Morgunblaðið - 16.12.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.12.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Tónlistarhefðin hér í uppsveitum Árnessýslu er sterk, margir taka þátt í kórstarfi og hér eins og víða úti á landi er kirkjan stór þáttur í félags- legu starfi,“ segir Jón Bjarnason org- anisti í Skálholtskirkju. Hann er raunar gott betur því hann sér um tónlistarstarf í tíu af tólf kirkjum Skálholtsprestakalls sem nær yfir Biskupstungur, Grímsnes og Laug- ardal og Þingvallasveit. Jólalögin tær og hrein Í flestum kirknanna þar verður helgihald nú um hátíðarnar og engin er messan án organleiks og söngs. Kórarnir í prestakallinu eru tveir, Skálholtskórinn og Söngkór Miðdals- kirkju. Strax í október er byrjað að æfa jólalögin sem sungin verða tær og hrein. Að leika á hljóðfærið við um það bil 20 athafnir um jól og áramót, á til þess að gera fáum dögum, kallar á góðan undirbúning og skipulag. „Við sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur vinnum þetta vel saman,“ segir Jón. „Sumt í þessu er reyndar alveg fastir liðir, svo sem að alltaf eru tvær mess- ur í Skálholti á aðfangadagskvöld, í Miðdal við Laugarvatn á jóladag, á öðrum degi í Bræðratungu í Biskups- tungum og í Úthlíð á hinum þriðja degi. Á nýársdag er svo alltaf messa í Torfastaðakirkju í Biskupstungum. Þá eru ótaldar ýmsar samkomur í kirkjunum á aðventunni; svo sem jólatónleikar sunnlenskra kirkjukóra í Skálholti næstkomandi miðviku- dagskvöld kl. 20.“ Tónlistin í blóðinu Jón Bjarnason, sem stendur á fer- tugu, er Skagfirðingur að uppruna; frá bænum Víðilundi á Höfðaströnd. Byrjaði sjö ára í píanónámi en var fjögurra ára farinn að slá nótna- borðið og ná laglínum eftir eyranu. „Tónlistin var alltaf í blóðinu, for- eldrar mínir voru í kirkjukórnum og Anna Kristín Jónsdóttir móðursystir mín var organisti á Hofsósi og drif- fjöður í tónlistarstarfinu þar,“ segir Jón. „Fyrir norðan tók ég átta stig á píanó en fór þá suður í Tónskóla þjóð- kirkjunnar. Já, orgelið er í raun heill heimur með mikið raddsvið. Tónarnir koma úr pípunum og maður spilar bæði með höndum og fótum, ef svo má segja. Við píanóið er kúnstin hins vegar sú að leika á nótnaborðið sem leiðir í hamra, þeir svo slá á strengi og laða fram laglínuna. Hljómmynd- unin er hvor með sínu lagi.“ Kirkjan ómar öll Fyrr á árum var Jón organisti við Seljakirkju í Reykjavík. Þau Berg- þóra Ragnarsdóttir kona hans fluttu svo austur fyrir áratug og búa á Laugarvatni. „Mér finnst eina vitið að búa úti á landi. Rætur mínar liggja í því umhverfi,“ nefnir Jón, sem jafnhliða störfum í kirkjunum er undirleikari Karlakórs Selfoss. Það er því í nægu að snúast. „Tón- listarhefðin í dreifbýlinu er sterk. Mér finnst gaman að í litlu sveita- kirkjunum er ekki neinn formlegur kór heldur bara almennur safn- aðarsöngur sem hver tekur undir með sínu nefi og miklum ágætum. Margir kirkjugesta hafa reyndar einhverja reynslu úr kór og geta þá leitt sönginn í fallegum sálmum; eins og Sjá himins opnast hlið, Í Betle- hem er barn oss fætt og Kirkjan óm- ar öll, svo ég nefni nokkra sem flestir ættu að kannast við. Það er gaman þegar allir taka undir og syngja í kirkjunni.“ Ljósmynd/Guðmundur Karl Tónlist Orgelið er heill heimur með mikið raddsvið, segir Jón Bjarnason. Organisti í tíu kirkjum  Jón við hljóðfærið í Skálholtsprestakalli  Tuttugu at- hafnir  Sterk tónlistarhefð  Safnaðarsöngur í stað kórs Söngur Auk starfa í kirkjum er Jón undirleikari Karlakórs Selfoss sem hélt aðventutónleika í Skálholti í síðustu viku þegar þessi mynd var tekin. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Verktakar eiga fullt í fangi með að byggja íbúðarhúsnæði í samræmi við aðstreymi fólks í bæinn. Eftirspurn- in er mikil og hér hefur verið selj- endamarkaður í langan tíma,“ segir Þorsteinn Magnússon, fast- eignasali hjá Ár- borgum á Sel- fossi. Því var sérstaklega hald- ið til haga á dög- unum að íbúar í Sveitarfélaginu Árborg eru nú orðnir 10.000. Fjölgunin á einu ári er um 1.000 íbú- ar og að undanförnu hafa um 60 manns á mánuði komið inn nýir á íbúaskrá. Af þessu leiðir að fast- eignamarkaðurinn á svæðinu er líf- legur. Sérbýlishefðin er sterk Á síðustu tveimur árum hafa verið byggðar 200-300 nýjar íbúðir á Sel- fossi og er þetta blanda af eignum í einbýli, rað-, par- og fjölbýlishúsum. Í Sveitarfélaginu Árborg eru nú rúmlega 3.700 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum, það er á Eyr- arbakka, Stokkseyri, í dreifbýli og á Selfossi en þar hefur fólki fjölgað mjög á síðustu árum. „Sérbýlishefðin er mjög sterk hér á Selfossi og hér hefur mikið verið byggt af einbýlis-, par- og raðhúsum, en í síðastnefnda flokknum eru þetta íbúðir sem gjarnan eru öðru hvoru megin við 100 fermetra að flatarmáli. Í svonefndu Hagalandi, sem er syðst og vestast á Selfossi, og Dísastaða- landi austast í bænum hefur talsvert verið byggt af einbýlishúsum að und- anförnu og þau eru einnig eftirsótt,“ segir Þorsteinn. Samfélag iðnaðarmanna Á Selfossi er talsvert um að verk- takar selji frá sér íbúðir í raðhúsum ýmist fokheldar eða tilbúnar undir tréverk. Slíkar eignir, gjarnan um 90 fermetrar að flatarmáli, eru þá seld- ar fokheldar á 21-22 milljónir króna, sem að raunvirði er 80-90% hækkun yfir fimm ára tímabil. „Hálfgerðar íbúðir henta vel hér,“ segir Þorsteinn. „Selfoss er sam- félag iðnaðarmanna og þegar ungt fólk kaupir sína fyrstu eign er al- gengt að einhver í fjölskyldu viðkom- andi sé kannski smiður, rafvirki, píp- ari eða málari. Þá tekur fólk sig saman og kemur eigninni í stand og nær með því að halda kostnaði við fasteignakaupin aðeins niðri.“ Svo mikið hefur verið byggt á Selfossi að undanförnu að nú er þar farið að þrengjast um lóðaframboð. Hagur ætti þó að vænkast innan tíðar, því nú á haustdögum hófust fram- kvæmdir við gatnagerð í svonefndu Björkurstykki, sem er sunnan við núverandi byggð á Selfossi. Alls verða um 650 íbúðir í því hverfi og í fyrsta áfanganum lóðir fyrir um 200 íbúðir. Framkvæmdir við byggingu þeirra hefjast þegar líður á næsta ár. Í útjaðar borga Í Árborg hefur fasteignaverð lengi verið um 60-70% af því sem algengt er á höfuðborgarsvæðinu, að teknu tilliti til þess að verð þar er mismun- andi milli borgarhluta. „Ég fæ tals- vert til mín hingað fólk sem er að losa sig við stórar eignir, til dæmis einbýlishús, á Reykjavíkursvæðinu. Selur þá eign fyrir ágætan pening og kemur svo hingað austur fyrir fjall í minni eignir,“ segir Þorsteinn og heldur áfram: „Einnig eru mörg dæmi þess að ungt fólk héðan og þaðan af landinu setji sig niður á Selfossi eða í ná- grannabyggðum enda bjóðast hér fasteignir á viðráðanlegu verði. Raunar er þessi byggðaþróun í sam- ræmi við það sem gerist hvarvetna á Vesturlöndum; vegna hækkandi fasteignaverðs í borgunum leitar fólk í útjaðra þeirra og byggir þar sína framtíð.“ Viðráðanlegt íbúðaverð á Selfossi  Aðstreymi fólks í Árborg  Lífleg fasteignasala  Fjórðungi lægra verð en á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Hari Uppgangur Mikið líf er nú á Selfossi og víða má sjá hús þar í byggingu. Þorsteinn Magnússon Fjöldi fólks nýtti tækifærið og renndi sér á skíðum og snjóbrettum í Bláfjöllum um helgina, er skíða- svæðið var opnað í fyrsta sinn þenn- an veturinn. Níu gráða frost og nokkur vindur hrellti skíðagarpa á laugardag en á sunnudag var veðr- ið töluvert skaplegra; logn og fimm gráða frost. „Þetta gerist ekki mikið betra,“ segir Einar Bjarnason, rekstrar- stjóri Bláfjalla. Álíka margir gestir heimsóttu skíðasvæðið á laugardag og sunnudag, eða um 800 hvorn daginn, en Einar segir að vegna veðurs hafi fólk dvalið lengur í fjallinu á sunnudag. Opnunin nú, um miðjan desem- ber, er í fyrra fallinu miðað við síð- ustu ár, en Einar segir útlit fyrir að hægt verði að halda svæðinu opnu næstu vikur, fram yfir jólahátíðina sem er oftar en ekki annasamasti tími skíðasvæðanna. Opið verður frá klukkan 14 til 21 næstu daga, en 10 til 17 um helgar. agunnar@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Unnar Skíðafjör Um 1.600 manns renndu sér í brekkunum í Bláfjöllum. Fjöldi fólks fór í Bláfjöll um helgina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.