Morgunblaðið - 16.12.2019, Side 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019
✝ Sævar Brynj-ólfsson fæddist
15. febrúar 1942 í
Messíönuhúsi á Ísa-
firði. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 1. des-
ember 2019. For-
eldrar hans voru
Guðný Kristín Hall-
dórsdóttir, f. 16.
september 1910, d.
8. febrúar 1991, og
Brynjólfur Ágúst Albertsson, f.
10. ágúst 1902, d. 14. júní 1987.
Systkini Sævars eru: Sigríður
Guðmunda, f. 29. maí 1931, d. 21.
maí 2009, Halldór Albert, f. 22.
nóvember 1932, d. 16. ágúst
2013, Sesselja Guðrún, f. 5. jan-
úar 1934, d. 16. ágúst 1956 og
Sigurður Hlíðar, f. 1. maí 1936.
Uppeldisbróðir Sævars er
Brynjólfur Garðarsson, f. 26.8.
955.
Sævar kvæntist Ingibjörgu
Kolbrúnar Hjartardóttur eru: a)
Ingibjörg Ýr, f. 1992, sambýlis-
maður Jón Steinn Vilhelmsson,
dóttir þeirra er Indíana Rún,
fædd 2018, og b) Viggó Ýmir, f.
2002. 3) Brynjólfur Ægir, f. 5.
mars 1976, maki Áslaug Ár-
mannsdóttir. Börn þeirra eru a)
Sævar Þórir, f. 2012 og b) Berg-
lind Helga, f. 2014.
Sævar ólst upp á Ísafirði til
tíu ára aldurs. Þá flutti hann
með fjölskyldu sinni til Keflavík-
ur. Hann stundaði sjómennsku
frá fjórtán ára aldri og varð
skipstjóri eftir útskrift frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík ár-
ið 1962 aðeins tvítugur að aldri,
yngstur skipstjóra í flotanum.
Árið 1983 flutti fjölskyldan til
Vestmannaeyja þar sem Sævar
stundaði skipstjórn og útgerð í
yfir tuttugu ár. Árið 2000 flutt-
ust þau hjónin til Reykjavíkur.
Hann lauk vélstjórnarprófi frá
Vélskólanum árið 2008 og starf-
aði um tíma á hafnsögubátum
Faxaflóahafna. Síðustu starfs-
árin sín var hann skipstjóri á
smærri bátum frá Keflavík.
Útför Sævars fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 16. des-
ember 2019, kl. 13.
Hafliðadóttur 25.
nóvember 1961.
Hún er fædd 25.
nóvember 1940 í
Reykjavík. Foreldr-
ar hennar voru
Ingibjörg Jóhanns-
dóttir, f. 8. desem-
ber 1905, d. 3. nóv-
ember 1992 og Haf-
liði Ólafsson, f. 5.
maí 1894, d. 29. júní
1941. Börn Sævars
og Ingibjargar eru: 1) Bryndís, f.
9. október 1961, gift Einari Þ.
Magnússyni. Börn þeirra eru: a)
Sævar Magnús, f. 1986, unnusta
Telma Rut Eiríksdóttir, synir
þeirra eru Einar Þór, Eiríkur
Óli og Óðinn Orri. b) Unnar
Geir, unnusta Karólína Vilborg
Torfadóttir og c) Einar Sveinn,
unnusta Snjólaug Ösp Jóns-
dóttir. 2) Hafliði, f. 3. ágúst 1965,
sambýliskona Jenný Lovísa Þor-
steinsdóttir. Börn Hafliða og
Elsku pabbi, það sem við sökn-
um þín nú þegar, þó fjarvera þín á
sjónum hafi verið hluti af æsk-
unni. Samveran í seinni tíð var
þeim mun sætari. Að fylgjast með
þér njóta hlutverks afa og langafa.
Hlýja þín mun ylja okkur áfram.
Sterkari manni höfum við ekki
kynnst. Munum ekki kynnast.
Viljastyrkurinn slíkur að þú
fékkst þitt jafnan fram. Þegar
stór rússneskur togari var í þann
mund að keyra yfir torfuna sem
þú ætlaðir að kasta á, miðaðir þú á
hann úr tómum riffli, hann vék.
Það sem þú ætlaðir þér varð.
Stundum þurfti mamma líka á
sínu æðruleysi að halda. En allt
sem þú gerðir var fyrir þitt fólk.
Kappið að stækka bústaðinn svo
hann yrði enn betri griðastaður
fyrir fjölskylduna eftir þinn dag.
Öll höfðum við systkinin þig
sem fyrirmynd í mannaforráðum.
Traustið sem ríkti milli þín og
karlanna var einstakt. Það þurfti
ekki að hafa hátt til að hlutirnir
gerðust. Þú stóðst með þínu fólki.
Til marks um það eru brosin sem
við fáum þegar við hittum þá,
kveðjurnar. Skipsfélaginn sem
kom að færa þér fullan poka af
vandlega verkaðri skötu, daginn
eftir að þú kvaddir, var með þér í
tvö ár fyrir næstum fjörutíu árum.
Tryggðabönd þín trosnuðu ekki.
Tvítugur fékkstu pláss sem
stýrimaður á Tý, sem Einar Sig-
urðsson átti. Leystir skipstjórann
af í veikindum og tókst fljótlega
við Kópnum. Blaðaúrklippur um
yngsta skipstjórann í flotanum og
aflahæsta bátinn bera vitni um ár-
angurinn. Traust Einars „ríka“ á
þér var slíkt að þú sóttir tvö ný
skip fyrir hann. Það höfðu ekki
allir trú á að bátaskipstjóri gæti
verið með togara, en blöðin skrif-
uðu um unga aflaskipstjórann:
„Jafnvígur á öll veiðarfæri“. Sem
skipstjóri á Breka varstu jafnan
aflahæstur í Eyjum og stundum
víðar. Þú áttir þína bletti sem aðr-
ir gátu ekki nýtt. Hafðir þínar að-
ferðir, en aldrei einn.
Þú varst einstakur frum-
kvöðull. Hvort sem það voru nýj-
ungar við síldarlöndun eða að vera
fyrstur að gera út á túnfisk við
landið, þá tókstu engu sem gefn-
um hlut. Kræklingarækt og bý-
flugnarækt komu seinna. Alltaf
einhver verkefni í gangi.
Æðruleysið var algjört. Þegar
trillan sökk undan þér á þrett-
ándanum 2004 varstu rúman
klukkutíma í sjónum. Þú bast þig
við stefni bátsins, sem flaut upp úr
sjónum, svo þú fyndist þó þrekið
þyrri. Horfðir upp í stjörnurnar, á
tunglið og hugsaðir til okkar. Þú
hafðir það líka af þegar ósæðin
sprakk úti á sjó ári síðar. Þrauk-
aðir fjórar risaaðgerðir, svæfingu
í þrjá mánuði, ellefu mánuði á
spítala. Þitt svar var að skella þér
í vélskólann og opna ný tækifæri.
Þú kunnir líka að njóta lífsins.
Hvort sem það var sopi af saft fyr-
ir svefninn eða safarík steik með
köldum bjór. Uppáhaldið var buff
tartar, góðar sögur og samvera
með þínu fólki. Best var kannski
að þegja saman. Það þurfti ekki
alltaf að færa hlutina í orð.
Við elskum þig og munum
áfram lýsa upp tilveruna með sög-
um og minningum af ástkærum
pabba, afa, langafa, sem gerði allt
fyrir sitt fólk.
Verndaðu pabba minn vinnuna við
vinurinn Jesús, þess ég nú bið.
Í höfn leið þú bátinn hans heilan nú
svo heima við gleðjumst, sjá allt
megnar þú.
Bryndís Sævarsdóttir,
Hafliði Sævarsson og
Brynjólfur Ægir Sævarsson
Mín fyrstu kynni af Sævari
voru þegar ég, nýbúinn að kynn-
ast Bryndísi, kom á kagganum
mínum til þess að bjóða henni á
rúntinn. Sævar var úti að þvo bíl-
inn sinn og sagði mér að Bryndís
væri ekki heima. Það kom svo á
daginn seinna að hún var heima
en Sævar var ekki alveg tilbúinn
að sjá á eftir henni með þessum
hárprúða stráklingi.
Sem betur fer breyttist þetta
fljótt og við höfum átt góðar
stundir í meira en fjörutíu ár.
Ég kom úr sjómannsfjölskyldu
þar sem faðir minn var skipstjóri.
Ég hafði tekið ákvörðun um að
feta í fótspor hans og verða skip-
stjóri. Mér þótti því tilkomumikið
að kynnast fjölskyldu Sævars,
sérstaklega vegna þess að þar
voru svo margir sjómenn og flest-
ir þeirra skipstjórar. Bræður
hans tveir voru skipstjórar og
systursonur hans og uppeldis-
bróðir var í skipstjórnarnámi.
Systir Sævars var gift skipstjóra
og sonur þeirra var skipstjóri.
Þeir voru allir miklir aflamenn og
mikill fengur fyrir ungan mann
sem hafði brennandi áhuga á sjó-
mennsku að kynnast þeim.
Sævar var farsæll skipstjóri og
mikill aflamaður. Hvort sem var á
línu, netum, nót eða togveiðum.
Ekkert vafðist fyrir honum, hann
var traustur og þolinmóður og
hafði þann einstaka eiginleika að
halda ró sinni hvað sem á gekk.
Ég var svo heppinn að fá að vera
með honum á sjó um tíma á ár-
unum sem hann var skipstjóri á
Breka VE. Ég lærði margt gott af
honum sem ég setti í mína
„verkfærakistu“ og hef reynt að
tileinka mér.
Árið 2005 veiktist Sævar
skyndilega þar sem hann var að
störfum úti á sjó. Eftir erfið veik-
indi og marga mánuði á sjúkra-
húsi sýndi það best þrautseigju
hans og dugnað að í stað þess að
leggja árar í bát fór hann í vél-
stjórnarnám og náði sér í vél-
stjórnarréttindi.
Eftir þetta höfum við Sævar
eytt miklum tíma saman bæði til
sjós og lands í ýmsum verkefnum.
Við höfum átt margar góðar og
ánægjulegar stundir í leik og
starfi. Vinátta okkar var einstök.
Ég hef litið á Sævar sem minn eig-
in föður eftir að pabbi lést árið
1988.
Elsku Sævar, takk fyrir að taka
á móti mér í fjölskylduna, takk
fyrir þína einstöku dóttur, takk
fyrir allt. Takk, takk.
Þinn tengdasonur,
Einar Þ. Magnússon.
Þú magnaði afi og tengdapabbi.
Minning mín er ég kom fyrst í
mat til þín og Ebbu á Klapparstíg-
inn er eitthvað svo lifandi og skýr.
Þið buðuð upp á ljúffengan sól-
kola, fisk sem ég hafði aldrei heyrt
minnst á áður en ég kynntist ykk-
ur. Mér leist ekki alveg á blikuna
enda borðaði ég nánast eingöngu
ýsu fyrir þennan tíma. Ég man
líka að mér fannst svo merkilegt
að sjá eldri mann við eldavélina og
hrista fram úr erminni þennan
bragðgóða mat.
Í dag þekki ég ótalmargar teg-
undir fiska vegna þess að Sævar
Þórir virðist hafa erft áhuga þinn
á sjónum og fiskum. Það gat verið
kostulegt að fylgjast með samtali
ykkar um þessi hjartans mál ykk-
ar tveggja.
Í gegnum tíðina hefur mikið
verið talað um staðfestuna og
seigluna sem í þér bjó. Ég hef
nokkrum sinnum orðið vitni að
þessum eiginleikum hjá þér og
óhjákvæmilega kemur varmadæl-
an upp í huga minn. Þótt flestir
væru á móti þessari varmadælu,
upp skyldi hún fara. Enda er þessi
dæla alveg frábær því að það er
svo notalegt að geta gengið inn í
hlýjan bústað, jafnvel um miðjan
vetur. Sumt vissir þú einfaldlega
betur.
Það hefur verið gott að dvelja
með ykkar Ebbu í Mýrakoti. Því-
líkur sælureitur sem þið hafið
komið upp í sameiningu og fyrir
tilstilli ykkar er Borgarfjörðurinn
orðinn af einn af mínum uppá-
haldsstöðum hér á landi. Það hafa
einnig verið mikil forréttindi fyrir
Berglindi Helgu og Sævar Þóri að
geta verið með ykkur í sveitinni.
Þakklæti er mér efst í huga og
eftir lifa fallegar minningar um
góðan afa og tengdapabba.
Áslaug Ármannsdóttir.
Elsku afi.
Þú settir þig í skipstjórasætið í
öllum þeim verkefnum sem þú
tókst að þér og sigldir skipinu allt-
af í höfn. Nema í þetta skiptið. Nú
er kominn tími á sjóferðina löngu.
Þú varst skipstjóri af lífi og sál
og varðst alltaf að sjá til sjávar.
Þú varst hryllilega þrjóskur
sem sýndi sig í öllu því sem lífið
bauð þér upp á.
Við áttum ekki alltaf skap sam-
an, enda bæði þrjósk og með dass
af trega í okkur. Framan af hafði
ég mjög gaman af því að standa
upp á móti þér og vera ósammála
öllu sem þú sagðir. Þú hafðir líka
mjög gaman af því að rengja mig
og ýttum við þannig á alla punkta
hvort annars þangað til annað
okkar gaf sig.
Í seinni tíð höguðum við okkur
þó aðeins betur og náðum betur
saman.
Þú varst maður fárra orða og
sóttist ekki eftir athyglinni, en þú
vildir að fólk sýndi þér virðingu.
Minningar síðustu ára eru mér
dýrmætar.
Ég er svo þakklát fyrir að Ind-
íana Rún hafi fengið að hitta þig
og kynnast þér.
Hún var nýfædd þegar þú varst
á leiðinni heim eftir eina spítala-
ferðina en þú tókst ekki annað í
mál en að kíkja við hjá okkur og
sjá nýjasta erfingjann.
Ég mun alltaf vera þakklát fyr-
ir þessi 27 ár sem ég fékk með þér
og veit að þér líður betur núna.
Takk fyrir allt og allt, elsku afi.
Fallega farðu í friði
sjaldan er ein báran stök.
Úti á sjávarins miði
rugga skipabrök.
Lífsins bröttu öldur
léku þig alls konar litum.
Nú engar eru höldur
í þínum sjávarhnitum.
Ingibjörg Ýr Hafliðadóttir,
Jón Steinn Vilhelmsson,
Indíana Rún Jónsdóttir.
Elsku besti afi okkar. Sterki,
hugrakki, æðrulausi afi Sævar.
Takk fyrir allt sem þú hefur
kennt okkur. Þú þurftir ekki að
segja mikið, en varst leiðtogi í lífi
og starfi. Nú þegar þú ert farinn í
þinn síðasta róður er margs að
minnast. Okkar gæfa er að eiga
allar góðu minningarnar um þig.
Um þig sem varst ekki bara venju-
legur, heldur litríkur frumkvöðull
og tókst þér fyrir hendur mörg
verkefni sem þú fylgdir eftir af lífi
og sál og náðir öðrum með. Það
var lærdómsríkt að fylgjast með
og stundum líka að fá að vera með.
Þú stóðst stoltur með okkur, spáð-
ir alltaf í hvað við vorum að gera,
alltaf sterkur eins og klettur og
kvartaðir aldrei hvað sem á gekk.
Við munum sakna þín enda-
laust mikið og kveðjum þig með
miklum söknuði og virðingu,
minningin um þig mun alltaf lifa í
hjörtum okkar.
Góða ferð, elsku afi.
Sævar Magnús, Unnar Geir
og Einar Sveinn.
Við æskuvinir Brynjólfs Ægis
minnumst Sævars Brynjólfssonar
með miklu þakklæti og hugsum
þessa dagana með hlýju til þeirra
fjölmörgu góðu stunda sem við
áttum með honum og Ingibjörgu á
Illugagötunni í gegnum árin.
Allir áttum við öruggt og gott
athvarf hjá þeim hjónum, sama
hvenær við leituðum á þeirra náðir
eða í hvaða ástandi við vorum.
Það gat verið ansi misjafnt á
unglingsárunum en hjá þeim hjón-
um mættum við aldrei öðru en
miklum skilningi, umburðarlyndi,
gjafmildi og almennum höfðings-
skap.
Sævar var ætíð áhugasamur
um það sem allir aðrir voru að
gera. Hann var í senn hógvær og
sjálfsöruggur þannig að það var
ómögulegt annað en að líða vel í
kringum hann.
Þótt líklega hafi fáir menn sopið
fleiri fjörur í lífinu en Sævar lét
hann okkur velmegunarþegana af
yngri kynslóðinni aldrei finna fyr-
ir því hversu miklir kjúklingar við
vorum.
Alvörukarlmenn finna ekki hjá
sér þörf til þess að vera með
mannalæti.
Og Sævar var hin þögula karl-
mennska uppmáluð, ætíð traustur
og yfirvegaður og tilbúinn að
sækja fram í ný ævintýri hvernig
svo sem aðstæður og lífið sjálft
reyndu að berja á honum. Það sem
við lærðum af Sævari kom ekki
fram í háfleygum fyrirlestrum,
ræðuhöldum eða karlagrobbi –
heldur í því að fylgjast með lífs-
starfi manns sem aldrei gafst upp,
kvartaði aldrei, fylgdist ætíð með
nýjungum og hafði óbilandi trú á
sjálfum sér og framtíðinni hvað
sem gekk á.
Við, æskuvinir Brynjólfs Ægis,
þökkum fyrir að hafa fengið að
kynnast góðum fjölskylduföður,
athafnamanni og vini. Guð blessi
minninguna um Sævar Brynjólfs-
son skipstjóra.
Birgir Hrafn, Eggert Þór,
Torfi og Þórlindur.
Sævar
Brynjólfsson
✝ Gyða HjaltalínJónsdóttir
fæddist í Reykjavík
29. apríl 1920. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir
1. desember 2019.
Foreldrar hennar
voru Ingibjörg
Egilsdóttir f. 27.
september 1879, d.
18. apríl 1964 og
Jón Hjaltalín Há-
konarson, f. 21. desember 1880,
d. 13. ágúst 1933. Systkini Gyðu
voru Hákon Hjaltalín Jónsson,
f. 17. ágúst 1910, d. 7. júní 1977,
Kristinn Hjaltalín Jónsson, f.
12. júní 1912, d. 1914, Þórdís
Hjaltalín Jónsdóttir, f. 27. júlí
1915, d. 5. júlí 2008, Sigríður
Þórdís Hjaltalín, f. 11. október
1917, d. 1918, og Guðrún Hjalt-
alín Jónsdóttir, f. 27. apríl 1922
Eiginmaður Gyðu var Ólafur
september 1993. Sambýliskona:
Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir, f. 18.
júní 1992. Barn þeirra er Jóna
Rebekka, f. 26. janúar 2017. b)
Ólafur, f. 23. mars 1980. Sam-
býliskona: Rakel Ýr Sigurðar-
dóttir, f. 18. maí 1984. c) Hall-
dór Guðjón, f. 2. október 1984.
Maki: Erna Guðmundsdóttir, f.
29. janúar 1979. Börn: Sindri
Steinn, f. 10. desember 2012, og
Mattea Milla, f. 29. ágúst 2014.
2) Jón Hjaltalín Ólafsson, f. 13.
október 1952.
Gyða ólst upp í Reykjavík og
gekk í Miðbæjarskóla. Hún hóf
snemma störf hjá Kexverk-
smiðjunni Esju en vann einnig
lengi í verslun Haraldar Árna-
sonar sem og í eldhúsi Land-
spítalans. Eftir að Gyða og
Ólafur gengu í hjónaband árið
1949 bjuggu þau á Skólavörðu-
stíg en fluttust nokkrum árum
síðar í Álfheima þar sem Gyða
bjó allt þar til hún flutti í íbúð á
Eir og síðar á hjúkrunarheim-
ilið Eir.
Útför Gyðu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 16. des-
ember 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
G. Einarsson, f. 25.
apríl 1913, d. 14.
september 1974.
Foreldrar Ólafs
voru Einar Guð-
mundur Ólafsson,
f. 10. ágúst 1887, d.
18. nóvember 1918,
og Kristín Sigurð-
ardóttir, f. 28.
ágúst 1893, d. 21.
mars 1962.
Börn Gyðu og
Ólafs eru 1) Kristín Ólafsdóttir,
f. 23. mars 1950. Maki: Magnús
Kristján Halldórsson, f. 2. maí
1947. Börn Kristínar og Magn-
úsar eru: a) Unnur Gyða, f. 10.
nóvember 1976. Maki: Maron
Kristófersson, f. 23. október
1975. Börn: Thelma Kristín, f.
22. febrúar 2001, Elísa Björk, f.
26. apríl 2007, og Magnús
Andri, f. 30. ágúst 2009. Fyrir
átti Maron Kristófer Má, f. 27.
Amma Gyða er fallin frá. Amma
fæddist í Reykjavík árið 1920 og
bjó þar alla sína ævi. Það er erfitt
fyrir mína kynslóð að ímynda sér
þær breytingar á heimaslóðunum
sem hún varð vitni að á næstum
heilli öld á meðan Reykjavík
breyttist úr bæ í borg. Ömmu þótti
líka ósköp vænt um borgina sína,
sérstaklega Vesturbæinn, þar sem
hún ólst upp, sem og Laugardalinn
en þau afi keyptu íbúð í Álfheim-
unum á sjötta áratugnum og þar
bjó amma þar til hún flutti í íbúð á
Eir um aldamótin.
Lífið í borginni var ekki alltaf
auðvelt. Amma fékk takmarkaða
menntun og fór ung að vinna eins
og tíðkaðist á þessum tíma. Ung
greindist hún með berkla og dvaldi
á Vífilsstöðum í tvö ár. Hún náði
fullri heilsu á ný, giftist og eign-
aðist tvö börn en varð ekkja 54 ára
gömul.
Nánasta fjölskyldan var lítil; tvö
börn og þrjú barnabörn, þar til
barnabarnabörnin fóru að bætast í
hópinn. Fyrir vikið voru tengslin
náin, samveran mikil og minning-
arnar margar.
Það var alltaf gott að koma til
ömmu. Oftar en ekki voru pönnu-
kökur á boðstólum og amma leyfði
okkur að leika okkur að því sem
tiltækt var hvort sem það voru
kápur og hattar eða pottarnir í
eldhússkápunum. Hún spilaði við
okkur Svarta-Pétur og las um Fóu
og Fóu feykirófu.
Á hverju ári fann amma góð-
viðrisdaga til að fara með okkur
systkinin niður í Grasagarð eða
Indíánagil. Oftar en ekki voru
þetta með allra bestu dögum sum-
arsins en árleg bæjarferð okkar
ömmu hinn 1. desember var þó í
algeru uppáhaldi. Við röltum
Laugaveginn, keyptum jólagjafir
og settumst á kaffihús. Mér þykir
svolítið vænt um að amma hafi val-
ið 1. desember til að kveðja og
halda í sína hinstu ferð.
En amma gat líka verið stríðin.
Mér er sérstaklega minnisstætt
atvik sem átti sér stað þegar hún
var á bæjarrölti með okkur frænk-
unum, nýskriðnum á táningsald-
urinn. Við gengum meðfram búð-
argluggum, amma nokkrum
skrefum á undan okkur, þegar
hún tók sig til og bankaði í
gluggann á einni versluninni en
fyrir innan voru menn að mála.
Síðan stökk hún fram fyrir
gluggann og eftir stóðum við
frænkurnar eins og álfar út úr hól
þegar málararnir litu upp. Við
vonuðumst til þess að jörðin
myndi gleypa okkur en fyrir fram-
an okkur stóð amma og skellihló.
Það vildi svo skemmtilega til að
á sama tíma og amma flutti í Eir-
arhúsin festum við Maron kaup á
okkar fyrstu íbúð sem var í næstu
götu. Ég er þakklát fyrir þann
tíma sem við áttum saman í Graf-
arvoginum. Við vorum duglegar
að hittast enda áttu amma og eldri
dóttir mín einstaklega fallegt sam-
band og ekki að ástæðulausu að
Thelma Kristín tilkynnti okkur
það þriggja ára að hún langamma
væri besta vinkona sín. Systkinin
syrgja nú bestu langömmuna, sem
að sjálfsögðu bakaði bestu pönnu-
kökurnar og eldaði besta grjóna-
grautinn.
Vertu sæl, amma mín, og takk
fyrir samveruna. Takk fyrir
gleðina, hreinskilnina og um-
hyggjuna. Takk fyrir að kenna
mér að sletta á dönsku og þekkja
konfilottur, altan og pískúranta.
Takk fyrir vinskapinn, við tökum
upp þráðinn er við hittumst á ný.
Unnur Gyða.
Gyða Hjaltalín
Jónsdóttir