá er að
nú eru um 65% af 9.000 km há-
spennukerfi Rarik komin í jarð-
strengi. Sú strengjavæðing hófst á
viðkvæmum stöðum í kjölfar óveð-
ursins á viðkvæmustui stöðunum.
Oft er varaafl
ef það er bara
ein raftenging
Tvær leiðir til Siglufjarðar brugðust
Pétur E.
Þórðarson
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
LIF, flaug á laugardag með nokkr-
um raflínum á Norðausturlandi til að
kanna ástand þeirra. Með í för voru
Helgi B. Þorvaldsson, sérfræðingur
Landsnets í háspennulínum, og ljós-
myndari Morgunblaðsins.
„Við vorum að staðfesta það sem
við höfðum fengið upplýsingar um
frá björgunarsveitum og að ekki
væri um frekara tjón að ræða.
Björgunarsveitirnar voru búnar að
fara með línunum á sleðum. Við
sáum ekki frekari skemmdir en til-
kynnt hafði verið um,“ sagði Helgi.
Hann segir að 66 kV línan frá
Laxárvirkjun til Akureyrar sé biluð.
Að minnsta kosti tíu stæður eru
brotnar og eitthvað um leiðaraslit.
Talsverð vinna er við að laga það, að
sögn Helga. Fram kom á facebook-
síðu Landsnets í gær að beðið yrði
með viðgeð um sinn meðan aðrar lín-
ur væru lagfærðar.
Húsavíkurlína frá Laxárvirkjun,
sem er 33 kV, er biluð út undir
Húsavík. Þar voru fjórir staurar
brotnir eða laskaðir og leiðari slitinn
á einum stað. Viðgerð er í undirbún-
ingi og taldi Helgi að hún tæki lík-
lega tvo daga. Á meðan fær Húsavík
rafmagn um varatengingu við
Bakka.
Einnig var flogið að hluta til með
Kópaskerslínu sem liggur frá Lax-
árvirkjun og út á Kópasker. Tjón
varð á henni útundir Kópaskeri og
brotnuðu þar 14 stæður. Búist er við
að viðgerð taki nokkra daga. Helgi
segir að hægt hafi verið að hleypa á
Kópaskerslínuna þannig að hún er
tengd inn á kerfi Rarik í Kelduhverfi
og liggur 11 kV strengur frá Silfur-
stjörnunni og út á Kópasker.
Ekki var mjög mikil ísing á lín-
unum, að sögn Helga. Svolítil ísing
var þó á Kröflulínu I inni í Eyjafirði.
Einnig var ísing hér og þar á Lax-
árlínunni. Sums staðar þarf að
brjóta hana af. Björgunarsveitirnar
hafa hjálpað til við það, að sögn
Helga. gudni@mbl.is
Sáu ekki frekari skemmdir
Skoðuðu raflín-
ur á Norðaustur-
landi úr þyrlu
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Kópaskerslína Tjón varð á línunni nálægt Kópaskeri þar sem 14 stæður
brotnuðu. Búist er við því að viðgerð á línunni muni taka nokkra daga.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Eftirlitsflug Helgi B. Þorvaldsson,
sérfræðingur hjá Landsneti.
„Það eru enn rafmagnstruflanir, raf-
magnið hefur farið út og inn í dag.
Það er mjög mikil selta enn á tengi-
virkinu í Hrútafirði,“ sagði Ragn-
heiður Jóna Ingimarsdóttir, sveit-
arstjóri í Húnaþingi vestra. Von var
á vinnuflokki í gærkvöld til að
hreinsa tengivirkið í nótt.
Hún segir ljóst að ofsaveðrið hafi
valdið miklu tjóni en ekki sé búið að
ná utan um hve víðtækt það er.
„Þetta er landbúnaðarhérað. Kúa-
bændur fóru mjög illa út úr þessu og
ekki séð fyrir endann á því. Þegar
ekki er hægt að mjólka kýrnar eru
afleiðingarnar oft júgurbólga og
minni nyt. Það þurfti að hella niður
töluverðu af
mjólk. Svo dráp-
ust nokkuð mörg
hross sem hafa
verið grafin úr
fönn,“ sagði
Ragnheiður.
Hún segir ljóst
að byggja þurfi
yfir tengivirkið í
Hrútafirði og
stækka spenni í
tengivirki við Laxárvatn til að
tryggja betur afhendingu raforku.
„Það er ekkert varaafl á Hvamms-
tanga. Það var fyrir einhverjum ár-
um en ekki var talin þörf á því og
það fjarlægt,“ sagði Ragnheiður.
Hún sagði ekki heldur neitt varaafl
við Heilbrigðisstofnun Vesturlands
(HVE) á Hvammstanga. Stofnunin
var bæði án rafmagns og síma-
sambands í ofsaveðrinu. Ragnheiður
segir að það sé HVE að sjá sér fyrir
varaafli. „Við aðstoðum þau eins og
við getum við að gera grein fyrir
mikilvægi þess að hafa varaafl,“
sagði Ragnheiður.
Taka þurfti rafmagn af í gærkvöld
vegna hreinsunar á tengivirkinu í
Hrútafirði. Búið var að útvega vara-
aflstöð fyrir HVE á Hvammstanga
svo hún yrði ekki rafmagnslaus á
meðan. gudni@mbl.is
Rafmagnið enn óstöðugt
Styrkja verður dreifikerfi rafmagns í Húnaþingi vestra
til að tryggja þar afhendingaröryggi, að mati sveitarstjóra
Ragnheiður Jóna
Ingimarsdóttir
Eftirköst óveðursins
Vel gekk að gera við Dalvíkurlínu í gær. Viðgerð á vír-
um var nánast lokið í gærkvöld, að sögn Steinunnar
Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets. Eftir
var að reisa fjórar stæður eða átta staura og setja upp
krossa og slár. Reiknað er með að viðgerð línunnar
ljúki á miðvikudag. Vinnuhópar á vegum Landsnets
voru einnig að störfum við tengivirki í Hrútafirði og
Húsavíkurlínu. Viðgerð á Kópaskerslínu hefst í dag.
Ljósmynd/Landsnet
Gert við Dalvíkurlínu